Tíminn - 07.01.1993, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 7. janúar 1993
MOLAR
V______J
... Fyrirliöi og miðvörður
Glasgow Rangers verður frá
keppni I þrjár vikur vegna
meiösia sem hann varð fyrir f
leik f skosku úrvalsdeildinni f
knattspyrnu. Hann fékk högg á
lærið og olli það innvortis blæð-
ingum inn á vöðva. Einnig verð-
ur lan Ferguson, miðjuleikmað-
urinn hjá Glasgow Rangers, frá
keppni f nokkra leiki vegna
brotins fingurs.
... ÞaA vakti athygli, að með
liði Fjölnis á Reykjavfkurmótinu (
knattspyrnu um síðustu helgi,
léku tveir Júgóslavar. Það voru
þeir Zoran Coguric, sem lék
með Stjörnunni f fyrra og maður
að nafni Miladin Kuc, sem lék
áður með félagi sem heitir Ko-
ala Lumpur f Malasíu. Það varð
hins vegar stutt stopp hjá þeim
sfðarnefnda þvf frammistaða
hans var með þeim hætti að
hann hefur nú verið sendur
heim á ný.
... Birgir Skúlason mun
næstkomandi tfmaþil leika með
fyrrum félögum sínum I Völ-
sungi, en hann hefur undanfar-
ið leikið með FH ( knattspym-
unni. Völsungar hafa nýlega
ráðið þjálfara, en það mun
verða Aðalsteinn Aðalsteins-
son.
... Ágúst Ólafsson, sem
uppalinn er hjá Fram, en lék
sfðasta tfmabil með ÍR f 2.
deildinni f knattspyrnu, hefur
ákveðiö að snúa heim á ný og
leika með Fram f sumar.
... Talandi um félagaskipti, þá
má greina frá þvf að Leiknir
Reykjavík hefur fengið liðsstyrk,
en það eru þeir Ragnar Bald-
ursson, sem áður var f KA á Ak-
ureyri og Úlfar Helgason sem
var áður f rööum Þróttara við
Sæviðarsund.
... NjarAvíkur-stúlkur eru
hættar þátttöku f fyrstu deildinni
f körfuknattleik kvenna, en þær
höfðu þegar þær ákváðu þetta,
ekki fengið stig f deildinni. Þær
munu ekki hafa átt f lið lengur.
... VI6 sögAum frá þvf hér á
dögunum að þeir Rúnar Sig-
mundsson úr Stjörnunni og Rút-
ur Snorrason úr ÍBV myndu
báðir leika með Fram á næsta
keppnistímabili og hefur Rúnar
nú haft félagaskipti yfir f Fram.
Hvað Rút varðar hefur verið
gengið frá þvf að hann veröur
um kyrrt f Eyjum og leikur með
ÍBV á næsta ári.
... Keppni f islandsmótinu !
innanhúsknattspyrnu hefst
næstkomandi föstudag með
keppni f 4. deild. Hefst keppnin
klukkan 17.00 í fþróttahúsinu
við Austurberg. Keppninni
verður framhaldið á laugardag
og á sunnudag tekur 3. deildin
við. Laugardaginn 16. fer fram
keppni 2. deild, en á sunnu-
daginn 17. verður leikið (1.
deild karla og kvenna. Allir leikir
nema f 1. deild karla verða
leiknir f íþróttahúsinu við Aust-
urberg. 1. deild karlaveröur
leikin f Laugardalshöllinni.
Körfuknattleikur:
NBA úrslit
Úrslit leikja í NBA-deíldinn)
bandarísku í fyrrinótt:
LA Lakers-Chicago Buils ...91-88
New Yoric-Cleveland....95-91
Phoenix-Houston...„...106-104
Utah-San Antonio___„...113-87
Portland-Dallas 109-95
Boston-Charlotte ••*••••••* 107-103
New Jersey-Oriando «••••••• 102-99
Washington-Atlanta ..„..107-100
Indiana-LA Clippers „„..114-106
Miami-Detroit__________89-83
Milwaukee-Minnesota „..114-100
Seattle-Golden State .„..116-106
Sacramento-Denver___126-106
Deila handknattleiksliðanna, Vals og FH, við mótanefnd HSÍ vegna niðurröðunar leikja á
m íslandsmótinu í handknattleik:
Oleysanlegur hnútur?
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fundarhöld í gær
hefur ekki tekist að leysa þann hnút sem félögin
Valur og FH annars vegar, og Mótanefnd HSÍ og
landsliðiö í handknattleik, hinsvegar mynda. Sá
hnútur er tilkominn vegna óska FH og Vals um að
fresta leikjum vegna þátttöku í Evrópukeppni, en
mótanefnd neitar og hafa liðin lýst því yfir að
landsliðsmönnum þeirra verði neitað að fylgja
landsliðinu í keppnisferð til Noregs, en ferðin
markar upphaf undirbúnings landsliðsins fyrir
HM í Svíþjóð sem hefst í mars næstkomandi.
Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær,
hafa bæði Valur og FH hótað HSÍ því að ef ekki
verði farið að kröfum þeirra um að fresta leikjum
félaganna þann 13. janúar, vegna þátttöku þeirra í
Evrópukeppni bikarhafa og meistaraliða um næstu
og þar næstu heigi, þá muni félögin ekki gefa eftir
landsliðsmenn sína á Lotto- mótið sem fram fer f
Noregi eftir rúman hálfan mánuð. í gær voru
haldnir tveir fundir þar sem reynt var að finna ein-
hverja lausn á málinu. í hádeginu hittust fulltrúar
mótanefndar HSÍ, félaganna og HSÍ og var hann án
árangurs og í gærkvöldi reyndi formaður HSÍ, Jón
Ásgeirsson að finna lausn á málinu með mótanefnd
en sá fundur var einnig árangurslaus.
í samtali við Tímann sagði Jón Ásgeirsson for-
maður HSÍ að málið væri í sömu stöðu og það
hefði verið fyrir fundina í gær. Mótanefnd hefði
sínar ástæður fyrir því að ekki væri hægt að fara að
tillögum félaganna um að leikur Stjömunnar og
FH færi fram 6. febrúar og Vals og HK þann 10.
febrúar næstkomandi og félögunum hefði verið
greint frá því. Næsta skrefið í þessu máli væri það
að Þorbergur Aðalsteinsson veldi það landslið sem
hann myndi fara með til Noregs og síðan kæmi í
ljós hvaða leikmenn gæfu ekki kost á sér.
Lúðvík Sveinsson formaður Vals sagði í samtali
við Tímann í gær að landsliðsmönnunum í liði Vals
hefði verið tilkynnt það að þeim yrði ekki leyft að
fara með landsliðinu til Noregs ef ekki fyndist
lausn á málinu og þeir myndu sætta sig við það.
Lúðvík sagðist ekki sjá hvað væri til fyrirstöðu að
leikimir fæm fram á þeim tíma sem Valur og FH
hefðu lagt til, því þrátt fyrir að 10. febrúar lenti of-
an í æfingatíma landsliðsins, hefði Þorbergur Aðal-
steinsson lýst sig samþykkan því að leikurinn færi
fram þá.
Gunnar Gunnarsson, framkvæmdarstjóri HSÍ,
sagði í samtali við Tímann í gær að í sumar þegar
raðað hefði verið niður leikjum vetrarins, hefði fé-
lögunum verið gefinn kostur á því að gera athuga-
semdir um leikdaga og hefði þá verið Ijóst hvenær
leikið yrði í átta liða úrslitum í Evrópukeppninni í
handknattleik. Fjórar óskir hefðu komið fram um
breytingar, en hvorki Valur né FH hefðu gert at-
hugasemdir við leikdaginn 13. desember, þótt fé-
lögunum hefði verið sérstaklega bent á það.
Jón Ásgeirsson vildi ekki meina að málið væri
komið í hnút og það myndi áreiðanlega leysast í ró-
legheitunum. I samtölum Tímans við aðra innan
handknattleiksins í gær var þó ekki sömu skoðun
að heyra og var það mál manna að málið væri í
óleysanlegum hnút.
Knattspyrna:
Friörik Sæbjörns-
son í Stjörnuna
Samkvæmt heimildum Tímans hefur Friðrik Sæ-
björnsson, sem leikið hefur með Vestmannaeyingum á
undanfömum árum, gengið til liðs við Stjömuna í
Garðabæ og fetar þar í fótspor Sigurláss Þorleifssonar,
sem þjálfar Stjömuna og Leifs Geirs Hafsteinssonar.
Friðrik sem er 25 ára varnarmaður, er sjötti lejkmaður-
inn sem yfirgefur herbúðir Vestmannaeyinga, lék átta
leiki með liðinu í sumar og gerði tvö mörk. Hinir sem
horfið hafa á braut frá liðinu eru þeir Bojan Bevcic, sem
hefur haldið til síns heima, Heimir Hallgrímsson og
Ómar Jóhannsson sem leika með Hetti á Egilstöðum,
Tómas Ingi Tómasson sem Ieikur með KR og Leifur Geir
Hafsteinsson sem leikur með KR á næstkomandi keppn-
istímabili. Þeir hafa þó fengið til liðs við sig þá Bjarna
Sveinbjörnsson úr Þór og Anton Björn Markússon úr
Fram.
Hvorki náðist í Friðrik Sæbjörnsson í gærkvöldi, né for-
ráðamenn Stjörnunnar
Körfuknattleikur:
Joe Wright mætt-
ur til Breiðabliks
Körfuknattleikur:
„Pétur Guð-
mundsson er
ekki á leið í KR“
Á íþróttasíðu DV í gær mátti
lesa það, að áður en langt um
líður muni Pétur Guðmunds-
son körfuknattleiksmaður,
ganga til liðs við KR. Ingólfur
Jónsson, formaður Körfu-
knattleiksdeildar KR, sagði í
samtali við Tfmann að engar
viðræður hefðu átt sér stað á
milli félagsins og Péturs.
