Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. aprfi 1993 Höggmyndasýning: Sverrir Ólafsson sýnir á Borg Nú stendur yfir í Gallerí Borg sýning á höggmyndum eftir Sverri Ólafsson, einn af þekkt- ustu myndhöggvurum á ís- landi. Á sýningunni eru 12 ný verk af ýmsu tagi. Sýningin stendur til 27. aprfl og er opin á virkum dögum frá kl 12- 18 og um helgar frá kl 14-18. Sverrir Ólafsson hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Verk eftir Sverri eru á söfnum á íslandi, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Kanada, Bandaríkjunum, Kúbu, Ítalíu, Þýskalandi, Mexíkó, Spáni, Bras- ilíu, Sviss, Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Svertir Ólafsson við eitt verk- anna á sýningu hans í Galleri Borg. Tímamynd Áml Bjama Sorpa skuldar milljarð og tapið í fyrra var 100 millj. kr.: Staða Sorpu er skuggaleg „Skuldir Sorpu nema rúmum milljarði króna. Tapið á fyrsta starfs- ári eru rúmar 100 millj. kr. Það er því ekkert eftir til að greiða niður lán. Áætlanir fyrirtækisins hafa ekki staðist aö einu eða neinu leyti,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins. Nú óskar fyrirtækið eftir 100 millj. kr. viðbótarframlagi. Á borgarstjómarfundi í fyrradag vakti Sigrún athygli á ársreikning- um Sorpu. Hún segir að staðan sé skuggaleg vegna hárra vaxta- greiðslna af þessum háu erlendu lánum. „Þegar ársreikningurinn var lagður fram í borgarráði vildi ég vekja at- hygli borgarfulltrúa á því og gera kröfu um að framkvæmdastjóri mætti á fund borgarráðs en það hef- ur ekki gerst,“ segir Sigrún. Hún tel- ur það mikilvægt þar sem borgin eigi rúm 70% í fyrirtækinu. „Það hittist þannig á að það hafði verið fundur í Sorpu í gærmorgun. Þar var staða fyrirtækisins til um- ræðu og rætt um greiðsluáætlun og talað um að reyna að lengja lánin. Jafnframt var beðið um að sveitarfé- lögin legðu fram aukið hlutafé upp á 180 til 200 milljónir króna,“ segir Sigrún en auk borgarinnar eiga sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hlut í fyrirtækinu. Hún hefur þetta eftir Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sem benti á að framlagið yrði til næstu fimm ára og áleit að ekki væri um stórfé að ræða. „Þetta eru samt 25 til 28 milljónir króna á ári fyrir borgina næstu fimm árin og allt eru þetta peningar," bendir Sig- rún á. Hún segist hafa gagnrýnt það frá upphafi að allt of hratt hafi verið far- ið í uppbyggingu fyrirtækisins og það hafi Vilhjálmur fyrst tekið undir á borgarstjómarfundinum í fyrra- dag. Hún telur að gjaldskrá fyrirtækis- ins hafi verið allt of há frá byrjun. „Hún hefur orðið til þess að menn hafa farið að fara í önnur sveitarfélög með úrgang og sérstaklega spilli- efni,“ segir Sigrún og bendir á að að- eins 5% af áætluðu magni þeirra hafi skilað sér. Hún nefnir dæmi af fyrirtæki sem var rukkað um 400.000 kr. fyrir móttöku á úrgangi sem til féll eftir Ióðahreinsun. -HÞ Andrésar Andar leikarnir heíjast í dag í Hlíðarfjalli á Akureyri: Um 800 keppend ur í Hlíðarfjalli Eitt stærsta íþróttamót bama á íslandi hefst í dag þegar Andrésar Andar leikamir verða settir í Hlíð- arfialli við Akureyri. Þetta er í 18. sinn sem Andrésar Andar leikam- ir em haldnir, en metþátttaka er í mótinu nú og hafa skráð sig 800 keppendur. Auk þess má búast við um 600 manns sem em fararstjór- ar, starfsmenn og foreldrar. Leikamir em fyrir böm á aldrin- um 7-12 ára og em leikamir styrktir af Pepsi Cola og Vöku- Helgafelli. Setningarathöfri verð- ur í íþróttahöllinni og hefst hún með skrúðgöngu frá Lundarskóla að íþróttahöllinni, þar sem Andr- ésar- eldurinn verður kveiktur. Keppni hefst síðan að morgni sumardagsins fyrsta klukkan 10.00 með keppni í stórsvigi 7-8 hendingu í íþróttahöllinni áAkur- eyri. 120 verðlaun verða veitt í 36 flokkum og þar af em veitt um 80 verðlaun fyrir bestu afrek. Ný keppnisgrein lítur dagsins ljós, því nú eiga böm á aldrinum 7-9 ára möguleika á að keppa í svig- þrautum. Úrslitakeppni 1. deildar í handknattleik: Valsmenn áfram Valsmenn tryggðu sér sæti í fjögurra Iiða úrslitum 1. deildar í hand- knattleik þegar