Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 21. apríl 1993 Tíininn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ofbeldi Það er að verða nær daglegt brauð að heyra fréttir af of- beldi í fjölmiðlum. Það sem ískyggilegt er varðandi þessi mál, er að alvarleg ofbeldisverk má rekja til sífellt yngri aldurshópa. í gær mátti lesa í DV fréttir þess efnis að tveir 11 til 12 ára drengir hefðu ráðist á unga móður á Seltjarnarnesi sem hafði komið börnum sínum til hjálpar við áreiti þeirra. í viðtali við Tímann á laugardag segir Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, að dæmi séu þess að unglingar aki um borgina í leit að fórnar- lömbum, og sífellt yngri einstaklingar beiti alvarlegu ofbeldi. Við þessar fréttir verður þeirri hugsun ekki var- ist, hver framtíðin verði þegar þessum sömu börnum og unglingum, sem hafa vanist hinum harða heimi ofbeld- is og barnæsku, vex fiskur um hrygg og komast til full- orðinsára. Viðtalið við Arthúr Morthens sem birtist í Tímanum síðasta laugardag var athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þar nefnir hann nokkrar orsakir sem að hans mati vega þungt í þeirri óheillaþróun ofbeldis og afbrota sem nú á sér stað. Atvinnuleysi unglinga fer sívaxandi. Kuldi, afskiptaleysi og firring í þjóðfélaginu vex sömu- leiðis. Félagslegt öryggisnet í kringum börnin hefur gliðnað mjög, skilnaðartíðni foreldra hefur aukist og samskipti barna og fullorðinna hafa minnkað mjög. Þá varð honum tíðrætt um ofbeldismyndirnar í sjónvarpi og á myndböndum og áhrif þeirra á börnin og ungling- ana. Það er auðvitað mikil nauðsyn á því að efla meðferðar- stofnanir fyrir unglinga og finna úrræði fyrir börn sem lenda í alvarlegum afbrota- og ofbeldismálum. Ekki er síður þörf á því að greina rætur þessa vanda og orsakirn- ar. Gengdarlaust lífsgæðakapphlaup og firring af þeim sökum í samfélaginu á áreiðanlega drjúgan hlut í minni samveru og samskiptum barna og fullorðinna. Nú er kominn nýr þáttur, sívaxandi atvinnuleysi með öllum þeim félagslegu vandamálum og fjárhagsvandræðum sem því fylgja. Arthúr Morthens telur að atvinnuleysi unglinga nálgist nú 15% sem er geigvænleg tala. Stjórnmálamenn eiga mjög bágt með það að nálgast efnahagsmál út frá sjónarhóli fjölskyldunnar og velferð- ar venjulegs fólks. Efnahagsmálin eru yfirleitt rædd út frá allt öðrum forsendum. Það verður að taka þessi áhrif með í reikninginn þegar efnahagsaðgerðir eru ákveðnar. Atvinnuleysi, háir vextir, skortur á öryggi, stórfelld fjár- hagsvandræði heimilanna. Allt er þetta vítahringur sem leiðir til mikilla vandamála og hrindir þeim einstakling- um sem veikastir eru fyrir út úr samfélaginu og getur að lokum leitt til gífurlega kostnaðarsamra úrræða þegar þeir eru orðnir niðurbrotnir og það þarf að taka þá end- anlega úr umferð. Þær spurningar vakna auðvitað hvers virði það helga tjáningarfrelsi, sem við teljum okkur til þróaðra lýðræð- isþjóða hælum okkur af, sé þegar það er notað til þess að sýna linnulaust ofbeldi og afbrigðilegan óþverraskap bæði í sjónvarpi og á myndböndum. Fréttir berast af því að í Bretlandi og Bandaríkjunum kalli þessi faraldur nú á viðbrögð og vonandi verður framhald þar á. Æ fleiri eru nú að vakna til umræðu um þessi mál og má í því sambandi benda á samnorræna ráðstefnu ungs miðflokkafólks á Hallveigarstöðum um síðustu helgi. Það er góðs viti ef viðtakandi stjórnmálamenn láta þessi mál til sín taka, með meira sannfærandi hætti en þeir sem valdið hafa nú. ,Jíann misminnir þar sennilcga. í>að er oft sem ráðherra fær svona brcf, ks þau ekki nákvæmlega og sendír þa« síftan út í ráðuneyti til ert óeðHlegt þótt hann muni þctta ekki. Bréfið er stðað t3 hans og iagt iiut tO hans,‘f Pannig farast Knútí Hallssyni, fyrrverandi