Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn 9 í lok áttunda áratugar slapp Saf- arov loks úr Gúlaginu til frambúð- ar, settist að í Kuljabborg, kvænt- ist konu sem var 32 árum yngri en hann og gat við henni ellefu börn. Að öðru leyti hafði hann hægt um sig fram að tíð sjálfstæðis og stríðs og starfaði sem þjónn á kaffihúsi í Kuljab. „Uppeldi mitt fékk ég í fangabúð- unum,“ sagði Safarov vestrænum blaðamönnum. „Þar tamdi ég mér hörku, réttsýni og járnvilja til þess að komast út lifandi. í æðum mér rennur Stalínsblóð." Komsomolstjórn í núverandi ríkisstjórn í Dushan- be, sem er upp á náð Safarovs og um 8000 vel vopnaðra liðsmanna hans komin, sitja einkum fyrrver- andi félagar í Komsomol, æsku- lýðssamtökum kommúnista- flokksins. Helstu ráðherrar eru frá Kuljab eða frændur Nabíjevs. Undir stjórn þeirra félaga, segir Safarov, verður Tadsjíkistan land „veraldarhyggju, án stjórnmála- flokka og einkaeignar." Vestrænt lýðræði, sem í augum þorra Tad- sjíka er að Ifkindum frekar fram- andlegur og dularfullur hlutur, gefur Safarov lítið fyrir. Hann virðist gera sér í hugarlund og vona að Sovétríkin fyrrverandi verði einhverskonar heild áfram. „Við munum hreinsa Tadsjíkistan og Rússland af lýðræðisdrullu- sokkum," er haft eftir honum. Ráðherrarnir, skjólstæðingar hans, segjast ekki vera kommún- istar lengur, heldur stjórni þeir eftir þeim valkostum er vænleg- astir séu fyrir almenning hverju sinni. Með sigrum manna Saf- arovs undanfarið hefur dregið úr ófriðnum, en bókstafsmúslímar, bæði súnnar og sjítar, halda enn velli í Pamír- og Badaksjanhálend- inu austanlands (sem Vestur- landamenn þekktu lengi vel helst af ferðabókum Marcos Polo og Svens Hedin) og hörfuðu sumir suður yfir landamærin til Afgan- istans, þar sem þeir fá vopn og aðra hjálp. Safarov fær vopn, þ.á m. skriðdreka, hjá samveldishern- um (þeim fyrrverandi sovéska), sem enn er í bækistöðvum í Tad- sjíkistan og að formi hlutlaus í borgarastríðinu. Rússar og aðrir Evrópumenn þarlendis, sem skipta hundruðum þúsunda, vilja allt frekar en sigur bókstafsmúsl- íma og má reikna með að þeir að- stoði Safarov eftir föngum. Margir Tadsjíkar, sem út af fyrir sig eru ekki hrifnir af Safarov og Komso- molstjórn hans, telja það fólk þó illskárri kost en bókstafssinna. Þ.á m. eru margar konur, helst þær betur menntuðu af þeim, sem ótt- ast að bókstafssinnar banni þeim að vinna utan heimilis og neyði þær til að hafa slæðu fyrir andlit- inu. Yfir sjö áratuga evrópsk skól- un undir sovéskri stjórn breytti Tádsjíkum að því marki að þá hryllir marga við tilhugsuninni um að fá yfir sig valdhafa líka þeim í íran og sumum forkólfum afganskra mujahedin. Óöldin í Tadsjíkistan hefur ekki verið mikið í fréttum, kannski af því að heimurinn telji sig hafa öðru að sinna og álíti ólíklegt að stríð þetta í einu þeirra landa, sem hann um aldaraðir hefur verið áhugaminnstur um, breiðist út. Nýtilkomin (?) þjóð- ernishyggja Áhuga- og áhyggjuleysi heimsins út af þessu er þó varla algert. Margra mál er að Tadsjíkar hafi fengið sjálfstæðið upp í hendurn- ar án þess að vera alveg vissir um að þeir kærðu sig um það, en það virðist eigi að síður hafa aukið með þeim þjóðerniskennd, er sigrar frænda þeirra í Afganistan á Rússum höfðu áður hleypt í lífi. Vera má að þetta eigi við um flesta Tadsjíka, hvar í flokki sem þeir standa. Sú tilhneiging er e.t.v. frekar ný í sögu þessa fólks. Sovét- lýðveldið Tadsjíkistan, sem stofn- að var með tilskipun frá Kreml, var raunar fyrsta tadsjíska þjóð- ríkið. Áður en Rússar lögðu það svæði undir sig á síðari hluta 19. aldar var því skipt á milli emírs- dæmanna Búkhara og Kokand. í þeim báðum réðu tyrkneskir Ús- bekar og á þeirri tíð fóru ekki sög- ur af neinni sameiningar- eða þjóðerniskennd með Tadsjíkum. Nú eru þeir farnir að tala um að öll vestanverð Mið-Asía hafi verið land þeirra og annarra írana áður en nokkurt tyrkjafólk sást þar og að menning heimshlutans sé fyrst og fremst frá írönum komin. Margir Tadsjíkar láta nú uppi óánægju með landamæri lýðveldis síns, sem ákveðin voru á ríkisár- um Stalíns. Sá gamli úthlutaði Ús- bekum, sem fjölmennastir eru fýrrverandi sovétþjóða á þessum slóðum, sögufrægu menningar- borgunum Samarkand og Búk- hara, þar sem margt Tadsjíka býr. í Khodshent, borg í norðurhluta Tadsjíkistans þar sem ættleggur Nabíjevs er áhrifamikill, segjast menn vilja borgir þessar samein- aðar Tadsjíkistan. Viðleitni til að sameina Tadsjíkistan og Tadsjíka- héruð Afganistans er varla langt undanheidur. Af þessu gætu hlot- ist átök milli Tadsjíka og Úsbeka, sem eru rúmlega fimmtungur íbúa í Tadsjíkistan, og endur- mögnun ófriðarins í Afganistan. Nokkrar líkur eru á hinn bóginn á að sameiginlegur ótti valdhafa fyrrverandi sovésku Mið- Asíulýð- veldanna við heittrúaríslam tryggi frið þeirra á milli. í janúar gerðu ríki þessi með sér einskonar varn- arbandalag gegn íslömskum áhrif- um sunnan að. Rússneskir ráðamenn eru þeirri ráðstöfun efalítið hlynntir, og Vesturlönd eru farin að fjarlægjast kalda stríðið það mikið að líklegt er að þau taki kommúnista, a.m.k. ef þeir teljast fyrrverandi, fram yf- ir heittrúarmúslíma. /yrl k ífv K I VV A Íl7s/\J U f 1 S~. J'. <"V r. / ;. > \, fyn V Jf XfVi . f * 1 >4 y\ ^ } stfJ* . A XV vyL j\s f jPí&isJ I i ijXj''< 1 ! /\^» i j \ \ f Á'v' ' K ■* X' 4í*,*\ í * ! 'y'K.rJiS L - TllA s | J \ *** # I \ / ' Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1992 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefurverið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RIKISSKATTSTJÓRI # s v i V V \ 7>V i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.