Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 5. febrúar 1993
FUNDIR
Haltdór Jón Jónas Karen Erla
Almennir stjórnmálafundir
á Austurlandi
Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra
stjómmálafunda I kjördæminu sem hér segir á timabilinu ffá 31. janúar til 11. febrú-
ar.
Bakkafiról: Miðvíkudag 10. febnjar kl. 20.30.
Vopnaflrði: Fimmtudag 11. febnjar kl. 20.30.
Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviðhorfið — staða EES- samningsins.
Allir eru velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viðkomandi stöðum. Athugiö breytt-
an fundartima á Eskifiröi og Fásknjðsfirði. Fundarboðendur
Halldór Ingibjörg
Akranes
Sigurður
Opinn stjómmálafundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 11,
mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur: Halldór Asgrlmsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Siguröur Þórólfsson.
FUF Fljótsdalshéraði
Félag ungra framsóknarmanna Fljótsdalshéraði heldurfélagsfund laugardaginn
6. febrúar kl. 20.00 I Upplýsingamiöstöö KHB.
Á dagskrá em m.a. umræður um framtiðarhorfur og atvinnumöguleika ungs fólks
á Héraöi, ávörp gesta, kosningu nýs formanns FUFF og svo önnur mál.
Siöan skln sól á árshátíðina okkar um kvöldið, sem við undirbúum að fundi lokn-
um. Veitingar á boðstólum.
Fjölmennum á þessa fyrstu árshátlð vetrarins. Stjóm FUFF
Kópavogur —
Framsóknarvist
Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 15.00.
Kaffiveitingar og góð verðlaun.
Freyja, félag framsóknarkvenna
Kópavogur—
Opið hús
Opið hús er alla laugardaga kl.10.00 - 12.00 að Digranes-
vegi 12. Kaffi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjóri
verður til viðtals.
Framsóknarfélögln
Slgurður
Guðnl
Borg —
Aratunga
Alþingismennimir Jón Relgason og
Guðni Ágústsson boöa til fundar um
stjómmálaviðhorfið að
Aratungu Biskupstungum, mánu-
daginn 8. febrúar kl.21.00.
Jón
Kópavogur — Atvinnumál
— Kjaramál
Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna i Kópavogi boðar til opins fundar um atvinnu og
kjaramál að Digranesvegi 12, mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30.
Gestur fundarins og frummælandi verður Benedikt Daviðsson, forseti A.S.I.
Allir velkomnir.
Bátavél óskast
Óska eftir að kaupa notaða diesel bátavél, ca.
20-50 ha. Tilboð er greini tegund, stærð, aldur
og verðhugmynd, sendist til:
Tíminn, auglýsingadeild, Lynghálsi 9, 110
Reykjavík, auðkennt „DIESEL“.
LEIGUSALAR
Hvemig væri að ganga frá málunum með góðum fyrirvara?
Prófarkalesara á Tímanum vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð frá 1.
júní. Skilvisum greiðslum og góðri umgengni er heitið. Æskilegt
aö um langtimaleigu yrði aö ræða.
Uppl. gefur Bjöm I slma 91-10517 (hs) eða 686300 (vs).
AFA í NÝJUM
BÚNINGI
Aarhus Frimærkehandel í Árósum
hefir gefið út frímerkjaverðlista
fyrir Danmörku, Norðurlöndin,
Vestur- Evrópu og Austur-Evrópu,
undanfarna áratugi.
Með þeim breytingum, sem orðið
hafa í Austur-Evrópu á undanförn-
um árum, hefur forlagið nú ákveð-
ið að gera breytingar á bæði skipu-
lagi verðlistans yfir Austur-Evrópu,
en einnig að flytja Þýska alþýðulýð-
veldið heim til Vestur- Evrópu.
Þriðja breytingin er svo að verðlist-
inn kemur nú út, það er að segja
bæði Austur-Evrópu-bindin, þann
25. mars 1993. Þá hefir verð þeirra
þegar verið ákveðið DKR 288,00
hvort bindi; er þá virðisaukaskatt-
urinn innifalinn í því verði, það er
að segja sá danski.
Þannig er Evrópufrímerkjaverð-
listinn frá AFA orðinn fjögurra
binda ritverk, auk Norðurlandalist-
ans og Danmerkurlistanna, sem og
ýmissa sérbóka um aðskiljanleg
frímerkjafræðileg efni.
Framvegis heita þessi bindi verð-
Iistans: AFA Östeuropa Fri-
mærkekatalog 1993, bind 1, A-R.
Síðara bindið nefnist svo: AFA Öst-
europa Frimærkekatalog 1993,
bind 2, S-U.
Þess er að gæta að miklar verð-
breytingar hafa átt sér stað, ein-
mitt í austurhluta Evrópu, þar sem
gömul frímerkjalönd hafa nú risið
upp af löngum svefni og önnur ný
stundum tekið við. Verðhækkanir
hafa orðið verulegar, en einnig
hafa orðið lækkanir, eins og t.d. á
DDR-frímerkjum.
