Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur21. apríl 1993 Slgrún Reykjavík — Framsóknarvist Framsóknarvisl verður spiluð n.k. sunnudag 24. aprfl I Hótel Lind, Rauðarárstig 18, og hetst M. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karia og kvenna. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp f kaffihléi. Aögangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar innifaldar. Framsóknaríéíag Reykjavíkur Kópavogsbúarog nágrannar Spilað verður að Digranesvegi 12, sumardaginn fyrsta kl. 15. Spilaverölaun og veitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogi Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komiö og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknaríélögin Akranes — Bæjarmál Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 24. april M. 10.30. Rætt um þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. BaejarfuMtrúamlr Reykdælingar Almennur stjómmálafundur á Breiöumýri kl. 20.30 föstudagskvöldið 23. april. Þingmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu koma á fundinn. Fjölmennum og ræðum landsmálinl Guðmundur Bjamason Valgerður Svenfsdóttir Jóhannes GeirSlgurgeltsson Sumarfagnaður Framsóknar- félaganna í Keflavík veröur haldinn i Félagsheimilinu miðvikudaginn 21. april og hefst ki. 20.30. Framsóknaríéiögin Steingrímur Páll Stefán Norðurlandskjördæmi vestra Aimennur stjómmálafundur verður haldinn I Miðgarði, Skagafirði, mánudaginn 26. april kl. 21.00. Frummælendun Steingrimur Hermannsson, Páll Pétursson og Stefán Guð- mundsson. Allir velkomnir. Kjördæmissamband framsóknarmanna VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Aðalfiindur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn þriðju- daginn 27. apríl 1993 kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Farið fram á verkfallsheimild. 3. Önnur mál. Félagsmenn, fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. SQómin Til sölu Massey-Ferguson bensíndráttarvél, árg. 1966, með ámoksturstækjum og veltigrind, í mjög góðu standi. Verð kr. 175.000,-. Upplýsingar á kvöldin í síma 91- 671288. Dönsk-íslensk orðabók Dðnsk-íslensk orðabók. Rltstjóm: Hrefna Amalds og Ingibjörg Jóhannes- sen, ásamt Halldóru Jónsdóttur. Reykjavik 1992. Isafoldarprentsmiöja. 945 bls. Ég minnist þess frá yngri árum, rétt fyrir tvítugt, að vinur minn, séra Gerard Boots, þá prestur á Jó- friðarstöðum og síðar í Stykkis- hólmi, var að vinna orðabækur yfir franska tungu. Þetta var mikið verk og tók nokkur ár, en ég fylgdist með af nokkrum áhuga um hvert hann var kominn í stafrófinu á hverjum tfma. Auk þess hafði hann ánægju af að setja mig inn í hvaða grundvallaratriða hann varð að gæta við gerð slíkrar bókar, eins og þess að hafa sem flesta þýðingar- möguleika á orðunum. Allt þetta verk vann hann með lindarpenna og gamalli ritvél. Sömuleiðis hafði ég séð Freystein Gunnarsson vinna að dönsku orðabókinni með penna uppi á skrifstofunni sinni í gamla Kennaraskólanum. Þvílíkur mun- ur eða á hinu tölvuvædda samfélagi nútímans, þar sem jafnvel tölvum- ar em samtengdar, svo fleiri geta unnið að sama verkefni í einu. Báðir þessir menn áttu ríkan skilning á því, hve nauðsynlegt það er lítilli þjóð með sérstakt tungu- mál að eiga góðar orðabækur. Þeir sinntu þessari þörf og leystu úr henni og jafnframt var það ísafold- arprentsmiðja, sem þá sá um út- gáfu þessara bóka eins og nú. Það er hinsvegar svo um þessar orða- bækur, að til þess að þær séu nægj- anlega góðar, þarf sífellt að vera að endumýja þær. Ný orð og orðtök þróast í hverju lifandi máli og