Tíminn - 24.02.1993, Síða 4

Tíminn - 24.02.1993, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 24. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvaemdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtsýóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þverstæður Einn afveigameiri málaflokkum í þjóðfélaginu eru húsnæðismál. Það er eitt af erfiðustu viðfangsefn- um hvers einstaklings á lífsleiðinni að koma sér upp þaki yfír höfuðið, eða standa straum af leigu húsnæðis. Það skortir ekki lagaákvæði eða lagasetningu um húsnæðismál síðustu árin. Lagagreinar um hvern- ig á að lána út á húsbyggingar, skipta hundruðum. Það hefur einnig verið uppáhaldsiðja félagsmála- ráðherra í seinni tíð að breyta lögum um húsnæð- ismál. Frumvörp um breytingar á húsnæðislög- gjöfinni, eitt eða fleiri, hafa verið til meðferðar á Alþingi um margra ára skeið. Árið 1986 var breytt um kerfi í húsnæðismálum, en enginn tími vannst til að sníða agnúana af því kerfí áður en því var kollvarpað fyrir það næsta. Nú er almenna hús- næðiskerfið byggt á óheftri skuldabréfaútgáfu með ríkisábyrgð, og greiðslumati, hvernig svo sem það er hægt að spá um greiðslugetu fólks áratugi fram í tímann. Eitt frumvarpið enn varðandi húsnæðismálin liggur nú fyrir Álþingi. Það varðar stjórnsýslulega stöðu Húsnæðisstofnunar, auk þess sem skyldu- sparnaður er aflagður og hönnunardeild lögð nið- ur. í hvítri bók ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar eru markmið um að auka sjálfstæði ríkisstofnana. Frumvarpið um Húsnæðisstofnun gengur í þver- öfuga átt. Ekki verður betur séð en að með sam- þykkt þess verði ábyrgð á útlánum í smáatriðum inn á borði ráðherra. Það er furðulegt ef sjálfstæð- ismenn á þingi eru þeirrar skoðunar að þetta sé það sem koma skal. Frumvarpið gengur auk þess þvert á það markmið að lækka vexti í þjóðfélaginu, vegna þess að það út- streymi, sem verður af fjármagni við að fella niður skyldusparnaðinn, knýr stofnunina til að leita láns- fjár á markaði í stað þeirra 4,1 milljarðs króna sem nú er inni á skylduspamaðarreikningum. í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að skera á tengsl verkalýðshreyfíngarinnar og Húsnæðisstofn- unar með því að setja fulltrúa hennar út úr stjóm stofnunarinnar. Varla er það gott innlegg á þessari stundu til samskipta ríkisvaldsins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Hönnunardeild stofnunarinnar hefur þegar verið lögð niður, þótt frumvarpið sé ekki af- greitt sem lög frá Alþingi. Þessi vinnubrögð em alveg forkastanleg og em merki um lítilsvirðingu fram- kvæmdavaldsins fyrir lagasetningu frá Alþingi. Frumvarp það um Húsnæðisstofnun, sem nú liggur fýrir Alþingi, er fullt af þverstæðum. Samþykkt þess eykur á miðstýringu og stuðlar að hækkun vaxta. Em það markmið núverandi ríkisstjómar? Því verður vart trúað. Meginhlutverk opinberrar fyrirgreiðslu og stuðn- ings í húsnæðismálum á að vera að veita húsbyggj- endum, sem byggja í fyrsta sinn, liðveislu í því mikla verkefni og veita þeim stuðning sem kjósa að leigja húsnæði en eiga það ekki. Ekki verður séð að það fmmvarp, sem hér hefur verið gert að umræðuefni, nálgist neitt þessi markmið. Það er raunveruleg faætta á að eftir nokkrar vikur fari íslenskt þjóöfélag fari allt úr skorðum vegna verkfellsátaka. Foiystu- menn launþegahreyfingarinnar, bæði á ahnennum vinnumarkaði og h|á hinu opinbera, virðast sammála um að ekki verði leng- ur komist hjá því að áralöng uppsöfnuð óánægja og þrýsting- ur frá félagsmönnum fái útrás. Kennarasambandið og BSRB eru búin að boða til atkvæða- greiðslu um verkfallsheimild og ASÍ-félög víða um land farin að ókyrrast. Kári Kárason, formaður Al- þýðusambands Noröurlands, tók því illa að vera kallaður „sveíta- maður á Húsavík sem ekld fylg- ist með gangi mála í samínga- viðræöum,“ en eitthvað á þá leið var nafngiftin sem fram- kvæmdastjóri VSÍ valdi honum og félögum faans á Húsavík sem viðrað hafa hugmyndir um verk- fallsboðun vegna seinagangs i samningaviðræðum. Kári hefur bent á að þólt hann búi fjarrí Garöastrætinu í Reykjvðc, eigi hann engu að síður sæti í samn- inganefnd og sitji í einum þeirra vinnuhópa sem settir hafe verið upp í samningaferlinu. Fjar- iægðin frá Reykjavík hefur hins vegar ekki valdið Kára erfiðleik- um því næstum ekkert hefur verið fundað f saranlngamálum að undanfömú hvort sem er. Umtnæli framkvæmdastjóra VSí eru því gott dæmi um gálga- húmor sem varia er viðeigandi í þeirri eldfimu stöðu sem nú er á vinnumaikaði. Að ræða saman En Vinnuveitendasambandið virðist ekki eitt um að afgreiða óþolinmæðí meðal launþega og kröfu um aðgerðir sem hvert annað grm. Ríkisvaldlð svarar viðsemjendum sínum þannig að þeir sjá þann kost vænstan að afla sér verkfalIsheimilda. Eflaust telja atvinnurekendur og ríkísvaldið afstöðu sína mót- ast af stefnufestu og þeim þjóð- félagslegu takmörkunum sem bágborið efnahagsástand setur þeim. Þeir séu því ekki í aðstöðu til að ræða um nokkurn skapað- an hlut við launþegahreyflng- una. Að sumu leyti er það réttog að sumu ieyti er það ekkl rétt. Hugmyndaleysi Kröfugerð launþega er marg- vísleg og snýst ekki einvörð- ungu um launabætur, heldur : eru þar aðrir hlutir sem vel má ræöa án teijandi erfiðleika, hlut- ir eins og vextir og atviiulumál. í orði kveönu ciga þessir þættir að vera með í umræðunni, en bæði ríldsvaidið og atvinnurek- endur hafe hvað eftir annað ýtt þeim út af borðinu, drepið um- ræðu um þá á dreif og dregið hana á langinn. Vafesöm fyndni framkvæmdastjóra VSÍ um sveítamenn sem ekki fylgjast með, þegar óþoiinmæði gerir vart víö sig meðal launamanna eöa yfirlýsingar fjármálaráð- herra um að aðgerðir BSRB komi á óvart, eru ekki til þcss fellnar að stuðla að gagniegum viðræðum og sáttum á vinnu- markaði. Þvert á móti stuðla þessi vinnubrögð að kergju og hleypa illu blóði í launþega. Því er nú svo komiö að raunveruleg hætta er á „stórátökum á vinnu- markaðt," eins og fonnaður AI- þýðusambands Norðurlands orðaði það í Tímanum í gær. Átakanlegast af öllu er þó að horfa upp á þann skort á frum- kvæði og það hugmyndaleysi sem einkennir aðgerðlr ríkis- stjómarinnar. Sniallt útspU nú, þar sem opinberar aðgerðir til að liðlea fyrir samningum væru boðaðar, gætu vafelaust gert kraftaverk. Einkum ef slíkt út- spil kæmi áöur en deilan harðn- ar og magnast enn. ,Athafnaskáld“ er hugtak sem sjálfstæðismenn hafa notað yflr menn með hugmyndir og frum- kvæði. Hjá ríkisstjóiminni fyrir- fínnst þvt miður hvorugt, hvorki fersk hugmynd né frum- kvæði. Því hefur hún reynst ófær um að semja þær ljóðlínur sem nýst gætu sem leiöarvísir út úrvandanum. Ef ekki verður viðhorfshreyt- ing hjá ríkisvaldinu og VSÍ og tiiran gerð í einlægni tii að koma raunverulegum viöræðum viö launþega af stað, þarf eng- um að koma á óvart þótt hér verði allt logandi í verkfölium eftir einn mánuð eða svo. Þeim mun viskan veitast mest Sköpun heimsins, sem Michae- langelo málaði á loft Sixtínsku kapellunnar er eitt stórbrotnasta listaverk sem skapað er kristin- dómnum til dýrðar. Myndin af þeim merkisatburði þegar drott- inn allsherjar skapaði Adam er flestum kunn og minnisstæð fyr- ir það að guð galdrar fyrsta manninn í lausu lofti og liggur við að þeir snertist með vísi- fingrum en eðlilega kemur eng- inn við guð og því er smábil á milli sem lífsneistinn kviknar á milli. Þarna sést svart á hvítu að guð skapaði manninn í sinni mynd. Púritönskum hreintrúarmönn- um hefur tippið á Adam lengi verið þyrnir í augum en geta ekki neitað því að það er sköpun- arverk guðs eins og aðrir líkams- partar hins fyrsta manns og Mi- chaelangelo hlustaði ekki á röfl þegar hann var beðinn að mála klæðisdúk eða skýhnoðra inn á fullgerða myndina. Málamiðiun- in var að banna konum aðgang að Sixtínsku kapellunni. Fyrir