Tíminn - 19.01.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 19.01.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 19. janúar 1993 Bjarni Einarsson: EVRÓPA, TRÚARBRÖGÐIN OG VERULEIKINN EES-samningurinn er tímaskekkja. í Evrópu rfldr nú mfldll sam- dráttur og spáð er þar ört vaxandi atvinnuleysi. Samtímis þessu er nú hafíð efnahagslegt framfaraskeið í Bandaríkjunum. I stað nýrra tækifæra“ mun aðild að EES valda hér vaxandi kreppu og at- vinnuleysi. Enn er hægt að snúa við! Um hugmyndafræði Stundum verður mikill fjöldi fólks heillaður af stórri pólitískri hugmynd, jafnvel þannig að rök- ræn hugsun víkur fyrir tilfinn- ingum og hugmyndin verður að trú. Oftar en ekki eru slíkar hug- myndir bundnar í kerfi. Pólitískar kreddukenningar svo sem kommúnismi, sósíalismi, frjáls- hyggja og fasismi eru af þessu tagi. Sumar þessara hugmynda hafa byrjað sem góðar hugmynd- ir, sem síðan hafa gengið út í öfg- ar. Öllum var þeim ætlað að vera algildar lausnir á vandamálum mannlegs samfélags. Ekkert þess- ara kerfa hefur staðist, kenning- amar hafa allar reynst rangar. Mannlegt samfélag er miklu flóknara en svo, að hægt sé að setja það inn í formúlu. Kenningin um samruna Evr- ópu er af þessu tagi, en í stað t.d. kommúnistaávarpsins er Rómar- sáttmálinn. Kenningin á rætur sínar að rekja til barátta fyrir samvinnu Evrópuþjóða, sem hófst eftir síðara heimsstríð. Það var góð hugmynd. Á meðan grandvarir hugsjónamenn héldu á málum gekk allt vel. Víxlsporið var tekið fyrir um þrjátíu ámm, þegar baki var snúið við hug- mynd um fríverslunarsvæði Evr- ópu og Rómarsáttmálinn gerður. Smám saman náðu tæknikratar völdum og hugmyndirnar urðu ævintýralegri. Loks dugði ekkert annað en sameining allra ríkja Rómarsáttmálans í eitt ríkjasam- félag, Bandaríki Evrópu. Það sem þá lá að baki var m.a. minnimátt- arkennd, óttinn við yfirburði Bandaríkjanna og Japans. Fyrir Evrópubúa var hugsunin um yfir- burði þessara tveggja þjóða hroll- vekja því þeir líta niður á þær, Bandaríkjamenn sem svarta sauði í fjölskyldunni og Japani sem óæðri kynstofn. EB er hræðslubandalag. Um heilaþvott Hönnunin á sammnaferlinu var elegant. Sérfræðinganefndir gáfu sér algilda forsendu, hinn stórkostlega, óskeikula, frjálsa markað, dularfúllt afl, sem alltaf rataði rétta leið. Nefnd var sett upp, sem gekk á vit forustu- manna stórfyrirtækja Evrópu og þeir spurðir um hvernig þeir vildu hafa Evrópu. Reiknað var og reiknað og útkoman var vaxandi framleiðsla og tekjur, aukin at- vinna og almenn velsæld. Tæknikratar Evrópu vom hrifnir, stórfyrirtækin sáu vaxandi gróða og stjórnmálamenn náðuga daga. Þetta var allt saman svo dásam- lega einfalt. Allir tóku trú og fengu glýju í augun, Evrópuglýju. Gagnrýni var sáralítil því sam- mnaferlið varð að tísku. Þeir fáu sem höfðu annan skilning vom settir út í horn. Fjöldi íslendinga smituðust af þessum evrópska sammnasjúk- dómi, sem hegðar sér eins og nokkurskonar andleg eyðni. Þeirra á meðal em sex þingmenn Framsóknarflokksins. Dáleiddir af Evrópuhugsjóninni hófu þessir íslendingar baráttu fyrir inn- göngu okkar í „ættarfjölskyld- una“ í