Tíminn - 29.01.1993, Side 12
12 Tíminn
Föstudagur 29. janúar 1993
FIINDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Halldór Jón Jónas Karen Eria
Almennir stjórnmálafundir
á Austurlandi
Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra
stjómmálafunda I kjördæminu sem hérsegirá tlmabilinu frá 31. janúartil H.febrn-
ar.
Reyðarflröl: I Verklýðshúsinu sunnudaginn 31. jan. kl. 16.00.
Esklfírðl: I Slysavamafélagshúsinu 31. jan. kl. 20.30.
Neskaupstað: I Egilsbúð mánud. 1. febr. kl. 20.30.
Stöðvarfirði: Félagsheimilið þríðjud. 2. febrúar kl. 20.30.
Breiðdalsvik: Hótel Bláfell miövikud. 3. febrúar kl. 20.30.
Höfn: Framsóknarhúsið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30.
Bakkafirðl: Miðvikudag 10. febrúar kl. 20.30.
Vopnafiröi: Fimmtudag 11. febnjarkl. 20.30.
Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviðhorfið — staða EES- samningsins.
Allir eru velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viðkomandi stöðum. Athugið breytt-
an fundartíma á Eskifirði og Fáskrúösfirði.
Fundarboðendur
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilum sunnudaginn 31. janúar og sunnudaginn 14. febrúar kl. 21.00.
Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Framsóknarvist —
Reykjavík
Framsóknanrist verður spiluð n.k. sunnudag 31. jan. f Hótel
Lind, Rauðarárstíg 18, og hefst kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun, karia og kvenna.
Finnur Ingólfsson alþingismaöurflyturstutt ávarp i kaflihléi.
Framsóknarfélag Reykjavikur
Brautarholt á
Skeiðum
Alþingismennimir Jón Helgason og
Guðni Ágústsson boða til fundar um
stjómmálaviðhorfið að Brautarholti
mánudaginn 1. febrúar kl. 21.00.
Guönl
Létt spjall
á laugardegi
Laugardaginn 30. janúar n.k. frá kl. 10.30 - 12.00, að
Hafnarstræti 20, 3. hæð, mætir Finnur Ingólfsson og ræö-
ir stjómmálaviðhorfið.
Fulltrúaráðlð
Finnur
Inglbjörg
Vesturland
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður
og Sigurður Þórólfsson varaþingmað-
ur verða með fundi um stjómmálaviö-
horfið og málefni héraðsins á eftirtöld-
um stöðum:
Mánudagur 1. febr. n.k.: I Logalandi
kl. 14.00 og I Lyngbrekku kl. 21.00.
Mlövikudagur 3. febr. n.k.: I Félags-
heimilinu Suðurdölum kl. 14.00 og I
Breiðabliki kl. 21.00.
Fimmtudagur 4. febr. n.k.: I Röst,
Hellissandi. kl. 21.00.
Siguröur
FÉLAG JÁRNIÐNAPARMANNA
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
við kjör stjómar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnað-
armanna fyrir næsta starfsár.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu
þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum
a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk
þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð
og 7 varamenn þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnað-
armannaráðs rennur út kl. 18.00 mánudaginn 8. febrúar
1993.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Nemendaleikhúsið:
BENSÍNSTÖÐIN
Nemendaleikhúsið hefur hafið sýn-
ingar á Bensínstöðinni eftir Frakk-
ann Gildas Bourdet, en þetta er ann-
að verkið sem þau setja upp á þess-
um síðasta vetri sínum í Leiklistar-
skólanum. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson. Verkið gerist á bensín-
stöð rekinni af Magdalenu, sem á 3
dætur. Elsta dóttirin, Teresa, er
óánægð með einkalíf sitt, miðdóttir-
in Mód er að fara að gifta sig, en á
sér jafnframt elskhuga sem flækir
málið, og sú yngsta, Doris, er í tygj-
um við mótorhjólatöffara og hugsar
um það eitt að komast að heiman.
Eiginmaður Magdalenu dúkkar
skyndilega upp eftir að hafa ekki lát-
ið frá sér heyra í 18 ár og þá fer að
draga til tíðinda.
Nemendaleikhúsið hefur valið sér
skemmtilegt verk að þessu sinni,
ólíkt skemmtilegra en Clara S., og
hæfileikar hvers og eins koma nú
betur í ljós. Björk Jakobsdóttir
fannst mér mjög sannfærandi sem
Teresa. Maður fékk fljótlega samúð
með þessari vansælu konu. Hinrik
Ólafsson var jafnframt góður sem
bifvélavirkinn Samson. Jónu Guð-
rúnu Jónsdóttur hættir aftur á móti
til of mikils asa í hlutverki Mód. Vig-
dís Gunnarsdóttir, Kristína Sundar
Hansen, Gunnar Gunnsteinsson og
Doffi Hermannsson standa sig öll
með prýði.
Hópurinn hefur fengið þrjá gesta-
LEIKHÚS
V_______________________/
leikara til liðs við sig, þá Hilmar
Jónsson sem leikur vangefinn son
Teresu, Tútút, Þröst Guðbjartsson
sem leikur föðurinn, og Erling Jó-
hannesson sem Winnokk, vin Doris-
ar. Hilmar sýnir stjörnuleik, radd-
beiting og líkamstjáning mjög sann-
færandi. Erling er stórskemmtileg-
ur Winnokk og náði unglingatökt-
unum vel.
