Tíminn - 07.01.1993, Side 7
Fimmtudagur 7. janúar 1993
Tíminn 7
Hitaveita Suðurnesja hættir margra ára viðskiptum við innlent
fataframleiðslufyrirtæki:
ERLENDIR AÐILAR
TEKNIR FRAM YFIR
Óneitanlega fínnst einhveijum vöruna, en aðaliega komu tvö til-
það skjóta skökku við, þegar opin- boð til greina af þeim sökum, þ.e.
bert fyrirtæki eins og Hitaveita okkar og erlenda fyrirtækisins,**
Suðumesja hefur ákveðið að segir Sævar. Hann segir að veitan
hætta að kaupa vinnuföt af ís- hafi nefnt verðmismun sem
lenska iðnfyrirtækinu Max, efír ástæðu þess að leitað var til er-
margra ára viðsfápti, en hefur ienda aðilans.
samið við erlent fyriræfá. Þetta Hann er að vonum ektó ánægður
eru viðsfápti sem nema allt að 2 með gang málsins. „Við höfum átt
milijónum kr. árlega. „Krónutalan því iáni að fagna að það eru til
réð,“ segir einn af framkvæmda- fleiri viðsfáptamenn en Hitaveita
stjórum Hitaveitu Suðumesja. Suðumesja, og það er vaxandi tii-
Að sögn Sævars Kristinssonar, hneiging til að kaupa íslenskt,“
framkvæmdastjóra Max, hefur segir Sævar og bendir á að saia
fyrirtækið saumað vinnufatnað hafí autóst í kjölfar þess að hvatt
árlega fyrir um 70 starfsmenn sé til að kaupa af innlendum fram-
veitunnar undanfarín ár. Hann ieiðendum.
segir að eftir óformiegt útboð hafí Að sögn Sævars hafa hitaveitur
veitan hætt viðskiptum og skipti víða um Iand leitað eftir vinnu-
nú við erlenda innflutningsaðila. fatnaði hjá fyrirtældnu og ekfá
Sævar segist ekki hafa fengiö haft yfir neinu að kvarta. Hitaveita Suöumesja.
neitt að vita um hversu miklu hafi Albert Albertsson, framkvæmda-
munað á verði Max og hins er- stjóri tæknisviðs Hitaveitu Suður- Um það hvort ekfá hafí þótt valið. Það munaði bara svo miklu
lenda aðiia. Hann bætir við að ein- nesja, segir að haft hafí verið sam- ástæða tíl að kaupa ísienskt, segir fé og það réð úrslitum." Hann
hverjir fleiri hafí sýnt þessum við- band við tvö til þijú fyrirtæki. Er- Albert: „íslenskt og ísienskt; tekur fram að þessi breyting sé
sfáptum áhuga og þar á meðal íent fyrirtætó hafi boðið Íægst og sumt er saumað hér og annað inn- alls ektó tilkomin vegna óánægju
einn innlendur framleiðandi. „Ég þar hafí munað nokkur hundruð flutt hjá öUum, þannig að það er með framleiðslu Max.
heid að þeir hafi ekki boðið réttu þúsund krónum. ekki alíslenskt, þótt hitt hafi verið
Selskinn seld
til Grænlands
Dálítíð var seit af selsfánnum til
Crænlands og Danmerkur í haust.
Vonir stóðu til að talsvert magn
færi tíl þessara landa, en enn sem
komið er hafa þeir, sem pöntuðu
sfánn, ekfá staðið að fullu við sínar
pantanir. Þótt hægt miði, er hér
samt sem áður um breytingu að
ræða frá þeim tíma, þegar útilokað
var að selja nokkurt sfánn. Að vísu
hefur verð fyrir sfánnin verið lágt
og langt frá því sem var, þegar best
lét.
Með tilstyrk frá Framleiðnisjóði
hafa Samtök selabænda styrkt það
verkefni Eggerts Jóhannssonar feld-
skera, að sauma flíkur úr selskinni,
en hér er í raun um samstarfsverk-
efni þessara aðila að ræða. Eggert
hefur saumað flíkur af krafti og selt
nokkra tugi þeirra á innanlands-
markaði og lagt drög að sölu erlend-
is. Hér er um mjög athyglisvert
verkefni að ræða, sem lofar mjög
góðu, en lengri tíma þarf til að full-
reyna þessa leið.
Þá hefur á liðnu ári verulega færst í
vöxt að ýmsir aðilar vítt og breitt um
landið nýti sér selskinn við gerð ým-
issa gripa til að selja ferðamönnum,
en selskinn eru mjög gott hráefni til
slíkra hluta.
Á aðalfundi Samtaka selabænda,
sem haldinn var í desember, kom
fram að alltaf væri töluverður áhugi
á selkjöti, söltuðu selspiki og súr-
suðum selshreifum og því væri full
ástæða til að bjóða þessa vöru til
sölu, eftir því sem tök væru á. Einn-
ig kom fram á fundinum að sellýsi
væri nú að verða vinsæl hollustu-
vara í Noregi. -EÓ
Framkvæmdanefnd í fangelsismálum skilar áliti og
dómsmálaráðherra hefur tekið ákvörðun:
Fangelsi byggt
í Reykjavík og
Litla-Hraun
veröur stækkað
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur ákveðið, á grundvelli
skoðunar framkvæmdanefndar í
fangelsismálum, að fangelsið á
Litla-Hrauni skuli stækkað, jafn-
framt því að aðstaða fyrir gæslu-
varðhald, móttöku fanga og
skammtímaafplánun verði byggð í
Reykjavík og leitað verði eftír lóð
fyrir þá byggingu hjá Reykjavíkur-
borg. Jafnframt verði Hegningar-
húsið við Skólavörðustíg, Síðu-
múlafangelsið, rífásfangelsið á Ak-
ureyri og hlutí Litla-Hrauns iögð
niður í áfongum.
