Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 21. apríl 1993 Guðni Ágústsson, alþm. og formaður bankaráðs Búnaðarbanka, segir sparnaðinn vera að renna frá bönkunum til ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna. Forsætisráðherra segir: „Gengisfell ingarkórinn veldur vaxtahækkun" Tvítug stdika lést þegar bÖl sem hún var farþegi í valt í nágrenni Sauöárferóks um síðustu helgi. Talíö er aö stólkan hafi látist sam$tundis er hún Icastaöist út úr bifreiðinni. í bílnum voru auk ökumanns tveir aðrír far- þegar sem sluppu án teljandi meiösla. Stútkan hét Hrafnhildur Jóns- dðttir og var búsett á Sauöár- króld. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að kröfur um gengisfell- ingu í síðari hluta marsmánaðar hafi orðið til þess að vextir rík- isverðbréfa lækkuðu ekki eins og vonir stóðu til. Umrædd vaxtahækkun átti sér staö sama dag og Seðlabankinn tilkynnti um sérstakar aðgeröir sem miðuöu að því að lækka vexti. For- ráðamenn bankans vonuðust eftir aö vaxtalækkunin gæti orðið allt að 1%. „Ég er þeirrar skoðunar að sú háværa krafa um gengisfellingu sem kom fram einmitt á þeim dögum sem út- boðið stóð yfir hafi verið til þess fallin að skapa mikla óvissu. Hún hafi ekki verið til þess fallin að menn treystu sér til þess að kaupa vexti í þrjá til sex mánuði fram í tímann með lækkun í huga. Þessi gengisfellingarkór skapaði þessa óvissu og leiddi tii hærri vaxta,“ sagði forsætisráðherra. Hann tók fram að þetta væri einungis sín persónu- lega skoðun á þessari vaxtahækkun. Seðlabankinn tilkynnti 24. mars um ákvarðanir sem áttu, að sögn forráða- manna bankans, að leiða til umtals- verðar vaxtalækkunar. Sama dag voru opnuð tilboð í ríkisbréf og hækkuðu vextir í þessi bréf úr 12,4% í 12,43%. Sama dag hækkuðu vextir á húsbréf- um einnig um 0,05%. Guðni Agústs- son (Frfl.) og formaður bankaráðs Búnaðarbanka spurði forsætisráð- herra hvers vegna þetta gerist. Um ástæðuna fyrir háum vöxtum hér á landi sagði Guðni: „Hér er verið að bjóða sparifjáreigendum, sterkríkustu mönnum þessa lands, vaxtatilboð sem eru eins og útián bankanna í dag. Við sjáum að spamaðurinn er að hverfa frá bönkunum, sem verða að standa undir atvinnulífi landsmanna, yfir til ríkissjóðs,“ sagði Guðni Ágústsson. Þessu til staðfestingar nefndi Guðni tölur um hvemig inniánsmarkaður hefur verið að breytast síðustu ár. Frá árinu 1990 til ársins 1992 jukust inn- lán bankakerfisins úr 144 milijörðum í 170 milljarða. Innlán lífeyrissjóð- anna jukust úr 118 milljörðum í 171 milljarð á sama tíma. Ríkissjóður hef- ur stækkað hlut sinn á þessum mark- aði úr 52 milljörðum árið 1990 ( 105 milljarða árið 1992, þar af em húsbréf 36 milljarðar. Guðni sagði þessar töl- ur sýna að það séu lífeyrissjóðimir og ríkissjóður sem ráði vaxtastiginu í landinu. -EÓ Timburhús eldi að bráð Eldsvoði varð í Reykjavík síð- degis i gær er tvflyft timburhús að Bergstaðastræti 45 varð al- elda. SÍökkviliðiö í Reykjavík var kallað út um kl. 18 í gær. Er síðast fréttist var altt tiitækt lið slökkviliðsins að vinna að siökkvistarfi. Eldsupptök era ókunn en tnáiið er í nuuisókn. Núverandi þekking útilokar ekki að forðaberg fyrir gas eða olíu sé að w finna úti fyrir Norðurlandi: Ur því fæst ekki skor- iö án rannsókna Á vorráðstefnu Jaröfræðafélags ís- lands í Norræna húsinu í gær kom m.a. fram að núverandi þekking á gerö setlagastaflans og sprungu- og eldvirknisögu landgrunnsins útilok- ar ekki að forðaberg fyrir gas eða ol- íu sé að finna úti fyrir Noröuriandi. Eins og kunnugt er þá fannst hér óvænt um árið lífrænt gas í Öxarfirði sem gaf vísbendingu um að olía eða jarðgas kunni að finnast í setlögum á norðausturlandi. Skýringar á hinu lífræna gasi í Öxarfirði kunna þó að eiga sér aðrar skýringar en í olíu og m.a. að það sé ættað úr surtabrand- slögum. Til að rannsaka þetta frekar verða væntanlega framkvæmdar endurkastmælingar þar nyrðra í sumar