Tíminn - 07.01.1993, Side 1
Fimmtudagur
7. janúar 1993
3. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Flest bendir til að EES-samningurinn verði samþykktur á Alþingi:
EES-samningurinn samþykktur
með 32 atkvæðum gegn 23
Frumvarp til staðfestingar á samningnum um Evrópskt efnahags-
svæði var samþykkt við aðra umræðu með 32 atkvæðum gegn 23 á
Alþingi í gær. Sex þingmenn sátu hjá og tveir þingmenn voru fjar-
verandi. Þriðja og lokaumræða fer fram í dag. Ekki er reiknað með
að atkvæði falli á annan veg við lokaafgreiðsluna.
Atkvæði féllu þannig á Alþingi í
gær: Já sögðu: Árni R. Árnason
(S), Ámi Johnsen (S), Ámi M. Mat-
hiesen (S), Björn Bjarnason (S),
Davíð Oddsson (S), Egill Jónsson
(S), Eiður Guðnason (Alfl.), Einar
K. Guðfinnsson (S), Þuríður Páls-
dóttir (S), Geir H. Haarde (S),
Guðjón Guðmundsson (S), Guð-
mundur Hallvarðsson (S), Svan-
hildur Ámadóttir (S), Jóhanna
Sigurðardóttir (Alfl.), Jón Baldvin
Hannibalsson (Alfl.), Jón Sigurðs-
son (Alfl.), Karl Steinar Guðnason
(Alfl.), Lára Margrét Ragnarsdóttir
(S), Guðjón A. Kristjánsson (S),
María E. Ingvarsdóttir (S), Pálmi
Jónsson (S), Rannveig Guðmunds-
dóttir (Alfl.), Salome Þorkelsdóttir
(S), Sigbjörn Gunnarsson (Alfl.),
Sighvatur Björgvinsson (Alfl.),
Sigríður A. Þórðardóttir (S), Sóí-
veig Pétursdóttir (S), Sturla Böðv-
arsson (S), Tómas Ingi Olrich (S),
Vilhjálmur Egilsson (S), Þorsteinn
Pálsson (S) og Össur Skarphéðins-
son (Alfl.).
Nei sögðu: Anna Ólafsdóttir
Bjömsson (K), Eggert Haukdal
(S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S),
Guðmundur Bjarnason (F), Guðni
Ágústsson (F), Guðrún Helgadótt-
ir (Alb.), Hjörleifur Guttormsson
(Alb.), Sigurður Þórólfsson (F), Jó-
hann Ársælsson (Alb.), Jón Helga-
son (F), Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir (K), Kristinn H. Gunnars-
son (Alb.), Kristín Ástgeirsdóttir
(K), Kristín Einarsdóttir (K),
Margrét Frímannsdóttir (Alb.), Ól-
afur Ragnar Grímsson (Alb.), Ólaf-
ur Þ. Þórðarson (F), Páll Péturs-
son (F), Ragnar Arnalds (Alb.),
Stefán Guðmundsson (F), Stein-
grímur Hermannsson (F), Stein-
grímur J. Sigfússon (Alb.), Svavar
Gestsson (Alb.),
Hjá sátu: Finnur Ingólfsson (F),
Halldór Ásgrímsson (F), Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir (K), Jóhannes
Geir Sigurgeirsson (F), Jón Krist-
jánsson (F) og Valgerður Sverris-
dóttir (F).
Fjarstaddir vom Gunnlaugur
Stefánsson (Alfl.) og Ingi BjörnAl-
bertsson (S). -EÓ
Sjá nánar blaðsíðu 2.
Fjármála- og landbúnaðarráðuneytið deila um
hvað hækkaður matarskattur kalli á mikla hækkun á
kjöti:
Fara bænd-
ur í mál
við ríkið?
Halldór Gunnarsson, formaður
Markaðsnefndar Félags hrossa-
bænda, segir að svo geti farið að
fulltrúar eggja-, svína-, kjúklinga-,
nautgripa- og hrossabænda óski eft-
ir því við Stéttarsamband bænda að
það höfði mál á hendur ríkisvaldinu
fyrir að mismuna kjötframleiðend-
um með skattlagningu.
„Þegar ríkisstjórn þvingar mismun-
un niður á eina stétt þá getur það
ekki verið neitt annað en stjórnar-
skrárbrot. Það er verið að mismuna
með stjómvaldsaðgerðum sölu bú-
vara sem sama stétt framleiðir. Ef þú
framleiðir kindakjöt þá er beitt ann-
ars konar skattlagningu en ef þú
framleiðir nauta- eða svínakjöt.
