Tíminn - 06.02.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 06.02.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1993 Safarov (í miöið) og nokkrir manna hans: uppetdi í Gúlaginu. Afganistanstríði hefur „slegið inn“ í Sovétríkin fyrrverandi: menklatúrunnar menntamenn í borgum. Þeir hafa haft eitthvað veður af Vesturlöndum og þar með hugmyndum um lýðræði og mannréttindi. í ófriðnum hefur farið minna og minna fyrir þeim, en meira og meira fyrir banda- mönnum þeirra, heittrúarmönn- um. Einföldun væri þó að fullyrða að menn skiptist hér í fylkingar ein- göngu eftir stjórnmála- og trúar- skoðunum. í Tcidsjíkistan er ætt- ræknin öllu ofar, Ííkt og í grann- landinu Afganistan, og yfir 70 ára kommúnistastjórn virðist ekki hafa breytt miklu um það. Nó- menklatúran þar og í öðrum Mið- Asíusovétlýðveldum var mikið til stórfjölskyldufólk aðalritara Flokksins og annarra ráðamanna. í borgarastríðinu skipa og margir sér t fylkingar eftir frændsemi, fremur en því hvort þeir teljast núverandi eða fyrrverandi komm- únistar, bókstafsmúslímar eða lýðræðissinnar. Beinir hagsmunir héraða, starfsstétta og félagshópa ráða og miklu um afstöðu manna á skálmöld þessari. Ófrið þennan kalla sumir afleggj- ara stríðsins í Afganistan, vegna þess að hrakfarir Rússa og inn- lendra skjólstæðinga þeirra þar urðu andstæðingum tadsjísku nó- menklatúrunnar uppörvun, en líklega ekki sfður af því að mikill innflutningur vopna frá Afganist- an átti drjúgan þátt í að færa stríð- ið í aukana. Um skeið gekk bók- stafssinnum betur, en það snerist við í haust er bændur í Kuljabhér- aði, sunnanvert í vesturhluta landsins, þar sem láglendara er og betra undir bú en austanlands, gengu í lið með stjórninni. Kulj- abbændur höfðu á sovéska tíman- um orð á sér fyrir hollustu við stjórnvöld. Nabfjev fékk þeim 1800 vélskammbyssur og sæmdi þá heitinu þjóðvarðlið. Stalínsblóð í lið Kuljabbænda réðst þá tæp- lega hálfsjötugur stríðsmannafor- ingi að nafni Sangak Safarov, kall- aður af sínum mönnum Baba (pabbi) og Fidel Castro Tadsjíkist- Tadsjíkistan, rúmlega 143.000 ferkílómetra stórt Mið-Asíuland með um 5,3 milljónir íbúa, er líklega það fyrrverandi sovétlýð- veldi sem verst hefur farið út úr hruni rússneska risaveldisins. Síðan 1991 hefur geisað þar með smáhvfldum borgarastríð þar sem helstu aðilar eru íslamskir bókstafstrúarmenn og liðs- kjarni kommúnistaflokksins gamla. Fréttamenn giska á að um 50.000 manns hafi verið drepnir í ófriði þessum síðan í vor og um 540.000 flúið héruðin þar sem mest er barist. Skýr vitnisburður um ástandið er að um 90.000 þessara flóttamanna hafa leitað hælis í Afganistan. Frést hefur að uppskeran í Tadsjíkistan hafi farið forgörðum að mestu þetta árið. Sama sagan og víðar Af gagnkvæmum ásökunum stríösaðila um hryðjuverk að dæma er ekki minna um þau í þessu stríði en mörgum öðrum. Menn hafa verið aflimaðir, brenndir lifandi, konum nauðgað. Bókstafsmúslímar kváðu hafa tek- ið þesskonar framferði sinna manna upp á myndband. Flótta- fólk ferst unnvörpum úr hungri og kulda. Mið-Asíuveturinn er harður. Flóttafólk í þúsundatali hefst við í jarðhúsum sem það hefur grafið sér á hólmum í fljótinu Pyandzyh, á afgönsku landamærunum. í einni viku í janúar dóu þar 58 börn úr hungri. Ungir karlmenn meðal flóttafólksins sleppa betur. Mujahedin í Afganistan, sem flest- ir eru fjandsamlegir núverandi stjórn Tadsjíkistans, taka þá upp á sína arma og þjálfa þá til hernaðar gegn henni. Formleg endalok Sovétríkjanna um næstsíðustu áramót leiddu til þess að Tadsjíkistan varð um leið sjálfstætt ríki. Það er mestanpart háfjöll og dalir þar á