Tíminn - 06.02.1993, Síða 5

Tíminn - 06.02.1993, Síða 5
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn 5 Á stormasamri tíð Jón Kristjánsson skrifar íslenskur vetur hefur minnt rækilega á sig undanferið, og síðustu vikur hefur verið dæmalaus ótíð og hefur enginn landshluti farið varhluta af því. Stormar hafe geisað, jafnvel meira en veðurglöggir menn muna efdr. Það hefur verið ófeerð á landi, og ekki gefið á sjó langtímunum saman. Slíkir vetur koma hér á norðlægum slóðum, og sem bet- ur fer er aðstaða okkar öll önnur en fyrr til þess að mæta slíku tíðarfari. Vegir eru ruddir á skömmum tíma, og flutningatæki fyrir vör- ur og fólk eru allt önnur og betri en áður var. Ógæftir Ógæftir eru ekki nýtt fyrirbrigði. Hins vegar hefur upp á síðkastið verið sérlega erfitt tíð- arfar til sjósóknar. Hitt er þó verra að afla- brögð hafa víða verið treg. Sá kvóti, sem flot- inn hefur yfir að ráða, þótt minni sé en áður, er sóttur með meiri tilkostnaði þegar fiskast illa í ótíðinni. Jákvæðu fréttimar — loðnan Það eru hins vegar jákvæðar fréttir að loðnuvertíð lofar góðu, ef skipin hafa frið til þess að athafna sig. Loðnunni fylgja mikil umsvif, og fréttir um góða loðnuveiði eru ein af þeim fáu jákvæðu tíðindum sem berast af atvinnulífinu um þessar mundir. Góð loðnu- veiði bjargar þó ekki öllu þjóðfélaginu. Síldveiðamar Á undanfömum árum hafa margir haft at- vinnu af sfldarsöltun og vinnslu sfldar í landi. Sú staðreynd blasir nú við að landverkafólk hefur haft sáralítið að gera við sfldarsöltun á síðustu vertíð. Þetta er tilfinnanlegast fyrir það að sfldveiði hefur verið mikil, en sfldin hefur einfeldlega farið í bræðslu og fólkið sit- ur eftir með sárt ennið. Sfeylda stjómvalda Það er að vísu of seint í rassinn gripið nú, en það er auðvitað skylda stjómvalda að hafa forustu um að þetta endurtaki sig ekki. Það á að halda því fydrkomulagi sem var, að veiði- skip séu skyldug til þess að landa hluta af afl- anum til vinnslu til manneldis. Veiðileyfúm eiga einfaldlega að fylgja þessi skilyrði. Það er alveg óviðunandi að hagsmunir landverka- fólks og fyrirtækja, sem hafa tekið sfld til sölt- unar, gleymist Það er mjög al- varleg staðreynd að ekki skuli hafa tekist að salta upp í þá tak- mörkuðu samn- inga sem gerðir hafa verið. Enn er of snemmt að spá um hvaða skaða þetta veld- ur, en það ervon- andi að hann verði sem minnstur. Aðalatrið- ið er að kon.a í veg fyrir að það ástand, sem verið hefúr undanfarið, endurtaki sig. Þó að sfldveiðin hafi feerst yfir á stærri skip, sem ekki hafa útbúnað til þess að skila sfld- inni hæfri til söltunar, verður að finna lausn á því máli. Það ástand, sem verið hefúr, geng- ur einfaldlega ekki upp. Rússasamningur Nú berast fréttir af stórum rammasamningi við Rússa um söltun sfldar. Vönandi stenst sá samningur, þrátt fyrir þær hörmungar í efna- hagsmálum sem Rússar búa við. Saltsfldar- markaðurinn í Rússlandi hefúr verið okkur íslendingum afar mikilvægur og stór þáttur í því að halda uppi atvinnustigi við sjávarsíð- una undanfarin ár. Smáftskur Önnur vonarglæta í erfiðleikunum er sú að nú verður vart við smáfisk í kringum landið í vaxandi mæli. Veiðihólfúm hefúr verið lokað að undanfómu vegna þessa, eins og nauðsyn- legt er til þess að fiskurinn fai að vaxa. Það ber að vona að þama sé innistæða sem hægt sé að taka út síðar. Afkoman Þegar illa fiskast eins og nú, þyngist