Tíminn - 06.02.1993, Page 2

Tíminn - 06.02.1993, Page 2
2 Tfminn Laugardagur 6. febrúar 1993 Daniel Bergman, leikstjórí myndarínnar Sunnudags- böm. Sænsk kvikmynda- vika. Dagana 6.-12. febrúar verður haldin sænsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói á vegum Háskóla- bíós, Norræna hússins og sænska sendiráðsins. Boðið verður upp á 8 sænskar myndir eftir jafnmarga höfunda. Þar ber hæst mynd Daniels Berg- mans, Sunnudagsbam, sem hann leikstýrir eftir handriti föð- ur síns, Ingmars Bergman. Myndirnar eru með sænsku tali og ýmist ótextaðar, með enskum texta eða með íslenskum texta. Hátíðin hefst 6. febrúar eins og fyrr segir, kl.13.30, á frumsýn- ingu myndarinnar Sunnudags- börn. Myndin segir frá Ingmar Bergman átta ára gömlum og sambandi hans við föður sinn. Daníel Bergman hefur þónokkra reynslu í gerð kvikmynda og hef- ur fengið góða dóma fyrir mynd- ir sínar. Daníel er staddur hér á landi og mun hann vera við frumsýningu myndarinnar. Með- al annara mynda á hátíðinni má nefna mynd Kjells Grade, Gott kvöld herra Wallenberg, en hún hefur verið sýnd hér áður. Einnig myndina Lotta í Ólátagötu sem gerð er eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren. Aðstandendur hátíðarinnar ætla að bjóða fólki á þessa mynd ókeypis sunnudag- inn 7. febrúar kl. 15.20. ÞISAJEY Listasafn íslands: Yfirlitssýning á list Hreins Friðfinnssonar „Ég kann ekkert á myndavélar," segir Hreinn Friðfínnsson en sýn- ing á verkum hans, sem meðal ann- ars eru ljósmyndir, verður opnuð í Listasafni íslands í dag, laugardag- inn 6. febrúar, og stendur til 21. mars. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns íslands og ICA, nýrrar sýningarstofnunnar í Amsterdam sem helguð er nútímalist. Sýningin hefur áður farið fram á vegum ICA og hlaut hún mjög góðar viðtökur en henni lauk þann 10. desember síðastliðinn. Hreinn Friðfinnsson fæddist að Bæ í Miðdölum, Dala- sýslu árið 1943. 1958-60 stundaði hann nám við Handíða- og mynd- Iistaskólann í Reykjavík. Árið 1965 stofnaði hann ásamt þeim Jóni Gunnari Árnasyni, Sigurjóni Jó- hannssyni og Hauki Dór Sturlusyni samtökin Súm með minnisverðri sýningu í Ásmundarsal og Mokka- kaffi. Súm-sýningin var fyrsta sýn- ing sem Hreinn tók þátt í en skömmu eftir hana fluttist hann til Amsterdam þar sem hann hefur bú- ið síðan. Súm-hópurinn hélt hins- vegar áfram að stækka eftir að Hreinn fór til Amsterdam og kom sér upp eigin sýningarsal, Gallerí Súm á Vatnsstígnum. Hreinn hefur lítið sýnt á íslandi en hann hefur getið sér gott orð í útlöndum. Að- spurður segist Hreinn lítið vinna eftir pöntunum en sýningin í Lista- safni íslands nú samanstendur af verkum frá 1971-92. Myndlist Hreins Friðfmnssonar einkennist af viðleitni hans til að höndla dulúð, óáþreifanleg fyrir- bæri, tilviljanir og innviði undirvit- undar. í verk sín notar hann aðal- lega mold, steinvölur, steingervinga, spegla, bylgjupappa og hænsnanet. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og kaffistofan er opin á sama tíma. Á hverjum sunnu- degi er leiðsögn um sýninguna í fylgd sérfræðings. ÞIS. ÚEY Hreinn Friðfinnsson við eitt verka sinna. Timamynd. Ámi Bjama Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi um breytt stjórnskipulag í bænum: HAUKUR EINN GERÐI ÁGREINING UM MÁLIÐ „Sigurði Geirdal var falið af þess- um samstarfshópi sem myndar meirihlutann í Kópavogi ásamt framkvæ mdastjóra tæknisviðs, Þórarni Hjaltasyni, aö móta tillög- ur að skipulagsbreytingum á tæknisviði Kópavogsbæjar. Þegar þeir voru tilbúnir með tillögur sín- ar lögðu þeir þær fram í samstarfs- hópnum,“ segir Páll Magnússon, formaður fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna í Kópavogi. í Tímanum í gær kom fram að Haukur Ingibergsson, formaður umhverfismálaráðs Kópavogs, er ósáttur við þær breytingar sem fel- ast munu í skipulagsbreytingunum og gagnrýnir meðferð málsins. Páll segir það rangt hjá Hauki að Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi, hafi látið undir höfuð leggjast að bera málið undir stofnanir Fram- sóknarflokksins. Það hafi einmitt verið gert og tillögumar afgreiddar frá bæjarmálastofnunum flokksins. „Um þær er ekki ágreiningur þar. Menn em sammála um þær að nán- ast Hauki einum undanteknum," segir Páll. Stjóm fúlltrúaráðs Framsóknarfé- laganna í Kópavogi kom saman til fundar í fýrrakvöld. í ályktun fund- arins segir að með skipulagsbreyt- ,3orgarfúlhrúar Sjálfstæðisflokks- ins beita sér fyrir frávísunartillögu á sjálfsagðri iþróttaaðstöðu iyrir fatl- aöa. Þeir beita ósannindum þegar þeir fullyrða að forráðamenn íþrótta- félags fatlaðra vilji ekki Ióð í Laugar- dalnum fyrir bogfimiíþrótt," segnr Alfreð Þorsteinsson, varaborgarfull- trúi Framsóknarflokksins. Á borgarstjómarfundi í gær felldi meirihlutinn tillögu Alfreðs um lóð í Laugardalnum fyrir bogfimiíþrótt ingunum fari víðs fjarri að um- hverfismálum í Kópavogi verði skipað út í hom. Gert sé ráð fyrir því að stofnað verði sérstakt embætti landslagsarkitekts innan bæjar- skipulags. Þá starfi garðyrkjufúll- trúi í framkvæmdadeild en auk þess verði sérstakt umhverfiseftirlit og sem íþróttafélag fatlaðra hefur óskað eftir. í greinargerð með tillögunni segir Alfreð að um nokkurra ára skeið hafi íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík leitað eftir því við borgaryfirvöld að fa út- hlutað lóð undir bogfimi án árangurs þrátt fyrir jákvæðar undirtektir. Al- freð kveðst hafa flutt þessa tillögu í samráði við forystumenn félagsins. Júlíus Hafstein er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt for- yfir því forstöðumaður. —Áætlanir um að „grænu svæðin yrðu af- gangsstærð í malbikinu" og „að taka umhverfismálin af dagskrá með þessum hætti“ eru hvergi til nema í hugarheimi formanns um- hverfisráðs — segir í ályktun stjómar fulltrúaráðsins. —sá maður íþrótta og tómstundaráðs. Á fundi borgarstjómar hélt hann því fram að íþróttafélag fatlaðra vildi ekki þessa aðstöðu í Laugardal. Hann flutti þess vegna frávísunartillögu fyr- ir hönd meirihlutans þar sem tillögu Alfreðs var vísað frá. í bókun sem Alfreð gerði Iýsir hann furðu sinni á afstöðu borgarfúlltrúa Sjálfstæðisflokksins til fatlaðra íþróttamanna sem fram kemur í frávísunartillögu þeirra. -HÞ Enga bogfimiaðstööu fatlaðara Umboðsmaður Hexa sem hefur gert tilboð í flíkur handa lögreglunni í Reykjavík: Neikvæð og villandi umfjöllun „Verði okkar tilboði tekið gæti það leitt af sér sparaað uppá tæpar 14 milljónir króna sem samsvarar árslaunum sjö lögreglumanna eða andvirði nokkurra nýrra lögreglu- bfia,“ segir Jóhann Christíansen, stjóraarformaður Hexa, sem er mjög í mun að leiðrétta neikvæða og villandi umfjöllun um vörur og tilboð fyrirtækisins í 590 úlpur og jakka handa lögreglunni í Reykja- vík. Búast má við að tekin verði afstaða til tilboðanna í þessarí viku. Forsaga málsins er sú að í haust fór fram útboð ýmissa opinberra aðila í einkennisfatnað af margvís- legri gerð. Einn þessara aðila var lögregluembættið í Reykjavík sem óskaði eftir tilboðum í 590 úlpur og jakka handa lögreglumönnum. Jóhann lagði fram tilboð fyrír hönd fyrirtækis síns sem er í samvinnu við sænska fyrirtækið Fristads. Hann gerði tvö tilboð sem hljóð- uðu upp á rúmar átta milljónir króna. Munurinn á þessum tilboð- um fólst í að um tvenns konar flík- ur var að ræða úr mismunandi efn- um. Flíkurnar hefðu að jafnaði átt að vera misdýrar en voru samt boðnar á sama verði. Innlenda fata- fyrirtækið Max hefur framleitt fatnað fyrir lögregluna undanfarin ár. Það lagði einnig fram tilboð sem var upp á tæpar 22 milljónir króna eða næstum 14 milljónum hærra. Jóhann segir að upp frá þessu hafi skollið eins konar gjörningahríð á fyrirtæki sínu. Fulltrúar Max hafi lagt málið þannig upp að þeirra framleiðsla væri vandaðri og þess vegna dýrari og einnig að störf um 40 starfsmanna á saumastofu fyrir- tækisins væru í húfi. Jóhann segir að þessi málflutningur sé út í hött. „Fristads er með um 70% af mark- aðinum á fóðrðum fatnaði í Skand- inavíu og slíkur árangur næst ekki með litlum gæðum," bendir hann á. Jafnframt segir hann að sami framleðandi framleiði efnið sem Hér má sjá tvenns konar gerðir af jökkum sem fyrirtækið Hexa býður lögreglunni I Reykjavik að velja á milli. Annars vegar er um að ræða jakka sem er samærilegur þeim sem lögreglan klæðist nú og hins vegar breytingatillögu Hexa til hægri. Það munar nærri 14 milljónum á tilboði Hexa sem er i samstarfi við erlendan framleið- anda og Max sem er alíslenskur framleiðandi. Tímamynd Ámi Bjama. Hexa mælir með og efnið sem not- með viðbótarsamanburð á efnun- að er í dag. „Framleiðandinn er um unninn af honum sjálfum og iðntæknistofnun í Danmörku. Nið- urstaða hans er ótvírætt Hexa í hag,“ segir Jóhann. Hann vill taka skýrt fram að hann bjóði upp á val- kosti um efni og snið allt eftir ósk- um kaupenda. Þá segir hann að verði tilboði hans tekið sé í mesta lagi verið að flytja út störf tveggja starfsmanna við saumaskap. Þá reiknar hann með að tveir starfsmenn vinni 4.000 tíma samtals á ári og þurfi því þrjár og hálfa stund að sauma hverja flík af 1.180 flíkum, 590 jökkum og 590 úlpum. Jóhanni finnst þetta léttvægt í samanburði við hversu hagkvæmt sitt tilboð er og nefnir að það sam- svari ársverkum sjö lögreglu- manna með árstekjur upp á tvær milljónir króna eða andvirði nokk- urra fullkominna lögreglubíla. Jó- hann álítur að það sé svona saman- burður sem eigi rétt á sér en ekki einhliða áróður sem hafi ekki við rök að styðjast eins og hann kemst að orði. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.