Tíminn - 07.01.1993, Qupperneq 8
8 Tlminn
Fimmtudagur 7. janúar 1993
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Jólaalmanak SUF
Ettirfarandi númer hafa hlotið vinning i jólaalmanaki SUF:
1. desemtsen 525, 3570. 2. desemben 3686, 1673. 3. desember: 4141,1878.
4. desemben 1484, 2428. 5. desemben 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389.
7. desemben 3952, 5514. 8. desemben 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169.
10. desemben 5060, 289. 11. desemben 1162, 1601. 12. desemben 1235, 522.
13. desember. 4723, 2429 14. desember 288,2834. 15. desember 1334, 4711.
16. desember 2833, 4710 17. desemben 3672,1605. 18. desember: 3235,4148.
19. desember 3243, 2497. 20. desemben 1629,1879. 21. desember: 1676, 1409.
22. desemben 1473, 3436. 23. desember 2832, 2731. 24. desember: 4915, 3527.
Nýárshappdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið verður I nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar 1993. Velunnarar
flokksins em hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tima.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða i slma 91- 28408 eða 91-
624480.
Óskum velunnurum okkar gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum
stuðninginn á árinu sem er að llða.
Framsóknarflokkurlnn
Kópavogur —
Framsóknarvist
Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. janúar kl. 15.00.
Góð verölaun og kaffiveitingar.
Freyja
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilum 10. og 24. janúar kl. 21.00.
Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Þjóðmálanefnd SUF
Fundur verður haldinn I þjóðmálanefnd SUF, þriöjudaginn 12. janúar n.k. kl. 17.00
aö Hafnarstræti 20 (3. hæð). Fundarefni: Lánasjóður Islenskra námsmanna.
GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK
SKÚLATÚNI 2 — 105 REYKJAVlK
SlMI 632480 — MYNDSENDIR 628082
Hirðing jóiatrjáa
Hirðing jólatrjáa hefst föstudaginn 8. janúar næstkomandi
og veröur framkvæmd samhliða reglubundinni sorphirðu.
Húsráðendur eru beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og
verða þau þá fjarlægð.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
Hreinsunardeild
-------------------------------------------------\
if
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og sam-
úð við andlát og útför
Sveins Jónssonar
frá Neskaupstað
Boðahlein 9, Garðabæ
Sérstakar þakkir til starfsfólks á þriðju deild B, Hrafnistu, Hafnarfiröi.
Gleðilegt ár.
Þórunn Jakobsdóttir
Björg Slgmundsdóttir
Grétar Sveinsson Guöbjörg Kristjánsdóttir
Þórunn Grétarsdóttir Sveinn Andri Sveinsson
Rannveig Grétarsdóttir Sigmundur Jóhannesson
Svelnn Omar Grétarsson
II
—
Móöir mln og amma okkar
Kristín Sveinbjarnardóttir
Nýja-Bæ
sem lést 31. des. sl., verður jarðsungin frá Bæjarkirkju, laugardaginn 9.
janúar n.k. kl. 14.
Ólöf Guðbrandsdóttir
Guðbrandur Reynisson
Kristinn Reynisson
________________I__________________________________/
Jónas Gunnlaugsson
Fæddur 6. janúar 1907
Dáinn 24. desember 1992
Jónas Gunnlaugsson andaðist á
Sjúkrahúsinu á Húsavík á aðfanga-
dagskvöld, eftir að hafa dvalið þar og
á Landspítalanum í Reykjavík mik-
inn hluta ársins 1992. Fyrr á árinu
hafði hann sárlasinn fylgt eiginkonu
sinni, móðursystur minni, Laufey
Kristjönu Benediktsdóttur, til grafar
eftir meira en hálfrar aldar sam-
fylgd.
Þar sem einungis rösklega hálft ár
er liðið síðan ég minntist Laufeyjar
frænku minnar í minningargrein
þar sem ég tíundaði börn þeirra
hjóna og sameiginlegt lífshiaup,
finnst mér ekki rétt að endurtaka
þau orð nú. Hins vegar get ég ekki
látið hjá líða að setja nokkur minn-
ingarorð á blað sem kveðjuorð til
jafn hjartfólgins vinar og Jónas var
mér og mínum. Hinu er ekki að
leyna, að enda þótt andláti slíks vin-
ar um áratuga skeið fylgi óhjá-
kvæmilega mikil saknaðartilfinning
og tómleiki, verður að viðurkenna
að þegar heilsan er á þrotum er
dauðinn sá líknargjafi, sem einn
getur bundið enda á þjáningar og
veitt mönnum hvfld.
Jónas Gunnlaugsson fæddist á Eiði
á Langanesi á fyrsta áratug aldarinn-
ar. Foreldrar hans voru hjónin Þor-
björg Daníelsdóttir frá Eiði og
Gunnlaugur Jónsson, fæddur á Eld-
jámsstöðum. Jónas var þriðja barn-
ið í hópi 11 systkina.
