Tíminn - 06.02.1993, Qupperneq 18
18 Tíminn
Laugardagur 6. febrúar 1993
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Halldór J6n Jónas Karen Erla
Almennir stjórnmálafundir
á Austurlandi
Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra
stjómmálafunda I kjördæminu sem hér segir á timabilinu frá 31. janúar til 11. febrú-
ar.
Bakkafirði: Miðvikudag 10. febrúar kl. 20.30.
Vopnafiröi: Fimmtudag 11. febniar kl. 20.30.
Fundarefni: Atvinnumál — stjórnmálaviðhorfið — staða EES- samningsins.
Allir eru velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viökomandi stöðum. Athugið breytt-
an fundartima á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Fundarboðendur
FUF Fljótsdalshéraði
Félag ungra framsóknarmanna Fljótsdalshéraði heldur félagsfund laugardaginn
6. febrúar kl. 20.00 í Upplýsingamiðstöö KHB.
Á dagskrá eru m.a. umræður um framtlðarhorfur og atvinnumöguleika ungs fólks
á Héraöi, ávörp gesta, kosningu nýs formanns FUFF og svo önnur mál.
Siðan skln sól á árshátíðina okkar um kvöldið, sem við undirbúum að fundi lokn-
um. Veitingar á boðstólum.
Fjölmennum á þessa fyrstu árshátíð vetrarins. Stjórn FUFF
Kópavogur —
Framsóknarvist
Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 7. febaiar kl. 15.00.
Kaffiveitingar og góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna
Halldór Ingibjörg Siguröur
Akranes
Opinn stjómmálafundur verður haldinn i Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 11,
mánudaginn 8. febnjar kl. 20.30.
Frummælendur: Halldór Ásgrimsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Siguröur Þórólfsson.
Kópavogur —
Opið hús
Opið hús er alla laugardaga kl. 10.00 - 12.00 að Digranes-
vegi 12. Kaffi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjóri
verður til viðtals.
Framsóknarféíögin
Siguröur
Guðni
Borg —
Aratunga
Alþingismennimir Jón Helgason og
Guóni Ágústsson boöa til fundar um
stjómmálaviöhorfiö aö
Aratungu Biskupstungum, mánu-
daginn 8. febrúar kl.21.00.
Jón
Kópavogur — Atvinnumál
— Kjaramál
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi boðar til opins fundar um atvinnu og
kjaramál að Digranesvegi 12, mánudaginn 8. febmar kl. 20.30.
Gestur fundarins og fmmmælandi verður Benedikt Davíðsson, forseti A.S.I.
Allir velkomnir.
Þorrablót Framsóknarfé-
lags Seltjarnarness
Þorrablót Framsóknarfélags Seltjamar-
ness verður haldið laugardaginn 13.
feb. nk. kl. 19.30, að Melabraut 5, Sel-
tjarnamesi. Þorramatur verður að-
keyptur og kostar kr. 1.600 fyrir mann-
inn, en nauðsynlegar guðaveigar verða
menn að koma með sjálfir. Formaður
flokksins, Steingrimur Hermannsson,
og bæjarfulltrúinn okkar, Siv Friðleifs-
dóttir, munu flytja okkur þomahugleið- _____
Siv ingar sinar. Steingrímur
Þátttöku þarf að tilkynna til einhvers stjórnarmanna: Siv f sima 621741, Arnþórs I
sima 611703, Ásdísar í sima 612341, Guðmundar I sima 619267 eða Jóhanns Pét-
urs i sima 622012 f síöasta lagi miðvikudaginn 10. feb. n.k.
Við I stjóminni vonumst eftir að sjá sem flest ykkar i góðu formi á þorrablótinu okk-
ar. Framsóknarfélag Seltjarnarness
Opnir fundir um
heilbrigöismál
Hverju er verið að breyla varðandi kostnaðarhlutdeild I heil-
brigðisþjónustunni?
Stykkishólmur: Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20.30 i Hótel
Stykkishólmi.
Borgarnes: Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 I Félagsbæ,
Borgarnesi.
* Gestur á fundunum verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
s a agn ei ur Upp|ýsjngafu||trljj, Tryggingastofnun rlkisins. Allir velkomnir.
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur,
Sigurður Þórólfsson varaþingmaður,
Halidór Jónsson héraðslæknir
RITHÖFUNDUR
Á YSTU NÖF
Naked Lunch ★★★
Framleiðandi: Jeremy Thomas.
Handrít: David Cronenberg. Byggt á
samnefndri skáldsögu William S. Burro-
ughs.
Leikstjóri: David Cronenberg.
Aöalhlutverk: Peter Weller, Judy Davls,
lan Holm, Roy Scheider, Julian Sands,
Monique Mercure, Michael Zelniker og
Nicholas Campbell.
Regnboginn.
Bönnuö innan 16 ára.
Skáldsaga William S. Burroughs
frá 1959, Naked Lunch, hefur ávallt
verið talin með þeim bókum, sem
óframkvæmanlegt væri að kvik-
mynda. Hún er nokkurs konar
súrrealísk dæmisaga, sem skrifuð
var af höfundinum að mestu undir
áhrifum eiturlyfja, en Burroughs
var fastur í neti þeirra meira og
minna í 20 ár. Bókin var og er um-
deild, en margir gagnrýnendur hafa
hlaðið hana lofi. Leikstjórinn og
handritshöfundurinn David Cron-
enberg hefur kosið að bæta inn í frá-
sögnina atvikum úr Iífi Burroughs,
en hann á mjög skrautlegan æviferil
að baki.