þurfa því að takast með og fá rétta merk- ingu meðal þeirra þjóða er hyggjast hagnýta sér hinar ýmsu tungur, til náms, lesturs og ánægju. Því er orðabókarstarf með hverri slíkri þjóð svo mikilvægt og vandasamL Hinu má svo ekki gleyma, að það er margfalt dýrara hlutfallslega bæði að því er varðar vinnu og útgáfu, að gera slíkar bækur í litla samfélag- inu, en meðal stærri þjóða. Eins og í upphafi segir, er hér um 945 blaðsíðna bók að ræða. í henni er að finna um það bil 45 þúsund uppflettiorð. Auk ritstjóranna, sem að framan eru taldir, munu nær átta tugir ýmissa starfsmanna hafa komið að þessu verki áður en yfir lauk. Byggt hefir verið á Nudansk Ordbog frá Politikens Forlag, að stofrii til, hvað dönskuna varðar. En hinsvegar á flestum dönsk-ís- lenskum og íslensk-dönskum orða- bókum, sem hér hafa verið gefnar út, auk ýmissa orðabóka íslenskra og auk þess ensk- íslenskra. Var þannig víða leitað fanga og verkið ber þess víða merki. Þess má geta, að fyrri dönsk-íslensk orðabók í út- gáfu ísafoldar hafði 30 þúsund upp- flettiorð. Er þar um að ræða endur- skoðuðu útgáfúna, sem bæði Ágúst Sigurðsson og Ole Widding höfðu þó bætt við það sem Freysteinn Gunnarsson hafði lagt hornstein- inn að. Sá homsteinn var raunar svo góður, að margt er þar um óbreytt enn í dag. Er gaman að kanna hversu vel þessir gömlu menn unnu sín störf við ffumstæð- ar aðstæður, á ámm áður. Það hefir orðið gæfa þessa verks, hversu víða var Ieitað fanga og margir fróðir menn, hver á sínu sviði, hafa verið kallaðir til. Hefir Leó Löve, forstjóri ísafoldar, hvergi til sparað og er það vel. Árangurinn er raunar eftir því. Við það að saumfara ýmsa hluta bókarinnar, hefi ég ekki fundið þá ágalla að stórt orð sé á gerandi, né ástæða til sparðatínings hér. Hinsvegar er hægt að mæla eindregið með notk- un bókarinnar við hinar margvís- legustu aðstæður náms og vinnu með danska tungu. Auk þess er öll vinna og frágangur í útgáfu og gerð bókarinnar með ágætum. Hafi út- gefendur og ritstjórar þökk. Sigurður H. Þorsteinsson Kalifomía man sinn fífil fegurri „Hvort sem er með tilliti til at- vinnu, tekna eða neyslu, verður efriahagslegi afturkippurinn talinn snarpari í Kalifomíu heldur en f Bandaríkjunum yfirleitt. Verg framleiðsla í Kalifomíu dróst sam- an um 3,4% 1991, en um 0,7% í Bandaríkjunum yfirleitt." Svo sagði Finanrial Times frá 30. júní 1992. „Segir í Kalifomíu til annars og meira en bakfalls í hagsveiflu? Bob Arnold, sem lengi hefúr fengist við efnahagslega forsögn í Centre for the Continuing Study of the Cali- fomian Economy í Palo Alto, er bjartsýnn. Hann kveður þrjá þætti skýra ástand mála: Atvinnulegan afturkipp, niðurskurð herútgjalda, minnkandi framkvæmdir við bygg- ingar. Þá hafi bakfallið orðið mest í Los Angeles-lægðinni, en 80% uppsagna hafa verið á því svæði. Hann vekur máls á, að fram- kvæmdir vegna landvama séu nú aðeins um 8% framleiðslu Kali- forníu, en þær vom 14% hennar 1967.“ ,Aðrir draga þetta í efa og hafa áhyggjur af, að ríkið stuðli miklu síður að hagvexti heldur en á um- liðnum ámm, eins og það heldur nú á opinbemm málum. Bmce Ca- in, stjórnfræðingur við Háskólann í Kaliforníu í Berkeley, segir, að eft- ir síðari heimsstyrjöldina hafi Kali- forníu-ríki komið upp besta kerfi æðri skóla, þeirra sem kostaðir em af almannafé, lagt net þjóðvega sem átti engan sinn líka, og um- breytt melum, nánast eyðimörk, í frjósamt akurlendi með miklum fjárframlögum til áveitna." „Þegar fólk flykktist til Kalifomíu á níunda áratugnum, lét almanna- þjónusta á sjá. íbúarnir standa nú frammi fyrir