Tíminn - 29.01.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 29.01.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 29. janúar 1993 Tíminn 7 Þj óðlegt en þó byltingarkennt Þorgeir Ibsen: Hrelnt og belnt, Ijóð og Ijóðllki, Skuggsjá 1992. Þorgeir Ibsen skólastjóri í Hafn- arfirði sendir hér frá sér ljóða- bók, hina fyrstu frá sinni hendi. Það dylst engum, sem les, að hann stendur traustum fótum í hefðbundinni og rótgróinni ljóðahefð þjóðarinnar, er vel les- inn í ljóðum, jafht fornum sem nýjum, og þekkir vel jafnt stuðla- setningu sem rím. Hér í fyrri hluta bókarinnar er allt kveðið að hefðbundnum hætti, stuðlað og rímað. Aftur á móti er öðru vísi farið að í seinni hluta bókarinnar, því að þar bregður höfundur undir sig betri fætinum, sleppir öllu hefð- bundnu bragformi og yrkir frjálst og óbundið að sið yngri skálda. Þessum verkum sínum gefur hann nafnið „ljóðlíki", og má vera að þar sé komið gott nýtt orð fyrir það sem hingað til hefur verið kallað ýmist „atómljóð", „nútímaljóð“ eða „óbundið ljóð“. Þó getur hugsast að mönnum finnist full mikil neikvæð afstaða til slíkra ljóða felast í nafninu; því er nefnilega hreyft aftan á bók- inni að „ljóðlíki geti ekki kallast ljóð fremur en smjörlíki smjör“. En hvað sem þessari samlíkingu líður, er hitt víst að ljóðlíki höf- undar hljóta óhjákvæmilega að verða að flokkast undir ljóð, hvað sem hann vill sjálfur vera láta, að minnsta kosti eru þau ekki óbundið mál eins og hann geng- ur frá þeim. Yrkisefni höfundar eru margvís- leg, en ýmiss konar tækifæris- kveðskapur er áberandi, svo sem ljóð ort á tilteknum stöðum á landinu eða við ákveðin tilefni. Þá eru ljóð ort til annars fólks nokkuð áberandi, svo og minn- ingarljóð. Með allt þetta fer hann snyrtilega og að hefðbundnum hætti, og það jafrit þótt slík tæki- í Bókmenntii ^..%............".....^ færisljóð vilji á stundum verða nokkuð einhæf og fjarlæg þeim sem ekki þekkja persónulega til viðkomandi staða, tilefna eða einstaklinga. Þá er ljóst að höfundur hefur verið mjög hrifinn af ljóðum Steins Steinarrs, sem raunar er tilefnið að einu af hinum hefð- bundnu ljóðum bókarinnar. En um Stein er auk þess ljóðlíkið Minning, og segir þar frá til- teknu atviki vestur á fjörðum ár- ið 1936. Þar var Steinn við karfa- vinnslu og varð samkvæmt því sem hér segir að þola háð og spott frá verkstjóra sínum, sem hafði það sér til dægrastyttingar að skopast að skáldinu. Eftir því sem hér má lesa virðist Steini ekki hafa tekist að bíta hér frá sér svo að dygði, og stingur það raunar nokkuð í stúf við þær sög- ur sem af honum ganga annars staðar, og vilja hafa það svo að hann hafi getað verið manna beinskeyttastur í orðum þegar á þurfti að halda. En hitt fer ekki á milli mála að í þessu ljóðlíki, sem Þorgeir kýs að nefna svo, hefur hann bætt við nýjum drætti í sögu Steins. Og raunar kann það að vera ekki fjarri lagi að bera þá saman, Stein Steinarr og Þorgeir Ibsen, ein- mitt að því er þróun ljóðforms varðar. Allir kunnugir vita að Steinn var jöfnum höndum list- fengt skáld í hefðbundnum stíl og brautryðjandi í módemisma. Steinn orti meðal annars rímna- brot og sonnettur af mikilli prýði, og