Evrópu, til móts við upp- mna menningar okkar, í faðm vinaþjóðanna, sem arðrændu okkur í nokkrar aldir, sendu her- skip gegn varðskipunum okkar og hafa ekki enn staðfest hafrétt- arsáttmálann, sem við byggjum líf okkar á. Sá, sem þetta skrifar, hefur fylgst með þróun Evrópusam- starfs í 35 ár, síðan ég skrifaði prófritgerð mína í Háskóla ís- íands um fríverslunarsvæði Evr- ópu. í tímans rás hef ég upplifað alla Evrópuinnrætinguna. Það sem bjargað hefur geðheilsu minni að því er þetta snertir er, að ég hef gætt þess að horfa til fleiri heimshluta og það, að ég hafði til- einkað mér fríverslunarhugsjón- ina (EFTA) og að ég var frá upp- hafi andsnúinn hugmyndinni um sameiginlega ytri tolla þjóða- klúbba vegna, annarsvegar, nei- kvæðra áhrifa innan klúbbanna, þar eð slík tollvernd hamlaði gegn framförum, og hinsvegar vegna neikvæðra áhrifa á þróun heimsviðskipta. Fyrir rúmum tveimur árum varaði ég í Tíma- grein við því, að EB væri ekki álit- legur samstarfsaðili vegna þess, að þar yrði hagþróun óhagstæð m.v. Bandaríkin og Asíulönd. Að sjálfsögðu var áróðursmeisturum EB frekar trúað en mér. Um síðustu áramót var hin stóra stund þegar markaðir EB landanna runnu saman í einn „risamarkað." Samkvæmt því, sem evrópskir landsfeður og sér- fræðingar þeirra hafa sagt á nú upp að renna gósentíð með liljur á velli og blóm í haga. Þetta hefur evrópskum almenningi verið sagt og þessu hefur hann til skamms tíma trúað. En á síðari helmingi s.l. árs fór að koma í ljós, að áætl- unin stenst ekki, að kenningin var röng og útreikningarnir vit- lausir. Landsfeðumir og sérfræð- ingamir höfðu logið að fólkinu. Það sem íbúar EB-landa standa nú allt í einu frammi fyrir er mik- ill samdráttur á öllum sviðum efnahagslífsins og gífurleg aukn- ing atvinnuleysis, svo mikil að samfélagsleg áhrif geta orðið geigvænleg. Þeir Evrópumenn, sem lengst ganga tala um allt að því efnahagslegt hrun. Um ástandið í Evrópu í „The European," sem er ekki málgagn Samstöðu um óháð ís- land, dags. 30. des.-3. jan. s.l., er sérstaklega fjallað um atvinnu- horfúr í EB. Grein á bls. 35 ber fyrirsögnina „Eight million to join the work-less force,“ sem út- leggst ,Átta milljónir skulu ganga í sveit atvinnulausra." Greinin hefst á því, að draugar kreppuára fjórða áratugarins séu nú að um- lykja Evrópu, en milljónir starfa muni glatast þar á næstu ámm. Könnun European á ástandi 100 stærstu fyrirtækja Evrópu bendir til að atvinnuleysi þeirra vegna muni aukast mjög vemlega fram til 1995. 1 smærri fyrirtækjum, sem háð em stórfyrirtækjunum, tapa, að sögn European, 3 at- vinnu fyrir hvern einn í þeim stóm. Þar með mun atvinnuleys- ingjum fjölga samtals um átta milljónir og heildaratvinnuleysi verði orðið 23 milljónir 1995. f blaðinu er auk þess haft eftir að- stoðarframkvæmdastjóra Alþjóða vinnumálasambandsins, að raun- vemlegur möguleiki sé, að at- vinnuleysingjar Evrópu verði 34 milljónir fyrir aldamót. Sársauk- anum, sem fylgi þessu ástandi, líkir hann við drepsóttir og hung- ursneyð sem hrjá önnur lönd. Þetta em, fljótt á litið, ótrúlegar upplýsingar. Þær eiga samt sínar skýringar þegar