allmörgum árum var mynd Michaelangelo af guði að skapa manninn stækkuð um all- an helming og var tii sýnis á risastórum auglýsingaspjöldum víða um lönd og í blöðum og tímaritum var hún í smærri hlutföllum. En smáræði var bætt inn í nýju útgáfuna. Guð var að rétta Adam Levis gallabuxur til að hylja nekt sína. Verið hress Þessi snjalla auglýsingahug- mynd vakti ekkert síður athygli á trúarlegu listaverki frá endur- reisnartímanum en gallabuxun- um sem verið var að auglýsa. Sjálfsagt hafa einhverjir hrein- trúarmenn og fagurkerar hneykslast á hinni nýju út- færslu, en það man enginn leng- ur hvað þeir voru að múðra enda skiptir það ekki nokkru máli. Gallabuxnaútgáfan er löngu horfin af sjónarsviðinu en Six- tínska kapellan er jafn undrafög- ur og hún hefur verið frá því hún var myndskreytt því sönn list er gædd því guðlega eðli að hún stenst vel háð og spott og jafnvel misþyrmingar snobbaðra list- fræðinga og væmni fagurker- anna, hvað þá smávægis glens gróðapunga auglýsingamennsk- unnar. Árið um kring er manni mis- vitt on oreitt V__________________________ boðið með auglýsingaprangi Ríkisútvarpsins sem allir eru skyldaðir samkvæmt lögum til að vera áskrifendur að. En allt í einu er biskupsstofu misboðið vegna auglýsingar sem vandlæt- ari kallar „brot á friðhelgi and- legra verðmæta." Geistleg yfir- völd krefjast þess að auglýsingin með afskræmdu andlitunum sem mæla með maltextrakt- þambi, verði bönnuð. Ástæðan er að ljóðlína úr heil- ræðavísum séra Hallgríms er notuð til áréttingar því að allir veri hressir og bergi á malti. Það sem ritskoðun kirkjunnar vill banna er þetta: „Víst ávallt þeim vana halt að vera hress og drekka malt.“ Það er von að forsjármenn guðskristni og andlegra verð- mæta rísi upp til varnar þegar þessi ósköp ríða yfir þá í Ríkisút- varpinu því það er auðvitað reg- inhneyksli að vera hress að drekka malt í stað þess að „elska guð og biðja" eins og séra Hall- grímur vildi hafa það og hlaut að skáldalaunum mesta kirkjubákn í samanlagðri guðskristni Norð- ur-Atlantshafsins og hefði áreið- anlega lagt allan skáldskap á hilluna hefði hann órað fyrir þeim ósköpum og ekki einu sinni fært Ragnheiði Brynjólfs- dóttur píslarsálmana, henni til hugarhægðar á erfiðum tímum í ævi beggja. Skærasta ljósið Forstöðumaður Auglýsinga- dreifingar ríkisins þvertekur fyr- ir að hlýða fyrirmælum biskups- stofu og vísar til Siðanefndar auglýsingastofa, sem greinilega hefur eitthvað með guðsótta og góða siði í landinu að gera. Enda er það auglýsingafólkið sem ræður því hverju við trúum og hvaða skoðanir við höfum. Frumlegasti hugsuðurinn sem enn hefur látið ljós sitt skína skært í þessari andlegu menning- ardeilu er forstjóri auglýsinga- kontórsins sem umsamdi heil- ræðavísuna. Hann undrast mjög í blaðaviðtali að það sé guðlast að vera hress og drekka malt þótt það sé sett í samband við „víst ávallt þeim vana halt“. Það byggir hann á því að séra Hallgrímur sé ekki guð. „Mér þykir ansi hart ef hann er kominn í guða tölu.“ Þessa skilgreiningu á guðlasti ætti Biskupsstofa að taka til vand- legrar athugunar og vel mætti di- spútera um hana á synodus og guðfræðideild taka afstöðu til hennar. Það að nota verk Michaelangelos og Hallgríms Péturssonar til að auglýsa vöru, er álíka smekklegt og siðlegt og auglýsingarnar eru. Kauðskar og illa gerðar auglýs- ingar verða aldrei annað en klám en vel útfærðar hugmyndir geta sem best verið listaverk út af fyrir sig. En hitt er víst að innblásin snilldarverk mikilhæfra lista- manna eru frá guði komin, eins og við Heimir vitum, og það þarf meira til en arðsamar útsending- ar í auglýsingadreifingu ríkisins til að misþyrma þeim svo á sjái. Heilræðavísur séra Hallgríms þola vel smá bragamiska og verða líkast til bara betri eftir þegar auglýsingaherferðinni um maltið lýkur, því listin er löng... OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.