Tíminn - 02.03.1993, Side 5
Þriðjudagur 2. mars 1993
Tíminn 5
Heimir Steinsson:
Ríkisútvarpið í sókn
„Markaðurmn á að ráða ferðinni.“ Svo mælir ritstjóri einn í for-
ystugrein eigi alls fyrir löngu, en þar veitist höfundur að Ríkisút-
varpinu vegna hækkunar afnotagjalds um fjóra hundraðshluta í
byrjun þessa árs.
„Markaðurinn á að ráða ferð-
inni.“ Fróðlegt væri nú að fá að
vita, hvaða skepna þessi „markað-
ur“ er sem ráða skal ferðinni. Enn
gagnlegri væri vitneskjan um
það, hvert ferð „markaðarins" er
heitið, hvaða stefnu „markaður-
inn“ mótar, hver er vilji skepn-
unnar, „markaðarins", — og hin
röklegu markmið.
Ríkisútvarpið starfar samkvæmt
lögum, er Alþingi setti árið 1985.
Þar kveður meðal annars svo á í
15. gr. 1. málslið: „Ríkisútvarpið
skal leggja rækt við íslenska
tungu, sögu þjóðarinnar og
menningararfleifð". Um þetta
lagaákvæði segir ritstjórinn, að
„skyldur Ríkisútvarpsins í menn-
ingarlegum efnum séu frekar
móralskar í seinni tíð en lagaleg-
ar“. Ekki er gott að vita, hvað lög-
mönnum sýnist um svofellda út-
leggingu lagaákvæðis. Einu sinni
vissi ég sjálfur ofurlítið niður
með nefinu á mér í siðfræði, og
mér er ekki kunnugt um, að Al-
þingi fáist við að setja mönnum
siðaboð, þótt það vonandi taki
mið af mórölskum vegvísum.
Best gæti ég trúað, að þessi mór-
alísering ritstjórans sé lítið annað
en markleysa af því tagi, sem
hrýtur úr penna, þegar umræðu-
efni þrýtur.
Ferð án fyrirheits
En það var ferðaáætlun „mark-
aðarins", sem mér leikur hugur á
að kynnast. „Markaðurinn á
nefnilega að ráða ferðinni." Og
hvert er nú ferðinni heitið? Hver
skyldi vera vilji „markaðarins" og
stefnumið varðandi íslenska
tungu, sögu þjóðarinnar og
menningararfleifð? Markaðs-
hyggjumenn eru nú á hverju
strái. Hátt og í hljóði játa þeir trú
á „markaðinn", rétt eins og rit-
stjórinn sjónumhryggi í forystu-
grein sinni. En ferðaáætlun
markaðarins rennur þessum
mönnum um greipar óðar og
reynt er að hafa hendur í hári
hennar. Enginn virðist geta sagt
fyrir um það með neinni vissu
hvert markaðurinn stefnir. Talað
er um að „markaðssetja" hitt og
þetta. En torvelt er að fullyrða
fyrirfram hvort markaðssetning-
in tekst eður ei. Getur það hugs-
ast að „markaðurinn" sé óræður
með öllu, viljavana, stefnulaus og
þar af leiðandi án ábyrgðar? Ef
„markaðurinn" ekki lætur sér vel
líka íslenska tungu, sögu þjóðar-
innar og menningararfleifð,
kynni svo að fara að þessi verð-
mæti öll verði borin fyrir borð.
Við hvern er þá um að sakast?
Tæpast löggjafann né nokkurn
annan. Þá mun hvorki tjóa að
gráta Björn bónda né safna liði.
„Markaðurinn" hefur talað, og
„markaðurinn" virðist vera vit-
laus í frummerkingu þess orðs.
„Markaðurinn“ gefur engar skýr-
ingar. „Markaðurinn" kveður upp
dóma í blindni og enginn fær
nokkru sinni krafið hann svars.
