Tíminn - 06.02.1993, Qupperneq 15

Tíminn - 06.02.1993, Qupperneq 15
Laugardagur 6. febrúar 1993 Ttminn 15 Styrkleikalisti Alþjóða badmintonsambandsins: Árni og Broddi nú í 17. sæti Samkvæmt nýjum styrkleika- lista Alþjóða badmintonsam- bandsins sem gefinn var út þann 28. janúar eru þeir Ámi Þór Hallgrímsson og Broddi Krist- jánsson nú í 17. sæti í tvfiiðaleik karla. Eins og við sögðum frá voru þeir í 20. sæti í desember síðastliðnum og hafa því hækkað sig um þrjú sætí. Það eru aðeins pör frá sjö Evrópulöndum ofar á styrkleikalistanum en þeir Ámi og Broddi og er þetta frábær ár- angur hjá þeim félögum. A styrkleikalistanum í einliða- leik era þeir einnig báðir á skrá. Ámi er kominn aftur á listann en hann var ekki inni síðast þegar listinn var gefinn út. Nú er hann í 73. sæti. Broddi er hins vegar mun ofar, í 49. sæti, og hefur hækkað sig um nfu sæti. Hann var samkvæmt síðasta lista í 58. sæti. Enska knattspyrnan: Barnes fyrir- liði Liverpool Greame Souness, hinn umdeildi framkvæmdastjóri, hefur útnefnt enska landsliðsmanninn John Bam- es fyrirliða Liverpool og er hann þá íjórði leikmaðurinn til að verða fyr- irliði liðsins í vetur. John Bames tekur við þessu ábyrgðarstarfi af Steve Nicol sem nú er meiddur. „Bames er leikmaður sem er góð fyr- irmynd vegna þess hve hann er góður leikmaður og hann getur leitt Li- Hinn skapheiti portúgalski fram- herji, Futre, er komin aftur í náð- ina hjá portúgalska landsliðsþjálf- verpool-liðið,“ sagði Greame Souness í gær. Gengi Liverpool-liðsins hefur verið æði slakt það sem af er vetri og hafa enskir fjölmiðlar verið að gera því skóna að Souness verði fljótt at- vinnulaus ef ástandið batni ekki. Ekki bólar þó á uppsögn enda má ýmislegt ganga á hjá þessu fomfræga félagi til að þeir segi upp framkvæmdastjóra sínum. fullri getu. Brást Futre ókvæða við og gekk út af æfingu. Spánska knattspyrnan: „Skandall" „Skandall," sögðu spánskir fjöl- miðlar í gær um frammistöðu leikmanna Atletico Madrid í bik- arleik gegn Barcelona á miðviku- dag en Madridarliðið tapaði leiknum 5-0 sem er versta tap liðsins síðan 1956 og ríkir nú jarðarfararástand í herbúðum liðsins. ,Atér hefúr aldrei fundist ég svona óþarfur á minni ævi. Leik- mennimir féllu bara saman og gerðu allt það sem ég vildi að þeir gerðu ekki. Auðvitað getur lið tapað en ekki svona," sagði þjálf- ari Atl. Madrid, Luis Aragones, eftir leikinn. Atletico Madrid hefur ekki unn- ið leik í deildinni sfðan í nóvem- ber og hefur ekki gengið verr í 13 ár. Liðið er í áttunda sæti deildar- innar, níu stigum á eftir Comna sem er í efsta sæti. Það var ekki til að bæta ástandið að Paulo Futre kvaddi herbúðir liðsins fyrirvara- lítið og var hann seldur til Benf- ica. Knattspyrna: Futre í náðina Tilboð Tilboð óskast í að fjarlægja skemmu (ca. 900 ferm.) af lóð Háskóla íslands. Upplýsingar gefur Eggert Steinþórsson í síma: 694710 og 985-34032. Bátavél óskast Óska eftir að kaupa notaða diesel bátavél, ca. 20-50 ha. Tilboð er greini tegund, stærð, aldur og verðhugmynd, sendist til: Tíminn, auglýsingadeild, Lynghálsi 9, 110 Reykjavík, auðkennt „DIESEL". LEIGUSALAR Hvemig væri að ganga frá málunum með góðum fyrirvara? Prófarkalesara á Tímanum vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð frá 1. júní. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni er heitið. Æskilegt að um langtimaleigu yrði að ræða. Uppl. gefur Bjöm í síma 91-10517 (hs) eða 686300 (vs). 4) aftit boLtc lemut Iratn 1 IUMFERÐAR RÁÐ aranum en hann var settur út í kuldann fyrir leik liðsins við Möltu í undankeppni HM í knatt- spymu sem fram fór í síðasta mánuði. Hann er í landsliðshópn- um sem mætir Norðmönnum í vináttuleik gegn í næstu viku. Futre var tekinn út úr landsliðs- hópnum fyrir Möltuleikinn eftir að hann gekk af miðri æfingu en hann átti þá í samningaviðræðum um að hann gengi til liðs við liðið Benfica. Mun landsliðsþjálfari hafa tjáð þá skoðun sína að Futre væri undir of miklu álagi af þessum sökum og gæti ekki leikið með Um helgina LAUGARDAGUR Körfuknattleikur Bikarúrslit kvenna Keflvík-KR ........kl. 14.00 Bikarúrsfit karla Keflavík-Snæfell...kl. 16.30 1. deíld karia Bolungarvik-UMF kl. 14.00 Blak 1. deild karla Þróttur R-Þróttur N kl. 14.00 1. deild kvenna Vflringur-Þróttur N.. kl. 16.00 SUNNUDAGUR Handknattleikur Bikarúrsfit kvenna Valur-Stjanian ____kl. 16.00 Bikarúrsfit karia Valur-Selfoss.......kl. 