Tíminn - 29.01.1993, Side 6

Tíminn - 29.01.1993, Side 6
6 Tíminn Föstudagur 29. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö (lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vetrarríki Umhleypingasamt tíðarfar og snjóþyngsli um meginhluta landsins síðustu vikurnar hafa minnt á að veður eru válynd að vetrarlagi á norðlægum slóðum. Síðustu vetur hafa verið snjóléttir um meginhluta landsins en nú er öldin önnur. Snjóþyngsli og rysjótt og umhleypingasamt tíðar- far, valda truflunum á daglegu lífi og samgöngu- kerfi landsmanna á landi og í lofti. Hitt vekur at- hygli hve öfluga þjónustu stofnanir á borð við Vegagerð ríkisins reka. Mikið skipulag þarf til að moka þjóðvegi landsins í einum hvelli þegar rofar til, og aðstoða vegfarendur á þann hátt sem vega- gerðin gerir. Skipulag Vegagerðar ríkisins er á þann veg að hún hefur öflugar starfsstöðvar í öllum landshlutum, bæði aðalstöðvar og útstöðvar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og vetrarþjónusta vegagerðarinn- ar hefur eflst með hverju árinu sem líður. Stofnun- in hefur nýtt verktaka vítt um land sem hafa yfir tækjakosti að ráða til snjómoksturs og þeim tækja- kosti fleygir víða fram. Þrátt fyrir allt þetta skipulag og allar tæknifram- farir, getur þó komið sá tími að náttúruöflin sigri og hafi yfirhöndina. Það skyldu menn ætíð hafa í huga þegar verið er að skipuleggja umhverfi fólks af mönnum sem telja sig hafa vit á slíku umfram aðra. Það er oft rætt um og minnt á mikilvægi sam- gangna milli byggðarlaga þegar atvinnumál og staðsetningu þjónustu ber á góma. Ekki er laust við að mildir vetur undanfarinna ára hafí ruglað menn nokkuð í ríminu hvað samgöngur snertir og möguleika fólks til þess að sækja nauðsynlega þjónustu langan veg. Þessi vetur nú ætti að minna á hvar þjóðin stendur í þessum efnum, að þrátt fyr- ir allar tækniframfarir hefur náttúrufarið síðasta orðið og hvert byggðarlag verður að búa að ákveð- inni lífsnauðsynlegri þjónustu. Það kemur mjög vel í ljós þegar svo háttar til sem nú, að einstök byggðarlög hér á landi búa við mikla einangrun og þurfa að sækja yfir mjög erfiða fjallvegi. Tenging slíkra byggðarlaga er auðvitað forgangsverkefni í samgöngumálum. Jarðganga- gerðin á Vestfjörðum er auðvitað stórmerkur áfangi í þessum efnum og tilkoma þeirra gjör- breytir aðstöðunni á norðanverðum Vestfjörðum. Brýnt er að þessar framkvæmdir rofni ekki og haldið verði áfram með það að leiðarljósi að rjúfa einangrun byggða. Sameiginlegur vinnumarkað- ur, stærri þjónustusvæði og önnur lausnarorð samtímans eru harla lítils virði, nema unnið sé að þessum markmiðum af fullum krafti. Þó að snjóalögin valdi miklum samgönguerfið- leikum, hafa þau ýmsar jákvæðar hliðar. Þau hlífa jörðinni á stormasömum tíma og leggja land- græðslu í landinu meira lið en ómældir fjármunir. Snjórinn er gleðigjafi fyrir þá sem kunna að lifa með vetrinum. Hins vegar þarf að umgangast nátt- úruöflin með fuilri virðingu, hvort sem er á ferða- lögum eða í skipulagsvinnu um framtíðina. Annað hefnir sín grimmilega Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra hefur nú svarað alvarlegum athugasemdum frá BSRB um áhrif nýlegra reglu- gerðabreytinga. Eins og fram hefur komið f fjölmiðlum, )>á