Tíminn - 07.01.1993, Side 4

Tíminn - 07.01.1993, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Slml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Veislan er búin Forustumenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa ætíð talað um borgina og rekstur hennar sem skólabókardæmi um styrka stjórn í anda sjálfstæðisstefnunnar. Embætti borgarstjóra hef- ur á hverjum tíma verið undirbúningur undir forustu á sviði landsmála og er fyrir því mjög rík hefð í flokknum. Gífurlegar fjárfestingar borgarinnar og Hita- veitu Reykjavíkur í glæsihúsum eru réttlættar með þessari sterku stöðu og að kominn væri tími til að reisa ráðhús og gefa viðskiptavinum Hita- veitunnar Perlu. Það hefur legið í loftinu alllengi að ekki væri allt sem sýndist um fjárhag borgarinnar. Við fram- lagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993 kom ljóslega fram sú uggvænlega staðreynd að fjár- hagsstaða hennar hefur stórversnað. Ein ástæð- an er auðvitað sú að tekjur borgarinnar hafa dregist saman, m.a. vegna samdráttar í þjóðfé- Iaginu og þeirrar svartsýni sem ríkir á öllum sviðum. Við þessar aðstæður hefði auðvitað verið nauð- synlegt að geta gripið til þeirra milljarða, sem farið hafa í þau glæsihús sem áður var vikið að. Þessar byggingar voru reistar þegar atvinnu- ástand var með allt öðrum hætti en nú. Nú væri hins vegar þörf á því fyrir borgina að leggja fé til atvinnuaukningar, en getan til þess fer óðum þverrandi og eru það slæm tíðindi. Sóun liðinna ára kemur nú fjárhag borgarinnar í koll. Þegar borgarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar, skellti hann skuldinni á afnám að- stöðugjalds og sá fagnandi framsóknarmenn í hverju horni, sem vildu gera Reykjavíkurborg allt til bölvunar. Það er hvorki Reykvíkingum né öðrum Iands- mönnum til góðs að einfalda málin með þessum hætti. Reykjavíkurborg getur aldrei vænst þess að byggja afkomu sína og sérstöðu á veltuskött- um, sem ganga ekki í opnu hagkerfi. Það er til- gangslaust að illskast við Framsókn vegna þess máls. Hitt er ljóst að þeir tímar eru liðnir að borgin geti stráð um sig peningum til þarfra verkefna og óþarfra. Versnandi fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er auðvitað ekkert fagnaðarefni og forustumenn borgarinnar þurfa að ganga að sínum verkum með breyttu hugarfari og spila úr minnkandi fjármunum, eins og önnur sveitarfélög hafa löngum þurft að gera. Þess vegna er forgangsröð verkefna aldrei mikilvægari en nú, og látið sé af fjárfestingaæði í veitingahúsum og öðrum glæsi- byggingum og kröftunum til dæmis beint enn frekar að því að skapa atvinnu í borginni, t.d. fyr- ir skólafólk og aðra sem atvinnu skortir nú þeg- ar. amar birtist frétt, scm Garri sá því miður ekki nema að hluta, um ein- hvem danskan rithöfund sem gaf sig út fyrir að vera sérfræðingur um af* ur-Evrópu á árunum f kringum seinni heimsstjTÍöidina. Það var fréttamað- ur RÚV' á Norðuriöndum, Ámi Snœv- arr, sem var með þessa frétt vitai hversu vakandi þessi fréttamað- ur er fyrir málum sem tengjast ís- landi, að hann skuli hafa graflð upp þennan rithöfund, en meðal þess, sem rithöfundurinn hafði fram að færa, voru kenningar um framkomu íslenskra stjðmvalda, ekki síst Her- manns, bömum áárinu 1939. Það máfsra fyrir því rökað það sé ftéttaæmtcf útkndingar fjalla um ís- Ný ævisaga tiltæk Svo vill hins vegar til að einmitt fyr- ir þessi jðl kom út annað bindi ævi- sögu Hermanns Jónassonar, þar sem þjóðkunnur íslenskur rithöfundur, Indriði G. Þorsteinsson, fiallar