ljóst má telja að traust kunnátta hans í hinu hefð- bundna formi hafi verið sú und- irstaða sem hann reisti formbylt- ingar sínar á. Líklegt virðist að svipað hafi far- ið fyrir Þorgeiri Ibsen, eftir því sem marka má af þessari bók hans. Hann er vel heima í gamla forminu og kann með það að fara. Á gmnni þeirrar kunnáttu býr hann svo til það sem hann kýs að kalla ljóðlíki. Þar em á ferðinni órímuð ljóð, sem eink- um byggja á opinskáum og ein- lægum tjáningarmáta. En slík ljóð hljóta líka að standa og falla með því að höfundar sýni í þeim glögga tilfinningu fyrir hrynj- andi og byggingu ljóðlína. Það sýnist greinilega vera á ferðinni hér. Borgarleikhúsið: Blóðbræður Söngleikurinn Blóðbræður eftir Willy Russell er nú sýndur í Borg- arleikhúsinu í leikstjóm Halldórs E. Laxness. Hann fjallar um frú Johnston, einstæða móður sem eignast tvíburadrengi og vegna ör- birgðar neyðist til að gefa annan þeirra til ríkra hjóna. Reynt er að koma í veg fyrir að drengimir hitt- ist, en það reynist ómögulegt. Verkið snýst um vináttu þessara drengja, en einnig um samvisku mæðranna sem ekki em sáttar við það hvemig að málunum var stað- ið. Sýning Borgarleikhússins er stór- kostleg. í aðalhlutverki em Ragn- heiður Elfa Amardóttir, sem leikur frú Johnston, og þeir Magnús Jónsson og Felix Bergsson, sem leika bræðuma Edda og Mikka. Ragnheiður túlkar vel hlýja en ör- væntingarfúlla móðurina, sem vill fá að sjá Edda um leið og henni finnst það sárt. Ragnheiður syngur líka afbragðsvel. Magnús og Felix valda hlutverk- um sínum mjög vel. Þeir leika Mikka og Edda frá því þeir em 7 ára, svo 14, þá 18 og síðast em þeir um þrítugt. Mismunurinn á þroska kemst vel til skila og sam- leikur þeirra er með ágætum. Sama er að segja um Sigrúnu Waage, sem leikur Lindu frá því hún er krakki og til fullorðinsald- urs. Hlutverkin em krefjandi, út- heimta gamanleik en harmleik í lokin. En allt gengur fullkomlega upp. Harald G. Haraldsson leikur sögumanninn og hefði textameð- ferðin mátt vera eilítið skýrari. Þetta er dálítið þreytandi persóna af hendi höfundar, birtist of oft og segir mikið til það sama. Valgeir Skagfjörð er í essinu sínu í hlut- verki vandræðagripsins Samma, eldri bróður Mikka, og þau Hanna María Karlsdóttir og Steindór Hjörleifsson em sannfærandi sem herra og frú Lyons sem ala Edda upp. I ýmsum hlutverkum em þau Bjöm Ingi Hilmarsson, HarpaAm- ardóttir, Bára Lyngdal, Jakob Þór Einarsson, Jón St Kristjánsson og LEIKLIST Ólafur Guðmundsson. Hópatriðin em góð og þá sérstaklega þar sem krakkahópurinn er að leika sér. Henný Hermannsdóttir á heiður- inn af vel útfærðum dansatriðum. Þýðing Þórarins Eldjám þótti mér ankannaleg á stundum. Til dæmis þegar Mikki á ekki að vera nema 7 ára og fer með rímaðan texta sem er alltof hátíðlegur og fullorðins- legur. Leikmynd Jóns Þórissonar er mjög vel hönnuð og með hjálp lýs- ingar Lámsar Bjömssonar virðist sviðið óendanlega stórt. Lýsingin er mjög þýðingarmikil í sýning- unni og var sérstaklega falleg í lokaatriðinu þegar hringurinn, sem markaði upphaf vináttunnar, umlykur bræðurna við lok hennar. Stefanía Adolfsdóttir hannar bún- ingana og ferst henni það vel úr