Við skulum aðeins gera okkur
grein fyrir þeim fjölda landa, sem
ýmist hefja útgáfu við þessar breyt-
ingar eða þá að þau byrja á ný að
gefa út frímerki. Þessi lönd eru: Ar-
menía, Aserbajdsjan, Eistland,
Hvíta-Rússland (Belarus),
Kasakhstan, Kirgistan, Króatía,
Lettland, Litháen, Makedónía,
Moldavía, Rússneska lýðveldið,
Slóvenía, Tadsjikistan, Turkmen-
istan, Úkraína og Úsbekistan. Þá
eru Tékkía og Slóvakía að skiljast
sundur og hvað kemur út úr því
sem verður eftir af Júgóslavíu, veit
enginn ennþá.
Eigandi Aarhus Frimærkehandel
og höfundur verðlistanna er Lars
Boes. Hefir hann unnið mikið verk
Forsíöa Noröurlandalistans.
og gott við gerð allra þessara frí-
merkjaverðlista, því að einnig gef-
ur hann út Vestur-Evrópu-frí-
merkjaverðlistann, auk Danmerk-
urverðlistans og danska sérverð-
listans, en einnig gefur hann út
Norðurlandaverðlistann, sem les-
endur þáttanna kannast við af um-
sögnum hér í þáttunum.
Þá gefur Lars Boes einnig út frí-
merkjatímaritið Populær Filateli,
sem kemur út mánaðarlega og eru
alltaf birtar í því jafnóðum skrán-
ingar nýrra frímerkja í hinum
ýmsu listum, auk verðbreytinga
sem verða í gegnum árið. Er þann-
ig aðgengilegt fyrir þá, sem nota
verðlistana og kaupa tímaritið, að
fylgjast með því sem er að gerast á
hverjum tíma.
Sigurður H. Þorsteinsson
Merki AFA:
GATT-viðræðum-
ar á ný í sj álfheldu
George Bush kostaði kapps að leiða
til lykta Uruguay-Iotuna, þ.e. yfir-
standandi lotu í GATT-viðræðunum,
áður en hann fór úr forsetastóli, en
heppnaðist það ekki. Um stöðuna í
þeim viðræðum um lækkun tolla og
afnám viðskiptahamlna birti Inter-
national Herald Tribune 26. janúar
1993 grein eftir Robert J. Samuels-
on, en í henni sagði:
„Sala varnings landa á milli jókst
um 42% á níunda áratugnum (iðn-
varnings um 65%), en framleiðsla í
heimi öllum um 31%. Andvirði
selds varnings landa á milli varð $
3,1 billjón (ensk trilljón) 1989 og
nam um 15% vergrar framleiðslu í
heimi öllum. Samt sem áður fjölg-
aði viðskiptalegum tálmunum eftir
því sem á níunda áratuginn leið.“
„Bandaríkin flytja út meiri varning
en nokkurt annað land, en lækkun
gengis dollars frá miðjum níunda
áratugnum hefur örvað útflutning
þeirra. Mun útflutningur þeirra
1992 hafa numið 447 milljörðum $,
6% meira en 1991 og 23% meira en
1989. Hömlur á alþjóðlegum við-
skiptum eru ekki bandarískum iðn-
aði til framdráttar."
,Á síðustu mánuðum viðræðnanna
var á þennan veg fjallað um helstu
flokka varnings og þjónustu:
...GATT-reglur taka ekki til þeirra.
Á vegi verslunar með þær eru marg-
ar torfærur. EBE greiðir mjög niður
útflutning hinnar dýru kornvöru
sinnar. Japan bannar allan innflutn-
ing á rís. Síðla árs (1992) hétu EBE-
lönd að minnka niðurgreiðslu út-
fluttrar kornvöru um 21% (ath. en
Frakkland hótaði að beita neitunar-
valdi). í samkomulagsgerð yrði Jap-
an líka gert að flytja inn 5% ríss síns.
Álnavara og fatnaður. Útflutningur
þeirra (einkum frá þróunarlöndum)
er takmarkaður að alþjóðlegu sam-
komulagi (Multi-Fiber Arrange-
ment). Þeim kvótum verður smám
saman aflétt á 10 árum, ef sam-
komulag tekst.
Höfundaréttur og hönnunarréttur.
Að nýrri samkomulagsgerð yrði
veitt vemd gegn stælingu (copying)
og traustataki á ýmsum sviðum, allt
frá hugbúnaði til lyfja og söngva.
Einkaleyfi og höfundaréttur í einu
landi tækju til annarra. Brotleg lönd
sættu þeim viðurlögum að útflutn-
ingi þeirra yrðu settar skorður.
Þjónusta. Að nýrri samþykkt yrðu
lönd að nema úr gildi lög gegn út-
lendri þjónustustarfsemi — allt frá
bankastarfsemi og fjarskiptum til
verktækni."
Að þessum markmiðum stefndu
samningamenn Bandaríkjanna í
viðræðunum í Uruguay-lotunni, en
óvíst er nú, hvenær þeim verður
fram haldið.
Viðskiptallfið