„Það er ekkert að frétta. Pétur
Guðmundsson er ekki á leið í
KR. Þetta er bara orðrómur
og ég veit ekkert um hvaðan
hann kemur,“ sagði Ingólfur.
Nýi Bandarikjamaðurinn í
liði KR hefur hafið æfingar og
sagði Ingólfur að þeim litist
mjög vel á hann. Keith Nel-
son, eins og hann heitir, mun
vera í góðri æfingu og hann
leikur sinn fyrsta leik með KR
gegn Grindvfldngum á sunnu-
dag.
Breiðablik hefur fengið til liðs við sig
nýjan Bandaríkjamann í Úrvalsdeild-
arkeppnina í körfuknattleik, en hann
heitir Joe Wright, er blökkumaöur og
tæpir tveir metrar á hæð, en hann
kom til landsins í gær og mætti á sína
fyrstu æfingu í gærkvöldi. Joe Wright
leikur að öllum lfldndum sinn fyrsta
leik með liðinu um helgina, þegar
Blikar mæta Keflvíkingum í Digra-
nesinu.
Haukur Hauksson formaður Körfu-
knattleiksdeildar Breiðabliks sagði í
samtali við Tímann í gærkvöldi að
þeir myndu binda miklar vonir við
þennan leikmann. Útlitið væri ekki
gott, því liðið hefði aðeins tvö stig, en
þaö væri á þriðja tug stiga enn í pott-
inum. Haukur sagði að Wright hefði í
vetur leikið með úrvalsdeildarliði í
Finnlandi og hefði hann verið fenginn
til liðsins til að reyna að bjarga því frá
falli og hefði farið langleiðina með að
gera það. Liðið hefði því fallið og í 1.
deildinni er ekki heimilt að nota er-
lenda leikmenn og því hefði Wright
Samvinnuferðir-Landsýn:
Hópferð á HM í
handknattleik
Samvinnuferðir-Landsýn og
stuðningsmannaklúbbur lands-
liðsins í handknattleik munu í
samstarfi efna til hópferðar á
heimsmeistarakeppnina í hand-
knattleik sem haldin verður í Sví-
þjóð og hefst þann 9. mars næst-
komandi, með opnunarleik ís-
lenska landsliðsins gegn heima-
mönnum og fer leikurinn fram í
Gautaborg.
Brottför er áætluð að morgni 8.
mars og verður þá haldið til Gauta-
borgar. Líklegast er talið að ísland
lendi í milliriðli sem leikið verður í
í Stokkhólmi og verður ekið þang-
að þann 14. mars og verður akstur-
inn í höndum íslenskra aðila. Verð-
ið á ferðinnni er 69.900 kr. á mann
í tvíbýli og 73.900 kr. á manninn í
þríbýli og er innifalið í verðinu,
flug, gisting með morgunverði og
allur akstur erlendis með Grétari
Hanssyni, auk fararstjómar sem
verður í höndum Willum Þórs
Þórssonar. Samvinnuferðir sjá um
að útvega miða á alla leiki íslenska
liðsins og kosta þeir 16 þúsund
krónur.
Þeir sem áhuga hafa á ferðinni
ættu að snúa sér sem fyrst til Sam-
vinnuferða-Landsýn, í síma 691010.
verið laus. Wright er ekki eini „Banda-
ríkjamaðurinn" í liði Breiðabliks, því
samhliða honum mun David Grissom r m jr \
leika með liðinu, en hann telst nú ís- lenskur eftir að hafa fengið íslenskan lÞROTTIR
ríkisborgararétt. UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON
íþróttamaður ársins:
Urslit í 1 ■ ■■ ■ ciorn nu
Hér á eftir fara stig þeirra íþróttamanna sem fengu stig
í kjöri til íþróttamanns ársins:
1. Sigurður Einarsson spjótkast 235
2. Kristján Arason, handknattleikur 210
3. Geir Sverrisson, handknattleikur 183
4. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna 179
5. Úlfar Jónsson, golf 137
6. Einar Vilhjálmsson, spjótkast 97
7. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sund 94
8. ÓLafur Eiríksson sund 86
9. Bjarni Eiríksson, júdó 52
10. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir 49
11. Jón Kr. Gíslason körfuknattleikur 39
12. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund 8
13. Sigurður Sveinsson handknattleikur 15
14-15. Jónína Olesen, karate 3
14.15. Broddi Kristjánsson, badminton 13
16. Vésteinn Hafsteinsson, kringlukast 11
17. Valdimar Grímsson, handknattleikur 10
18. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrna 7
19. Kristinn Björnsson skíði 4
20-23. Martha Ernstdóttir, hlaup 2
20-23. Lilja María Snorradóttir, sund 2
20-23. Inga Lára Þórisdóttir, handknattl 2
20-23. Ifnnnr Stefánsdóttir. hlaun 2