Tíminn - 24.02.1993, Side 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 24. febrúar 1993
Handknattleikur:
Borgin greiðir 7,5 milljón-
ir til kynningar á HM 1995
Á fundi borgarráðs í gær var sam-
þykkt að greiða 7,5 milljónir króna
sem renna eiga til kynningar á Heims-
meistarakeppninni á HM’95 sem
haldin verður hér á landi og hefst
kynningarstarf nú þegar, þ.e.a.s. á HM
í Sviþjóð sem fram fer í næsta mán-
uði. Þá er ráðgert að haldið verði hér á
landi átta liða „stórmót", sem á að
verða nokkurs konar æfing fyrir
stjómendur HM'95.
Júlíus Hafstein, stjómarmaður í und-
irbúningsnefnd fyrir HM’95, sagði í
samtali við Tímann að með þessum
samningi við Reykjavíkurborg gæti
undirbúningsnefridin hafist almenni-
lega handa við skipulagningu mótsins
Merki HM 1995
og ráðið starfsmann og framkvæmda-
stjóra. Þetta eru fyrstu skref hinnar
fimm manna undirbúningsnefndar,
undir forsæti Magnúsar Oddsonar,
markaðsstjóra Ferðamálaráðs. „Við
ætlum að fá hingað töluvert mikið af
fólki á keppnina sjálfa og til þess þarf
að vera gott og öflugt kynningarstarf
erlendis," sagði Júlíus Hafstein. Þegar
hafa verið hafnar viðræður við móts-
haldara HM í Svíþjóð um á hvem hátt
verður hægt að kynna mótið þar.
í samningum segir að Reykjavíkur-
borg skuli greiða 2,5 milljónir í pen-
ingum á ári til kynningarstarfsemi,
auk þess sem landsliðið fær aðstöðu til
æfinga í Laugardalshöll og einnig
standi borgin að annarri sameiginlegri
kynningastarfssemi.
Eins og áður segir verður haldið hér á
landi átta liða móL
„Ef við ætlum að halda HM’95 þá
verðum við að reynslukeyra skipulagið
með átta liða móti í október eða nóv-
ember á næsta ári til að smyrja vélina
vel og finna vankantana á mótshald-
inu. HSÍ mun bjóða til mótsins og sjá
um það mót að öllu leyti. Þetta verður
að vera gott mót og ég er alveg viss um
það að stórþjóðir í handknattleiknum
verða áfjáðar í að koma til þessa móts
til þess að kynnast hér aðstæðum,
skoða húsin og kynnast veðráttunni,"
sagði Júlíus Hafstein að lokum.
Gervigrasvöllur Leiknis:
Upplýstur og
upphitaður
í gær var samþykkt í borgarráði að
gervigrasvöllur Leiknis í Breiðholti,
sem framkvæmdir eru þegar hafnar
við á svæði félagsins við Austur-
berg verði upplýstur og upphitaður.
Eins og við sögðum frá í Tímanum
fyrir skömmu voru uppi hugmyndir
um að spara við lagningu vallarins
með því að sleppa hitalögnum.
Sigmar gaf tóninn
íslendingar sigruðu Pólverja í öðr-
um landsleik þjóðanna í Laugar-
dalshöll í gærkvöldi 28-24 eftir að
staðan hafði verið jöfn í hálfleik
17-17. Það var fyrst og fremst fyr-
ir stórgóða markvörslu Sigmars
Þrastar Óskarssonar sem varði 16
skot í leiknum.
íslendingar byrjuðu vel, gerðu góð
mörk úr hraðaupphlaupum og virt-
ist sagan frá því í fyrradag ætla að
endurtaka sig. Varnarleikurinn var
hins vegar mjög slakur og virtust
Pólverjar eiga mjög auðvelt með að
skora framhjá lélegri vörn og slök-
um markvörðum í fyrri hálfleik.
Það sama var þó ekki uppi á ten-
ingnum í síðari hálfleik því Sigmar
Þröstur Óskarsson varði frábærlega
og vörnin lagaðist. Hins vegar var
sóknarleikurinn lélegur og skor-
uðu íslendingar aðeins 10 mörk úr
25 sóknum. Auk Sigmars voru þeir
Sigurður Sveinsson, Geir Sveins-
son og Bjarki Sigurðsson bestir fs-
lendinga.