Hann heldur áfram sinni „ferð án
fyrirheits" út í myrkrið.
íslensk menningar-
pólitík
Um þessar mundir er þó nokkuð
rætt og ritað um Ríkisútvarpið,
framtíð þess og verkefni. Góður
drengur, Bolli R. Valgarðsson,
stingur niður penna á dögunum.
Hann talar m.a. um Ríkisútvarpið
Rás 1 og segir: „Rás 1 sinnir mik-
ilvægu menningarlegu hlutverki
í íslensku samfélagi, sem hefur
það markmið að koma til móts
við alla þjóðfélagshópa og kyn-
slóðir. Það er hlutverk, sem er og
verður aldrei á færi einstaklings-
framtaksins. Með sölu Rásar 1
yrði dagskrárefni í útvarpi til
mikilla muna snauðara, þynnra
og útvatnaðra."
Bolli R. Valgarðsson er bersýni-
lega í hópi þeirra manna, sem
ekki una því að velta sér upp úr
einum saman markleysum
„markaðarins". Bolli hefúr skoð-
un og varla að hann hirði um að
mæla þá skoðun á kvarða ginn-
helgrar kreddu framboðs og eftir-
spurnar. Skoðun hans er m.a. sú,
að Ríkisútvarpið Rás 1 standi að
mestu leyti undir lagabókstafn-
um, er kveður á um rækt við ís-
lenska tungu, sögu þjóðarinnar
og menningararfleifð. Bolli spyr
ekki um markaðssetningu þess-
ara verðmæta. Hann virðist að-
hyllast verðmætin skilmálalaust.
í annarri grein segir höfundur
um Sjónvarpið: „Ég tel að hér eigi
að vera til staðar í íslenskri
VETTyANGUR
v_______________________y
menningarpólitík marksækin og
drífandi ríkisstöð." Síðan bætir
hann við: „Eigi mikilvægi hennar
ekki að hverfa á næstu árum,
væri því nær að hlúa betur að rík-
issjónvarpinu fjárhagslega frekar
en vera með hugmyndir um að
selja það.“
Blessunarleg eru þessi orð. Bolli
R. Valgarðsson talar um „íslenska
menningarpólitík", og minnist
ekki á, að markaðurinn eigi að
ráða ferðinni. „íslensk menning-
arpólitík", — ég staldra við þessi
orð og gæði mér á þeim, svo
munntöm eru þau og bragðgóð.
Ég þakka fyrir ungan mann, sem
er nógu stórhuga til að hefja á
loft hugsjón, „íslenska menning-
arpólitík", og draga hugsjónina
að húni í hafróti hugstola mark-
aðshyggju, sem starir blindum og
ópersónulegum augum fram um
vegleysu.
Þar með er ekki sagt, að ég sé
Bolla R. Valgarðssyni sammála í
öllum efnum, enda ekki ástæða
til. Menn, sem eiga samleið, þurfa
ekki að ganga hver í annars spor,
og eiga ekki að gera það, enda er
þess háttar og taglhnýtingsháttur
leiðinlegur, þótt ekki sé hann jafn
leiðinlegur og sauðsvört og sálar-
laus markaðshyggjan.
Nú er svo fyrir að þakka, að Bolli
R. Valgarðsson er ekki einn á báti,
talar hvorki utan af þekju né út í
hött. Hann er formaður öflugra
samtaka, félags eins í Reykjavík.
Hér er þá komið að mér sem út-
varpsstjóra að þakka þessu félagi
liðveisluna, og það geri ég heils
hugar.
í sveit og við sjó
Sjálfur heiti ég nú á aðra þá, er
ekki hafa tjáð sig um málefni Rík-
isútvarpsins. Ég skora á stuðn-
ingsmenn Ríkisútvarpsins að Iáta
til sín heyra og styrkja vel inn-
rætta menn í góðum ásetningi.