Þegar ráðherrar svara eins og Frið-
rik og Davíð hafa gert í fjölmiðlum
þá er næsti leikur hjá okkur að óska
eftir því við Stéttarsamband bænda,
að farið verði í prófmál um þetta,“
sagði Halldór.
Virðisaukaskattur er núna mun
lægri á kindakjöti en öðrum kjötvör-
um.
Samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins kallar lækkun á
endurgreiðslum á virðisaukaskatti
einungis á 7% hækkun á þessum bú-
vörum. Egg þyrftu að hækka um
6%, svínakjöt og kjúklingar um
6,5% og nautakjöt um 10%.
í gær sendi landbúnaðarráðuneytið
frá sér útreikninga sem gefa aðra
niðurstöðu. Samkvæmt þessum út-
reikningum þyrftu egg að hækka um
11,4%. Þar af má rekja 3,13% til
hækkunar á verði kjamfóðurs
(gengisbreytinga og erlendrar fóður-
hækkunar). Kjúklingar þyrftu að
hækka um 15,22%, þar af 3,4%
vegna hækkunar kjarnfóðurs. Naut-
gripakjöt þyrfti að hækka um
13,48% og svínakjöt þyrfti að hækka
um 11,76%. í þessum útreikningum
hefur verið tekið tillit til þess að að-
stöðugjald hefur verið fellt niður.
Eggja-, kjúklinga- og líklega svína-
bændur ætla að taka hiuta af hækk-
uninni á sig þar sem þeir óttast sölu-
samdrátt ef öll hækkunin fer út í
verðlagið. Egg hækka því um 5% og
kjúklingar um 9,6%. Ekki hefur ver-
ið ákveðið nýtt verð á svínakjöti.
Nautakjöt mun hins vegar hækka
um 13,48%. -EÓ
Hörð orðaskipti á Alþingi um orðalag í bréfi Jóns Baldvins til ísraelsstjórnar:
Á AÐ „LÁTA í LJÓS
VON“ EÐA „FORDÆMA“?
Stjómarandstaðan gagnrýndi rík-
isstjómina harðlega fyrir orðalag í
bréfi utanríkisráðuneytis til ríkis-
stjómar ísraels, en í því er brott-
rekstri ísraelsmanna á um 400
Palestínumönnum frá heimilum
sínum mótmælt. Stjómarandstað-
an sagði að íslenslá ríkisstjómin
hefði átt að fordæma framkomu
ísraelsmanna og krefjast þess að
ákvörðun þeirra yrði afturkölluð.
Það var Steingrímur J. Sigfússon
(Alb.) sem hóf umræðuna. Hann
vakti athygli á því að orðalagið í
bréfi utanríkisráðuneytisins væri
varfærið og mun linara en í ályktun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um mál Palestínumannanna. í
ályktun Öryggisráðsins er fram-
koma ísraelsmanna harðlega for-
dæmd og þess krafist að ákvörðun
þeirra, að reka Palestínumennina
úr landi, verði þegar í stað aftur-
kölluð. í bréfi Jóns Baldvins til ísra-
elsstjórnar er „látin í ljós von“ um
að ákvörðun ísraelsmanna verði
afturkölluð, ísraelsk stjórnvöld eru
„hvött til" að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að sjá Palestínu-
mönnum fyrir nauðþurftum og
„lýst er áhyggjum" yfir aðstæðum
þeirra.
Steingrímur J. og fleiri stjórnar-
andstæðingar sögðu að íslensk
stjórnvöld hefðu átt að taka mun
afdráttarlausara til orða. Þau hefðu
átt að nota orðalagið „að fordæma
harðlega" og „að krefjast" líkt og
Öryggisráð SÞ gerði.
Jón Baldvin rakti sjónarmið
beggja deiluaðila. Hann lagði
áherslu á að Palestínumennirnir
væru í hryðjuverkasamtökum sem
hefðu mörg mannslíf á samvisk-
unni. Það réttlætti hins vegar ekki
framkomu ísraelsstjórnar í garð
þeirra. Draga beri Palestínumenn-
ina fyrir dómstóla ef rökstuddur
grunur sé um að þeir hafi brotið af
sér.
Athygli vakti að mörgum þing-
mönnum var mjög heitt í hamsi og
létu þung orð falla í umræðunni.
Eftir að henni lauk héldu orða-
skiptin áfram og varð forseti að slá
í bjöllu og áminna þingmenn. -EÓ
Þrettándabrenna skátafélagsins Kópa í Kópavogi var haidin í Fossvogsdal í
gærkvöldi og komu þar við sögu ýmsir álfar og forynjur auk jólasveinanna
sem nú eru farnir aftur til síns heima. Myndin er tekin í gær þegar skátarnir
voru að leggja síöustu hönd á bálköstinn. Tímamynd, Ami Bjama.