Tíminn - 06.02.1993, Síða 4

Tíminn - 06.02.1993, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtsljóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Slysavarnir Slys eru algengasta dánarorsök barna hér á landi. Til marks um tíðni slysa er, að árlega koma um ellefu þús- und börn á slysadeild Borgarspítalans. Þar að auki koma þúsundir bama á sjúkrahús og læknastöðvar víða um land til að láta gera að meiðslum. Rannsóknir sýna að slys á bömum og unglingum em tíðari hér á landi en í nágrannalöndunum, en orsakimar liggja hins veg- ar ekki í augum uppi. Þeir, sem láta sig slysavamir varða, em vel meðvitandi um þetta ástand og em gerð átök til að fækka bama- slysum. Fræðsla er það sem helst er talið að megi til varnar verða. Og líklega er ekki síður um vert að fræða foreldra og aðra forráðamenn bama um fyrirbyggjandi aðgerðir en bömin sjálf. Oft má kenna þeim fullorðnu um þá miklu hættu sem börnum er búin á heimilum og utan. Eiturefni og lyf em iðulega í seilingarfæri barna á heimilum. Margt, sem viðkemur raforkunotkun, er illa varið og stór- hættulegt óvitum á öllum aldri og ekki má gleyma um- ferðinni, sem er ungum sem öldnum viðvarandi hættu- spil. Erfítt kann að vera að kenna bömum og unglingum að varast hættur og kenna þeim að verja líf sitt og limi, þegar þeir, sem vit eiga að hafa fyrir þeim, temja sér glannalega lífsháttu og sýna litla fyrirhyggju í sínu dag- lega lífi. í þeim veðraham, sem staðið hefur nærfellt í tvo mán- uði með mismunandi hörðum áhlaupum, berast fréttir oft á dag af glannalegum ferðalöngum, sem enga rænu hafa á að hlusta á viðvaranir um veður og færð, en æða út í ófærurnar í einhvers konar vitstola bjartsýni. Alltaf er verið að vara við og alltaf er verið að senda út björgunarleiðangra upp um fjöll og út á sjó og jafnvel eru sagðar fréttir af frækilegum björgunarafrekum í byggð. Fimmtán jeppar í brjáluðu veðri í Þórsmörk og björgunarleiðangrar úr þrem byggðarlögum sem freista þess að ná farartækjunum upp úr krapaelg í óbyggðum er varla til að segja frá. Hvað þá að greint sé frá erindum alls þessa fólks upp á hálendið í skamm- deginu. Hömlulaus umferðarlagabrot vekja grun um að sú kynslóð, sem bömin taka sér til fyrirmyndar, sé í raun og sann stórhættuleg lífi og limum bama sinna. Iþróttir einkennast því miður allt of mikið af yfirgangi og fantaskap og ekki síst af eiturefnaneyslu þeirra kappa, sem sífellt er verið að segja bömum og ungling- um að taka sér til fyrirmyndar. Áfram mætti telja dæmi um þann glannafengna lífsstíl sem uppalendur temja sér, og ef fólk horfír með opnum augum á allt sem fyrir bömunum er haft, ætti ekki að koma á óvart þótt slysa- og dánartíðni bama og ung- linga á íslandi sé hærri en annars staðar þar sem á ann- að borð á að heita að friður ríki. Bömin eru engan veginn það dýmætasta sem við eig- um og þeirra er ekki framtíðin. Þetta em ömurlegar staðhæfíngar, en eigi að sfður sannari en hið gagn- stæða, sem vellur upp úr fólki á tyllidögum. Ef þeir íslendingar, sem komnir em til vits og ára, þykjast gera alvöru úr því að vernda börn fyrir slysum, ættu þeir að byrja á því að líta í eigin barm og temja sjálfum sér fyrirbyggandi aðgerðir og hyggja síðan að slysavömum fyrir börn og unglinga. \ Atli Magnússon Málleysi vitsmunanna „íslenskan er orða frjósöm móðir, ekki þarf að sníkja, bræður góðir," kvað Bólu Hjálmar. Þetta var áminning til aldar sem allmjög var höll undir dönsku og þótti meira að segja betri manna bragur að því að „sletta“, einkum þó í kaupstöðunum. En svo tók þessi tíska að leggjast af fyrir atbeina þóttafullra og þjóð- ernissinnaðra stjórnmálafor- ingja, skálda og ritstjóra af síðustu kynslóðinni fyrir aldamótin. í ungdæmi aldamótakyn- slóðarinnar var svo komið að menn þóttu verða sér til at- hlægis ef á þá sannaðist, einkum í prentuðu máli, að málfar þeirra væri dönsku- skotið. Aðhlátur og hatur sjálfstæðishetjanna á Dönum og öllu dönsku framan af öld- inni varð svo sá andi sem blés í glæðurnar á arni mál- hreinsunarinnar og lífgaði hana við ef logana vildi lægja eitthvað. Menn gerðust svo logandi hræddir við að falla í þann pytt sem danskan var að tungan hlaut óhjákvæmilega að taka breytingum til batn- aðar, fyrst og fremst á prenti. f máli almennings eimdi allt- af eftir af ýmsum dönskum áhrifum í máli og ekki bara í kaupstöðunum. Sveitafólk hélt gjarna fast