Tíminn - 07.01.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 07.01.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 7. janúar 1993 DNA-PRÓF UPP- LÝSIR NAUÐGUN Tálið er nokkuð víst að hinn svo- erlendis í DNA-próf og er niðurstað- kallaði sólbaðstofuræningi sé sá an jákvæð. DNA-greining þykir gefa sem nauðgaði konu á Akureyri og nær 100% örugga niðurstöðu. Mað- ógnaði henni með hnífi í fyrrasum- urinn ógnaði konu með hnífi á sól- ar. Sýni úr hinum grunaða var sent baðsstofu í nóvember. -EÓ Starf óskast Danskur talkennari sem vill flytja til (slands, leitar að hentugu starfi meöan hann lærir íslensku. T.d. á hjúkrunarheimili eða slíkri stofnun á Reykjavíkursvæðinu. Getur byrjað 1. febrúar eða síðar. Nánari upplýsingar gefnar i síma 46454. Jólahappdrætti Blindrafélagsins Dregið 17. desember 1992. Vinningsnúmer: 7949 4864 13115 13977 2788 11818 13906 14669 8159 10622 12051 12588 801 2871 5345 8428 11748 1584 4967 7915 8970 12826 Vinninga skal vitja á skrifstofu félagsins. Sími 91-687333 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Gamli, góði bókamarkaöurinn í Hafnarstræti 4, veröur opnaður í dag. Þús- undir íslenskra og erlendra bóka, allar á verð- inu 50-250 kr. stk. Ævisögur, héraðssaga, gömul tímarit og blöð, Ijóð, kvæði, sálmar, rímur, uppeldisfræði, sál- arfræði, heimspeki, saga lands og heims, guð- speki og nýaldarbókmenntir, trúmál og guð- fræði, hagnýt efni og ótal ótal stórgóðra bóka í öllum greinum. Bókavarðan, Hafnarstræti 4, sími29720 (blSírávántaT] IÝMIS HVERFI Lynghálsi 9. Sími 686300 EES heillaspor eða stórslys? Mjög margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu þegar greidd voru at- kvæði um EES-samninginn á Alþingi í gær. Skoðanir voru mjög skiptar. Eyjólfur Konráð Jónsson talaði um samninginn sem stórslys, en stuðn- ingsmenn samningsins sögðu hann heillaspor sem myndi styrkja íslenskt atvinnuh'f. Hér fara á eftir þau þrenn viðhorf sem fram komu við atkvæða- greiðsluna. „Ég tel að samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði, sé afar mikið hagsmunamál fyrir íslenskt at- vinnulíf og íslensku þjóðina í heild. Ég tel að þessi samningur færi okk- ur réttindi á erlendri grund langt umfram það sem við þurfum að láta af hendi og þess vegna styrki okkar fullveldi og okkar sjálfstæði. Ég segi því já,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. „Það mál sem hér er til afgreiðslu er eitt það mikilvægasta sem Alþingi fslendiri;;a hefur haft til umfjöllun- ar. Málið nýst um það á hvern hátt íslendingar tengist viðskiptaheild sem er að myndast í Evrópu. Inn á Evrópumarkað fara í dag á milli 70- 80% af okkar útflutningi og sam- skipti okkar við Evrópu á öðrum sviðum fara vaxandi með hverju ári. Á þessum forsendum eru nánast all- ir sammála um að við verðum að ná hagstæðum viðskiptasamningum við Evrópusamfélagið. í dag bendir flest til þess að samn- ingurinn um hið Evrópska efna- hagssvæði verði einungis stuttur kafli í viðskiptasögu Evrópu. Önnur EFTA-ríki hafa ákveðið að sækja um aðild að EB. Það er skoðun mín að þar með skilji leiðir með íslending- um og þeim. Inn í EB eigum við ekkert erindi. í dag snýst málið um það á hvern hátt við getum tryggt viðskiptahagsmuni okkar við Evr- ópu sem best. Ég tel að það verði best gert með því að fara nú þegar fram á að teknar verði upp viðræður um að breyta viðskiptaþætti EES- samningsins, hvað okkur íslendinga varðar, í tvíhliðasamning við EB. Fyrir því getum við fært full rök og um slíka málsmeðferð gæti að mínu mati náðst pólitísk sátt í þjóðfélag- inu. Ég skora á forsætisráðherra að beita sér fýrir slíkri málsmeðferð. Það er skoðun mín að það að fella samninginn á Alþingi á þessu stigi geti skaðað hagsmuni okkar í þeim viðræðum sem framundan eru auk þess sern það myndi gefa þeim öflum sem vilja sækja um aðild að EB, byr undir báða vængi. Ég vil hins vegar ekki bera pólitíska ábyrgð á vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega utanríkisráðherra við lo- kafrágang samningsins og sit því hjá við atkvæðagreiðslu um málið," sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson. „Lögfesting þessa samnings í því formi sem hann er nú í, er mark- ieysa. Endanlegur búningur málsins verður óhjákvæmilega annar heldur en hér er í þingskjölum og því er þessi afgreiðsla í sjálfu