Tíminn - 07.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. janúar 1993 Tíminn 5 Fékk rangur málstaður stuðning í Colorado? Hollywoodstj ömumar íhuga bann á Aspen! opi Goldberg brýndi peningajöfrana í kvikmyndaheiminum til að fara eitthvað annað með fé sitt. Kvik- myndaframleiðendur afturkölluðu fyrirhugaðar upptökur í Colorado á smáþáttaröð fýrir sjónvarp, gerða eftir sögu Stephens King. í janúar ár hvert, hefur verið sérstök homma- skíðavika í janúar og þá hafa mörg hundruð homma þyrpst í brekkum- ar og samkvæmislífið í Aspen. Af- pantanir fóru að berast í stríðum straumum. Fátt er skemmtilegra en púðureldasýningin utan sjónmáls kvikmynda- vélarinnar þegar stjörnumar í Ameríku fara að líta sjálfar sig alvarlegum augum. Á sama tíma og yfirvöld í Washington voru að ræða um hvernig best væri að standa að því að lina sult Sómala, var fræga fólkið á „hinni ströndinni" í sálarkvöl vegna vanda af öðru tagi. Átti það — eða átti það ekki — að fara í skíðaferð til Aspen Hollywood-stjömumar hafa ekki komist í slíkt uppnám vegna eftir- lætis-vetrarparadísarinnar sinnar í Colorado síðan tilraunin var gerð til að vísa loðfeldum út úr þessu um- hverfisvinsamlega ríki, eða þegar af- brýðiskast þeirra Ivans TVump og Marla Maples vegna Donalds Trump hleypti öllu í bál og brand á sfðkvöld- um. Sálarkvölin nú stafar af því að íbúar ríkisins greiddu „pólitískt rangt" atkvæði þegar þeir sam- þykktu að afnema lög sem veittu kynhverfum sömu vemd gegn mis- rétti og minnihlutaþjóðemishópum. íhaldssamir þrýstihópar héldu því fram að lögin samsvöruðu sérrétt- indum sem hefðu í för með sér kvóta og Jákvæða mismunun" fyrir þá kynhverfu. Hommar ofsareiðir Úrslit atkvæðagreiðslunnar reitti risafjölmennt og fyrirferðarmikið samfélag amerískra homma til gífur- legrar reiði. Margir settu þegar fram kröfú um að Klettafjallaríkið yrði al- gerlega sniðgengið og héldu því fram, sem ekki reyndist algerlega rétt, að atvinnuveitandi gæti nú rek- ið eða ofsótt kynhverfa starfsmenn vegna fordóma einna og sér. í aug- um þeirra var hér enn eitt óhugnan- legt atriði á ferðinni á því ári sem þeir halda fram að hafi markast af árásum á mannréttindi þeirra. Meðal þessara árása tilgreina þeir misheppnaða tilraun í Oregon til að fá samþykkt frumvarp um að þvinga skóla til að kenna að kynvilla sé „óeðlileg og siðlaus", og þrjóskuleg- ar tilraunir hersins til að viðhalda banni gegn kynvillu í sínum röðum. Eftir að lögin voru samþykkt í Color- ado komust sprengjugöbb og ógn- andi símhringingar á bari kyn- hverfra í tísku um skeið. ár? Atlanta í Georgíu grípur til sinna ráða Fyrst marktækra aðila til að taka tillit til mótmæla kynhverfra, var Atlanta-borg sem sýndi fram á óánægju sína með því að láta eins og Colorado væri ekki til, neitaði að borga fyrir langlínusímtöl til ríkisins og senda fulltrúa á ráðsteftiur á staðnum. Hollywood-stjömumar tvístigu þar til Barbra Streisand reið á vaðið í nóvember sl. og var ekki annað á henni að skilja en hún væri að fá annað frægt fólk til að taka þátt í banninu á Colorado. „Siðferðilegt andrúmsloft þar er ekki lengur við- unandi“, tilkynnti stórstjaman og leikstjórinn á fjáröflunarsamkomu fyrir eyðni í Los Angeles. „Og ef við emm beðin um að koma fram þar sem fólki er mismunað verðum við að neita því“. Fijálslyndi í orði — en ekki verki? Viðstadda glæsiliðið sem hreykir sér af frjálslyndi í orði og verki, hellti sér út í örvæntingarfulla sjálfsskoð- un. Margir þeirra frægu og ríku urðu skelfingu lostnir við tilhugsun- ina um að kannski þyrftu