að er gáð, sem leiða í ljós þá gmndvallarstað- reynd að meginhluti iðnfyrir- tækja EB stendur fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Asíuríkjum tæknilega að baki og að atvinnulíf EB á eftir að ganga í gegnum tækniþróun og uppstokkun, sem Bandaríkjamenn eiga að mestu leyti að baki. Hefúr ekki einhver sagt þetta áður ? Samt koma þess- ar upplýsingar mönnum að óvör- um og þetta em snögg umskipti frá bjartsýninni, sem ríkti fram yfir mitt s.l. ár. Ekki treysti ég mér til að rekja ástæður þess, sem nú er að gerast í EB í smáatriðum. Höfuðorsakir stærðar vandamálsins virðast þó vera, að saman fara almennur efnahagslegur samdráttur og sér- staklega brýn nauðsyn til fram- leiðniaukningar. Tálað er um eftiahagslægð um heim allan. Þetta er rangt. Efnahagslægð hef- ur verið í EB- og EFTA-ríkjum og í Norður-Ameríku. Japan varð og fyrir sérstæðu efnahaglegu áfalli. En víða um heim hefur verið mikill hagvöxtur, mestur í Suðaustur-Asíu utan Japans. Þar er Kína fremst í flokki. Hin amer- ísk-evrópska efnahagslægð stafar fyrst og fremst af röngum stjórn- arháttum beggja vegna Atlants- hafsins. Nú eru Bandaríkin að fara upp úr eða eru farin upp úr lægðinni en í Evrópu snardýpkar hún og þar eru því vond veður í uppsiglingu. I tímaritagreinum er að finna ýmsar upplýsingar sem kasta nokkru ljósi á Evrópuvandann. í grein, „Can Europe compete?" í tímaritinu Fortune frá 14. desem- ber s.l. er t.d. að finna tölur yfir launakostnað í þremur mestu iðnaðarstórveldum heimsins. Kostnaður á hverja klukkustund er þar talinn vera $ 15,48 í Banda- ríkjunum, $ 14,41 í Japan en $ 22,17 í Þýsklandi. En auk þess er mikill mismunur á meðal klukkustundafjölda, sem unninn er á ári. í sömu landaröð er hann 1925, 2075 og 1560. Ef heildar- kostnaður á hvern verkamann í Bandaríkjunum er settur 100 er hann 101 í Japan og 116 í Þýskalandi. í sömu grein er einnig að finna mat á meðalfram- leiðni í iðnaði í nokkrum lönd- um, sem er skilgreind sem virðis- auki deilt með fjölda unninna vinnustunda (sjá töflu). Þessar upplýsingar segja sitt um ástand iðnaðar í Evrópu borið saman við keppinautana. Annar meiriháttar galli við iðn- aðaruppbyggingu EB er, að þar er tiltölulega lítið að finna af aðal- vaxtargreinum nútímaiðnaðar, sérstaklega í greinum upplýs- ingaiðnaðar, þ.e. í flöguiðnaði, tölvuiðnaði og hugbúnaðarfram- leiðslu. Þessar tölur gefa fyrst og fremst til kynna, annarsvegar að kostnaður í atvinnurekstri er of hár í EB en hinsvegar að iðnaður EB standi iðnaði Bandaríkjanna og Japana tæknilega og skipu- lagslega að baki. Japanir hafa í áratugi verið í fararbroddi í fram- leiðslutækni. Bandaríkin hafa nú með átaki fjölmarga bandarískra fyrirtækja gert betur en að ná Japönum á þessu sviði og því eiga Kanar það að mestu leyti að baki sem EB á nú framundan. Veiga- mikil ástæða þessarar tæknilegu stöðnunar Evrópu er hin fávís- lega vemdarstefna sem EB hefur rekið. Að síðustu er það svo að sjálfsögðu hinn nýi „innri mark- aður,“ sem afhjúpar vanþróun evrópsks iðnaðar og gerir endur- nýjun enn brýnni en ella. Undan- farin rúm tvö ár hef ég látlaust bent á þetta, m.a. oft