Tíminn - 29.01.1993, Síða 3

Tíminn - 29.01.1993, Síða 3
Föstudagur 29. janúar 1993 Tíminn 3 Atvinnulausum fækkar á Suðumesjum m.a. vegna góðrar línu- og netaveiði. Kristján Guðmundsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur: Stjórnvöld draga Suður- nesjamenn á asnaeyrum „Góðu fréttirnar eru þær að atvinnulausum hefur fækkað um 50-60 frá því atvinnuleysisbætur vou síðast greiddar ÚL En að hinu leyt- inu ríkja hér mikil vonbrigði í garð ríkisstjórnarinnar sem ætlar ekkert að leggja fram til uppbyggingu atvinnulífsins, heldur ætlar það íslenskum aðalverktökum og sveitarfélögum á svæðinu. ar sem hefur dregið okkur Suður- nesjamenn á asnaeyrum," segir Kristján Guðmundsson, formaður Þótt ég sé yfirlýstur krati þá verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa afstöðu ríkisstjómarinn- Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur. Mikil vonbrigði eru meðal Suður- nesjamanna út í ríkisstjórnina sem ætlar ekki að standa við gefin fyrir- heit um að leggja 500 milljónir króna í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. En eins og kunnugt er þá lýstu stjórnvöld því yfir í nóvember sl. í tengslum við efnahagsráðstaf- animar, að þau hygðust leggja fram hálfan milljarð króna til uppbygg- ingar atvinnulífsins á Suðumesjum. Þessi ætlan stjómvalda átti að vera framlag þeirra til að efla atvinnulíf á svæðinu og til að minnka hið gríð- arlega atvinnuleysi sem þar er. Þess í stað munu sveitarfélögin á svæðinu leggja fram 200 milljónir króna og íslenskir aðalverktakar 300 milljón- ir. Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, segir að þessar hundakúnstir stjómvalda ekki ná nokkri átt og segir Suðumesjamenn velta því fyr- ir sér hvort þeir séu einhvers konar þriðja flokks borgarar í augum stjómvalda. Hann bendir á að á sama tíma séu stjórnvöld að leggja fram milljónir í Jámblendið á móti engu framlagi sveitarfélaga á svæð- inu. „Ef þetta verður ekki kjaftað í hel þá vonar maður auðvitað að þessar 500 milljónir muni verða verulega góð innspýting í atvinnulífið. Það hafa hinsvegar allir verið að bíða eft- ir öllum og tíminn hefur verið afar illa nýttur." í dag þegar atvinnuleysisbætur verða greiddar út hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu, gerir Kristján ráð fyrir að bótaþegar verði 50-60 færri en síðast. Atvinnulausum hef- ur þá fækkað úr 481 í um 420 manns. Þessi fækkun atvinnulausra er tilkomin m.a. vegna góðra afla- bragða sem verið hafa á línu og net á gmnnslóð. Þrátt fýrir þessa fækkun atvinnu- lausra segir Kristján atvinnuástand- ið á Suðurnesjum vera mjög við- kvæmt og nánast eins og púðurt- unnu. Hann segir að atvinnurek- endur á Suðurnesjum muni geta bætt við sig mannskap og aukið starfsemi sína ef þeir fá aðgang að lánsfé og auknu hlutafé. En þegar kemur að sjóðakerfinu fái fýrirtækin litla sem enga fyrirgreiðslu og alltaf er ástæðan hin sama: „Þið hafið jú Völlinn." -grh Frá Dyrhólaey Aðilar í Dyrhólahverfi vilja innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja staðinn. Ferðamálaráð: Gjaldtaka fyrir að- gang er andstætt lögum SKATTFRAMTOL - ÁRSUPPGJÖR Tek að mér að gera skattframtöl og ársuppgjör fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Annast einnig kærumál og alhliða bókhaldsþjónustu. Sigurður Páll Hauksson viðskiptafræðingur, sími 91-624756. Kristín HaUdórsdótir, formaður Ferðamálaráðs, segir það vera and- stætt gildandi lögum