Myndin hefst árið 1953 í New York,
þar sem meindýraeyðirinn William
Lee (Weller) býr ásamt Jane (Davis),
eiginkonu sinni, en þau eru bæði
eiturlyfjaneytendur. Lee verður það
á að skjóta konu sína í höfuðið, þeg-
ar hann ætlar að leika eftir hetjudáð
Vilhjálms Tell. Hann flýr til Tángier í
Norður-Afríku, þar sem hann byrjar
að skrifa bók og misnota ofskynjun-
arlyf allharkalega. Hann á erfitt með
að gera greinarmun á draumi og
veruleika í sambýli við furðufugla og
sérvitra rithöfunda, sem margir
hverjir eru einnig háðir eiturlyfjum.
Hann á í erfiðleikum með skriftirn-
ar, því ofskynjanirnar birtast m.a. í
baráttu hans við ritvélina sína, sem
öðlast líf í þeim og skipar honum
fyrir líkt og yfirmaður leyniþjón-
íkvikmyndir]
_______ ________J
KENNARA-
HÁSKÓU
ÍSLAND5
Nám í uppeldis- og
kennslufræði fyrir fram-
haldsskólakennara
Fyrirhugað er að Kennaraháskóli Islands bjóði upp á nám i
uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskólakennara.
Námið er einkum ætlað list- og verkmenntakennurum á Aust-
uriandi og skulu umsækjendur hafa lokiö tilskildu námi í sér-
grein sinni. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986 um
embættisgengi kennara og skólastjóra, og samsvarar eins árs
námi eöa 30 námseiningum.
Náminu verður skipt á 2 1/2 ár til að auövelda þátttakendum
að stunda það með starfi. Að þessu sinni er áætlaö að námið
fari að nokkru fram með fjarkennslusniði, þannig að kennt
verður í stuttum lotum en unnið með fjarkennsluleiðsögn á milli
lota.
Námið hefst með samfelldri kennslu 24. maí-5. júni 1993 og
lýkur um áramót 1995-1996.
Úmsóknarfrestur ertil 15. mars 1993.
Umsóknareyðublöö fást í Kennaraháskóla (slands og í Verk-
menntaskóla Austuriands, Neskaupstað.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kennaraháskóla (s-
lands.
Rektor
Verkakvennafélaaið Framsókn
Allsherjar
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og I önnur trúnaðarstörf fé-
lagsins fyrir árið 1993, og er hér með auglýst eftir til-
lögum um félagsmenn I þessi störf.
Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi
þriðjudaginn 16. febrúar 1993.
Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra
félagsmanna.
Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti
50A.
Stjórnin.
ustu. Hann hittir hjón, sem bæði
eru rithöfundar og fíklar, og virðast
þau eiga í svipuðum vandræðum
með sínar ritvélar. Það kemur þó að
því að forlag vill gefa út bók eftir
hann, en hann man nú ekki eftir
verkinu, Naked Lunch, sem hann
sendi þó sjálfur inn.
Áhorfandinn á oft jafn erfitt með að
greina á milli draums og veruleika
og aðalpersónan. Leikmyndin er öll
frekar draumkennd, sem eykur þessi
áhrif með hjálp sérstæðrar lýsingar
og gerir myndina mjög dulúðlega.
Yfirbragð myndarinnar er allt hið
einkennilegasta, en það er að vísu
hægt að segja það sama um skáld-
verkið. Persónurnar eru eftirminni-
legar, enda flestar allfurðulegt sam-
ansafn af kynvillingum, fíklum og
geðsjúklingum, og gefur þetta leik-
urum tækifæri á að túlka einkenni-
leg hlutverk, sem þeir nýta sér vel.
Til dæmis er langt síðan Roy Schei-
der hefur verið álíka eftirminnilegur
og í þessari mynd.
Eins og áður sagði hefur David
Cronenberg bætt inn í söguna atvik-
um, sem gerðust í lífi William S.
Burroughs, en hann er auðvitað íyr-
irmyndin að William Lee. Fyrir rétti
í Bandaríkjunum var lát eiginkonu
hans úrskurðað slys, en honum mis-
tókst að hitta glas á höfði hennar
með skammbyssu, og varð henni að
bana. Seinna skrifaði hann svo Nak-
ed Lunch og varð frægur fyrir. Ég er
sannfærður um að ef Burroughs
skildi íslensku myndi honum, líkt
og mér, þykja þýðingin á titli mynd-
arinnar út í hött.
Peter Weller leikur aðalhlutverkið
af öryggi og skemmtilegt er að heyra
hann líkja eftir sérkennilegri rödd
Burroughs, sem hann á í raun
furðulega auðvelt með að ná. Judy
Davis leikur tvær persónur, en hún
er frábær í hlutverki kolruglaðrar
eiginkonu Burroughs og áður var
minnst á þátt Scheiders. Breski Ieik-
arinn Ian Holm fer einnig vel með
hlutverk rithöfundar, sem er sann-
færður um stóran þátt ritvélarinnar
í skrifum sínum.
David Cronenberg, sem síðast gerði
hina frábæru Dead Ringers, er trúr
efninu í þessari heillandi en oft ill
skiljanlegu mynd. Þeim, sem hafa
lesið Naked Lunch, er bent á að
missa ekki af þessari mynd, sem er
vissulega ekki allra. Öm Mark-
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIDÓDÝRU
HELGARPAKKANA 0KKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
i-I -*» í *. »