skömmtun á vatni, skertri kennslu í framhaldsskólum og varanlegu þröngbýli á sumum bæjarsvæðum... Margir athafna- menn segja almannageirann vera hagvexti fremur til tálmunar en framdráttar. Af mestri orðfimi hef- ur sú ásökun verið framsett í snarpri gagnrýni á opinberri stefnumörkun af hálfu nefndar um samkeppni, sem ríkisstjórinn, Pete Wilson, repúblikani, skipaði. Nefndinni veitir forstöðu Peter Ueberroth, athafnamaður sá, sem George Bush forseti fól umsjón með endurbyggingu Los Angeles eftir óeirðirnar (vorið 1992)... Kveður nefndin brottflutning fyrir- tækja til ríkja svo sem Idaho, Ne- vada og Utah sýna, að „fram- kvæmdastjórar lítilla og miðlungi stórra fyrirtækja séu að sökkva í kviksyndi reglugerða.... Hingað til hafa þó aðeins fáein fyrirtæki tekið sig upp.“ „Embættismenn (í Sacramento) leita leiða til að jafna væntanlegan ( Viðskiptalifið 11 milljarða $ halla í búskap Kali- fomíu-ríkis (1991-92), og mun hann nema 20% tekna þess. Sá mikli halli olli sárum vonbrigðum, því að Wilson (ríkisstjóri) var tal- inn hafa leyst Ijárhagsvanda þess með 7 milljarða $ hækkun skatta, hinni mestu sem til þessa hefur orðið í nokkm bandarísku ríki.“ ,A níunda áratugnum olli fjölgun fólks ekki óviðráðanlegum vanda, því að hún var ömst í aldursflokkn- um 18-64 ára, aldursflokki skatt- greiðenda. En á tíunda áratugnum mun á annan veg horfa við, því að fjöldi bama 4 til 17 ára vex væntan- lega um 40%, miklu hraðar en fröldi skattgreiðenda." íbúar Kali- fomíu em nú 30 milljónir, og fjölg- aði þeim um rösklega fjórðung á níunda áratugnum, en fjölgar væntanlega um 6 milljónir á hin- um tíunda. „Stjóm Kalifomíu-rfkis, sem repúblikanar fara nú með, er í sjálf- heldu, aðallega vegna þess að kjós- endur neita að horfast í augu við raunvemleikann. (í almennri at- kvæðagreiðslu) 1978 samþykktu íbúamir tillögu 13, sem helming- aði eignaskatt, þannig að ríkið varð upp á tekjuskatt og söluskatt kom- ið. Áratug síðar samþykktu íbúam- ir tillögu 98, sem skýrlega kvað á um, að ffamlög til skólamála skuli vaxa í hlutfalli við fjölda nemenda og verðlag." „Meðaltekjur á mann 1980 í Kali- fomíu vom 17% hærri en í Banda- rfkjunum yfirleitt, en 1990 aðeins 11% hærri og verða varla meira en 5% hærri árið 2000.“ Nýjar breskar raf- stöðvar, kyntar með jarðgasi Á Bretlandi haustið 1992 tók til starfa á Killingholme sunnan Humber 900 megawatta rafstöð, kynt með jarðgasi úr Norðursjó. Er rafstöðin í eigu PowerGen, annars þeirra fyrirtækja, sem stofnuð vom á Englandi til að yfirtaka raforku- ver Central Electric Generating Board við einkavæðingu þess, önn- ur en kjarnorkuver. Rafstöðin er hin fyrsta af átta slíkum rafstöðv- um, sem hefja munu rekstur fram til 1997, en samanlögð vinnslugeta þeirra verður 5.700 megawött. Sie- mens og dótturfélag þess, Kraft Werk Union, sáu um byggingu raf- stöðvar þessarar á Killingholme. Tvær aðrar rafstöðvar verða á Kil- lingholme. Önnur er 800 mega- watta stöð í eigu PowerGen, en hin er 620 megawatta stöð, reist af Na- tional Power, hinu fyrirtækinu sem stofnað var um raforkuver CEGB. Svo sagði Financial Times frá 11. maí 1992. — Hinar þessara fyrir- huguðu rafstöðva verða í Brigg, Keadby, Stallingborough og Sutton Bridge. Sú við Sutton Bridge verð- ur að hluta í eigu Electricité de France, GEC Alstom, Compagnie Generale des Eaux og Iberdrola. Mest verður vinnslugeta stöðvar- innar við Stallingborough, 1.320 megawött, en um byggingu hennar sér finnskt fyrirtæki, Imatran Vo- ima Oy, og einnig stöðvarinnar við Brigg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.