róður fyrirtækja við sjávarsíðuna. Framleiðslan dettur niður og tekjumar minnka, en fastur kostnaður fellur í gjalddaga. Því er mikil jafn- vægislist fyrir stjómendur sjávarútvegsfyrir- tækja að þrauka í von um betri tíð. Ég get um þetta vegna þess að umræðan um íslensk fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, gengur oft út á það að allir erfið- leikar stafi af því að stjómendum- ir séu skussar sem viti ekki hvað þeir em að gera. Sjávarútvegurinn er enn sveiflukenndur atvinnuvegur, þar sem koma erfið tímabil og síðan gengur betur. Vegna fyrirferðar hans í þjóðfélaginu verður efnahagsástandið einnig sveiflukennL Þetta helst í hendur. Markaðsmál Ofan í þessa erfiðleika berast fréttir um verðlækkun á Bandaríkjamarkaði og hættu á frekara gengisfalli pundsins. Hvomtveggja em mjög alvarleg tíðindi fyrir íslenska þjóð- arbúið. Viðskiptakjörin versna og þjóðartekj- umar minnka. Verðlækkunin á Bandaríkjamarkaði nú er aðvömn til okkar íslendinga og er innlegg í öfgafúllar umræður um markaðsmál, sem hafa annars vegar gengið út á það að alls staðar bíði kaupendur eftir íslenskum fiski á hnjánum, og hins vegar að ftjálsræði í út- flutningi færi okkur gull og græna skóga. Hvomtveggja em blekkingar. Utflutningur á fiski er viðkvæm og vandasöm atvinnugrein. Greiður aðgangur að mörkuðum sem víðast er okkur lífsnauðsyn, sem og það að sinna kaupendum sem best, og vanrækja ekki markaði ef eitthvað bjátar á. Frjálsræði í út- flutningi á Bandaríkjamarkað hefúr heldur ekki reynst íslendingum sá hvalreki, sem lát- ið var í veðri vaka þegar losað var um þær reglur sem giltu um þennan útflutning. Að klífa erfiða hjalla Það er brýnt að stjómvöld láti nú af þeim hé- giljum í sambandi við sjávarútveginn að þeir, sem lenda í erfiðleikum, séu skussar sem ekki séu á vetur setjandi. Umræður um gjald- þrotaleiðina í sjávarútvegi em ekki sæmandi og vonandi leggjast þær af. Gjaldþrotum í sjávarútvegi fylgir auðvitað mikii hætta á stóráföllum í bankakerfinu. Engir eiga meira í húfi að fyrirtækin þrauki en viðskiptabank- ar þeirra. Þess vegna þarf nú náið samráð og samvinnu bankanna, ríkisvaldsins og at- vinnufyrirtækjanna til þess að klffa þann erf- iða hjalla sem nú er við að fást í sjávarútveg- inum. Þeir erfiðleikar hafa þegar í stað áhrif í öllu efnahagslífi landsmanna. Sameiningar Því er mjög haldið á lofti að skipulagsbreyt- ingar í sjávarútvegi og sameining fyrirtækja leysi allan vanda. Hér skal því ekki mótmælt að ýmsir geti styrkt sig með því að skapa stærri heildir. Hins vegar er árangur af sam- einingu fyrirtækja oft háður að hægt sé að nýta eignir betur. Það þýðir oft á tíðum að þörf er á því að selja eignir, en oft er undir hælinn lagt að það takisL Sameining sam- einingarinnar vegna leysir ekki neinn vanda. Jákvætt hugarfar Það er áríðandi að gera sér glögga grein fyr- ir því að það em engar einfaldar lausnir á vanda atvinnulífsins í landinu. Það er auðvit- að afar mikilvægt að stjómvöld komi að þess- um málum með jákvæðu hugarfari og vilja til þess að aðstoða fyrirtæki yfir erfiða hjalla án þess að reka þau í gjaldþrot eða rekstrar- stöðvun sem leiðir til atvinnuleysis. Náttúrlegar sveiflur í veðurfari valda erfið- leikum í viðkvæmum rekstri, og þann hjalla verður að klífa með sameiginlegum aðgerð- um bankanna, stjómvalda og atvinnufyrir- tækjanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.