Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur21. apríl 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK Hafnarborg, Hafnarfiröi Berglind Sigurðardóttir hefur opnað málverkasýningu í Kaffistofu Hafnar- borgar. Á sýningunni verða olíumálverk og pastelmyndir unnar á síðasta ári. Berglind lauk námi frá MHÍ árið 1990 og hefur unnið að list sinni síðan. Hún hefur haldið sýningu á verkum sfnum í húsakynnum Menntamálaráðuneytisins við Sölvhólsgötu. Á sama tíma opnaði Gunnar Ásgeir Hjaltason málverkasýningu í Hafnar- borg. Hann sýnir málverk unnin með akryl, vatnslitum og þurrkrít. Sýningin er að hluta til yfirlitssýning, en elsta myndin er frá árinu 1933. Gunnar stundaði nám við teikniskóla Bjöms Bjömssonar og Marteins Guð- mundssonar 1933-1942. Gullsmíði nam hann hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943-1947. Báðar sýningamar eru opnar frá kl. 12- 18 alla daga nema þriðjudaga og standa til 3. maí. Félag eldri borgara Vetur kvaddur í Risinu í kvöld kl. 20. Skemmtiatriði og dans. Á morgun, sumardaginn fyrsta, er lokað í Risinu. Laugardag kl. 10 fara Göngu-Hrólfar frá Risinu í fyrstu sumargönguna. Átthagafélag Strandamanna Á sumardaginn fýrsta, 22. aprfl, kl. 17 heldur kór Átthagafélags Strandamanna f Reykjavík vortónleika sína í Breiðholts- kirkju í Mjódd. Stjómandi er Erla Þór- hallsdóttir. Undirleikari Laufey Kristins- dóttir. Tónleikar í Kópavogskirkju f kvöld kl. 20 verða tónleikar f Kópavogs- kirkju á vegum Tónlistarskóla Kópavogs. Þá verður einsöngur og leikið á flautur, píanó, selló, gítar, klarinettu og fiðlu. Leikin verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Schubert, Charpentier, Bach, Sor, Mercadanto, Schumann, Mozart og fleiri. Aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. BLAÐBERAVÁNTAR) ÁRMÚLA - SÍÐUMÚLA SUÐURLANDSBRAUT Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 Sumarfagnaður framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn í hinum glæsilegu húsakynnum á Hótel Borg miðvikudaginn 21. aprfl (síðasta vetrardag) og hefst kl. 19.30. Girnilegur kvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur á eftir. Miðaverð kr. 3000 Miðapantanir og sala fer fram á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 18 , sími 624480. með kurt og pí og fögnum sumri í góðra vina hópi. Og hana nú! Skemmtilega nefndin. Sean Penn í gönguferö meö kærustunni Robin Wright og dótturinni Dyian. Enginn hasar og áflog hér. Umhyggjusamir pabbar Hér eru tveir harðjaxlar, sem hafa skapað sér þá ímynd að þeir séu kaldir karlar sem forðist það eins og heitan eldinn að láta konur bræða hjarta sitt. Þó er ekki ann- að að sjá en einmitt það hafi gerst, ungar dömur, ekki háar í loftinu, virðast hafa náð taum- haldi á þessum töffurum! Sean Penn var lengi vel frægast- ur fyrir ólæti og áflog, auk þess sem hann er eini eiginmaður Madonnu fyrr og síðar. Þá gengu öldurnar að sjálfsögðu hátt, þau bæði skapmikil og gefin fyrir að láta bera á sér. En nú er því líkast sem Sean sé farinn að róast. Fyrir skömmu sást til hans í gönguferð milli kvikmyndataka í New York. Förunautarnir voru kærastan Robin Wright og tveggja ára dóttir þeirra, Dylan. Það fór ekki mikið fyrir Sean þá, sem gegndi hlutverki burðarkarls meðan Robin ríghélt í hönd óvit- ans í vægðarlausri umferð New York-borgar. Þá vakti ekki síður athygli um- breytingin á Jack Nicholson, sem orðinn er 55 ára og hefur lengi verið eftirsóttasti piparsveinn kvikmyndaheimsins. Hann bauð þriggja ára dóttur sinni, Lorraine, á körfuboltaleik og tók varla eftir því að uppáhaldslið hans, Lakers í Los Angeles, tapaði kirfilega með- an öll hans athygli var bundin áhugamálum þeirra stuttu. Og takið eftir hvað hann er blíðlegur í framan! Jack Nicholson viröir ekki aörar konur viölits en dótturina Lor- raine og lætur ekki einu sinni trufla sig að uppáhaldsliöiö hans íkörfubolta er aö tapa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.