20.00 2. deild karla Ögri-KR •••••*•••••••••••• ld. 20.00 MÁNUDAGUR Handknattleikur 1. deild karia FH-KAkL 20.00 Vfiángur-ÍBVkL 20.00 Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON '*Km,** Fall er fararheill. Vonast um- sjónarmaður bridgeþáttar Tím- ans til að þau orð gangi eftir. Les- endum hefur sennilega þótt skrýtið að einungis voru átta lauf í 1. bridgeþraut Tímans og þrautin því illleysanleg. Beðist er velvirðingar á þessu en glöggir menn hafa e.Lv. séð að trompið skiptist 1-4. Birtist þrautin nú aftur og vonast umsjónarmaður eftir að þetta endurtaki sig ekki. Tilraunir manna til að íslenska orðið bridge hafa verið hálfmis- lukkaðar að mínu viti. Ég sé ekki að brids eða bridds séu íslensku- legri orð en orðið ómengað; bridge. Það tekur alls ekki beyg- ingum og mun það því skrifað framvegis eins í öllum föllum. Þó er eðlilegt að stafsetning í ís- lenskum sémöfnum haldi sér. 3 pör styrkt til Bielefeld Laugardaginn 30. janúar fór fram opin tvímenningskeppni í húsnæði BSÍ. Til mikils var að vinna því efsta parið hlaut styrk frá Bridgesambandinu á Evrópu- mótið í tvímenningi sem verður haldið í Bielefeld í Þýskalandi 19.-21. mars. Einnig styrkir BSÍ pörin sem lentu í öðru og þriðja sæti að nokkru leyti til fararinn- ar. Þátttaka var ágæt eða 32 pör og var spilaður barometer. Þess ber að geta að enginn af heims- meisturum íslands tók þátt f þessu móti. Vegna kæru sem liggur fyrir gæti röð annars og þriðja sætis- ins víxlast Lokastaðan Páll Valdimarsson - Karl Sigurhjartarson 154 Sverrir Ármannson - Matthías horvaldsson 139 Þröstur Ingimarsson - Þóröur Bjömsson 134 Kjartan Ásmundsson - Karl O. Garðarsson 111 Parasveitakeppni íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið í dag, laugardag og á morgun í Sigtúni 9. Spilaðar verða fjórar umferðir í dag en þrjár á morgun (Monrad). Spila- mennska hefst kl. 10.00. Bridshátíð framundan Nú styttist í 12. Bridshátíð BSÍ og Flugleiða. Þetta er ein helsta bridgeveisla íslendinga þar sem nokkrir af albestu spilurum í heimi eru jafnan á meðal kepp- enda. Nægir þar að nefna „Is- landsvininn" Zia Mahmood sem mun ekki láta sig vanta frekar en fyrri daginn. Einnig má nefna Cohen, sjálfan Belladonna og Robson. Spilað verður að venju á Loftleiðum og stendur hátíðin yfir frá næstkomandi föstudegi 12. febrúar, og fram á mánudags- kvöld. Fyrst verður spilaður tví- menningur (fös. og lau.) með þátttöku 48 para en síðan sveita- keppni sem er öllum opin. Rík ástæða er til að hvetja áhuga- menn um bridge til að mæta á „áhorfendapallana" um helgina. þraut 1 Þú situr í suður og samningur- innn er 5 lauf. Betra hefði verið að spila 5 tígla eða 3 grönd en það er ekki þér að kenna! Vörnin tekur fyrstu 2 slagina á hjarta og spila enn hjarta í þriðja slag og þú átt slaginn. Þú spilar laufi á drottning- una og aftur heim á kónginn. Þá kemur legan í Ijós. Hvernig færðu 11 slagi? NORÐUR A Á85 V G74 ♦ KD982 * D3 VESTUR AUSTUR A KG9642 A D107 VÁK85 V 1092 ♦ G3 ♦ 1065 * 5 * G862 SUÐUR A 3 V D63 ♦ Á74 * ÁK10974 Spaða spilað á ásinn og spaði trompaður heima. Tígli spilað á drottningu og aftur trompaður spaði. Nú er tekinn tígulás og tígli spilað á kónginn. Og þá er bara að spila tígli úr blindum f gegn um trompgaffal austurs. Þetta er svo- kallað trompbragð (trump coup) sjaldgæft en gullfallegt. Athugið að ef suður ætti þrjú tromp eftir geng- ur það ekki. Þess vegna er nauðsyn- legt að trompa spaða tvisvar áður en fjórða tíglinum er spilað. þraut 2 NORÐUR ▲ Á109 V Á765 ♦ KG3 * ÁD9 SUÐUR A KDG8763 V 3 ♦ Á86 * 75 Þú situr í suður og ert sagnhafi í 6 spöðum. Andstæðingar blönduðu sér ekkert í sagnir og útspilið er hjartakóngur. Hvemig ertu örugg- ur með 12 slagi? Best er að drepa á ás og stinga hjarta heima (með háu trompi til öryggis). Spila litlum spaða á níuna - allir eru með - og trompa aftur hjarta. Lítill spaði á ásinn í blindum og trompa síðasta hjartað. Nú er staðan þessi: NORÐUR A 10 V ---- ♦ KG3 * ÁD9 SUÐUR A KD V ---- ♦ Á86 * 75 Hvernig endaspilarðu? Með því að spila litlu laufi að heiman á níuna. Austur verður alltaf að gefa slag al- veg sama hverju hann spilar. Ef vestur legur t.d. tíuna á þá er stungið upp drottningu og austur lendir í sömu aðstöðu og áður. Ein- falt þegar maður sér það en samt eru ótrúlega margir sem treysta blint á 50 % svíningu þegar til er 100% leið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.