í mörg dönsk orð, sem víða lífguðu upp á tungutak þess (raunar miklu fegurra tungutak en nú) með sérkennilegum hætti. Á sinn hátt prýddu þau málið. Flest hafa þessi orð nú dáið úr mælta málinu með gamla fólkinu. En samt ekki öll, þótt það beri minna á þeim. Þannig hefur danskan háð sinn skæruhernað úr laun- sátri gegn málhreinsunar- hernum fram á þennan dag. Aldrei tapaði hún stríðinu semsé alveg og nú er svo komið að ekki þykir tiltöku- mál þótt litlu dönskumál- blómi bregði fyrir, og raunar svo komið að færri kunna að greina það úr í flóru góðrar og gildrar íslensku. Enska öldin Nú eru líka gjörbreyttir tímar frá því er menn voru sífellt að hlera eftir dönsk- unni. Mikil fjölmiðlaöld er upp runnin og henni hefur fylgt að nær hvert manns- barn hefur ensku í eyrunum talsverðan hluta frítíma síns, bæði við sjónvarpið og á vinnustöðum, þar sem út- varp gengur linnulítið um daga og flytur dægurmúsík við enska texta. Þessi nýja „enska öld“ í sögu landsins hefur orðið til þess að enginn má vera að því að óttast dönskuna meir. Svo mikil þykir hættan á að enskan grandi tungunni, lýti hana eða blátt áfram útrými henni. Stöðugt er verið að blása til nýrrar sóknar sem á að minna á tunguna og gildi hennar og er svosem ekki annað en gott eitt um slíkt að segja. En við ramman reip er að draga. Hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr, þá lét tungan vissulega ekki af að taka breytingum við það eitt að menn drifu út sem mest af dönskunni. Og hér er ekki átti við ensk áhrif ein. Reynsla síðustu áratuga segir breytingarnar einkum stefna til einföldunar. Þjóðirnar í nútímanum virðast komast af með sífellt minni orða- forða og okkar þjóð er þar ekki undantekning. Einhvern tíma var fræg rannsókn gerð meðal breskra kolanámumanna sem leiddi í Ijós að karlar þessir notuðu ekki nema svo sem 300 orð í daglegum samskiptum sín- um. Þetta vildu menn skýra með lítilfjörlegri skólagöngu þessa hóps og fábreyttu hversdagslífi og sjálfsagt var eitthvað hæft í því. En furðulegt er hvernig tækniöldin hefur leitt til enn meiri einföldunar á lífi hversdagmannsins... Gagn- stætt því sem mörgum hefði þótt ástæða til að búast við hefur það gerst með hinu margflókna þjóðfélagi raf- eindaaldar að stétt „kolakarl- anna“ fer stækkandi. í stað þess að þroska fjöldann hefur hefur hið margflókna þjóðfé- lag keppt að því að ná slíkum tökum á eigin flækju að í því verði mögulegt (og raunar hentast!) að lifa án þess að hugsa. Hátækniþjóðfélagið sem annars gengur fyrir meiri vitsmunum en dæmi eru til um í nokkru mann- legu samfélagi hingað til, reynist hreint sérlega vel fallið handa „fábjánum" að búa í því. Velmektartímar Og er þá nokkuð að undra að tungan sé á fallanda fæti? Velmektartímar aulaskapar- ins leiða til þess að sífellt minni þörf verður fyrir orð, sem aftur verður hvati í þá átt að auka á notkunartíðni fárra og einfaldra orða. í okk- ar máli verða ensk orð gjarna fyrir valinu og það er skiljan- legt. Þar sem börn okkar og unglingar verða nú án telj- andi námsáreynslu Iiðtæk í einfaldri ensku er ekki óskilj- anlegt að gripið sé til þeirrar þekkingar þegar íslenska orðið verður æ sjaldnar til- tækt. Þessi lausn, ásamt því að þeim fækkar sem þykir taka því að finna að, verður svo til þess að viðkomandi finnur sjaldnar þörf hjá sér að nota orðin í móðurtung- unni. Þetta smitar síðan frá sér í kunningjaflokki ung- mennanna og þá enn víðar... Ár og áratugir líða hratt hjá. Hin hálf-málvana börn vaxa upp, festa ráð sitt og eignast afkomendur. Er ekki degin- um ljósara að komandi kyn- slóðir fá ekki beysna þjálfun í að tala „tungu feðranna", þegar feðurnir eru ekki mæl- andi á hana sjálfir? Erfitt er að ráða í framtíð- ina, en hugsanlega mætti smíða formúlu sem reikna mætti eftir hve langur tími liði uns íslenskan væri ekki annað en kalinn kvistur, skreyttur lánuðum laufum. Sem betur fer ganga slíkir hrakfallaútreikningar þó sjaldnast eftir á þann hátt sem formúlur segja fyrir um, fremur en hinar ótal heim- slitaspár. En verði þróunin samt þessi má sem betur fer búast við að alltaf verði til sérfræðingar sem haldi tungu Snorra við lýði. „Menn þurfa þó alltaf að hafa eitt- hvað til þess að „doktorera" í,“ mun Isaac Bashevis Sin- ger einhverju sinni hafa sagt um jiddískuna. Sú er kannske huggun harmi gegn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.