rúðu- neytísstjóra, oið í viðtali við 1'ím- ann í gær. Þessar y&týsingar Knúts em iwjasta innleggið í fars- ann sem gengur undir nafninu ifaafhsmáiiö. Því er Knútur dreg- maöur sent r&ðherra hefur sagt ábyrgan fyrir hrefaskriftum ráðu- neytislns við Hrafn Gunniaugssoo annars vegar og fyrir hagsmuna- gæshr fyrir Hrafh gagnvart Nor- ræna Qárfestingarsjóðnum hins vegar. Káðherrann hefur gefið út ýmsar útgáfur af vitneskju sinni úm þessi ntál, en samkvæmt end- er að fullyrðaað þetta tnál er einstakl í ís- knskri stjóm- mála- og stjórnsýsíu- sögu og eni —r------------ síðustu við- ólafúr G. brögð ráðu- Einarsson neytisstjórans til marks um það. Velþekkt fyrir- bæri í vestraenni lýðiæðisstjóm- sýshi er það sem gengið hefur undir nafninu ,Já, ráðherrar ' * vísar tfl þess að embættísmcnn og ráðuneytisstjórar raða þvf sem þeir vflja ráóa, en láta flta svo út sem ráðhmann haf! haft eitthvað um mátíð að segja- Satt að segja var Garri farinn að halda að þessar bréfaskriftir allar vacru einmitt daemi um „Já, ráðherra“- af- greiðslu, þar sem Ólafi garminum eingöngu cmhættismaður að ævi- starfi, heldur lika að upplagi og ættismenn, sem alla tíð hafa sam- sinnt ráðherrum sútum, eru famir að rífa kjaft þá er eitthvað meira en Hitt, sem sannfærði Garra tim að hcr væri ekki um einfaidan emb- ættismannahroka að raeða, er að stjómarmeirihlutinn á að sik&ftinn var skcður. Ef ráðherr- ann hefití vitað af bréfaskriftum ráðuneytísstjóra síos, kveðst hann ekld mundu hafa heimilað þær, frekar en hann hafi orðiðviö öllög- um þessa sama ráðuneytísstjóra og hann hafi því veriö pólitískt fómariamb nómenktatúrunnar sem kaflar sig embættísmenn. ur frekari umræður um máiið, með því að vísa frá tíiiögu um Hrafnsmálið aitt f sínu rétta þjóð- Ef málið snerist einfaldlega um hvort séu miili aðila, hefbi ekkert mæfl á móti því að setia þingncfnd i mái- ið. £n það gætí hins vegar verié verra að hafe þiugnefhd í málinu, ef hún ætlaði að skoða eJnkavina- væðinguna í aflri sinni dýrð. Og vegna þess að einkavinavæðingin er Ijósfæfln vfldn menn * svo einfalt virðist vera.: Hrafn á fundi norrænna menntamálaráðherra f desember. Einstakt mál Nú hefur ráöuneytisstjórinn upp- lýst að ráðherra fékk bréfíð frá Hrafni inn á sitt borð og að það hafi verið fjöldi manns í raðuneyt- inu sem vissi af bréfinu sem sent var Nonræna kvikmyndasjóðnum. Jafnframt neitar ráðuneytísstjór- tttn því alferið að hafe lagt til að ráðhetrann legðist f hagsmuna- gæslu fyrir Hraftt á norræna ráö- herrafundinum. sem sannfærði Garra um að svo einfait gat mátíð ekki veríð. Ljósfæíni einkavina- eru það óveiflulega hvöss viðbrögö ráðuneytisstjór- ans, sem veröa að teljast hörð þratt fyrir að hann sé fyrrverandi emb- ættísmaður. Þar var ekkert „Já, raðherra“. Þvert á móti hijómar hátt og skýrt ,JVei, ráðberra“ frá manni sem er ekki síður embætt- ismaður en sjálfur Heimir Steins- haldiö er á málum í menntamála- raðuneytínu gagnvart kvikmynd- um og kvikmyndageröarmönnum f landinu, þá magnast enn sú al- menna í séu ráðherra og ráðuneytinu pótít- ískt þóknanlegir og aðrir ektri Lausafregnir ftá aðstandendum eriendra kvflonyndahátfða um að menntamálaráðuneytió á ísiandi vflfl stjóma því hvaða myndir ts- lenskar útiendingarnir eigi aö velja til keppni, auka enn á tortryggni gagnvart kvikmvndastefnu ráðtt- neytisins, hinni opinberu kvik- Gani Á bandi friðarins Allt síðan Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að NATO væri orðið friðarbandalag og gæti allt eins átt eftir að gegna þýðingarmiklu hlut- verki í öryggisgæslu alls heimsins, hafa sumir flokksmenn hans keppst við að afneita svona villu- ráfandi skoðunum. