Tíminn - 29.01.1993, Side 9

Tíminn - 29.01.1993, Side 9
Föstudagur 29. janúar 1993 Tíminn 9 í fyrsta sinn sem ákvörðun hreppsnefndar um að nýta forkaupsrétt að jörð er hnekkt af dómstólum: V-Landeyjahreppur situr uppi með 370.000 kr. málskostnað Hæstiréttur hefur staðfest héraðsdóm um að fella úr gildi þá ákvörðun Vestur-Landeyjahrepps að neyta forkaupsréttar að jörð- inni Eystrihól með því að ganga inn í kaupsamning sem þrír hesta- menn gerðu við fyrri eiganda hennar haustið 1988. Hreppsnefndin samþykkti að nýta forkaupsrétt sinn að jörðinni og ákvað á sama fundi að selja hana öðrum hrossamönnum. Dómstólar féllust á þá kröfu, seljanda og kaupendanna þriggja, að ógilda bæri ákvörðun hreppsnefndar um að neyta forkaupsréttar, og jafnframt að hún hefði glatað rétti til að neyta for- kaupsréttar að nýju í þessu máli. Hreppurinn var sömuleiðis dæmdur til þess að greiða málskostnað bæði í héraðsdómi og fyrir hæstarétti, sam- tals 370 þúsund krónur. „Þetta er mér vitanlega í fyrsta sinn sem ákvörðun hreppsnefndar, um að neyta forkaupsréttar að jörð, er hnekkt fyrir dómstólum," sagði Eirík- ur Tómasson, lögmaður kaupend- anna, hrossamannanna þriggja. Þessi dómur markar þá nokkur tíma- mót? Jí, ég held að þetta mál komi til með að hafa áhrif á ákvarðanir hrepps- nefnda — og ég veit raunar þegar til þess að það hefur haft áhrif." Að mati Eiríks má draga þann lær- dóm af þessu máli að hreppsnefndir megi ekki fara með þennan rétt, sem þær hafa, alveg eins og þeim sýnist. Þær verði að gæta ákveðinna reglna, skráðra og óskráðra, þegar þær taka slíka ákvörðun, en megi ekki mis- muna mönnum. í þessu máli sagðist hann hafa talið að um augljósa mis- munun væri að ræða. Kaupendumir, sem hann fór með málið fyrir, væm búsettir utan sveitar og hefðu lýst yfir að þeir ætluðu að stunda hrossarækt á jörðinni. En það sama hefði líka átt við um mann þann, sem hreppsnefnd- in ákvað að selja jörðina. Eftir undirritun kaupsamnings við seljanda Eystrihóls haustið 1988 sendu kaupendur kaupsamninginn til hreppsnefhdar Vestur-Landeyja og óskuðu eftir að hreppurinn félli frá forkaupsrétti að jörðinni. Á hrepps- nefndarfundi nokkrum vikum síðar var hins vegar samþykkt að hreppur- inn nýtti sér forkaupsréttinn og gengi inn í kaupin. Án þess að láta kaupend- ur vita, samþykkti hreppsneftid á sama fundi að selja öðmm jörðina. Kaupendur skutu þá málinu til land- búnaðarráðuneytisins og fóm fram á að það ógilti ákvörðun hreppsnefndar- innar um að neyta forkaupsréttarins. Ráðuneytið hafnaði þeirri kröfu. Bæði seljandi jarðarinnar og kaup- endumir þrír stefndu þá hreppnum. Málið byggðu þeir m.a. á því að hreppsnefnd hefði, við ákvörðun sína, ekki gætt réttra lagasjónarmiða, hún hefði brotið gegn viðurkenndri jafn- fræðireglu og ekki kannað málavexti nægilega. Að mati stefnenda hefði persónuleg óvild oddvita hrepps- nefndar, Eggerts Haukdals, út í vanda- mann eins kaupendanna ráðið mestu um ákvörðun hreppsnefhdar. Var þar m.a. vísað í skýrslu Eggerts fyrir dómnum, þar sem fram komu ýmsar fullyrðingar um andstöðu nágranna Eystrihóls gegn því að kaupendur fengju jörðina og hvað þeir hefðu í hyggju m.a. varðandi kvótann sem henni fylgir. Héraðsdómur taldi sann- að að þama væri um söguburð