Tíminn - 06.02.1993, Síða 7

Tíminn - 06.02.1993, Síða 7
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn 7 þessu málefni, þótt menn hafi sjáif- sagt margir tekið afstöðu svona með sjálfum sér. Áður en heildarafstaða er fengin þarf að greina viðfangsefhið og meta, eins og ég sagði. Fólkið sem flytur framsöguerindin hefur verið að rannsaka þetta nokk- uð, en hver með sínum hætti. Jón Torfi Jónasson dósent heldur erindi sem nefnist „Lengri skólatími — kostir, gallar“, en hann hefur talsvert stundað beinar rannsóknir á þessu fyrirbrigði, skóladeginum, og hefur hugmyndir um það hvemig hag- kvæmast sé að koma fyrir einsetnum skóla. Hrafnhildur Ragnarsdóttir sálfræð- ingur mun leggja út af hinu sálfræði- lega og þroskafræðilega sjónarhomi. Erindi sitt nefnir hún „Að skapa bömum þroskavænlegt umhverfi", og í því samhengi vil ég minnast á hve böm nú til dags eyða oft miklum hluta vökutíma síns í samskipti við önnur böm. Þetta er enn ein breyt- ingin frá því sem var, þegar stórum iengri tími fór í samskipti við full- orðna. Vaknar því sú spuming hvort sú leið, sem við viljum fara, sé að böm ali upp böm? Þá er að geta erindis Önnu Krist- jánsdóttur prófessors, „Hverju breytir lengri skóladagur og lengra skólaár fyrir inntak, hlutverk námsgreina og kennsluhætti í grunnskólanum?“. Anna mun þama víkja nánar að spumingum sem varða uppbyggingu námsskrár. Indriði Gíslason, fyrmm prófessor við Kennaraháskólann, leggur svo út af málsamhengi í þessu sambandi, og ber erindi hans heitið „Hverju breytir lengri skóladagur og lengra skólaár fyrir máluppeldi íslenskra bama?“. Þá flytur Kári Amórsson skólastjóri erindið um „Reynsluna af lengingu skóladagsins í Fossvogsskóla" og síð- asta erindið, „Tími til að læra ... tími til að lifa“, flytur Unnur Halldórsdótt- ir, formaður samtakanna Heimili og skóli. Hún mun ræða efnið frá sjónar- miði foreldris. Grunn-“temað“ á ráðstefnunni snýst annars um það hvers konar þjónustu- stofnun skólinn er í samfélagi nútím- ans. Hann hefur þjónað okkur prýði- lega til þessa. En hvernig mun hann þjóna okkur sem foreldrum og nem- endum í framtíðinni? Við höfúm vanist því, þegar rætt um skóla, að menn einskorða sig gjama við þekkingarmiðlunarþáttinn. Fé- lagsmótunarhlutverkið og mikilvægi þess vill verða útundan. Helst er það þegar eitthvað fer miður í samfélag- inu að um það er talað. Menn vilja þá nota skólann sem tæki til lagfæringar eða viðgerðar og gleyma oft að það svigrúm, sem skólinn hefur til þess, er ákaflega Iítið." Að læra umburðarlyndi „Ég reikna fremur með að ákveðið verði á næstu árum að fjölga kennsludögum úr 165 í 175, eins og lagt er til í hinni nýju skýrslu „Nefnd- ar um mótun menntastefnu". Þetta er að vísu lítið skref, en þó ef til vill nógu stórt. En þá ber að minnast þess að það er ekkert sjálfgefið hvemig þessi aukni tími yrði nýttur. Sumir sjá sjálfsagt fyrir sér að fjölgað verði tímum í námsgreinum eins og dönsku, íslensku og reikningi. En aðrir sjá fyrir sér allt annars konar vinnu — verkefni sem yrðu utan við hina hefðbundnu námsskrá. Þetta þarf að ræða og leggja drög að ein- hverju sem við teljum að gefast muni vel við ríkjandi aðstæður í atvinnu- legu og félagslegu tiliti. Sjálfur hef ég sem margir aðrir mín- ar hugmyndir um atriði sem við þyrftum að leggja miklu meiri áherslu á en við nú gerum í íslenska