Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. apríl 1993 74. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Halli í útgerð um 12% og í vinnslu um 7% sem er mun verri staða en sl. haust. Gífurlegur veltusamdráttur vegna minni þorskafla og stutt í að einhverjum fyrirtækjum verði hreinlega lokað. Form. Samtaka fiskvinnslustöðva: Amað hvort loka mem sjálfir eða bankarnir 89 90 91 92 F(l segir raunvexti at- vinnulífs hafa hækkað úr 5% í 11% á síöustu fjór- um árum: „Menn hafa nánast verið að velta við öllum steinum sem þeir geta til að lækka hjá sér kostnað. Maður er auðvitað óskaplega hrædd- ur um framhaldið svo maður tali um afurðaverðið; stendur það í stað eða lækkar, aflaheimildir minnka og vextlr lækka ekki. í þess- ari stöðu er viðbúið að einhverjum fyrirtækjum verði hreinlega lok- að. Annað hvort gera menn það sjálfir eða bankamir og ég er hræddur um að þetta bresti á fyrr eða seinna," segir Amar Slgur- mundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Staðan í sjávarútveginum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn slæm og um þessar mundir. Tálið er að atvinnugreinin sé rekin með 9% halla sem jafngildir um 5 milljörð- um á ársgrundvelli. í útgerð er tap- ið um 12% og í vinnslu um 7%. Ekki bætir það stöðuna nema síður sé sú óvissa sem ríkir um gerð kjarasamninga, verðþróun sjávaraf- urða og hvort botninum sé þá náð í þeim efnum, en frá áramótum og fram í mars féll verð sjávarafurða um 7%. Þá er viðbúið að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði ekki nema 175 þúsund tonn sem er 30 þúsund tonnum minni kvóti en á yfirstand- andi fiskveiðiári. Enn fremur hefur átt sér stað gíf- urlegur veltusamdráttur í atvinnu- greininni sem stafar fyrst og fremst af minni þorskveiðum. Hlutfall skulda miðað við tekjur hefur því einnig breyst. Heildarskuldir sjáv- arútvegar eru taldar vera um 105 milljarðar í það heila en veltan á ársgrundvelli er talin vera 65-70 milljarðar, eða 1 á móti 1,5. Fyrir nokkrum árum var þetta hlutfall 1 í tekjum á móti 1.1 í skuldum. Amar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að það sem hafi snúið beint að sjávar- Heilbrigðisráðherra hefur þegar kynnt hugmyndir um tilvísunarkerfi Tilvísunarkerfi í burðarliðnum Matthias Halldórsson aðstoöartandlsknlrtv. og Páll Slgurðsson ráðuneyt- isstjóri hellbrigölsráðuneytis. Timamynd Ami Bjama Nefnd á vegum heilbrígðisráð- herra ályktar að tilvísunarkerfi eigi rétt á sér sem stýring í heil- brigðisþjónustu til að ekki þurfi að koma til aukning á fjárveiting- um ríkisvaldsins. Einstaklingar geta leitað beint til sérfræðinga en þurfa þá að greiða líklega þriðj- ungi meira fyrir en nú. Gert er ráð fyrir að tilvísunarkerfí verði tekið upp 1. júlí n.k. Engir útreikningar liggja fyrir um áætlaðan spamað vegna þessa. Þá verður metið síðar hvemig gjald- skráin verður. Þetta kom m.a. fram á fundi með fréttamönnum í gær en þar kynntu Páll Sigurðsson ráðuneyt- isstjóri og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir niðurstöður nefndar á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðherra sem fjallað hef- ur um tilvísanir. Á ríkisstjómar- fundi fyrr um daginn hafði ráð- herra kynnt þessar niðurstöður fyrir ríkisstjórn. Á fundarboðendum var að skilja að ráðherra væri ákveðinn í að fara af tillögum nefndarinnar. í niðurstöðum kemur fram að tal- ið sé eðlilegt að fyrstu samskipti einstaklinga við heilbrigðisþjón- ustuna séu að jafnaði hjá heimilis- lækni sjúklings. Þá segir að sjúk- lingar með tilvísun frá heimilis- lækni til sérfræðings geiði lægra sjúklingagjald hjá sérfræðingi en þeir einstaklingar sem kjósa að leita sérfræðings án tilvísunar. Þá gera tillögumar ráð fyrir að gildistími tilvísunar sé samkvæmt ákvörðun heimilæknis hverju sinni, en þó ekki lengri en tvö ár. Jafnframt leggur nefndin til að til- lögur þessar verði kynntar lækna- félögunum og TVyggingastofnun ríkisins og framkvæmd þeirra verði vandlega undirbúin. í niðurstöðum sínum er nefndin sammála um að undanskilja augn- lækna frá tilvísunakerfinu þar sem þeirra