Nýr forstöðu-
maður
hjá KEA
KEA hefur ráðið Pál Þór Ár-
mann sem forstöðumann
sölu- og markaðsdeildar fyr-
irtæfásins.
Páll hefur starfað sem vöru-
hússtjóri KEA undanfarin ár,
en hann er viðskipta- og
rekstrarhagfræðingur að
mennt.
Hann er kvæntur Huldu
Björnsdóttur og eiga þau 2
böm.
Með þessum ráðagerðum kemur
fangelsisplássum í landinu til með
að fjölga í heild úr 117 í 139.
Meirihluti framkvæmdanefndar í
fangelsismálum skoðaði ýmsa val-
kosti í fangelsismálum og komst
að þeirri niðurstöðu að rétt væri
að fara ofannefnda leið. Hana hef-
ur dómsmálaráðherra nú sam-
þykkt, sem fyrr segir, og verður á
næstunni farið að huga að teikn-
ingum og öðrum nauðsynlegum
undirbúningsframkvæmdum. Til
þeirra er gert ráð fyrir um 30
milljónum króna á fjárlögum
þessa árs.
Framkvæmdanefndin átti við-
ræður vegna þessa máls við bæjar-
ráð Njarðvíkur, bæjarstjórn Dal-
víkur og bæjarráð Blönduóss, en
forráðamenn þessara byggðarlaga
settu fram sínar óskir um stað-
setningu fangelsisbyggingar í sín-
um heimabyggðum.
Nefndin kynnti sér sjónarmið
þessara bæjarfélaga og komst að
þeirri niðurstöðu að alls ekki væri
hagkvæmt að reisa fangelsi norður
í landi, m.a. vegna fjarlægðar frá
dómstólum, lögreglu- og fangels-
isyfirvöldum.
Ef fangelsi yrði reist í Njarðvík,
þyrfti eftir sem áður að vera að-
staða í Reykjavík og á Litla-
Hrauni, og yrðu því rekstrarein-
ingar fangelsiskerfisins þrjár í stað
tveggja, en hagkvæmara væri að
hafa þær færri en fleiri.
—SBS, Selfossi
Þessi fríöi hópur lauk prófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir jólin. Við útskrift hlutu 7 nemendur
viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur: Elísabet Böðvarsdóttir á stúdentsprófi af hagfræðibraut,
Bergþór Helgason í húsasmíði, Þröstur Þór Ólafsson í vélsmiði, Steinar Berg Sævarsson í rafvirkjun,
Linda Björk Pálsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir og Birna Þorbergsdóttir fyrir viðskiptagreinar, og Lilja
Brynja Skúladóttir fyrir erlend mál. Þá fékk Valgarður Jónsson viðurkenningu fyrir gott starf að félags-
málum nemenda.
Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráði 53 í desember:
Þrír af hverjum fjórum
stúdentum eru stúlkur
Um 400 manns voru viðstaddir
brautskráningu 53ja nemenda frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands þann
19. desember s.I. Þar af útskrifuð-
ust 34 stúdentar, hvar af helming-
urinn lauk prófi eftír 7 annir. At-
hygli vekur hve stúlkur eru í stór-
um meirihluta meðal stúdenta, en
þær voru 25 þeirra sem settu upp
hvítu kollana.
Átta luku prófi í iðngreinum, 4 luku
prófum sjúkraliða, 5 almennu versl-
unarprófi og 2 útskrifuðust af
tveggja ára uppeldisbraut.
í annál skólameistara, Þóris Ólafs-
sonar, kom m.a. fram að s.l. haust
voru 15 ár frá því Fjölbrautaskólinn
á Akranesi var settur í fyrsta sinn og
180 nemendur hófu þar nám. Var
þessa afmælis minnst með vegleg-
um hætti í skólanum um miðjan
nóvember.
Um 740 nemendur voru skráðir til
náms í dagskóla og öldungadeild við
upphaf haustannarinnar á þrem
stöðum á Vesturlandi. Nokkrum
tugum nýrra umsókna varð að
hafna. Við upphaf annarinnar hófu
634 nám í dagskóla á Akranesi. En á
Hellissandi og í Stykkishólmi voru
60 nemendur. í frétt frá FVA segir
m.a. að skertar fjárveitingar hafi
mjög þrengt að starfsemi skólans.
Fjárveitingar á hvern nemanda hafi
lækkað um rúmlega 14% á síðustu
fimm árum. Af þessum sökum hafi
orðið að fækka kennslustundum,
sem bitni á nemendum á ýmsan
hátt. Verklegt nám eigi líka í vök að
verjast, sem sé sérstakt áhyggjuefni í
skóla sem FVA þar sem verknáms-
brautir hafi verið mjög sterkar.