skólakerfinu. Ég vil til dæmis nefna það sem ég vil kalla ritun — það er að efla þann þátt í kennslunni sem mið- ar að því að kenna fólki að tjá sig skriflega. í því felst að gera börn fær um að setja mál sitt fram á skipuleg- an og frambærilegan máta. Til þessa hefur meiri áhersla verið lögð á að kenna nemendum að skrifa heimilda- ritgerðir, en í heimildaritgerðum er gert út á þekkingaratriðin sem slík fremur en tjáningarþáttinn. Meiri fæmi í ritun mundi hafa meira yfir- færslugildi yfir á aðrar greinar en nokkuð annað og koma sér vel í lífi einstaklingsins hvað svo sem hann lærir lengi eða tekur sér fyrir hendur. Svo eru það ýmis atriði sem tengjast ögun og hæfileikanum til þess að geta unnið með öðrum á skilvirkan og þægilegan hátt. í því sambandi vil ég leggja áherslu á samvinnu og um- burðarlyndi, sem öðru fremur stuðlar að því að þjóð geti verið þjóð sem lengst. Ég bjó í fimm ár í Kanada og fullyrði að Kanadamenn eru okkur langtum fremri hvað slíkan aga snertir — en merking orðsins „agi“ er hér á engan hátt í neikvæðri merk- ingu. Kandamönnum er betur lagið en okkur að gera samskipti manna í millum greiðfær og þægileg. Við ís- lendingar erum talsverðir þumbarar og miklir einstaklingshyggjumenn, sem alls ekki er ætíð vel lagið að taka tillit til náungans. Á komandi árum mun það verða sí- fellt auðsærra hve mikil þörf er á um- burðarlyndi. Hér eru að myndast æ fleiri hópar með mismunandi sjónar- mið. Þeir eru af trúarlegum toga, stjómmálalegum toga og svo hópar fólks af öðrum þjóðemum og kyn- þáttum. Þeir munu verða þess vald- andi að hér skapast allt annað þjóðfé- lag en við nú búum við. Hvemig eig- um við að viðhalda heilsteyptu og „góðu“ samfélagi við þær aðstæður ef við leggjum ekki áherslu á virðingu fyrir öðmm og umburðarlyndi í okk- ar námsskrá?" RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laust starf Starf umdæmisstjóra Rafmagnsveitna ríkisins á Norður- landi eystra er laust til umsóknar. Krafist er menntunar á sviði rafmagnsverkfræði eða raf- magnstæknifræði. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 1993. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, sími 605500. Umsóknir berist til Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir 1. mars 1993. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík -----------------------------------N Útboð Vestfjarðavegur um Suðurá á Bröttubrekku Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í lagningu 1,0 km kafla á Vestfjarðavegi um Suöurá á Bröttubrekku. Helstu magntölur: Fylling og burðarlag 27.500 m3 og skeringar 16.000 m3. Þar af bergskeringar 2.000 m3. Verki skal lokið 10. ágúst 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins i Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og meö 8. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 22. febrúar 1993. Vegamálastjóri OPIÐ UM HELGINA FRÁ KL. 14-17 Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2, 112 Reykjavík P.O. Box 8036, Sími 674000 NISSAIM SJALFSKIPTUR SUIMIMY Framhjóladrifinn SUNIMY hlaðinn aukahlutum: Bein innsprautun, 1600cc, yfir 100 hestöfl, vökva og veltistýri, samlæsing á hurðum, rafdrifnar rúður, útihitamælir og margt margt fleira VERÐ AÐEIIMS 1.066.000- Bílasýning um helgina í Keflavík BG bílasölunni frá kl 14-17

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.