Þýðing Friðriks Rafnssonar er lið-
leg og skörp skil á milli unglinga-
málsins og máls þeirra eldri. Leik-
myndin er verk Gretars Reynissonar
og er einföld og vel gerð. Búningar
Helgu Stefánsdóttur eru góðir og
hæfa hverri persónu mjög vel, sér-
staklega þegar allir dressa sig upp til
brúðkaupsins.
Bensínstöðin er bæði skemmtilegt
og spennandi verk og næsta frum-
sýning Nemendaleikhússins er til-
hlökkunarefni.
—Gerður Kristný
OÞJALIR OG ILLIR
Margur tók Viðeyjarbræðrum
fagnandi, Davíð fyndinn, leikari og
leikritaskáld, Jón Bald engu minni
leikari en ekki skáld, svipar til viss
hóps franskra leikara. Fljótt þótti
bera á því að Davíð glutraði niður
sínum fína húmor. Jón Bald fór
Viltu komast
Vélsleði
til sölu
Polaris Indy 650
árg. ‘89.
Ekinn aöeins 2.400 mílur.
Mjög vel útlítandi í topp-
standi.
Brúsa- og farangursgrind,
farangurskassi úr áli.
Gott staðgreiðsluverð.
Uppl. í síma 91-685582
eða á sleðanum í far-
síma 985-34561.
hamförum í imbakössum lands-
manna flest kvöld sem hann var
ekki í Brussel. Jón þjóðarhagur
velti vöngum yfir því, hvar hann
ætti að setja niður álverið sitt, og
þegar hann loks var búinn að finna
staðinn var áldraumurinn búinn.
Þá sést Sighvatur oft á skjánum,
vemdari velferðarinnar. Kerfið er
f ‘N
Lesendur skrlfa
dýrt og einhversstaðar verður að
taka peningana. Sighvatur og Jón
Sæm. hafa uppgötvað bættan hag
ellilífeyrisþega og sjúklinga og
mætti bæta á þá svona 250 millj-
ónum. Nú er kvenfólk enn að
skamma Sighvat fyrir að loka
Fæðingarheimili Reykjavíkur og
því liggi sængurkonur hvar sem
skonsa finnst í Landspítalanum.
Hvaða mannfjölgunarlæti eru
þetta allt í einu? Og hvernig var
það, fæddist ekki frelsarinn í fjár-
húsi? Vita menn ekki að markmið
stjómar okkar er niðurskurður,
hærri skattar, lægri skattleysis-
mörk, minni kaupmáttur?
Mörgum fannst til um utanríkis-
ráðherra sinn þegar hann kom frá
Bmssel með stóm bombu, samn-
ing um allt fyrir ekkert, langhala
fyrir loðnu. Þar fór þó eitthvað
milli mála. Kallarnir í Bmssel
vildu karfa og fengu hann. Þeir
fúlsa ekki við þeirri sjávarins
skepnu eins og bóndinn á Múla
sem sagði: „Ég vil ekki andskotans
karfann, Ólafur."
Mjög var Jón utanríkis orðinn
leiður á löngum og leiðinlegum
ræðum á „hinu háa Alþingi" ein-
sog það heitir þar á bæ, Eiður var
leiður, Davíð hundleiður og fannst
hann kominn í gaggó á nýjan leik.
Eiginlega vom allir orðnir leiðir,
landslýður leiður á landsfeðmm
volandi yfir vondum óvinum EES
sem töluðu allt of mikið. Málfrels-
ið blívur, sögðu hinir langorðu og
leiðinlegu. Og skrifað stendur:
„Varist þá sem beita málfrelsi sínu
til að afnema það þegar þeir kom-
ast til valda.“
Varla getur talist óeðlilegt að um-
ræður yrðu langar „á hinu háa“
þingi um mál þar sem þingskjölin
em 22 þúsund blaðsíður, þ.e. Jóns-
bók, Bjamarbænir og Davíðssálm-
ar. Ekki fúrða þó þingmenn hafi
verið langþreyttir og leiðir eftir
allan þann lestur, eða ber þeim
ekki að lesa þingskjöl?
En það ber að virða við utanríkis-
ráðherrann að hann vildi svona f
lokin lyfta umræðunni á hærra
plan. Á hvaða plani skyldi saga ráð-
herrans um sjö milljarðana hafa
verið eða spjall hans um þvagfæra-
þol þingmanna á móti EES?
Stjórnarliðar hafa geisað nokkuð
um ofbeldi stjórnarandstöðu á
þingi. Þessu þuifi að breyta í sam-
ræmi við vilja Viðeyjarbræðra.
Mætti af því hjali ráða, að þetta
hafi verið með öðmm og betri
brag hjá sjálfstæðismönnum.
í bókinni um Jónas frá Hriflu
vitnar Guðjón Friðriksson í bréf
frá Magnúsi Guðmundssyni, þing-
manni Skagfirðinga og lengi ráð-
herra, til Jóns á Reynistað, dags.
26. okt. 1931. Magnús kveðst von-
daufur um samkomulag á þingi
um kjördæmamálið, „og færi svo
emm við staðráðnir í, nema önnur
tfðindi gerist, að vera eins óþjálir
og illir á næsta þingi og við get-
um .
Haraldur Guönason