um þessi máL Sjón- varpsfólkið hér heima telur þó eldd ástæðu tít að nýta sér þá heimild, en þar er má! Katrínar lækuls og gyib ingabarns ið upp og Katrin og hennar féfagar notað það til að koma pólitísku höggi áHermann. Ekki reynt að maður RÚV sendi heim frétt um mál- ið. Hins vegar veröur að gera þá kröfu til Rfldsútvarps-Sjónvarps að gamíar samhengi. Indriói bendir Hermann Jónasson. m.a. á í bók sinni um Hermann að þetta mál hafl verið eitt af mörgum, sem bryddaö var upp á til að koma I bók Indriðakemurþetta fram: ,»Á þessum tíma var starfandi svo- nefnt Friðarvinaféiag í Reylgavik. Þetla félag sneri sér tíl rfldsstjómar- innar og óskaði heimildar til að flytja inn nokkur gyðingaböm. Forsætis- ráöherra lét þá kanna, með aöstoð sendihem fandsins í Kaupmanna- höfn, hver afstaða hinna Norðnriand- anna væri tfl slflcra óska, Sendiherr- ann upplýsti að þessi mál væru yfir- leftt í höndum félaga, sem sæju nm móttöku bamanna, en innflutaingur- inn væri þeim takmörkunum háður af hálfú hins opinbera, að aðems væri unumvæni annars lands hrnan sem Katrin Thoroddsen læknir fékk ekfd að flytja til Isfands árið 1939 vegna þess að Hermann Jónasson var „afvegaleiddur andlega af diktators- dýrkun“ eins og það hét í Þjóðviljan- um á sínum tíma, er aö þessu sinni sótt til dansks rithöfundar. Og þrátt fyrir að nofckuð sé um liðið firá birt- ingu þessarar fréttar, hefiir Garri ekki orðiö var við að Sjónvarpið sjái ástæðu til að leiðrétta gagnrýnislansa birtingu á pólitískri Jeikfléttu, sem spunnin var fyrir rúmri hálfri öld. Hefði þó mátt búast við Ögn vandaðri vinnubrögðum hjá fréttastofu RÚV, þegar um heiður látins forsætisráð- herra er að ræöa, ekki síst eftir reynslu stofnunarinnar af „Tángen- málinu" á sínutn tfma. : ; og haröari pólitískri baráttu en nú þekfdst Indriði segir svo fra í bók sinni: „Eitt var að forssætisráöherra hefði bannað mannúð á íslandi, þar sem ekki væri leyfður innflutningur á gyðingaböm- um tfl landsins,... En í Jok aprflmán- aðar birti Katrin Thoroddsen, læknir, grein í ÞjóðviJjanum, þar sem hún skýrði frá þvíað Hermann Jónasson hefði neifað henni um innflutnings- leyfi á austurrisku gyðingabami, sem hún ætfaði að taka í fóstur í crtt eða tvö ár.“ Indriði bendir síðan á aö mál- ið hafi nú verið fldknara en svo að Hermann Jónasson hafl af efnhverri mannvonsku ekki vQjað leyfa gyðinga- baminu að koma til landsins. Þvertá mótí vfrðist þetfa mál hafa verið blás- uriöndin í þessu efni. Hann lét Frið- Wta um þessa niður- stöðu. Féfagið reyndi hins vegar ekk- ert tii að fuilnaegja tilgreindum skilyröum, og þegar það endumýjaði umsókn sína fékk það neitun. Gyð- ingabam Katrínar var meðal þefrra rið þetta „manflúðarmáT var á það hent að Norðuriönd voru taiin vfð- sýnnl og frjálslyndari f þessum efnum en flest rflcL Hliðstæð féfög annars staðar á Norðuriöndum uppfyiltu sett skilyrði og flutta inn gyöingdböm.“ Þessi frásögn í nýrri bóklndriða G. er öllum aðgengiieg, Iflea fréttastofú Sjónvarps. Þaö er því einkennilegt að upprifjun b'tt þekkts dansks rithöfúnd- ar á 50 ára gamaiii dæguibrellu sé tal- in fréttnæm, en ekki frásögn Indriða G. í nýrri ævisögu Hermanns. Ganl Víkjandi eignir þjóðarinnar Fólkið f landinu á ríkissjóð, Seðla- bankann og Landsbankann, auk margra lánastofnana sem eru þeirrar náttúru að eigendurnir þurfa sífellt að bæta miklu meira í þær en lántakendur greiða til baka. Hvort þetta er sósíalismi andskot- ans, velferð, aðferð til að verða sér úti um peninga fyrir lítið eða hreinræktaður asnaskapur greinir menn á um. Má raunar einu gilda, því útkoman er sú sama. Um áramótin bar það til tíðinda að Landsbankinn var orðinn uppi- skroppa með fé, samkvæmt reglu- gerð og skilgreiningu, þótt upplýst sé að bankinn eigi glás af pening- um. En af því að með lögum skal land byggja og banka starfrækja, verður að kippa bókhaldinu f liðinn og Seðlabankinn lánar Landsbankan- um tólf hundruð milljónir króna. Tekið er fram að um víkjandi lán er að ræða, sem þýðir að ekki þarf að endurgreiða það fyrr en lántakanda sýnist eða aldrei, ef svo vill verkast. Skylt er að taka fram að múga- menn eiga ekki kost á víkjandi lán- um, en geta stært sig af því að eiga bæði Seðlabankann og Landsbank- ann, svo að það kemur út á eitt Einbjöm togar í Tvíbjöm Framkvæmdastjóri Verslunarráðs er með einhverja tilburði á Alþingi að vefengja rétt Seðlabanka til að gefa Landsbanka aura. Seðlabanka- stjóri svarar því um hæl með því að benda á að ríkissjóður sé baktrygg- ing Landsbankains og að Seðla- bankinn sé í eigu ríkisins og hann getur því gefið Landsbankanum peninga, því ef hann gerir það ekki verður ríkissjóður að punga út fyr- ir Landsbankann, ef hann kemst í greiðsluþrot, sem aldrei mun koma til, að sögn seðlabankastjóra. Sé einhverjum þetta torskilið, skal bent á þuluna góðu um hann Ein- bjöm sem togar í Tvíbjöm, sem togar í hann Þríbjöm sem þá togar Vítt og breitt V____________ _______________J í Fjórbjöm o.s.frv., til skilnings- auka. En hún er einmitt gott dæmi um samhengi þeirra hluta sem saman eiga. í þeim hárfínu útskýringum, sem fylgja með láninu, er þess getið í framhjáhlaupi að aðstoðin sé veitt vegna ótæpilegrar „aðstoðar" Landsbankans við útgerðina og aðra atvinnuvegi, sem einatt er ver- ið að segja þjóðinni að komnir séu á vonarvöl. Er eins og það liggi í loftinu að ær- ið margir hafi fengið „víkjandi lán“ hjá Landsbankanum, en af þeim góðu lánum em hvorki greiddir vextir né afborganir og em því hag- stæðustu lán á markaði. Andlitslyfting Samkvæmt gildandi fjárlögum á ríkissjóður að fá 1500 þúsund krónur í beinhörðum peningum fyrir sölu á ríkisfyrirtækjum. Engin von mun tii að fá þá upphæð fyrir annað en sölu ríkisbanka. Boðað er að Landsbankinn verði settur á sölulista um mitt árið. Þar sem ekki mun þykja góður bisniss að kaupa skuldugan banka, eða skuldir fjárvana og ofveðsettra fyrirtækja, mun þjóðbankinn ekki hátt metinn til fjár samkvæmt markaðslögmálinu almáttuga, sem öllu á að ráða. Ef bankinn hins vegar á grjótnóg af peningum, eins og seðlabanka- stjórinn heidur ffarn, er auðvelt að kaupa bankann með manni og mús og eigin fé og borga hann upp með því. Sá háttur hefúr áður verið hafður á, þegar kaupslagað var með ríkisbanka. En enn betra verður fyrir væntan- lega kaupendur að fá Landsbank- ann með þeirri meðgjöf, sem nú er verið að púkka undir með víkjandi láni frá Seðlabanka, sem er eign þjóðarinnar eins og ríkissjóður og Landsbanki, eftir því sem málsmet- andi menn sýna og sanna, og skipt- ir þá ekki máli hver skuldar hverj- um hvað, eða hver gefúr hverjum. Því hvað eru milljarðar á milli vina, sem hvort sem er eru aliir í sömu familíunni? Svo er hér með lagt til að hætt verði að segja hryllingssögur af bönkum í Finnlandi, Færeyjum, Noregi og sparisjóðum í Ameríku, þar sem víkjandi lán, niðurgreiðsl- ur á vöxtum og ríkistryggingar eru undirstaða fjármálakerfanna. Að lokum lítil spuming til við- skiptaráðherra: Á hvað skyldi Seðlabankinn leggja sig? OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.