þeir lögðu Vestmannaeyinga að velli í öðmm leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi, 20-26. Staðan í hálfleik var 11-14, Valsmönnum í vil. Vestmannaeyingar sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni á 11. stundu em því úr leik en Valsmenn mæta annað hvort Haukum eða Selfyssing- um sem mætast í þriðju viðureign liðanna í Hafnarfirði í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þó höfðu Valsmenn ávallt yfirhöndina og höfðu þeir þriggja marka forskot í hálfleik. Þegar líða tók á síðari hálf- leik náðu Valsmenn hins vegar 5 marka afgerandi fomstu og sigldu í 6 marka ömggan sigur. Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðarson og Jón Kristjánsson vom bestir Valsmanna en Sigmar Þröstur Óskarsson átti sem oft áður mjög góðan leik hjá Vestmannaeyingum. Dómaran Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Mörk ÍBV: Zoltan Belányi 6, (3 v.) Sigurður Friðriksson 3, Guðfinnur Kristmannsson 3, Erling Richardsson 3, Sigbjöm Óskarsson 2, Björgvin Rúnarsson 2. Haraldur Hannesson 1. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7, Dagur Sigurðarson 6, Valdimar Gríms- son 6,(3 v.) Jón Kristjánsson 5, Jakob Sigurðsson 1, Geir Sveinsson 1. ára og 10 ára auk keppni í svigi 12 ára. Keppni lýkur síðan á laugar- dag kl. 15.00 með verðlaunaaf- Sveitaglímu íslands lokið: Vegur íslensku glím unnar fer vaxandi Styrktaraðilar Andrésar Andar lelkanna eru Pepsl á íslandl og Vaka Helgafell. Hér undirrita fulltrúar þeirra samkomulag vlð forráðamenn lelkanna. Frá vlnstri: Benedlkt Hrelnsson frá Pepsl, Glsli Kr. Lórenson f.h. Andrésar Andar leikanna og Kristinn Amarsson, fulltrúi Vöku-Helga- fells. Fyrri hluti sveitaglímu íslands fór fram að Laugum í Þingeyjarsýslu fyrir skömmu og var keppt í fimm manna karla- og piltaflokkum. í karlaflokki kepptu þrjár sveitir; HSK, HSÞ og KR. Mættir vom til leiks flestir sterkustu glímumenn landsins og var keppni tvísýn og spennandi. í sveitaglímu em oft kallaðir til gamlir jaxlar til að styrkja sveitimar og var svo gert nú. Þingeyingar tefldu m.a. fram Ey- þóri Péturssyni og Pétri Yngvasyni. Greinilegt var að KR- ingar stefndu stíft að sigri því að þeir sendu m.a. Ólaf Hauk Ólafsson og Jón Unndórs- son. Allir em þessir menn fyrrver- andi glímukóngar íslands. Sá fimmti, Jóhannes Sveinbjöms- son núverandi glímukóngur, var fyr- irliði Skarphéðinsmanna. Sem vænta mátti var ekkert gefið eftir í þessum slag og enginn kom taplaus út úr keppninni. Mesta breiddin var hins vegar hjá Þingeyingum sem nú unnu það af- rek að sigra í 14. sinn í röð. Hlutu þeir samtals 31,5 vinning. Slík sig- urganga er einsdæmi og ber vitni miklum styrk þingeyskra glímu- manna undanfama tvo áratugi. í öðm sæti var sveit KR með 27,5 vinninga og Skarphéðinsmenn höfnuðu í þriðja sæti með 15 vinn- inga. í flokki pilta 10-12 ára kepptu sveit- ir HSK og HSÞ. Sveit HSK sigraði með yfirburðum, 19,5 vinningum gegn 5,5. HSK sigurvegari í yngri flokkum Síðari hluti sveitaglímunnar fór fram að Laugarvatni 17. apríl sl. Þar var keppt í þremur kvennaflokkum og tveimur yngri flokkum karla. í unglingaflokki 16-19 ára gersigruðu Skarphéðinsmenn sveit Ármenn- inga 22,5-2,5. Þetta var f fyrsta sinn í 20 ár sem Ármenningar sendu glímusveit á mótið en þar er hafið endurreisnarstarf undir forystu Ingibergs Sigurðssonar, þjálfora fé- Iagsins. I sveinaflokki 13-15 ára átti HSK báðar sveitimar og sigraði A- sveitin með 24,5 vinningum gegn 0,5. í telpnaflokki 10-12 ára sigmðu Skarphéðinsstúlkur jafnöldmr sínar úr KR með 10 vinningum gegn 6. í meyjaflokki 13-15 ára og kvenna- flokki 16 ára og eldri átti Skarphéð- inn báðar sveitir í hvomm flokki. í báðum flokkum sigmðu A- sveitim- ar með yfirburðum, eða 16- 0. Skarphéðinsmenn sigmðu í sex af sjö flokkum mótsins og áttu þeir rúmlega helming keppenda. Þetfo er engin tilviljun heldur árangur af öfl- ugu unglingasforfi. „Synir og dætur sléttunnar" hafa því um sinn haft betur við aðra landshluta í þjóðar- íþróttinni. -Tilk. frá Glímusambandi íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.