milli. Landið er á vesturjaðri hálendis þess, sem á hátíðlegu máli er kaílað „þak heimsins" og nær austur að Rauðudæld, sem er frjósamasta svæði Vestur-Kína; Tíbet er miðja háfjallabálks þessa. Hæsti tindur- inn í Tadsjíkistan, Pík Kommún- izma (7495 metrar), var meðan Sovétríkin voru til einnig hæsti tindur þeirra. Aðrir hæstu tindar Tadsjíkistans hétu þá álíka nöfn- um (Pík Lenína, Pík Karla Marksa, Pík Revoljútsíj), en nú má reikna með að búið sé að skíra þá upp á nýtt. Fátækt og fólksfjölgun Mál Tadsjíka er persneska eða ná- skylt henni. Um fimm millj. Tad- sjíka búa í Afganistan, þar sem þeir eru næststærsta þjóðin, og fjölmargir í Úsbekistan og víðar. Aðrar fyrrverandi sovéskar Mið- Asíuþjóðir eru tyrkneskar að máli. Landbúnaður er mikill atvinnu- vegur í Tadsjíkistan og iðnaður er þar talsverður og námugröftur, enda kol, jarðgas, gull og úran í jörðu. Hvað sem því líður voru landsmenn á lægra lífskjarastigi en íbúar flestra eða allra annarra sovétlýðvelda; vestrænir blaða- menn kölluðu Tadsjíkistan „þurfa- mannahæli Sovétríkjanna". Síð- ustu ár þess stórveldis var fólks- fjölgun meiri í Tadsjíkistan en í nokkru öðru sovétlýðveldi. Þegar sjálfstæðið gekk í garð var í fyrstu svo að sjá að yfirstétt sov- éska tímans, nómenklatúru kommúnistaflokksins, tækist að komast klakklítið yfir umskiptin. Oddviti hennar þá var Rakhmon Nabíjev (í fyrrverandi sovésku Mið-Asíu heita menn íslömskum nöfnum með slavneskum ending- um), rúmlega sextugur að aldri. Á unga aldri vann hann á viðgerða- verkstæði, en komst í efra lag nó- menklatúrunnar 1961, er Khrúst- sjov sat að völdum. Nabíjev varð um síðir aðalritari Flokksins í lýð- veldinu, þ.e.a.s. einskonar jarl Kremlarbænda þar, en 1985 hlaut hann sem fleiri menn háttsettir að sjá á bak stöðu sinni í herferð Gor- batsjovs gegn ofdrykkju. En eftir valdaránstilraunina í Moskvu 1991 náði Nabíjev völdum á ný. Var hann kjörinn forseti lýðveldis- ins í kosningum, sem fylgismenn hans kölluðu frjálsar, en andstæð- ingar hans svindl. Við ólgu út af því snerist Nabíjev með því að lýsa í maí s.l. ár yfir neyðarástandi með samþykki þingins. Yfir níu af hverjum tfu þingmönnum voru þá úr Flokknum gamla. Andstæðing- ar Nabíjevs söfnuðust saman æva- reiðir umhverfis forsetahöllina í höfuðborginni Dushanbe. Nabíjev lét dreifa mannfjöldanum með skothríð. Féllu þar rúmlega hundrað manns. Ættrækni öllu ofar Við þetta magnaðist ófriðurinn um allan helming. Auk heit- og bókstafstrúaðra múslíma (lands- menn að frátöldum evrópskum innflytjendum eru íslamstrúar) eru helstu andstæðingar nó- Nabíjev: fórnarlamb herferöar gegn áfengisböli. ans. Varð hann fljótlega aðalfor- ingi stjórnarliðsins og af fréttum að dæma „sterki maðurinn" þar- lendis. Undir forustu hans hafa nómenklatúran og hennar banda- menn snúið vörn upp í sókn. Þess- ir aðilar ráða nú höfuðborginni nokkurnveginn, þótt enn sé þar eitthvað um skærur og lík eftir þær séu tínd upp af götunum á hverjum morgni. Safarov á að baki yfir 20 ára vist í sovéskum fanga- og þrælkunar- búðum. Að sögn hans sjálfs var hann fyrst dæmdur til fangelsis- vistar (í þrjú ár) 1951; ákæran var að hann hefði valdið umferðar- slysi. Hann kveðst síðan hafa feng- ið fleiri fangelsisdóma fyrir um- ferðarslys, tvö ár fyrir slagsmál og sjö ára dóm fyrir hnífabardaga við Asera og Tjetjena í garði í Dushan- be 1960. Hafði þar orðið ágrein- ingur um verð á vodka, sem Saf- arov var að selja. Hann segist hafa staðið fyrir upphlaupi meðal sam- fanga sinna og setið sjö ár í fang- elsi í viðbót fyrir það, þar af fimm ár í einangrun.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.