Heimili þeirra Gunnlaugs og Þor-
bjargar var annálað fyrir myndar-
skap og framfarahug í öllu sem laut
að bættum búskaparháttum. Sem
dæmi um það vitna m.a. bygging
fyrsta steinsteypuhússins á Langa-
nesi árið 1912, bygging heimilisraf-
stöðvar um 1930 og óvenjulega stórt
og slétt tún við bæinn, sem að
mestu var unnið með því að rista
torf af þýfðum móum með undir-
ristuspaða og stinga síðan upp jarð-
veginn, blanda hann húsdýraáburði,
slétta og þekja á ný. Á þeim 40 árum,
sem þau hjónin stóðu fyrir búskap á
Eiði, fyrst með foreldrum Þorbjarg-
ar og síðari árin með börnum sín-
um, tókst þeim sannarlega betur en
þorra bænda að breyta búskapar-
háttum á jörðinni úr miðaldabúskap
í nútímalegt horf þess tíma.
í þessum jarðvegi óx Jónas úr grasi
við margvísleg sveitastörf, sjósókn
og annað það er til féll.
Þau hjónin Jónas og Laufey voru
gefin saman í hjónaband árið 1939
og bjuggu á Eiði í meir en hálfan
c----------------------^
annan áratug, er þau fluttu til Húsa-
víkur þar sem þau áttu lengst af
heima á Héðinsbraut 5. Síðustu árin
dvöldu þau á heimili aldraðra að
Hvammi á Húsavík.
Á Húsavík vann Jónas Iengstan
tímann hjá bænum við alls kyns
verkamannsstörf, sem hann sinnti af
stakri trúmennsku. Þegar sorp-
brennslustöðin var reist á Húsavík á
árinu 1972, var honum falin umsjón
með henni og var það síðan hans að-
alstarf hjá bænum. Á þessum tíma
var ég bæjarstjóri á Húsavík og er
mér á þessari stundu Ijúft og skylt
að þakka honum störf hans fyrir
Húsavíkurbæ um nær tveggja ára-
tuga skeið.
Enda þótt ég hitti Jónas fyrst á Eiði
vorið 1950, hófust raunveruleg
kynni okkar ekki fyrr en vorið 1960,
þegar ég flutti til Húsavíkur, þá ein-
hleypur, og þau hjónin, Jónas og
Laufey, tóku mig í fæði í meir en
hálft þriðja ár. Á þeim tíma tengd-
umst við Jónas þeim vináttubönd-
um, sem aldrei bar skugga á um
meira en þriggja áratuga skeið.
Mér var fljótt ljóst, að enda þótt
ekki væri hægt að merkja annað en
Jónas væri sæmilega ánægður með
lífið og tilveruna á Húsavík, stóð
sveitin og sveitalífið ætíð huga hans
næst. Það fann ég glöggt, þegar við
fórum í heimsóknir til foreldra
minna í Svartárkoti í Bárðardal. Sér-
staklega hafði hann gaman af að
stunda veiðiskapinn f Svartárvatni
og þar var hápunktur tilverunnar að
veiða silunginn á dorg gegnum ís á
vorin. Þá eru mér og minnisstæðar
árlegar ferðir með þeim hjónum á
þorrablót í Bárðardal, þar sem þau
voru um árabil í hópi þeirra dugleg-
ustu á dansgólfinu.
Enda þótt Svartárkot hafi á ýmsan
hátt komið í staðinn fyrir Eiði sem
„sveitin hans“ Jónasar, er mér ekki
grunlaust um að þar hafi honum
fundist eitt á skorta. En það voru
ljónviljugir gæðingar, því Jónas var
á yngri árum mikill hestamaður og
allt fram á síðasta ár kom glampi í
augun, þegar Steinunn systir tók
hann með sér upp í hesthús á Húsa-
vík og hann fékk að klappa hestun-
um hennar, enda þótt hann treysti
sér ekki lengur til að fara á bak
þeim. En enda þótt reiðhestana
skorti í Svartárkoti, var hægt að
grípa í spil á kvöldin og af því hafði
Jónas mikla ánægju. Var líka oft far-
ið að halla æði mikið á nóttina, þeg-
ar spilastokkunum var pakkað sam-
an og gengið til náða.
Jónas var meira en meðalmaður á
hæð og samsvaraði sér vel. Hann
hélt sér alla tíð grönnum og nokkuð
styrkum líkamlega. Má eflaust þakka
dugnaði hans við að stunda sund, en
um áratuga skeið mætti hann í sund
í sundlauginni á Húsavík klukkan
7.00 að morgni og allt fram á síðasta
ár fór hann að jafnaði í sund tvisvar
á dag.
Síðustu tvo áratugina átti Laufey
frænka mín, kona Jónasar, við þrá-
láta vanheilsu að stríða. í veikindum
konu hans komu fram þeir eigin-
leikar í fari Jónasar, sem í mínum
huga einkenndu hann mest og sem
ég mat mest við hann, en það voru
trygglyndið og trúmennskan. Hjá
Jónasi hef ég fundið sterklegri ein-
kenni þessara tveggja höfuðkosta
mannskepnunnar en hjá þorra ann-
arra samferðamanna og þannig mun
ég minnast hans um ókomin ár.