sagt, að EB væri vitlaus hestur að veðja á. Þetta hefur verið álitið allt að því guðlast! Aðrar ástæður erfiðleika EB em ófyrirséðir erfiðleikar Þjóð- verja við endurbyggingu austur- hluta landsins og vaxtastefna þýska seðlabankans. í austurhlut- anum hefúr kostnaður farið langt fram úr áætlun og gífurlegt fjár- magn er nú bundið þar, peningar sem enn gefa engan arð og munu líklega ekki gera það fyrr en eftir mörg ár. En auk þess hefur sam- dráttur iðnaðar Þýskalands valdið því að mörg stórfyrirtæki, sem ætluðu að byggja stórar verk- smiðjur þar eystra, hafa hætt við það. Hávaxtastefna Bundesbank er nátengd þessu vandamáli. Fjöldi þýskra fyrirtækja tóku mikil lán á uppgangstímanum fyrir örfáum ámm og sitja enn uppi með miklar skuldir. Því bitna hinir háu vextir mjög á þeim. Því, m.a., er nú svo komið, að fomsturíki EB, Þýskaland, er nú í forustu í samdrætti en ekki í framfömm eins og áður var. Um afleiðingar ört vaxandi atvinnuleysis Mikið og vaxandi atvinnuleysi Business Exclusive THt EUKOI’KVjN - JO Ucccmbci IW2 • i Januan IW Eight million to join the work-less force^t&y morc I T»o ..f Italy's cn.ploycrt - car (ijm li»i uhí llw o.l U.J g.is conglom- cr-ite CNI - »>U »lu-d 66.000 employeo. jlil.ough somc n( ihoc »u.y only b* icmoo- rary lay-ofl*. t>...cc wi *l fir...... -. .. 0 by ihc y*jr 1996 SNCF »»y* it is planiung to rcducc .1* numbers by 12.000 rturing ihn pcriod. 1 ”ímp-h?t*Thi°rvieí,u The ^ropean has carried out an exdusive suivey suiking Europe. of the employment plans of Europe's top . ube°íosi0|nJu«*n«já companies. Ted Wassell and Tim Castte the results make grim teadinn mem trcnd* Tlie Lurvpcan wlll----------- has compded wlut ctn only 4,000 morc. bccn *ecn u th* bleikcst of The ttble plcturc*. The New Ye»r trate* meuage from »om* of th* occur I Urgest companle* wc Inlcr- all the i vlewed offer* llule hope of The beuer tbne* ahead. by th* con Our survey of Europe'* flrm*. Alm. top 100 companles sliowt ing masslv Job loss mlsery may hll thclrworkfo ncarly scven per cent of thc Around i currcnt working population. Europeans d- Up to eighl milllon more on these comp l>coplc riik a Ufe on the dolc livclihooda, arn lí tnullcr buaincsacs - wldch herc ls **i to t dcpend on thc top flrmt - 6.8 pcr follow ihc lead. Support Jobs In thc UK, Drltish Caa, nrma must now Drttish Tdccom and od giant prccarious. to BP say ihey Imcnd to rcduce Uvdustrírs three their workforces by roore can depcnd on than S7.000 over the next employed by few ycars. Thrtatcned Jðb Industríal sectors. losses in Ihe country's coal Among Europe’ mining induttry could ‘‘ ‘ accouni for a furthrr 100.000 redundancies. W.th UK unemployment levels slready running at around 11 pcr cent. with a total of Ihree millkm Jobleta, the forrcaat for flriialn Is thal it inay be hit hardcst in the yobs sluke-out The number of Cerro' firms announcing plana to cui staff is increaalng at a Srowmg rate. Thirtetn o( crn.aj.y s largcsl mdusiríal groups liave declared they want lo get rld of 160.000 u posalUe wlth

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.