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hélt sérstakan fund til að friða frið- arsinnana, sem ávallt leggja holl- ustu við kommúnismann og frið- arvilja að jöfnu. Opinber niður- staða þess fundar er Salómons- dómur, sem formaður þingflokksins flytur þjóðinni af miklu hugrekki í gegnum fjöl- miðla. Sú niðurstaða er sáraeinföld. Ól- afur Ragnar meinti ekki það sem hann sagði, og ekki ber að skilja það sem hann sagði eftir orðanna hljóðan, vegna þess að í munni hans þýða orðin eitthvað allt ann- að en það sem almennt er talið að þau merki. Því segir Ragnar Arnalds að það sé óskhyggja fjölmiðlamanna að skilja orð og boðskap formanns Al- þýðubandalagsins um NATO á þann veg sem hann kaus sjálfur að koma honum á framfæri. Hafa ber í huga að þetta er opin- ber túlkun þingflokksins á orðum formanns flokksins og er ekki á færi annarra en innvígðra allaballa og þjálfaðra kremlólóga að skilja hana. Ólafur Ragnar ítrekaði aftur á móti skilning fjölmiðlamanna á orðum sínum í ágætum sjónvarps- þætti, þar sem ekki gekk hnífurinn á milli hans og Bjöms Bjamason- ar, formanns utanríkismálanefnd- ar, þegar þeir röbbuðu um öryggis- mál íslands, Evrópu og alls heims- ins, en þar ætla þeir Atlantshafs- bandalaginu mikið hlutverk í framtíðinni. Jón Baldvln Ólafur Ragnar Skípt um hlutverk Þrátt fyrir þá niðurstöðu þing- flokks allaballa, að ekkert mark sé takandi á orðum Ólafs Ragnars, þar sem hann meinar allt annað en hann segir, komast skilaboðin greinilega til réttra aðila. C á V j « tog bieitt Jón Baldvin Hannibalsson skrifar leiðara Alþýðublaðsins í gær undir fyrirsögninni „Sinnaskipti Ólafs Ragnars". Þar segir að með því að formaður Alþýðubandalagsins hafi lýst því yfir að með breyttri skipan heimsmála hafi eðli NATO breyst og bandalagið fái nýtt hlutverk í öryggiskerfi þjóðanna og að NATO sé friðarbandalag breyti viðhorfum á vinstri væng íslenskra stjóm- mála. Þá minnir Jón Baldvin á að alla- ballar séu að breyta afstöðu sinni til efnahgsmála og séu að komast á slóð Alþýðuflokksins í því frjáls- lyndi öllu. Og formaður Alþýðuflokksins er reiðubúinn að treysta bræðra- böndin. Hann segir að hljóti hin nýju viðhorf brautargengi í flokki Ólafs Ragnars, verði mtt á brott síðustu leifum djúpstæðs hug- myndafræðilegs ágreinings á milli flokkanna tveggja. „Breyttar aðstæður á vettvangi al- þjóðamála hafa þannig skapað jarðveg fyrir nýja samræðu milli jafnaðarmanna og sósíalista á ís- landi, sem um síðir gæti leitt til breytinga á flokkaskipan á íslandi." Á rauðu ljósi Nú á greinilega að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið, þegar Ólafur Ragnar og Jón Baldvin þeystu um landið á rauðu ljósi og héldu sameiginlega fundi um sam- eiginleg áhugamál. Vonandi er púðrið í flugeldum Ámunda ennþá ódeigt, því fundahöldin á rauðu ljósi hófust með því að Ámundi flokksrótari skaut upp rakettum og var boðskapur fóstbræðranna, sem þá vom, fluttur undir skini eldglæringa af himni. Síðan hafa ríkisstjómir komið og farið og þeir fóstbræður ekki alltaf verið samstíga á ljósunum, en nú hafa þeir báðir séð hvflíkri friðar- birtu stafar af Atlantshafsbanda- laginu og þar með tileinka þeir sér sameiginlega hugmyndafræði í ör- yggis- og vamarmálum. Miðstýrt efnahagskerfi á ekki lengur upp á pallborðið hjá staffímgustu sósíal- istum, hvað þá mönnum með eins liprar skoðanir og þeir formenn sósíalistaflokkanna á íslandi hafa. Jón Baldvin spáir breytingu á flokkaskipan á íslandi eftir að Ólaf- ur Ragnar sá friðarpúðrið í NATO. Ekki fer á milli mála hverjum hann ætlar stóra hluti í því fram- tíðarríki og verður gaman að fylgj- ast með hvor reynist kjaftstærri, þegar Alþýðuflokkurinn ber sig til að gleypa Alþýðubandalagið og öf- ugt. Þá verður friðarsinnum hollast að halda sig fjarri vettvangi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.