hendi. Tónlistarstjóm er í höndum Jóns Ólafssonar og er vel farið með fal- lega og grípandi tónlist Russells. Það em oft sömu lögin sem em leikin, en það kemur ekki að sök. Það var lengi klappað í lok sýn- ingar og ekki að ósekju. Þetta er góð skemmtun frá upphafi til enda. Góður leikur, vel sungið og umgjörðin falleg. —Gerður Kristný SKATTLANDSFLÓTTI Landsfólkinu er ætlað að gjalda keisaranum það sem keisarans er og engar reflar. Sjálfsagt geta flestir tekið undir jja skoðun, enda virðist fátt mæla á móti henni í fljótu bragði. Keisarinn þarf á öllu sínu fé að halda til að reka þjóðfétagið frá degi til dags. Samt heyrast alltaf raddir sem segja aö sumir sleppi betur en aörir undan skatti keisarans. Þá er nefnt tll sögunnar fólk I sjálfstæðum atvinnurekstri og ilka launamenn sem taka að sér aukavinnu á kvöldin og um helgar. Hinir og þessir. Á sín- um tíma kom svo keisarinn á fót sérstöku fótgönguliöi til að hafa hendur í hári fólks af þessu sauöahúsi og draga ftam í dagsljósið. Ekki verður á móti mælt að orðrómur um misjafna skatta eigi við rök að styðjast. Stund- um eru tekjur fölks þannig i laginu að þær ganga skatt- heimtumönnum úr greipum ( fyrsta slag. En fóik getur sofið vært fyrir þvi að keisarinn hremmir þaö sem keisarans er áður en yfir lýkur og gott betur. Nú má vel staldra við og velta málinu fyrir sér af ein- lægni og spyija: Hvað verður um þær tekjur manna sem eirt- hverra hluta vegna fara á svig við keisarann og hans menn? Eru þeir peningar týndir og tröllum gefnir? Jafnvel grafnir í jörðu um aldur og eilifð? Eða eru þeir notaðir að bragði og renna þannig beint út til fólks- ins aftur? Peningamir verða áfram til I landinu, þó að keisarinn kom- ist ekki yfir þá I fyrstu umferð. Að vísu er ekki hægt að festa þá í steinsteypu eða öðmm eignum sem koma fram á skattaeyöublaði. Peningunum er þvi eytt um hæl og þeir flæða um æðakerfi þjóðfélags- ins. Fólk leyfir sérýmsan mun- að, sem það léti ógert ella, og blæs lifsanda í hálf dapurt hagkerfið. Svona hefur þetta gengið frá því mynt var fyrst slegin og keisarinn tók hana af mönn- ' um. Þessi siður hefur grafið um sig fyrir löngu og helgað sér eigin farveg. Plstilhöfundur telur að ekki borgi sig að hrófla of harkalega við þessum gamla helgisið upp úr þurm. Það getur haft slæm eftirköst i þjóðfélaginu og verður ekki séð fýrir endann á þeim. Oft em peningar af þessu tagl einu aurarnir sem fólk á eftir þegar upp er staöið frá brauðstritinu. Fyrir bragðið endist fólkið til að strita áfram f langnættinu við Ballarhaf, Hér er yfirleitt um að ræða fólk með fmmkvæði og kraft tíl að skapa öðm fólki vinnu og halda uppi nútima þjóðfélagi. I dag em að opnast nýjar leiðir fyrir duglegt fólk suður á fastalandi Evrópu og vfðar um heim. (slenskt þjóðfélag er hart leikið eftir áratuga eyðslu keis- arans um efni fram og raunar fátt sem heldur I fólkið á sker- inu. Á sama tíma ætlar is- lenska keisarafjölskyldan að herða skattheimtuna og reka landflóttann með nýju riddara- liöi. Ingólfur Amarson þoldi ekki fleiri skattheimtumenn i Noregi og því skyldu niðjar hans þola þá frekar á Islandi?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.