sér gildis- laus. Þar að auki er þetta samningur sem er efnislega óhagstæður íslend- ingum. Við afsölum okkur með samningnum, frumburðarrétti ís- lendinga til landsins og auðlinda þess. Með samningsgerðinni leiðum við mikla erfiðleika yfir margar greinar okkar atvinnulífs. í samningnum felst mjög mikið fullveldisafsal. íslendingum hefúr reynst fullveldið heilladrjúgt. Full- veldi er kannski mikilvægara smá- þjóðum heldur en stærri þjóðum og því er það óheillaspor að skerða það. Ég er andvígur aðild íslands að Evr- ópubandalaginu og þessi samnings- gerð leiðir okkur innan skamms inn í EB. Síðast en ekki síst þá samrým- ist ekki þessi samningur hinni ís- lensku stjórnarskrá. Eg hef unnið drengskaparheit að því að halda stjórnarskrána og því hlýt ég að segja nei,“ sagði Páll Pétursson. -EÓ Þorfinnur hf. keypti togarinn Gylli og 1145 þorskígildistonn á 378 milljónir: Afhentur nýjum eigendum í gær ísfísktogarinn Cyllir ÍS var afhentur nýjum eigendum á Flateyri í gær en kaupandi skipsins er hlutafélagið Þorfínnur hf. Kaupverð skips og 1145 tonna þorskígildiskvóta er um 378 milljónir. Þar með verður kvóti skipsins áfram innan fjórðungsins en eins og kunnugt er þá leit út lengi vel að skip- Hluthafar í Þorfinni hf. eru Flateyr- arhreppur sem á 30% hlutafjár og 70% eru í eigu íshúsfélags ísfirðinga hf. á ísafirði. Þessi hlutföll kunna þó að breytast með tilkomu aukins hlutafjár en stefnt er að því að auka það úr einni milljón í 100 milljónir. Jafnframt hefur stjórn íshúsfélags- ins ákveðið að opna það fyrir öðrum hluthöfum, sem var raunar forsenda þess að fyrirtækið ákvað að ráðast í kaupin á togaranum. Gyllir ÍS heldur von bráðar á veið- ar, en togarinn verður gerður út frá ísafirði og mun landa upp hjá íshús- félaginu, en áhöfnin verður frá Flat- eyri. í stað Gyllis hefur útgerðarfé- lagið Hjálmur hf. á Flateyri fest kaup á línubátnum Val frá Stöðvar- firði auk þess sem fyrirtækið gerir út á kúffisk. Þorleifur Pálsson hjá íshúsfélagi ís- firðinga segir að kaupin á Gylli muni styrkja fyrirtækið verulega og at- vinnuöryggi starfsfólksins. Á síðasta ári voru atvinnuleysisdagar hjá ís- húsfélaginu 40 talsins vegna hráefn- isskorts. Auk Gyllis fær fyrirtækið afla til vinnslu frá aflaskipinu Guð- björgu ÍS, línubátnum Hafdísi og Framnesi ÍS sem íshúsfélagið á 50% í, á móti Fáfni hf. á Þingeyri. -grh Hross í Húnavatnssýslu lítt hrifin af flugeldaskothríð: Æddu áhvað sem fyrir varð Hross fótbrotnaði í rimlahliði og girðingar kubbuðust í sundur er styggð komst á hross í Húnavatns- sýslu um áramótin." Þau tóku strikið og æddu nánast á hvað sem fyrir varð þegar flugeldasprenging- arnar byrjuðu," segir Hermann ívarsson lögreglumaður á Blöndu- ósi sem býr á Hvammstanga. Slík var ferðin á þarfasta þjóninum að ristahlið urðu engin hindrun fyr- ir þau flest en eitt fótbrotið hross þurfti samt að aflífa að sögn Her- manns. Þá segir hann að fimm strengja girðing hafi ekki hindrað för hrossanna sem einfaldlega ruddu sér leið þar í gegn en þó án þess að verða fýrir teljandi meiðslum. Hann segir að hrossin hafi ekki linnt látum fyrr en eftir margra kfló- metra sprett. Hermann álítur að mikið sé af hrossum á þessum slóðum sem séu oftast innan girðinga. Þau komust samt auðveldlega yfir girðingarnar að sögn Hermanns þar sem þær voru yfirleitt á kafi í snjó. Hann telur að hrossin hefðu líklega haldist innan girðinga hefði allt ver- ið með ró og spekt. „Hrossin æddu upp á þjóðveg og tóku á sprett lík- lega eina fjóra fimm kflómetra. Þá var haft samband við eigendur þeirra sem þurftu að ná í þau því veruleg hætta stafar af hrossum á þjóðvegi," segir Hermann. -HÞ Jólatrés- vandræði úr sögunni Vandræðagangur margra við að losna við jóitré virðist úr sög- unni þar sem þau verða sótt fólki að kostnaðarlausu á höf- uðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg, Kópavogur Og Hafnarfjörður veita íbúum sínum þá þjónustu að sækja tré á fostudaginn þeim að kostnað- ariausu. Fólk er beðið að færa trén út að lóðamörkum til að flýta fyrir söfnuninni. Hafnarijarðarbær reið á vaðið í lyrra og nú bætast höfuðborgin og Kópavogur í hópinn. Nýja sendibílastöðin seldi fyrir jólin sérstök jóiatijáaskflakort. Forraðamenn fyrirtækisins hafa ákveðið að endurgreiöa þessi kort

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.