þeir að breyta áætlunum sínum um að eiga jólafríið í skíðagallafélagsskap slíkra sem Goldie Hawn, Jack Nicholson og Michael Douglas. Barbra neyddist til að skýra orð sín betur og sagði þá að hún hefði ekki hvatt til að Colorado yrði sniðgengið en gefið í skyn að hún myndi styðja slíkar aðgerðir ef hún yrði beðin um það. Þá var það orðið of seint. Who- Aspen hefur löngum dregið að sér þá ríku og frægu sem vilja gjarna vera innan um sína líka. Nú er hætt viö aö gisni í rööum þeirra, enda ekki hættulaust aö taka vitlausa afstööu í réttindamáli. Aspen á sér líka málsvara Ekki hafa þó allir lagst á eina sveif við að níða Colorado niður. Gamlir og tryggir vinir Colorado hafa ekki hlaupist undan merkjum. í þeirra hópi er John Denver, sveitasöngvari og íbúi f Colorado til langs tíma. Hann gagnrýndi málflutning Barbra Streisand. Leikkonan og söngkonan Cher sagði Aspen vera „umburðar- lynt og hjartanlegt samfélag" og hélt þvf fram að bann á staðinn lenti á röngum stað, þar hefðu þrír af hverj- um fjórum greitt atkvæði gegn and- hommalögunum og sýnt stuðning sinn við áfrýjun gegn nýju lögunum. Álitið er að tap ríkisins vegna mót- mælanna verði um sex milljónir dollara en tekjur þess vegna ferða- manna, eru um fimm milljarðar dollara. Embættismenn í Colorado eru svo áhyggjufúllir að borgarstjór- inn í Denver kom fram í kvöldspjall- þætti Arsenio Hall í sjónvarpinu til að höfða til efnaðra áhorfenda um að „koma til Colorado". En kannski fer mesta kaldhæðnin í þessu máli algerlega framhjá þeim sem styðja bannið. Það verður nefni- lega Utah sem græðir mest á hefnd- araðgerðum ferðamannanna, ná- grannaríki Colorado til vesturs, en þar er yfirleitt litið á kynhverft fólk með andstyggð. Cher og John Denver tóku ekki undir ákall Barböru Streisand til þeirra sem voru að hugleiöa Aspen-ferö um aö fara hvergi. Tímarit Þjóðvinafélags Andvari. Hundraðasta og sautjánda ár. Stofnaður 1874. Nýrflokkur XXXIV. Tlmarit Hlns islenska Þjóðvlnafélags. Ritstjórí Gunnar Stefánsson. Þetta hefti Andvara byrjar með stuttri grein eftir ritstjórann vegna óvissu um framhald tímaritsins, þar sem bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur verið lögð niður, en hún hefúr verið samtengd Þjóðvinafélaginu eða það henni síðustu áratugi. Andvari birtir nú vandaða grein um Sigurð Guðmundsson skólameist- ara eftir Guðmund Amlaugsson skólastjóra. Hann leiðir ýmsa sam- starfsmenn og nemendur til vitnis um störf og hætti Sigurðar. Síst er það vonum fyrr að Andvari birtir grein um Sigurð Guðmundsson, sem er með merkari skólamönnum á þessari öld, en auk þess mjög sér- stök manngerð og fáum líkur. Að öðru leyti er heftið verulega tengt níræðisafmæli Halldórs Lax- ness. Honum eru helgaðar þrjár rit- gerðir. Ein er eftir ritstjórann og neftiist „í Ijósi skáldskapar". Þar eru m.a. riljuð upp þau orð sem Harð- hnútur mælir á banabeði við prest sinn: „Ég hef trúað sjö kenningum. Staðreyndirnar drápu þær allar.“ Gunnar vitnar líka til þessara orða Kristins E. Andréssonar: „Hið jákvæða, sem lesendumir eru alltaf að þrá í bókum Halldórs, kem- ur þar lítið fram ennþá. Persónurn- ar veita ekki þá leiðsögn, sem svo mörgum er kær, eru ekki sjálfar fyr- irmyndir, sem svo æskilegt er að eiga á jafti ráðþrota tímum." Þetta er að vemlegu leyti skýring á því hve illa sögum Laxness var tekið. Lestrarfélagið heima keypti Sölku Völku og Sjálfstætt fólk, svo að allir í sveitinni lásu þetta. Mér er minnis- stætt að sveitungi minn einn spurði mig hvað sá lestur skildi eftir. Ég mun hafa svarað því til að