Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. mars 1993 Tíminn 5 Finnur Ingólfsson: SJAVARUTVEGSSKOLI Sá er þetta ritar hefur ásamt Halldori Ásgrímssyni lagt fram á Ai- þingi tillögu til þingsályktunar um aö menntamálaráðherra láti kanna hvort ekki sé hagkvæmt og skynsamlegt að þeir skólar, sem sinnt hafa þörfum sjávarútvegsins og starfandi eru á fram- haldsskólastigi, verði sameinaðir í einn sterkan sjávarútvegs- skóla. Þeir skólar, sem nú eru starfandi og annast kennslu og fræðslu á fram- haldsskólastigi fyrir sjávarútveginn, eru Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Vélskóli íslands, Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði og Tækniskóli íslands. Þrándur í götu breytínga Ekki leikur vafi á að allir þessir skólar hafa gegnt mikilvægu hlut- verki við að mennta og fræða starfs- fólk, sem síðan hefur komið til staría í sjávarútveginum. Sjávarút- vegurinn er hins vegar undirstöðu- atvinnugrein þjóðarinnar og því hlýtur það að vera eðlileg krafa þeirrar atvinnugreinar að vel sé bú- ið að fræðslumálum hennar. f gildandi lögum um framan- greinda skóla eru ýmis ítarleg ákvæði um nám og námsskipan. Lögin eru um margt nákvæm hvað þessa hluti varðar og ætla má að þau séu þrándur í götu breytinga á námi og þess sveigjanleika sem krefjast verður af skólum, ef þeir eiga að þjóna síbreytilegum þörfum at- vinnulffsins. Því er mikilvægt að hið allra fyrsta verði sett rammalöggjöf um sjávarútvegsskóla á framhalds- skólastigi, sem yrði sveigjanleg og að hún rúmi breytilegt námsfram- boð í takt við þróun atvinnulífsins og þarfir einstakra greina sjávarút- vegsins á hverjum tíma. Nemendum fækkar Skólar sjávarútvegsfræðslunnar heyra nú undir menntamálaráðu- neytið og starfa sem sjálfstæðar stofnanir með litlum tengslum eða samstarfi sín á milli. Verulegur sam- dráttur hefur orðið á nemendafjölda Vélskólans og Stýrimannaskólans síðustu árin. Skýringarnar á þessari þróun eru væntanlega margþættar. Nemendum hefur fækkað í hverjum árgangi, áhugi á bóknámi er al- mennt meiri en verknámi og fjöl- breytileiki náms á framhaldsskóla- stigi hefur aukist verulega og jafn- framt samkeppni um nemendur. Kennsla við Styrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla íslands í Reykjavík fer fram í Sjómannaskól- anum. Þar sem nemendum hefur fækkað á undanförnum árum, er húsnæðið stórlega vannýtt sem stendur. Auk þess er kennsla skól- anna tveggja algerlega aðskilin, þótt almennar námsgreinar séu 30-45% námsefnis þeirra. Samræming þessa hluta námsins gæti verulega bætt nýtingu hússins og kennslu- krafta. Sama máli gegnir um hús- næði fyrir stjórnir skólanna, sem eru algjörlega aðskildar. Fiskvinnsluskólinn hefur hingað til starfað í leiguhúsnæði, en er nú á hrakhólum vegna húsnæðisskorts. Vegna vannýtingar Sjómannaskól- ans verður ekki annað séð en hæg- lega megi flytja bóknám Fisk- vinnsluskólans þangað, en verk- námið gæti áfram farið fram í Hafn- arfirði. Sjávarútvegsskóli á framhaldsskólastigi Fyrir fjórum árum var starfandi á Sjávarútvegsskóli semer ein stofnun verður sterkari eining en þrír minni skélar ogþar afleiðandi betur tstakk búin til að tak- ast á við verkefni sín. Sérstaklega má nefha þréunarstðrfvið emiurnýjttn námsefnis og skipulag nýrra námsbrauta. Ætla má að betur verði séð fyrirfjárveitingum til skótans njóti hann óskipts stuðnings attra hagsmunaaðila. vegum menntamálaráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins starfs- hópur, sem gera átti tillögur að stofnun sjávarútvegsskóla á fram- haldsskólastigi. Starfshópurinn skilaði af sér í október 1986, en því miður hefur ekkert verið gert með tillögur starfshópsins. Fullyrða má að þær tillögur eigi við enn þann dag í dag og því er afar mikilvægt að hrinda þeim í framkvæmd sem allra fyrsL Því er sú tillaga til þingsálykt- unar flutt, sem hér að framan er vitnað til. Meginniðurstöður starfshópsins frá 1986 voru þessar: a. Að stofnaður yrði sjávarútvegs- skóli í Reykjavík, er tæki við hlut- verki Stýrimannaskólans í Reykja- vík, Vélskóla íslands og Fiskvinnslu- skólans í Hafnarfirði. b. Sjávarútvegsskólinn verði sér- skóli á framhaldsskólastigi og heyri undir menntamálaráðuneytið. Að- fararnám að skólanum og nám á einstökum brautum geti einnig far- ið fram við aðra framhaldsskóla Iandsins. c. Sjávarútvegsskólinn fái til um- ráða húsnæði Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands í Reykjavík og hið nýja verknámshús Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. d. Sjávarútvegsskólinn starfi í upp- hafi í fimm deildum: siglingafræði- deild, vélfræðideild, fiskvinnslu- deild, fiskeldisdeild og endurmennt- unardeild. Sterkari stofnun Sjávarútvegsskóli sem er ein stofn- un verður sterkari eining en þrir minni skólar og þar af leiðandi bet- ur í stakk búin til að takast á við verkefni sín. Sérstaklega má nefha þróunarstörf við endurnýjun náms- efnis og skipulag nýrra námsbrauta. Ætla má að betur verði séð fyrir fjár- veitingum til skólans njóti hann óskipts stuðnings allra hagsmuna- aðila. Líklegt er að sterkur og at- kvæðamikill sjávarútvegsskóli muni almennt njóta meira álits en minni sérskólar og verða fýsilegri kostur efnilegum nemendum en verið hefur. Höfundur er alþingismaöur Framsóknarflokksins í Reykjavfk. Brautry ðj endur og framkvæmdamenn Jón Böðvarsson: Akranes. Frá landnámi tJ11885. Akranosi. Prentverk Akraness 1992. 336 bls. Þetta rit Jóns Böðvarssonar um Akranes hefur að ýmsu leyti sérstöðu meðal íslenskra rita um byggðasögu, ekki síst vegna þess hve Iítið höfund- ur gerir af því að beita fræðilegum að- ferðum við viðfangsefnið. Hér er í raun um að ræða þætti úr sögu land- svæðisins á milli Grunnafjarðar og Hvalfjarðar og mesta áherslu leggur höfundur á persónusöguna, þ.e. sögu lega skrifaðir og ber þar sérstaklega að nefna þann, sem fjallar um Garða- höfðingja á miðöldum. Þar er Sturl- unga aðalheimild höfundar og sýnir hann atburði þessa mikla róstutíma- bils í nýju og oft athyglisverðu ljósi. Þátturinn um Stefánunga er einnig lipurlega skrifaður, en fátt kemur þar nýttfram. Mikið myndefni prýðir bókina og sérstök ástæða er til að nefna ramma- og spássíugreinar, sem notaðar eru til Jón Böðvarsson. að skýra einstök atriði f meginmáli. Hygg ég að mörgum lesanda muni þykja fengur að þessu efni, þótt sjálf- um hafi mér alltaf leiðst slíkur fram- setningarmáti. Því er ekki að neita, að sjálfur hefði ég kosið fræðilegri úttekt á sögu Akraness en þá sem hér er á ferð. Svæðið er söguríkt, kemur mikið við þjóðarsöguna, og með ítarlegri rann- sókn á frumheimildum hefði vafa- laust mátt bregða birtu á ýmsa þá þætti íslenskrar sögu, sem enn eru mósku huldir. Það var ekki gert, en megináhersla lögð á það sem kalla mætti alþýðufróðleik um sögu Akra- ness. Ætti enginn, sem vill leita slíks fróðleiks um Akranes og þá fyrir- menn sem þar bjuggu á liðnum öld- um, að verða svikinn af þessu riti. Jón Þ. Þór Bókmenntir einstaklinga, sem fyrirferðarmiklir urðu í samtíð sinni og sögur eru af. Eini eiginlegi alþýðumaðurinn, sem eitthvað er fjallað um að ráði, er Jón bóndi Hreggviðsson á Reyni, en af honum er mikil saga og kunnar heimildir. Bókin hefst á kafla, sem ber yfir- skriftina Landlýsing og er þar fjallað um jarðfræði svæðisins, landkosti, land- og fjörunytjar, samgöngur, ör- nefhi, fornleifar, þjóðtrú og sögur. Þessu næst greinir frá landnámi á Akranesi, en eftir það snýst frásögnin að verulegu leyti um hófðingjaættir, sem þar sátu: Garðahöfðingja, afkom- endur Þórðar Guðmundssonar lög- manns á Innra-Hólmi og Stefánunga. Um almenna sveitarhagi, útgerð og atvinnuhætti er fjallað í miklum mun styttra máli, en þó ber að geta fróð- legs þáttar um umsvif Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar á Akranesi. Margir þessara þátta eru skemmti- Akranes.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.