og síðan er hægt að kanna út- breiðslu gassins með sýnatökum úr eins til tveggja metra djúpum hol- um. Einnig er hægt að kalnna Tjöme- slögin í sama tilgangi og þvínæst með borunum. Hinsvegar telur Hollendingurinn David L. Loftus það afar ólíklegt að náttúrlegar auðlindir eins og td. olíu sé að finna á landgrunninu við ísland en útilokar þó ekkert í þeim efnum þótt möguleikamir séu ekki miklir. Aftur á móti kunna að vera þar Guðmundur Ó. Friðleifsson Tímamynd Aml Bjama málmar sem hægt sé að nýta í fram- tíðinni. „Sem stendur er olíuverð frekar lágt þannig að það er ekki líklegt að menn vilji fjárfesta mikið í þeim efn- um. Hins vegar er alveg sjálfsagt og skynsamlegt að skoða dæmið í róleg- heitum, halda því vakandi en ekki svæfa það og leita eftir samstarfi við erlenda aðila," sagði Guðmundur Ó. Friðleifsson. í erindi sínu á vorráðstefnu Jarð- fræðafélags Islands um það hvort ol- íu sé að finna á íslenska landgrunn- inu kom m.a. fram að hingað til hef- ur það verið talið ósennilegt að olfa fyrirfinnist í jarðlögum hérlendis sökum þess hve landið er ungt. í er- indi Guðmundar kom fram að nýleg- ar erlendar rannsóknir á jarðhita- og olíusvæðum hafa sýnt að olía getur myndast á nokkur þúsund árum við tiltölulega hátt hitastig, um 130-150 gráður á Celsíus. Þetta hefur styrkt marga í þeirri trú að olíumyndun við ísland sé ekki óhugsandi í ljósi hás hitastiguls og mikilla jarðhitavirkni. „Olfa getur hafa myndast hér tím- ans vegna og hann er nægilega lang- ur þegar jarðhitinn er annars vegar til að hita upp lífrænar leifar. Því er hins vegar ósvarað enn hvort nægj- anlegt magn af lífrænum leifúm sé í setlögunum og einnig hvort þær séu af réttri gerð. Á meðan það er ekki skoðað verða þetta eilífar spurningar hvort olíu sé að finna hérlendis eða ekki,“ segir Guðmundur Ó. Friðleifs- son. -grii LEIGUFLUG - ÚTSÝNISFLUG - SJÚKRAFLUG Aætlunarflug til: Bakkafjarðar - Vopnafjarðar - Borgarfjarðar Breiðdalsvíkur - Hornafjarðar - Reykjavíkur HAFIÐ SAMBAND VIÐ UMB OÐSMENN OKKAR OG KYNNIÐ YKKUR AFSLÁTTARVERÐIN! Tfmamynd Áml Bjama David L. Loftus Fjármálaráðherrar EB og EFTA ræða um að- gerðir gegn atvinnuleysi: Aðgerðir mega ekki auka hallann á ríkissjóði Nýlega lauk i Lúxemborg sameiginlegum fundi fjármálaráö- herra EFTA og EB um aögerðir til að draga úr atvinnuleysi. Friörik Sophusson fjármálaráöherra sat fundinn fyrir islands hönd. Ráöherramir voru sammála um aö leggja áherslu á al- mennar aðgeröir í baráttunni gegn atvinnuleysi. Viöbótarút- gjöld og aukinn hallarekstur á ríkissjóöi gerði aðeins illt verra. Þetta var í fyrsta skipti sem fjármálaráðherrar allra þessara ríkja halda sameiginlegan fund. Ekki var rætt á fúndinum um að fara nýjar leiðir í baráttu gegn atvinnuleysi. Lögð var áhersla á að vinna gegn at- vinnuleysi með langtímaað- gerðum. Skammtímaaðgerðir sem miðuðu að auknum ríkis- útgjöldum dygðu ekki og væru allt eins líklegar til að auka at- vinnuleysi þegar fram f sækti. Hins vegar væri hugsanlega hægt að vinna gegn atvinnu- leysi með því að breyta for- gangsröð innan ramma fjár- laga. A fundinum var rætt um aukn- ar fjárfestingar sem leið til að bæta atvinnuástand, en lögð var áhersla á að auknar fjárfest- ingar yrðu einnig að eiga sér stað hjá einkaaðilum. I sam- bandi við auknar opinberar framkvæmdir var helst rætt um framkvæmdir í vega- og sam- göngumálum. Friðrik Sophusson hélt ræðu á fundinum og lýsti stuðningi við þann grunntón sem kom fram að nauðsynlegt væri að styrkja almennan grundvöll efnahags- lífsins og örva þannig hagvöxt með varanlegum hætti. Friðrik vakti athygli á því að í flestum ríkjum Evrópu væri umtals- verður halli á ríkisfjármálum sem heldur vöxtum tiltölulega háum. Þetta takmarki svigrúm sem hægt sé að beita í ríkisfjár- málum og kalli því fremur á breyttar áherslur í ríkisútgjöld- um en aukin útgjöld. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.