starfssvið sé það afmarkað. Þá er talað um að taka þurfi tillit til sérstöðu kvenna sem telja sig þurfa á þjónustu kvensjúkdómalækna að halda. Forsvarsmönnum nefndar- innar varð tíðrætt um að fjöldi lækna væri of mikill hér á landi en þeir eru nú um 800 talsins. Þá var bent á að sérfræðikerfi, þar sem hver læknir með leyfi til sérfræði- lækninga gæti opnað stofu, væri of dýrt. í máli þeirra kom m.a. fram að lækniskostnaður vegna sér- fræðilækninga væri áætlaður einn milljarður í ár en annar læknis- kostnaður væri um 500 millj. kr. Jafnframt var bent á að sérfræði- lækniskostnaður hefði hækkað. hlutfallslega mest undanfarin ár. -HÞ útveginum í yfirlýsingapakka ríkis- stjómar í tengslum við gerð lang- tímakjarasamnings hafi verið um 700-1000 milljónir króna af 5.5 milljarða sem talið er að pakkinn mundi kosta ríkissjóð til ársloka 1994. Hið sama hafi gerst í vetur í sam- bandi við afnám aðstöðugjaldsins sem metið var upp á 4.2 milljarða. Þar af var hlutur sjávarútvegarins um 700 milljónir. „Það er ekki hægt að reikna með því, eins og staða ríkissjóðs er, að hægt hefði verið að búist við meiru frá ríkisstjóm en kom fram í henn- ar yfirlýsingu. Það mátti segja að orðalagið í vaxtayfirlýsingunni hafi verið slappt og einnig hitt að bank- amar vom ekki dregnir inn í þá umræðu um vextina, heldur ein- göngu ríkissjóður. Einnig voru menn óánægðir með orðalagið um lyfjakostnaðinum sem var mjög ómarkviss og ekki nógu skýr. En ég gat ekki séð að hægt væri að totta mikið meira út úr galtómum ríkis- sjóði heldur en verkalýðshreyfing- unni hafði þó tekist,“ segir Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. -grh Raunvextir rúmlega tvöfaldast á 4 árum Félag íslenskra iðnrekenda hef- ur vakið athygli á að innlendir raunvextir atvinnulífsins hafi í fyrra hækkað fjórða árið í röð, og meira en tvöfaldast frá árinu 1989. „Innlend vaxtaþróun var iðnaðinum óhagstæð á árinu,“ segir í Döfinni, fréttabréfi FII. Áætlanir Seðlabanka íslands bendi til þess að innlendir raun- vextir atvinulífsins hafi hækkað um 0,6% til 0,7% miðað við árið 1991, upp í um 11% að meðaltali á síðasta ári. Raunvextir innan- lands hafi stöðugt farið hækk- andi allt frá árinu 1989, þegar þeir voru um 5%. Á síðasta ári höfðu þeir hækkað í um 11% og þannig meira en tvöfaldast á fjórum árum. -HEI Formaður Læknafélags íslands gagnrýnir rökstuðning fyrir tilvísunarkerfi: Engir útreikningar til um spamaðinn „Viö höfum aldreí séð útreiknínga um sparnaö meö tllkomu tilvísunarkerfis. Þaö kostar aö fara til heimilisiæknis sem og rekstur heilsugæslunnar. Ef þar er Qölgað fylgir þvi aukinn kostnaöur," segir Sverrir Bergmann, formaöur Læknafélags íslands, og teiur aö hætta sé á að ódýr þjónusta sérfræöinga nýtist ekki sem skyldí. Sverrir segir að tilgangur tiivfs- heldur en hér á landL „Leiði til- unarícerfis geti ekki verið nema vísunaricerfl til spamaðar þá Qárhagslegur. „Við ömumst ekki setjum við okkur svo sem ckirert við því ef hsgt er að spara. Hi upp á móti því,“ bætir Sverrir þess að það gangi upp þurfa að við en efast um að svo sé. vera forsendur fyrir því að hægt Þá hefur hann áhyggjur af sé að beita þessu kerfi,“ segir þeirri þróun sem myndi fyigja { Sverrir og á við spurninguna um kjölfarið á tilvísunarkerfi. JÞeg- það hvort það séu nægiiega ar sérfræöingar eru ódýrir eins margir í heilsugæslunni. „Þetta og hér á landi þá nýtist öllum al- fejðir aukna vinnu þar og þá menningi raunverulega sú sér- fleiri lækna," hætir Sverrir við. fræðlþekkmg sem er í landinu,“ Sverrir bendir á að ef einhver segir Sverrir. Þar vísar hann komi til sérffæöings með tilvís- m.a. til Bretlands þar sem þjón- un þá borgi ríkið meira af kostn- usta sérfræðinga sé mjðg dýr. aðinum en nó. „Það er því tals- JUmenningur gætí farið á mis vert erfitt að sjá hvaö menn eru í við þekkingu sérfræðinga og það rauninni að spara,“ bætir hann er spumlng hvort að það sé við. heppileg þróun," bcndir Sverrir Sverrir seglr að sérfræðiþjón- á. nsta sé alls staðar miklu dýrari -HÞ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.