Tíminn - 26.03.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 26.03.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 26. mars 1993 Efni fyrir 4.300 kr. í kransakökur sem kosta um 9.800 til 15.800 kr. í bakaríum í Reykjavík: Upp í 6.000 kr. verðmunur milli bakara borgarinnar Allt að 80% verðmunur, kom í ljós milli bakaría í verðkönnun sem Neyt- endasamtökin gerðu á kransakökum í 25 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis munaði alit að 6.000 krónum á verði einnar 24ra hringja kran- saköku, sem kostaði rúmar 9.800 kr. í Breiðholtsbakam en rúmar 15.800 kr. í bakaríinu Austurveri. Þeir sem eru að undirbúa ferming- arveislur geta því sparað sér mörg þúsund krónur með því að bera saman verð áður en þeir ákveða kaup. Allra mestur er þó sparnaður þeirra sem baka sjálfir. Efni í 24ra hringja kransaköku kostar aðeins um 4.300 kr., með styttu, konfekti, rafmagni og öllu saman, þ.e. frá 5.500 kr. til 11.500 kr. minna heldur en slík kaka kostar í bakaríi. Könnunin leiddi líka í Ijós að það reyndist erfitt, m.a.s. fýrir Neyt- endasamtökin, að bera saman verð á kransakökum miðað við magn. Fæst bakaríin gátu sagt um hvað kökurn- ar þeirra voru þungar. Þau gátu samt sagt hvað þær voru fyrir marga gesti. Sú viðmiðun virtist þó afar mismunandi. Þannig var 20 hringja kaka t.d. gefin upp sem 30 manna kaka í einu bakarí. í öðrum bakar- íum átti hún að duga fleirum og jafnvel dæmi um að þetta væri sögð 55 manna kaka í einu bakaríinu. Samanburður Neytendasamtakanna miðast við fjölda hringja. Þeim sem gera vilja verðsaman- burð á kransakökum er þó bent á að það er oft ekki nóg að spyrja um verð, heldur er þar margt sem þarf að athuga. í sumum tilvikum gefa bakarí upp verð án styttu sem skreytir kökuna. Einnig er bent á, að vissara er að spyrja um útfærslu á skreytingu, sem getur verið mjög mismunandi frá einu bakaríi til ann- ars. í sumum tilvikum fylgir t.d. konfekt með á bakkanum en í öðr- um aðeins það sem notað er til skrauts á kökuna sjálfa. í sumum til- vikum er líka akstur á kökunni heim til kaupenda innifalinn í verði og einnig kransakökubitar í nokkrum tilfellum. Kransakökur reyndust til í öllum stærðum, frá 12 hringja og upp í 27 hringja. Algengustu stærðirnar virðast þó; 16,18, 20 og 24 hringja. Hæsta og lægsta verð, og hlutfalls- legur verðmunur þeirra reyndist sem hér segir: Hringin Lægsta Hæsta Munur verð kr. verð kr. % 16 5.120 kr. 7.975 kr. 56% 18 6.170 “ 11.100 " 80% 20 7.760 “ 13.015 “ 68% 24 9.840 “ 15.815 “ 61% Samkvæmt útreikningum Neyt- endasamtakanna kostar hráefni í 16 hringja köku með öllu tilheyrandi u.þ.b. 2.200 kr„ í 20 hringja köku um 3.350 kr. og í 24ra hringja um 4.300 krónur. Breiðholtsbakarí átti lægsta verðið á þeim fjórum stærðum sem þar fengust; 14, 17, 20 og 24 hringja á verði frá 3.930 kr. til 9.840 kr. Nýja kökuhúsið var hins vegar með hæsta verðið á öllum sínum stærð- um; 14, 17, 19, 21 og 23ja hringja, frá 7.110 kr. og upp í 15.260 kr. Athygli vekur, að 18 og 19 hringja kökur eru í mörgum tilfellum dýrari heldur en 22ja hringja kökur. Þá má geta þess, að Árbæjarbakarí, Borgar- bakarí, Kökubankinn og Myllan neituðu að veita Neytendasamtök- unum umbeðnar verðupplýsingar. -HEI Nefnd um bætta rekstrarstöðu ferðaþjónustu skilar ekki áliti vegna ágreinings: Ekki ný lög um ferðaþjónustu Halldór Blöndal . samgönguráð- herra sagði á Alþingi að ekki væri von á frumvarpi frá sér um ferða- mál. Ástæðan sé meðal annars ágreiningur milli sín og fjármála- ráðherra um tekjuöflun til ferða- mála. Halldór upplýsti ennfremur að engar líkur séu á að nefnd sem hann skipaði fyrir rúmu ári, til að Aðalfundur Gigtarfélags íslands: Framtíðarstefna Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður haldinn í Borgartúni 6 laug- ardaginn 27. mars næstkomandi. Meðal dagskráratriða verður mál- þing um framtíðarstefnu Gigtarfé- lags íslands og verður það öllum op- ið. Aðalfundurinn verður haldinn í framhaldi af málþinginu. Á málþinginu flytja níu frummæl- endur erindi þar sem þeir segja álit sitt á því hver meginstefna og verk- efni félagsins eigi