Ég varpa orðum á allan almenn-
ing í byggðum landsins, ég skýt
máli Ríkisútvarpsins til ung-
mennafélaganna, kvenfélaganna,
sveitarfélaga, verkalýðsfélaga,
sjómannafélaga og búnaðarfé-
laga, lionsklúbba, rotarysamtaka,
og safnaða þjóðkirkjunnar og
annarra kirkna og hvers konar
samtaka af öðrum toga. Látið nú
til ykkar heyra næstu daga, vikur
og mánuði. Skoðið hug ykkar. Er
það vilji ykkar að framvegis verði
rekið á Islandi Ríkisútvarp, sem
leggja skal rækt við íslenska
tungu, sögu þjóðarinnar og
menningararfleifð? Já eða nei.
Ef þið játið, látið þá skoðun ykk-
ar í Ijós í ræðu og riti, með fund-
arsamþykktum og undirskrifta-
söfnunum. Dragið nú fram hug-
sjónir, hugmyndir, sem búa við
hjartarætur og eru frjálsar eins
og fuglinn, óháðar framboði og
eftirspurn og færar um að marka
Iandi og þjóð stefnu, íslenska
menningarpólitík.
Enginn skyldi ætla, að ég telji
Ríkisútvarpið gallalaust. Öðru
nær. Ég er þess albúinn að heyra
þungar ádrepur fyrir það, hve illa
við stöndum við lagabókstafinn,
kröfuna um að leggja rækt við ís-
lenska tungu, sögu þjóðarinnar
og menningararfleifð. En ég vísa
því á bug, að þessi lagabókstafur
heiðríkjunnar verði látinn víkja
fyrir glórulausum moldarmekki,
þar sem engan vilja er að finna og
engin stefnumið, en allir fálma í
blindu persónulausra og alsljórra
markaðslögmála.
Forherðing
Blöðin hafa á snærum sínum
menn, er daglega skrifa stutta
pistla um ljósvakamiðlana. Oftar
en ekki eru hér á ferð þekkilegar
ritgerðaragnir, þótt hinu sé ekki
að leyna, að lítið fari löngum fyr-
ir samkvæmni í málflutningi að
ekki sé nú talað um markvísa
heildarstefnu eða skýran vilja.
í byrjun febrúar sendi Ríkisút-
varpið út afhendingu íslensku
bókmenntaverðlaunanna 1992,
er fram fór í Listasafni íslands við
Fríkirkjuveg. Ég fullyrði, að
þarna var á boðstólum menning-
arefni, sem flestu tók fram.
Ræðumenn voru hver öðrum
snjallari í meðferð íslenskrar
tungu og var hin besta ræðan fá-
gæt gersemi. Tónlist var orðum
ofar. Ég var einkar þakklátur fyrir
þessa athöfn. Hún sýndi mér ann-
ars vegar þá einföldu staðreynd,
sem menn e.t.v. hía sér við að
nefna, að íslensk menning lifir
góðu lífi á sterkri rót og djúpri.
Hins vegar leiddi hún í Ijós, hve
gjöfull miðill Ríkisútvarpið getur
verið, þegar það gerist farvegur
hins besta í samtíð okkar.
Varla hafði útsendingin þó
hljóðnað, þegar fjölmiðlarýnir í
dagblaði nokkru hafði sett saman
pistil svo afkáralegan, að engu
tali tekur. Afhendingu íslensku
bókmenntaverðlaunanna 1992
var þar líkt við jarðarför, — án
þess þó að í nokkru væri tekið
fram, hvers jarðarfarir áttu hér að
gjalda, enda voru þær oft hið
fróðlegasta útvarpsefni á árum
áður og eru stöku sinnum enn
þann dag í dag.
Ég get ekki neitað því, að þessi
ritsmíðarforsmán olli mér
hryggð. Lágkúran var svo tak-
markalaus. Vanþakklætið og fyr-
irlitningin á því, sem gott er, voru
slík, að upp rifjuðust orð úr
Helgakveri, þar sem talað er um
blygðunarlausan mann, er kemst
af engu við og lætur sér af engu
segjast, heldur er forhertur „og er
þá ásigkomulag hans hið háska-
legasta, sem hugsast getur".
