Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tlminn 13 Skiptar skoðanir meðal Suðumesjamanna um hvort sameina eigi sveitarfélögin á svæðinu. Formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur: Þá snerust nú hjólin vísast Skiptar skoðanir eru meðal Suð- umesjamanna um hvort rétt sé að sameina sveitarfélögin á svæðinu. Að mati formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavxkur, sem jafnframt á sæti í bæjarstjóm Keflavíkur, er sameining það eina vitræna í stöðunni og þá fyrst mundu hjólin fara að snúast Suð- uraesjamönnum í vil þótt fóraar- kostnaðurinn yrði einna mestur fyrir bæjarsjóð Keflavíkur. Hins vegar telur formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesj- um, Kristján Pálsson bæjarstjóri í Njarðvík, að ekki sé vilji fyrir sam- einingu meðal allra sveitarfélag- anna sjö þótt stærstu sveitarfélög- in á svæðinu, Keflavík og Njarðvík séu því fylgjandi. „Önnur sveitarfélög á Suðurnesj- um hafa ekki ljáð máls á samein- ingarhugmyndum. Aftur á móti hafa menn rætt þetta mjög opið hérna og eru tilbúnir að ræða þessi mál áfram eins og aðrir. En það má ekki gleymast að hér er þegar gríð- arlega mikil samvinna á flestum sviðum sem verið er að ræða um að sameina með einhverju móti á öðrum stöðum." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að það fari allt of langur tími í innbyrðis styrjaldir milli sveitarfélaganna sjö enda fari lítið fyrir kærleikanum á milli þeirra þegar í harðbakkann slær. „Þetta er allt of sundurlaus hjörð af eiginhagsmunapúkum alveg fram í fmgurgóma. Það liggur við að menn séu tilbúnir að klóra aug- un hver úr öðrum og sömuleiðis klifra uppá bakið hver á öðrum þegar því er að skipta." Jafnframt bendir á hann á að óbreytt ástand kosti sitt við að halda uppi öllum þeim fjölda sveit- arstjórnarmanna og starfsliði sveitar- og bæjarstjómanna á svæðinu. Sem dæmi nefndir Krist- ján að kostnaður við stjórn Kefla- víkur sé um 8 þúsund krónur á hvem einstakling í bænum en til samanburðar sé þessi kostnaður hvorki meira né minna en 46 þús- und krónur á hvern íbúa í Hafna- hreppi. Hann segir að mestur vilji til sameiningar sé í Keflavík, sem er stærsta sveitarfélagið á svæð- inu, og því næst í Njarðvík. Hins- vegar yrði fjárhagslegi ávinningur- inn við sameiningu minnstur í Keflavík fyrstu tíu árin eða svo á meðan verið væri að vinna nauð- synlegt uppbyggingarstarf á öðr- um ónefndum stöðum innan svæðisins. „Ef til sameiningar kæmi er ég viss um að það yrði kyrrstaða í mörgum málaflokkum í Keflavík næstu árin, til dæmis í gatnagerð, gangstéttagerð, leikvalla- og skóla- málum svo nokkuð sé nefnt því fórnarkostnaðurinn við samein- ingu mundi bitna einna mest á okkur." -grh SNJÓSKÓFLUR - SNJÓÝTUR Félagasjóður léttir glöggum gjaldkerum lífið: | Innheimtir félagsgjöldin. tt Greiðir reikningana á eindaga. ttl Heldur utan um bókhaldið. W Innheimtir dráttarvexti. Þjónustan er án endurgjalds fyrstu þrjá mánuðina. Leitið upplýsinga hjá þjónustu- fulltrúanum í bankanum. OFLUG FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR HÚSFÉLÖG OG ÖLL ÖNNUR FÉLÖG Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Mikið úrval af skóflum og ýtum fyrirliggjandi. Handtrillur, burðargeta 75-200 kg. Nýkomin sending Magnafsláttur Sendum um land allt z istocst rniúla 42 SIMI 387?: »GREIOSL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.