og slúður að ræða. Sannast hefði að hreppsnefndin hefði ekki kynnt sér viðhorf umræddra nágranna, eins og haldið hafi verið fram í bréfi hennar til landbúnaðarráðuneytisins. Hrepps- nefndin hefði heldur ekki gefið kaup- endum kost á að láta í ljós sitt álit á þeim sögusögnum sem ákvörðun hennar byggðist á, eins og hún hefði átt að gera. Vegna slíkra galla á undirbúningi að ákvörðun Vestur-Landeyjahrepps um að neyta forkaupsréttar að Eystrihól felldi héraðsdómur þá ákvörðun úr gildi. Hæstiréttur hefur nú nýlega staðfest þann dóm og dæmt Vestur- Landeyjahrepp til að borga 370 þús. kr. í málskostnað, sem fyrr segir. - HEl Nýr félagsskapur innan Verslunarráðs: Tölvuseljendur stofna samtök Fyrirtæki, sem selja tölvur, tölvubúnað og þjónustu við tölvur og eiga aðild að Verslunarráði íslands, hafa stofnað með sér samtök, Samtök tölvuseljenda, skammstafað STS. Á stofnfundinum 21. janúar sl. voru kosnir í stjórn þeir Heimir Sigurðsson Örtölvu- tækni-Tölvukaupum hf., Áki Jónsson Aco hf. og Öm Andrésson frá Einari J. Skúlasyni hf. í samþykktum félagsins segir að tölvuseljendur innan Verslunarráðs íslands eigi sér þar vettvang til upp- lýsinga- og skoðanaskipta, hags- munagæslu varðandi almennt starfsumhverfi og til þess að standa að sameiginlegum verkefnum. Hver aðili samtakanna tilnefnir einn full- trúa til eins árs í senn og einn til vara. Stjóm samtakanna verður í hönd- um þriggja manna, sem fulltrúamir kjósa úr sínum hópi á ársfundi sem haldinn verður í septembermánuði framvegis. Stjómin skiptir sjálf með sér verkum formanns, varafor- manns og ritara. Hlutverk stjómarinnar er að sinna þeim verkefhum, sem tilgreind em í samþykktum STS, og að koma fram fyrir hönd hópsins gagnvart fram- kvæmdastjórn Verslunarráðs og stjómvöldum. STS mun ekki hafa á höndum neins konar almennan, fjárhagslegan rekstur, en getur stuðlað að framkvæmd afmarkaðra verkefna samkvæmt ákvörðun árs- fúndar eða almenns fundar hverju sinni. Stjómin skal halda stjómarfundi minnst mánaðarlega, nema yfir 2-3 sumarmánuði, og almenna fundi minnst fjómm sinnum á ári og er ársfundur einn þeirra. Einnig geta þrír eða fleiri úr hópnum óskað eftir almennum fundi um tiltekið mál- efni og skal stjómin þá verða við slíkri ósk þegar í stað með boðun al- menns fundar, sem haldinn skal innan þriggja daga frá því að form- leg ósk bersL Rita skal fundargerðir stjómarfunda og almennra funda og senda öllum aðilum eftir hvern fúnd. STS hefúr fundaaðstöðu hjá Versl- unarráði, aðgang að aðstoð félags- málastjóra þess sem og annarra starfsmanna eftir atvikum og nýtur þjónustu skrifstofu VÍ við boðun funda, varðveislu og dreifingu gagna. í nánari skilgreiningu á hver skulu vera verkefni STS segir: *Fastur umræðu- og upplýsinga- vettvangur. ♦Skoðun laga og reglna sem snerta greinina (Áhrif á umsagnir VÍ). ♦Erindrekstur gagnvart stjómvöld- um. *Samstarf við framkvæmdastjóm VÍ. *Samskipti við aðra hagsmunaað- ila á tölvusviði. *Staðlamál. *Útboðsmál. *Einstök rekstraratriði. *ErIend samskipti. *Sýningahald eða þátttaka í sýn- ingum. *Önnur afmörkuð kynningarverk- efni. *Annað sem hópurinn kann að ákveða hverju sinni. Stofnaðilar að STS eru ACO hf., Skipholti 17, Einar J. Skúlason hf., Grensásvegi 10, HP á