að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöð- um eða landsvæðum. Hún segir hins vegar að það sé ekkert við því að segja þótt greitt sé fyrir þjónustu sem kunni að vera í boði þegar inn á viðkomandi svæði sé komið. Á fundi framkvæmdastjómar Ferða- málaráðs í vikunni, var samþykkt ályktun þess efnis þar sem stjómin ít- rekar fýrri samþykktir um að ekki skuli tekið gjald fýrir aðgang að ferða- mannastöðum eða landsvæðum. Hins vegar álítur Ferðamálaráð að ekki sé óeðlilegt að taka gjald fýrri veitta þjónustu sem boðin kann að Deilt um nafn á áfengi Afkomendur rússneska áfengisfram- leiðandans Pjotr Smimovs og Banda- ríska Smimoffsfýrirtækisins hafa deilt um einkarétt á nafninu í Rúss- landi og hafa þariend stjómvöld úr- skurðað þeim bandaríska í viL í frétt frá umboðsaðila nafnsins hér á landi, segir að forsaga málsins sé sú að Boris nokkur Smimov hafi stofnað verslunarfýrirtæki „PA Smimoff og af- komenda" í Moskvu. í framhaldi af því óskaði fýrirtæki hans eftir einkarétti til notkunar Smimovs nafnsins við áfengisfiramleiðslu og að bandaríska fýrirtækið með þessu nafni yrði þar með útilokað fiá rússneska markaðin- um. Niðurstöður málaferla, sem hinn bandaríski framleiðandi höfðaði, urðu þær að Boris Smimov gæti ekki notað nafnið á vömmerki á áfengi. vera, þegar inn á slík svæði er komið. Tilefnið að þessari ályktun fram- kvæmdastjómar Ferðamálaráðs, er m.a. að aðilar í Dyrhólahverfi hafe ákveðið upp á sitt einsdæmi að taka gjald af ferðamönnum sem heim- sækja staðinn í sumar. í rökstuðningi þeirra fýrir gjaldtökunni, benda við- komandi aðilar á að slíkt fyrirkomu- lag tíðkist víða erlendis í vaxandi mæli og m.a. til að standa straum af umhirðu og eftirliti á vinsælum stöð- um. Að mati samstarfsaðila í Dyrhóla- hverfi mun gjaldtakan skapa forsend- ur fýrir vemdun eyjunnar sem þeir segja að sé nytjaland bænda í hverf- inu sem þeir íétu friðlýsa árið 1978. Kristín Halldórsdótir segir að við- komandi aðilar hefðu að ósekju átt að sækja um styrk til Ferðamálaráðs til uppbyggingu svæðisins í Dyrhólaey áður en þeir fóm af stað með þessa hugmynd sína að innheimta aðgangs- eyri að eynni. Hún segir að hugmynd- ir um að taka gjald af ferðamönnum fyrir aðgang að ferðamannastöðum eða landsvæðum, komi upp öðm hverju og nægi í því sambandi af nefha Dimmuborgir. Aftur á móti sé lítið við því að segja þótt greitt sé fyr- ir aðgang að Höfða í Mývatnssveit sem er á einkalóð. Hins vegar sé því ekki að leyna að farið sé að sjá á ýmsum vinsælum stöðum samfara vaxandi ferðamanna- straumi til landsins og um landið og eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af því. Aftur á móti sé Ferðamálaráð vanbúið til að sinna lögbundnum skyldum sínum hvað umhverfisvemd varðar sökum fjárskorts. Aðspurð hvort þess mætti vænta í næstu framtíð að aðgangur lands- manna að vinsælum ferðamanna- stöðum og landsvæðum muni ráðast af getu buddunnar hveiju sinni, sagð- ist Kristín rétt vona að svo verði ekki og landsmönnum verði áfram tryggð- ur aðgangur að náttúruperlum lands- ins án tillits til greiðslugetu þeirra. -grh AUKIN OKURETTINDI (meirapróf) Innritun á námskeið til aukinna ökuréttinda, sem hefst þann 5. febrúar nk., er í fullum gangi. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00- 17J0O. Ökuskóli íslands hf., Dugguvogi 2, sími 683841. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984 -1.fl. 01.02.93-01.08.93 kr. 59.940,16 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.