Mörk íslands: Sigurður Sv. 9, Geir
Sveinsson 5, Bjarki Sig. 4, Héðinn
3, Gunnar B. 3, Gunnar G. 2 og
Konráð 01. 1.
íþróttir fatlaðra:
Annað sætið á Malmö Open
Fimmtíu og fimm íslenskir fatl-
aðir íþróttamenn tóku þátt í Mal-
mö Open, sem haldið var 13-14
febrúar með góðum árangri, en
samanlögð stigatala fslenska
liðsins nægði til að ná öðru sæt-
inu á mótinu. 43 keppendur voru
frá íþróttafélagi fatjaðra í Reykja-
vík, 9 komu frá Ösp, tveir frá
Suðra á Seifossi og einn frá Suð-
urnesjum. Keppt var í bogfimi,
keilu, borðtennis, boccia, sundi,
curling, skotfimi og blaki og voru
keppendur frá níu þjóðum.
f sundi kepptu 20 keppendur og
settu þeir átta íslandsmet og
fengu 12 gullverðlaun, þar af vann
Sigrún Huld Hrafnsdóttir fern
gull. Birkir Rúnar Gunnarsson
vann tvenn gullverðlaun, Pálmar
Guðmundsson þrenn og þau Kar-
en Friðriksdóttir, Ólafur Eiríksson
og Kristín Rós Hákonardóttir ein
gullverðlaun hver.
Leifur Karlsson sigraði í b- flokki
í skotfimi og Jónas R. Sigurðson
varð þriðji. Ólafur Ólafsson sigr-
aði í d-flokki í keilu Hildur Stef-
ánsdóttir frá Neskaupsstað varð í
öðru sæti í unglingaflokki í borðt-
ennis. Lilja Pétursdóttir varð í
öðru sæti í unglingaflokki þroska-
heftra. Til gamans má geta þess að
Ólafur Eiríksson var kynntur á
mótinu, sem „einn af þeim stóru í
heiminum.“
Vegna skrifa í Tímanum þann 23. febrúar síðastliðinn um „breytingar í aðsigi á körfu-
knattleiksliði Njarðvíkur" vill stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN taka fram eftirfarandi:
Lýsir furðu á skrifum Tím-
ans um breytingar á liði
Knattspyrna:
Eyjólfur Ólafs-
son dæmir
í Litháen
Eyjólfur Ólafsson, milliríkja-
dómari úr Víkingi, dæmir leik
Litháen og Albaníu í undan-
keppni HM í knattspymu sem
fram fer í Utháen þann 14. aprfl
næstkomandi og er um leik A-
landsliða að ræða. FIFA út-
nefndi þá Egil Má Markússon og
Ara Þórðarson sem línuverði
með honum og varadómari er
Guðmundur Stefán Martasson.
Samkvæmt því sem Tíminn
kemst næst er þetta fyrsti leilt-
urinn í heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu sem tsienskur
dómari dæmir síðan Guðmund-
ur Haraidsson dæmdi í undan-
keppni fyrir úrslitakeppnina á
Ítalíu.
Stjóm KKD lýsir furðu sinni á
skrifum á íþróttasíðum Tímans
þar sem gefið er í skyn að breyt-
ingar séu í aðsigi á liði UMFN.
Allt það sem fram kemur í skrif-
um blaðsins er úr lausu lofti
gripið, enda hafa engar viðræð-
ur farið fram, hvorki við Ronday
Robinson né aðra fyrrum iiðs-
menn Njarðvíkur.
Blaðamaður Tímans hafði ekki
samband við stjórnarmenn körfu-
knattleiksdeildar til þess að kanna
sannleiksgildi fréttarinnar, sem
hlýtur að teljast eðlilegt í svo við-
kvæmu máli. Eins og gefur að skilja
koma skrif af þesu tagi sér mjög illa
fyrir alla þá sem málið varðar, enda
keppni í úrvalsdeild hvergi nærri
lokið. Það er erfitt að gera sér grein
fyrir af hvaða hvötum slík skrif eru
sprottin þar sem það er regla meðal
körfuknattleiksfélaga að ræða ekki
slík mál fyrr en að keppnistímabili
loknu.
F.h. stjómar KKD UMFN
Ólafur Eyjólfsson formaður.