íslandi hf., Höfðabakka 9, Heimilistæki, Sætúni 8, JAPIS/G. Run. hf., Brautarholti 2, Nýherji hf., Skaftahlíð 24, Radíó- búðin hf., Skipholti 21, Tæknival hf., Skeifunni 17, og Örtölvu- tækni/TöIvukaup hf., Skeifunni 17. —sá Húseigandi þar sem þessi sorptunna er mætti alveg moka betur frá tunnunni sinni. Þaö er ekki létt verk að toga þunga tunnu upp úr snjóskafli. Timamynd Ami Bjama Snjórinn eykur sorphirðukostnað Sá mikli snjór, sem kyngt hefur niður á landinu í janúar, hefur valdið sorphirðumönnum veruleg- um erfiðleikum. Víða hefur reynst Forstöðumaður Simon Wiesenthal- stofnun- arinnar í Jerúsalem til íslands: Synjað um við- tal við ráðherra Efraim Zuroff, forstöðumaður Sim- on Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, kemur hingað til lands í næstu viku. í farteskinu mun hann hafa ný sönnunargögn um meinta stríðsglæpi Eðvalds Hinrikssonar, sem hann er sakaður um að hafa drýgt í Eistlandi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ósk forstöðumannsins um viðræð- ur við Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Þorstein Pálsson dóms- málaráðherra var hafnað, en þess í stað mun hann hitta embættismenn að máli. Auk þess mun Zuroff flytja fyrirlestur við Siðfræðistofnun Há- skóla íslands um viðleitnina við að koma höndum yfir stríðsglæpa- menn. í fórum sínum mun forstöðumað- urinn vera með ný gögn, sem stað- festa fyrri ásakanir gegn Eðvald Hin- rikssyni, en þeirra aflaði hann í Eist- landi eftir að hafa hitt að máli for- sætisráðherra Eistlands, innanríkisráðherrann og dóms- málaráðherra landsins. -grh Atvinnurekendur og verkalýdsféiög á Suðurlandi: SAMEIGINLEG- UR ATVINNU- MÁLAFUNDUR Boðað hefur verið tíl almenns fundar um atvinnumál á Suður- landi nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Hótel Setfoss. Það eru Al- þýðusamband Suðurlands og At- orka — félag atvinnurekenda á Suðurlandi sem standa sameigin- lega að fundlnum og eru þing- menn kjördæmisins og sveltar- stjórnamenn sérstaldega boðnlr. „Segja má að með þessum fundi séu mörkuð tímamót í samskipt- um verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda á Suðurlandi, en þetta mun í fyrsta sinn sem þess- ir aðilar standa sameiginlega að fundi um atvinnumál," segir í frétt frá þessum aðilum. —SBS, Selfossi erfitt að ná sorptunnum upp úr snjósköflunum. Björninn er ekki unninn þó það takist, því sorpbíl- arnir hafa átt í erfiðleikum með að komast að húsum vegna mikilla snjóruðninga. Sorphirðumenn hafa því í mörgum tilfellum orðið að draga tunnurnar á eftir sér lang- ar leiðir yfir stóra skafla. Pétur Hannesson, deildarstjóri hjá embætti gatnamálastjóra, sagði að vinnudagur sorphirðumanna væri búinn að vera langur í janúar og mun lengri en venjulega. Þó hafi áætlun um sorphirðu ekki far- ið úr skorðum vegna fannfergisins. Pétur sagði Ijóst að allur þessi mikli snjór þýði nokkurn auka- kostnað við sorphirðu í janúar, en erfitt sé að meta hve mikill hann sé. Pétur tók fram að mjög margir íbúðaeigendur hefðu brugðist vel við tilmælum um að moka frá sorptunnum. Hann sagðist síðan bara vona að veðurfarið fari að skána og tíðin verði sorphirðu- mönnum hliðhollari það sem eftir lifir vetrar. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.