tóku þau hjá BSRB nokkur dæmi af því hvernig ein reglu- gerðarbrcytingin hafi hækkað úlgjiild sjúklinga, og í fram- haldi af því lét Qgmundur Jón- lýsti því með afgerandi hastti að tekjutapinu sláttar tækjanna væri mætt með því að draga úr út- gjöldum ríkis isstjómin væri nú að innheimta skattaafsláttinn til stöndugu stórfyrirtækjanna á göngudeOd- um krabbameinsdeildann.u iskerfínu. Framsetning Ögmundari á far* isstjómin ætlar ekki að mæta tekjutapinu vegna skattaafslátt- ar fyrirtækja með því að auka gjaldtöku af sjúklingum. Sigri hrósandi heilbrigðisráðhemnn hefur nefnilega bent alþjóð á að stjórnarinnar viröist hins Sjálfsagt hafa fleiri en Garri skilið þcssa samiíkingu á þá leið að á sama tíma og rikis- stjómin segir reglugeröarbreyt- ingamar í heUbrigðiskerfínu nauðsynlegar til að spara út- gjöld rðdsins, er hið opinbera að afsala sér tekjum sem það áður hafði með því að lækka tekjuskatt af fyrirtækjum og af- raun það eitt að draga fram það eðli aðgerða ríkisstjómarinnar að skýrt afmarkaður hópur fólks, sjúklingar. er látinn fyrir btjóstið á hcilbrigðisráð- herra, því þessi fara í að mæta tekjutapi ríkis- sjóðs vegna skattaafsláttarins til Coca Cola og Eimskips. Garri áttar sig satt að segja ekki fyllilega á því hvernig heilbrigð- isráðherra ætlar að fylgjast með því í rfldsbókhaldinu aö það verði aðeins þeir peningar, sem en gjaldtöku á sjúkrahúsum, sem Ogmundur Jónassort. hefðl annars þurft að borga. Á sama tíma er skýrt afmarkaður hópur fyrirtækja, þau sem rekin eru mcð hagnaði, og áður greiddu ákveðna upphæð til rík- isins nú látin borga verulega mikiö minna í ríkissjóð en þau gerðu áður. Þetta eru einfaldar staðreyndir, og formaður BSRB 1 “Tf __ ___________ ur fslenskra kotn fram f nær ötlum fjðlmiðl- um landsins hneykslaður yfir f myndavélar Og mfkrafóna að væri gapuxi. Það er sko annar skattur Ástæður þess að sjálfur heil- brigðisráðherra fer að uppnefna forystumann í einum stærstu launþcgasamtökum landsins með þessum fádæma óvenju- lega hætti eru líka athygtisverð- ar. Ögmundur er að dómi ráð- herra gapuxi vegna þess að rík- tapi vegna iækkunar á tekju- skatti fyrírtækia og afnáml að- stöðugjalds. Helst þyrfti hann Iika, til að vera fyililega trúr kenningu sínnl, að tryggja að þeir peningar, sem til eru i rík- issjoði og hefðu faríð í heil- brigðiskerfíð ef engin gjöid væru tekin, fari ekki hcldur f að vega upp tekjutapið vegna skattafríðinda fyrirtækja. ráðherrans smábarnaleg hár- togun og orðhengilsháttur, sem í sjálfu sér er honum til minnk- unar. Ráðherrann bætir hins vegar gráu ofan á svart með því og smákrakki. Ráðherrann er augljóslega kominn í slikar ógöngur með sín mál að best væri fyrir hann að fara að þeim ráðum, sem forsætisráðherra þykist umkominn að gefa fólki, þ.e. að þegja frekar en að vera að segja eitthvað. Háspenna á norðurslóðum Hér norður í heimskautanóttinni þar sem norðurljósin dyljast sjón- um manna ofan élþrunginna kólgubakka spilast mörg spenn- andi ævintýri meðal mannfólksins. í rómantísku skini á börum og í veislusölum hótela og veitinga- staða er blóðið síður en svo jafn seigrennandi og ætla mætti sé íitið á hitamælana. Þar sveima innan um aðra dularfullir, suðrænir menn með eld í æðum. Þeir