að vera á komandi Irum, en þeir eru Júlíus Valsson gigtarsérfræðingur, Kristján Steins- son gigtarsérfræðingur, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari, Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari, Jóhanna Ingólfsdóttir, ÞóraÁmadóttirhjúkr- unarfræðingur, Ingibjörg Sveins- dóttir, Þórarinn Sigurjónsson og Svavar Kristinsson, framkvæmdar- stjóri félagsins. Málþingið verður eins og áður sagði haldið á morgun, Iaugardag- inn 27. mars og hefst klukkan 14. -PS Verkamannafélagið Hlíf Sumarorlof Þeir félagsmenn Hlífar, sem hug hafa á að dveljast I sum- arhúsum eða orlofsíbúðum félagsins næsta sumar, eru beðnir að sækja um það fyrir 15. apríl nk. Félagið á eitt sumarhús í Ölfusborgum og þrjú við Húsa- fell í Borgarfirði. Þá á félagið tvær orlofsíbúðir á Akureyri. Eins og undanfarin sumur er gert ráð fyrir vikudvöl. Ef fleiri umsóknir berast en hægt verður að sinna, munu þeir ganga fyrir sem sækja um í fyrsta sinn. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkur- vegi 64. Símar 50987 og 50944. gera tillögu um bætt rekstrarskil- yrði fyrir ferðaþjónustu á íslandi, skili sameiginlegu nefndaráliti. Þessar upplýsingar komu fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni (Alb.) um ferðamál. Sú nefnd sem skipuð var til að gera tillögu um bætt rekstrarskil- yrði ferðaþjónustu á íslandi tók til starfa áður en ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákvað að leggja 14% virðisaukaskatt á íslenska ferðaþjónustu. í nefndinni á m.a. sæti Steingrímur Ari Arason, að- stoðarrnaður fjármálaráðherra, en hann hefur verið talsmaður þess að ferðaþjónustan greiði virðis- aukaskatt. Steingrímur J. Sigfússon sagði greinilegt að ráðherra hafi verið borinn ofurliði í ríkisstjórninni. Það sé ömurleg niðurstaða að ekk- ert eigi að gera til að bæta stöðu ferðaþjónustunnar, en samgöngu- ráðherra hafi í upphafi ferils síns lýst því yfir að hans helsta mark- mið væri að bæta stöðu hennar. - EÓ Bjöm Ágúst Einarsson lögreglumaöur t.v. ásamt Hannesi Guö- mundssyni frá Securitas (i miðið) og Hannesí Guðmundssyni frá Vara. Tímamynd Amí BJama Tvö öryggisgæslufyrirtæki og Reykjavíkurlögreglan: Þjófavarnir fyrir heimili Öryggisgæslufyrírtækin Varí og Securitas hafa afhent forvama- deild ReykjavikuriÖgreglunnar sýnishom af algengasta búnaði fyrir heimili til að verjast innbrot- um. Framvegis gefst fólki því kostur i að skoða búnaðinn og kynna sér möguieika á því að veija heimili sín fyrir innbrotafófld. Búnaðin- um hefur verið komið upp hjá for- vamadefld lögregiunnar í lög- reglustöðinni við Hiemm. Fjárhagsáætlun Selfossbæjar samþykkt: Fjárfestingar og viðhald upp á hálfan milljarð kr. Fjárhagsáætlun Selfossbæjar fyrir þetta ár einkennist af framkvæmda- vflja bæjarstjómar, þrátt fyrir nei- kvæð áhrif aðgerða ríkisvaldsins á rekstrarafkomu bæjarins, sagði Karl Björasson, bæjarstjóri á Sel- fossi, efnislega þegar hann fylgdi fiárhagsáætlun bæjarins úr hlaði. Aætlunin var samþykkt á fundi bæj- arstjómar nýverið. Heildartekjur bæjarsjóðs fyrir þetta ár eru áætlaðar 381,6 milljónir kr. Að teknu tilliti til rekstrarútgjalda, fjármagnsgjalda og -tekna sem og nettó afborgana af lánum, er tekju- afgangur til fjárfestinga í kringum 72,6 milljónir kr. Nettó fjárfestingar eru áætlaðar 88,9 milljónir kr. þann- ig að rekstrarafkoma bæjarins verð- ur neikvæð um 12,7 milljónir kr. Ráð er fyrir gert að skuldir bæjar- sjóðs aukist um 44 milljónir kr. á ár- inu en bæjarstjóri telur að þar sé engin hætta á ferðum hvað varðar áframhaldandi góða fjárhagsstöðu bæjarins. Bæjarsjóður Seifoss áætlar að veita 224,2 milljónum kr. til fjárfestinga og viðhaldsframkvæmda en ef bætt er við hlut bæjarins í íbúðum fyrir aldraða sem verið er að byggja, við- byggingu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands og væntanlegum sorphaug- um í landi Kirkjuferju í Ölfusi, nema heildaríjárfestingar bæjarins og við- hald tæpum hálfum milljarði á þessu ári. Þrjú fyrrnefnd sérverkefni verða fjármögnuð með sérstökum lánum. -SBS Selfossi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.