fyrst og fremst vekti hann ýmsar spumingar og ferska hugsun. Hér vil ég líka rifja það upp að Snorri Sigfússon sagði mér á þess- um ámm að Bjömstjerne Bjömson hefði sagt á gamalsaldri að ævistarf sitt hefði verið að skapa nokkrar persónur. Guðbjörg Þórisdóttir á ritgerð sem heitir ,Allt er lýgi nema ástin". Hún er kynnt sem „þræðir raktir úr Vef- aranum mikla frá Kasmír eftir „fem- ínistann" Halldór Laxness". Þetta er gagnmerk ritgerð og sennilega það nýstárlegasta í þessari umræðu. Guðbjörg færir rök að því að Diljá eigi margt sameiginlegt með höf- undi sínum. í f túninu heima kemur fram að fyrstu bækur, sem Diljá les, Siguröur Guömundsson. em líka fyrstu bækur höfúndarins í Laxnesi. Mörgu svipar saman á þroskaferli þeirra. Erfitt mun verða að hrinda þeirri kenningu að skáldið sæki til sjálfs sín ýmsa örlagaþræði Diljár. Bókmenntafræðingar hafa hins vegar talið að Laxness segði margt frá sjálfum sér með Steini Elliða. Hér er þess að gæta að stór- skáld getur gert tvær aðalpersónur mikillar sögu af sjálfum sér. Svo margþætt er manneskjan. Og vitan- lega hefur enginn annað að segja en það sem snertir reynslu hans sjálfs og hann skynjar þannig. Svo tak- markaður er maðurinn. Athyglis- verð em orð Guðbjargar um Sölku Völku sem einskonar framhald af Diljá og Amald í framhaldi af Steini Elliða. Þriðja grein þessa Andvara um Lax- ness er eftir sr. Gunnar Kristjánsson um séra Jón Prímus. Um þessar þrjár greinar má segja að þær hver um sig em góður fengur og líklegur til að glöggva fyrir venjulegum les- endum ýmislegt sem máli skiptir um þetta höfuðskáld íslendinga. Um annað efni Andvara verður ekki fjölyrt hér. Þar eiga þeir Þorsteinn Gylfason og Sigurður Steinþórsson samræður um list og vísindi, Eyjólf- ur Kolbeins skrifar um gríska harm- leiki í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar, Arnheiður Sigurðardóttir um Hafnardvöl Guðmundar Magnús- sonar (Jóns TVausta), Gunnar Jó- hannes Árnason um ,Aðventu Gunnars Gunnarssonar í heim- spekilegu ljósi“, og Þorgeir Þor- geirsson hugleiðingu um þýðingar og fmmsaminn texta í minningu Geirs Kristjánssonar. Enn em hér ljóð eftir Baldur Óskarsson og sr. Bolla Gústavsson, þrjú frá hvomm. Þá er ótalin grein eftir Helga Skúla Kjartansson um Sturlungaöldina og túlkun hennar í íslenskri sagnarit- un. Hann bendir á að þróun mála var áþekk víða um lönd, þannig að öflugt ríkisvald varð hemill á inn- byrðis baráttu herskárra höfðingja. Samkvæmt því áttu íslendingar að þjóna undir konung, eins og siðaðar þjóðir gerðu. En þá átti konungur líka að bera ægishjálm yfir innlenda höfðingja, svo að landsmenn fengju frið fyrir þeim. Hér var kirkjan komin til valda og hún var hluti voldugrar stofnunar, sem ekki takmarkaði sig við landa- mæri. f deilum við hana sáu menn að hún átti sumstaðar í stríði við konungsvald. Jafnvægi goðavaldsins var horfið, þegar einstakir höfðingj- ar söfnuðu goðorðum. Þeir vom ekki þjóðveldismenn í hugsun og skoðunum. Svo kom Gissur Þor- valdsson til. Hann vissi að konungur hlyti að senda einhvem til að drepa sig, ef ekki yrði játast undir kon- ungsvald. Því kallaði hann það fjör- ráð við sig ef menn neituðu. Svo setti hann í Gamla sáttmála ýmis- legt til að tryggja réttindi lands- manna, frið, siglingar og íslensk lög og jafnrétti við norska þegna. Þessi upptalning á efni þessa síð- asta Andvara sýnir að þar er að verki þjóðlegt, íslenskt tímarit, sem stundar íslenska menningu. Þar fer fram umræða, sem vert er að fylgj- ast með. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.