Sjónvarpið í sókn
Áður en ég slæ botn í þetta sendi-
bréf, bregð ég upp miklu ánægju-
efni, er hlustendum Ríkisútvarps-
ins var kynnt fyrir fáum vikum.
Um var að ræða nýja niðurstöðu
Gallupkönnunar varðandi sjón-
varpsnotkun íslendinga. Könnun-
in fór fram með þeim hætti, að
engin brögð voru í tafli af hálfu
þeirra, sem kannaðir voru.
Niðurstaðan var sérlega ánægju-
leg fyrir fréttastofu Ríkisútvarps-
ins — Sjónvarps. í ljós kom, að 43
af hverjum 100 íslendingum horfa
að staðaldri á fréttir þessarar
vönduðu stofu. Svo langt bar
fréttastofa Sjónvarps af öðrum
miðlum, að allur samanburður er
að þessu sinni óþarfur.
Fleiri gleðiefni var þarna að
finna, og ber hæst kvöldvöku Her-
manns Gunnarssonar, en hennar
nutu 60 af hverjum 100 íslending-
um, sem er hreint ótrúlegur ár-
angur.
Ég árna Ríkisútvarpinu Sjónvarpi
heilla með þennan glæsilega sigur
og vænti góðs af komandi dögum.
Höfundur er útvarpsstjóri.
FERÐAFLAKK
OG FYLLERÍ
Birt hefír verift skrá yfír kostnaö
ríkissjóðs vegna risnu, ferfta og
aksturs 1991. Þessir liftir nema
samtals kr. 2.042 mil|j. Við þá tölu
bætist rekstur á eigin bílum ríkis-
ins kr. 1.022 millj. Verftur heiidar-
upphæðin þá kr. 3.064 mil|j. Hún
er hrikaleg og nánast óhugnanleg í
svo fámennu landi sem okkar.
Ekki kemur fram, hvort ofangreind
heildartala felur í sér vexti af verði
bílaflotans í eigu ríkisins og eðlileg-
ir afskriftir skv. bókhaldsreglum.
Þeir póstar gætu tvöfaldað töluna,
sem þá yrði sem næst jöfn halla á
ríkissjóði í ár skv. áætlun fjármála-
ráðherra.
Þetta er skattfrjáls lúxus stjórn-
enda, sem þjóðin verður að standa
undir. Ætlunin er, að sögn Friðriks
Sophussonar og Karls Steinars, að
lækka kostnaðinn um nokkur pró-
sentustig. Þeir eru í óða önn að
reyta tryggingabætur af sjúkum og
( ~ \
Lesendur skrifa
v_________________________;
öldruðum, sem hefir að sjálfsögðu
forgang.
En þolinmæði landsmanna er að
bresta. Við höfum látið sífulla kjaft-
fora í ráðherrastólum villa okkur
sýn og leiða í ógöngur — bæði í ut-
anríkismálum og velferðarmálum.
Einasta von íslenskrar alþýðu er sú,
að launþegasamtökin nái að knýja
fram gerbreytta stefnu í skattamál-
um, vaxtamálum og atvinnumálum.
Morgunblaðið ræðst í forustugrein
23. þ.m. á ASÍ fyrir að vilja taka hóf-
Iegt erlent lán (kr. 5 milljarða) til að
ráða bót á atvinnuleysi þúsunda
manna og kvenna. Þetta sama blað
hreyfði ekki andmælum gegn tug-
milljarða erlendri lántöku ár hvert í
óðaverðbólgu 9. áratugarins, þegar
reka átti ríkissjóð með tekjuafgangi.
Lýsir þetta fákunnáttu og um leið
siðblindu stjórnarmálgagnsins.
Eldri borgarí