Við Sigrún kona mín og börnin
vottum aðstandendum okkar inni-
legustu samúð. Blessuð sé minning
Jónasar Gunnlaugssonar.
Haukur Harðarson
frá Svartárkoti
VIÐE Y J ARKAPPAR
VIÐ ÁRAMÓT
Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Jón
Baldvin Hannibalsson létu að von-
um ljós sitt skína í Morgunblaðinu á
gamlársdag. Þeir eru efnislega sama
sinnis, enda þótt hvor noti sitt orða-
lag. Enginn þarf lengur að vera í
vafa um það, hvar formaður Alþýðu-
flokksins hefir skipað sér í pólitík.
Hann er fulltrúi atvinnurekenda,
ekki verkamanna, og er reyndar
hægra megin við Davíð, ekki vinstra
megin. Hver er nú málflutningur
þessara manna, sem stukku út í Við-
ey að loknum kosningum til að
brugga saman ráð sín?
Þeim er tíðrætt um samdrátt í
efnahagslífi á Vesturlöndum. Hvor-
ugur gerir sér þó grein fyrir því, að
orsakir hans verða í meginatriðum
raktar til EB-ríkjanna, sem hafa lok-
að sig af innan tollmúra og torveld-
að alþjóðaviðskipti. TVegða þeirra að
undirrita nýtt GATT-samkomulag
hefir gert illt verra. Innanlandspólit-
ík EB-ríkjanna, sem hefir auðkennst
af einkavæðingu og hringamyndun,
hefir magnað kreppuna og atvinnu-
leysið. Hlutafélög hugsa um það
öðru fremur að tryggja eigin hag og
telja sér ekki skylt að Iíta á þarfir
samfélagsins. Þvert á móti vilja þau
beinlínis atvinnuleysi til að hafa
hemil á kaupkröfum launþega. Og
þrátt fyrir samkeppnislöggjöf í EB-
ríkjum, berast statt og stöðugt
fregnir um samruna fyrirtækja á
meginlandinu. Tilgangurinn er
sagður vera að hagræða, en hann er
raunverulega sá einn að geta ráðið
markaðsverðinu.
Eftir nýafstaðinn fund forsætisráð-
herra á Norðurlöndum hefir Davíð
Oddsson stillt þjóð sinni upp við
(----------------------------Á
Lesendur skrifa
V__________I_________________J
vegg: Við eigum að sækja nú þegar
um aðild að EB, meðan Danir gegna
þar forustuhlutverki, eða undirrita
EES-samninginn án tafar. Þó er vit-
að, að sá samningur er aðeins til
skamms tíma, því að skandinavísku
ríkin þrjú eru á leið inn í EB. Davíð
segir ætlunina ekki vera að sækja
um aðild íslands. Hvers vegna má þá
ekki freista tvíhliða samnings við
EB, þannig að við höldum fullu
sjálfstæði og landhelginni, í stað
þess að undirrita bráðabirgðasamn-
ing með valdaafsali? Eitt er víst: Ef
við undirritum EES-samninginn, er
vonlaust að útrýma atvinnuleysi á
íslandi. Um leið og slíkt tækist,
myndu hópar atvinnulausra úr EB-
löndunum flykkjast hingað skv.
ákvæðum samningsins um frjálsa
fólksflutninga.
Meginatriðið í ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar er tilfærsla á sköttum
frá fyrirtækjum yfir á launþega.
Þetta er gert meðan enn eru opnar
ótal leiðir fyrir atvinnurekendur til
að sleppa við skattgreiðslur. Nægir
að nefna útgáfu jöfnunarhlutabréfa,
sem frægt varð af dæmi Aðalverk-
taka, stórfellda gjaldfærslu skv. 53.
gr. skattalaganna og frábærlega lé-
legt skatteftirlit með atvinnurekstri.
Ljóst mátti vera, að ríkissjóðshalli
yrði ekki jafnaður, nema með skatt-
lagningu fjármagnstekna og nýjum
skattþrepum á hátekjur. Þar er
eyðslan, sem veldur óhagstæðum
viðskiptajöfnuði og þrýstingi á
vaxtastigið. Slík skattheimta við-
gengst í öðrum löndum, bæði aust-
an hafs og vestan, og þó er spamað-
ur sem hlutfall landsframleiðslu allt
að 75% hærri þar en hér. Ríkis-
stjórnin valdi þann kost að þyngja
skattbyrðar láglaunafólks og skerða
tryggingabætur barnafjölskyldna,
sjúklinga og aldraðra. Hún segir
þetta vera „varanlegar ráðstafanir".
Þeim verður þó öllum hrundið með
átaki launþegasamtaka á næstu
mánuðum.
Félagshyggjumaður