Athugasemd fréttamanns
Tíminn stendur við frétt sína og tel-
ur heimildamenn sína trausta. I frétt
Tímans er ekkert sagt um að viðræð-
ur hafi farið fram á milli Njarðvík-
inga og þeirra leikmanna sem
nefndir eru, heldur sagt að uppi séu
hugmyndir um að fá þá heim vegna
slaks gengis í vetur. Það eru engar
sérstakar hvatir sem liggja að baki
frétt þessari, hvorki persónulegar né
starfslegar. Hér með er yfirlýsingu
Njarðvíkinga góðfúslega komið á
framfæri.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram
að fréttaritari Tímans á
Suðurnesjum, Margrét Sanders á
ekki nokkurn hlut að frétt þessari.
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN: PJETUR SiGURÐSSON
Athugasemd frá for-
manní Lyfjaeftirlits-
nefndar ÍSÍ:
um lyfja-
próf slys“
Hem ritstjóri
Vegna fréttar í blaði yðar þann
16. febrúar síðastliðinn um
lyíjapróf á íslandsmeistaramót-
inu í badminton, tel ég nauðsyn-
legt að koma eftirfarandi at-
hugasemd á firamfæri við les-
endur blaðsins:
Það er í sjálfu sér ánægjulegt
að störf Lyfjaeftirlitsnefndar
skuli vekja svo milda athygli að
fréttamaður Tímans skuli sjá
ástæðu til að geta þeirra í firétta-
skrifiim sínum. Hitt er öllu al-
varlegra að fréttamaðurinn reyn-
ir að gera störf nefndar sem fer
með vandasöm mál tortiyggileg
í augum þeirra sem fréttina iesa
og lítilsvirðir um leið tvo ágæta
íþróttamenn sem þurftu að
ganga til prófsins.
Lyfjapróf eru framkvæmd í
samræmi reglugerðar sem um
slík próf gildir. Reglugerðinni
var í einu og öllu fylgt við það
próf sem framkvæmt var við úr-
siitakeppnina á Badminton-
meistaramóti íslands. Þar sem
ákveðið var að velja einn leik
með hlutkestí, réði hrein tflvilj-
un því hverjir völdust til prófs-
ins.
Ekki fer hjá þvi að óþægindi
geta fylgt prófunum þar sem þau
skulu framkvæmd strax að lok-
Ínni keppni og ógerlegt að gera
sér grein fyrir því fyrirfram hve
tímafrek þau verða. Lengsti tími
próftöku til þessa hériendis er 5
klukkustundir.
Vandlátur fréttamaður hefði
aflað sér upplýsinga um málefni,
sem hann greinilega þekkir lítið,
áður en hann setti saman frétt
fyrir iesendur Tímans með þeim
hætti sem hann leyfði sér að
gera. FuUyrðlngar um séricennl-
lega uppákomu, místök og slys
eru út í hött. Fréttin sjálf er
slys. Hún raskar í engu störfum
Lyfjaeftirlitsnefndar en verðuga
íslandsmeistara í A fiokki karla í
badminton, ættí hann að biðja
afsökunar á skrifum sínum.
Virðingarfyilst
Hannes Þ. Sigurðsson
formaður Lyíjaeftirlitsnefndar ÍSÍ
Athugasemd
Það er alger misskilningur að í
fréttínni hafi verið gert Htíð úr
þeim Haraldi Komelíussyni og
Sigfúsi Ægi Ámasyni, enda um
mEkla iþróttamenn að ræða. Hltt
stendur þó alltaf eftír að í við-
ræðum við meðlim lyfjaeftirlits-
nefndar fyrir nokkru þá kom
fram að fjárskortur var helstí
þröskuldur þess að hægt væri að
auka töku fyfjaprófa. Þegar svo
er þá hfytur það að vera augijóst
að skipuleggja þarf vei þau próf
sem hægt er að taka og af þeim
sökum fannst fréttamanni aug-
Ijóslega að um siys væri að ræða
og mistök. Fréttamaður hefur
fjallað undanfarið mfldð tun
fyfjamál og átt meðal annars
langt samtai við meðlim Lyfja-
eftiriitsnefndar þar sem rætt var
ítariega um lyfjamái í íþróttum.
Fréttín var að sjálfsögðu ekki
sfys, heldur réttmæt gagnrýnl á
störf opinberrar ncfndar sem
ráðstafar fé úr sjóðum íþrótta-
sambands ísiands, sem nauð-
synlegt er að ráðstafað sé með
fyrirhyggju.