eru í leyndadómsfullum erindagjörðum og enginn veit hvað eru að bralla. „Team“ frá Florida Margt skrýtið á sér semsé stað allt umhverfis okkur í krapinu og suddanum sem mundi fá eyrun til að detta af okkur, ef okkur yrði sagt frá því öllu saman. Aðeins ör- stöku sinnum verða óvænt atvik til þess að leiða brot af furðunum í ljós, eins og þegar kvikmyndafólk- ið sem gladdi okkur hér á Tíman- um svo mjög fyrir skemmstu með hingaðkomu sinni, reyndist enn meir spennandi „team“ en við í upphafi gátum með nokkru móti rennt í grun um. Þama reyndust vera á ferð forríkir peningabarónar sunnan frá Florida, er kokkað höfðu saman vél svo margslungna til að hrífa dætur sínar úr móðu- íaðmi, að vandi er að finna nokk- um endi eða upphaf á „plottinu." Dugði þeim ekki minna en hrinda úr vör heilli stórmynd með fræg- ustu leikurum undir stjórn stór- merks leikstjóra, senda forreiðar- sveina á vettvang og forflytja vesal- ings móðurina landa milli til að ná fram markmiði sínu. Það kemur svo eins og af sjálfu sér að görótt- um svefnlyfjum og öðrum hefð- helguðum meðulum sakamála- Vitt oo breitt sagna er hrært út í þann furðu- kokteil sem söguþráðurinn í þessu er. Amerískir Krösusar Þykir bert að það muni ekki vera á færi annara en Krösusa undir- heima Bandaríkjanna að splæsa í önnur og þvíumlík leiktjöld. En saman komin verður sagan þvílíkt þing að höfundamir ættu að geta fengið allan útlagðan kostnað tvö- faldan með því að selja réttinn til kvikmyndunar á henni. Fæst ekki séð að neitt mæli mót að Stallone fallist á að leika einhverja mlluna í myndinni og því of snemmt að blása af möguleikann á að við eign- umst hann að „íslandsvini.“ Soffíumál hin nýju? Þetta er annars enn eitt dæmið um að okkar íslensku konur fá útlenda eiginmenn og elskhuga af ýmsum trúarbrögðum til að taka upp á örþrifaráðum. En happ má teljast að upp komst um ráðbruggið í tíma (Tíma?), því ella hefum við setið í því. Senn hefði orðið að hrinda af stað nýrri „Soffíu Hansen" söfnun og hún hefði getað orðið kostnaðar- samri en hin, þar sem móðirin í „bíóplottinu" á sér tvo gamla eig- inmenn, en Soffía átti þó bara einn. Þeir hefðu hvor um sig get- að orðið litlu betri viðskiptis en skálkurinn Halim og hefðu hald- ið uppi enn skeleggara málaþófi vegna auðsældar sinnar. Halim átti þó bara leðurvörubúð, en annar þessara kvað stjórna Mafí- unni eða Cosa Nostra (nema hvort tveggja væri) á Florida- skaga. Það kvað nú gefa af sér meira en meðallaun og bestu am- erískir lögmenn fúlsa sem kunn- ugt er ekki við að leggja slíkum standspersónum heilræðin þegar þeir þurfa lítils við. Er því engan veginn víst að bandarískt réttar- far hefði reynst liprara viðskiptis en það tyrkneska, þegar á hefði reynt. Eins og í dæmi Soffíu . Hansen hefði hér trúarbragða- stríð einnig getað verið í uppsigl- ingu. Má næstum því sjá blessuð stúlkubörnin fyrir sér, komin í rammkaþólska skóla Mafíunnar „a la Sikiley" á Miami, vitnandi frammi fyrir sendisveit ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2. En bless- unarrík atvik hafa afstýrt að til slíks þurfi að koma. Er nú að skora á kvenþjóðina hér að fara gætilegar að í samskiptum við ókunnuga framvegis. AM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.