Tíminn - 29.04.1993, Side 2

Tíminn - 29.04.1993, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 29. apríl 1993 Könnun Félagsvísindastofnunar á högum atvinnulausra: Fordómar og gömul viðhorf f könnun Félagsvísindastofnunar á högum og aðstæðum atvinnu- lausra kom fram að enn virðist eima af gömlum viðhorfum til fyrirvinnu heimUanna og fordóm- um í garð fatlaðra þegar þrengist á vinnumarkaönum. í könnunni voru atvinnulausir spurðir hvemig bregðast ætti við úthlutun starfa þegar vinna væri Þúsund manna vinnustaður aö gera reykingar útlægar: Flugleiðir reyklausar f rá 1. sept. Flugleiðir stefna að því að allir vinnustaðir félagsins verði reyk- lausir frá og með 1. september í haust. Um 1000 manns vinna hjá félaginu á íslandi og Flugleiðir verða því stærsti reyklausi vinnu- staður á íslandi að Ríkisspítulum undanskildum. Hreyfing komst á þetta mál í vetur eftir tilmæli og ábendingar frá starfsfólki. Fram- kvæmdastjórn Flugleiða skipaði sfðan starfshóp til að undirbúa þessa breytingu. f honum sitja starfsmenn, bæði reykingafólk, fyrrverandi reykingafólk og fólk sem aldrei hefur reykt. Már Gunnarsson, starfsmanna- stjóri Flugleiða, segir að fram til 1. september ætli félagið að nota tím- ann til að fræða sitt fólk um skað- semi reykinga, leiðir til að hætta, einnig skipuleggja hjálp fyrir þá sem vilja hætta og þurfa á aðstoð að halda við það. „Við teljum sann- anir fyrir skaðsemi óbeinna reyk- inga fýrir þá sem ekki reykja svo yf- irgnæfandi að þetta sé í raun sjálf- sagt Við viljum hins vegar ekki fara fram með offorsi og munum eftir mætti reyna að liðsinna þeim sem eiga erfitt með að hætta.“ Flugleiðir voru í hópi fyrstu flug- félaga til að banna reykingar í inn- anlandsflugi. Það var árið 1984. í fyrra var komið á reyklausu flugi milli íslands og Færeyja og milli íslands og Grænlands og f þessum mánuði voru reykingar bannaðar í flugi milli íslands og Norðúrlanda og milli íslands og Bretlands. í öðru Evrópuflugi félagsins verða reykingar bannaðar frá og með 1. september. Alþjóða flugmálastofriunin ICAO stefnir að því að allt farþegaflug verði reyklaust frá og með 1. júlí af skomum skammti. Athygli vakti að 9% atvinnulausra voru sam- mála því að karlar ættu frekar rétt á vinnu á þengingartímum en konur og var ekki munur á svör- um karla og kvenna við þessari spumingu. Þá vom tæp 7% sammála því að óréttlátt væri að fötluðu fólld væri veitt vinna þegar fullhraust fólk fengi enga. Þetta sjónarmið virtist vera algengara á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. En eins og þessar prósentutölur gefa til kynna var yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra ósammála því að karlar ættu einhvem meiri rétt til vinnu en konur, eða rúm 87%. Sömuleiðis var svipað hlutfall svarenda, eða rúm 83%, ósammála þeirri fullyrðingu að óréttlátt væri að veita fötluðu fólki vinnu þegar fullhraust fólk fengi enga. -grh Lyftustóll fyrír fatlaöa Kiwanisklúbburinn Elliði færði nýlega taugadeild Landspítalans að gjöf sérútbúinn lyftustól til notk- unar fyrir mjög fatlað fólk sem notaður verður við þjálfun og endurhæfingu þess. Stóllinn kostaði um 450 þúsund krónur. Á myndinni afhendir forseti Elliða Guðmundi Guðmundssyni stólinn ásamt gjafa- bréfi. Auk þeirra em á myndinni aðrir félagar Kiwanisklúbbsins Elliða, starfsfólk taugadeildar Land- spítalans og fyrsti notandi stólsins, Viðar Gíslason. Margt bendir til þess að aukið ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndum sé ástæða fyrir því að grófu ofbeldi og manndrápum ijölgar. Heilbrigðisyfirvöld: Framboö af ofbeldismynd- um verði takmarkað Athuganir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, Kanada, Suður- Afríku og á fslandi leiða í Ijós að grófu ofbeldi og manndrápum tjölgaði til muna eftir 1970. Erfitt er að segja til um ástæður en margt bendir til aö aukið ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndum eigi þar hlut að máli. Þetta kemur fram í ályktun fundar héraðslækna með landlæknisemb- ættinu og heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu sem haldinn var fyrir skömmu. í ályktuninni er þeim til- mælum beint til dagskrárstjóra ís- lenskra sjónvarpsstöðva og eigenda myndbandaleiga að sýningar, inn- flutningur og framboð á ofbeldis- myndum verði takmarkaður eftir megni. Fjöldi rannsókna í Bandaríkjunum og Kanada gefur til kynna að jákvæð fylgni sé milli sjónvarpsáhorfs á yngri árum og aukinnar árásargimi síðar meir. Hérlendis hófúst sjónvarpssend- ingar fyrir 1970 og á árunum 1971- 1990 flölgaði morðum og mann- drápum yfir 90% miðað við tímabil- ið 1951-1970. í Kanada og Banda- ríkjunum fjölgaði morðum um nær 100% á 15-20 árum eftir að sjónvarp hélt innreið sína. Aukningin varð fyrst og fremst meðal unglinga og síðan fullorðinna. Sem dæmi má nefna að í kanadísku þorpi fjölgaði ofbeldisverkum um 160% meðal unglinga næstu 10-13 árin eftir að sjónvarpssýningar hófust þar árið 1973. I Suður-Afríku voru sjón- varpsútsendingar fyrst leyfðar árið 1975 og frá þeim tíma til 1987 fjölg- aði morðum þar um 130%. Sam- hliða morðunum var varð svipuð fjölgun á nauðgunum og árásum. Vert er þó að taka fram að vissulega getur fleira komið til og haft áhrif á þessa þróun svosem fátækt, innan- landsátök og fleira. Ýmis samtök og stofnanir hafa grandskoðað þessa þróun, til dæmis amerísku læknasamtökin, heil- brigðisyfirvöld, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin og samtök bama- lækna í Bandaríkjunum. En þau sfð- astnefridu hafa ráðlagt að sjónvarps- áhorf þarlendra barna verði tak- markað við eina til tvær stundir á dag. Á allra síðustu árum hafa verið birt- ar niðurstöður fjölda rannsókna um þetta eftii og kemur margt athyglis- vert þar fram. Meðal annars leiddi rannsókn meðal bandarískra fanga sem dæmdir höfðu verið fyrir of- beldisverk í ljós að 22-36 af hundr- aði þeirra höfðu framið ofbeldisverk sem vom nákvæm eftirlíking af at- vikum úr ofbeldismyndum í sjón- varpi. -grh Nýjan kjara- samning strax Á aðalfundi Verkakvennafé- lagsins Framsóknar í fyrradag var samþykkt tillaga um að veita stjóm og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til vinnustöðvunar. Þá er skorað á stjómvöld og atvinnurekendur að stuðla að kjarasamningum strax og koma til móts við sanngjamar kröfur verkafólks. Megnri óánægju er lýst með það að ekki hafi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tekist að ná kjara- samningi. Það muni hafa al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir lágtekjufólk. Þess er krafist að aðilar vinnumarkað- arins og ríkisstjóm setjist um- svifalaust að samningaborði og gangi frá samningum. Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga: Samþykkt hlutafjárút- boð fyrir 200 milljónir Aöalfundur Kaupfélags Ámesinga sem haldinn var í fyrradag samþykkti reglugerð fyrir B-deild stofnsjóðs en í henni felst hlutafjárútboö að upphæð 200 milljónir króna. Er þetta meöal annars gert til að styrkja stöðu fyrírtækisins sem rekið var meö 54,3 milljón króna halla á síðasta árí. Það kom fram á aðalfúndinum að inn í dæmið. áðumefnd rekstrarútkoma er rúmum 16 milljónum króna verri en en var á árinu 1991. Hins vegar varð hagnaður af rekstri Kaupfé- lags Ámesinga á síðasta ári áður en fjármagnsliðir og aðrir óreglu- legir liðir í rekstrinum em teknir Vömhús KÁ var söluhæsta deild félagsins á árinu en þar var selt fyrir 786,8 milljónir króna. í úti- búinu í Þorlákshöfn var vörusala upp á 129,5 milljónir og í Betri- Bónus í Vestmannaeyjum varð hún 94 milljónir króna. Starfssvæði Kaupfélags Ámes- inga nær yfir Ámessýslu alla, V- Skaftafellssýslu og Vestmannaeyj- ar. Á aðalfundinum fór fram skoð- anakönnun á því hvort fulltrúar vildu breyta nafni félagsins og hvort fækka ætti fulltrúum á aðal- fúndi. Niðurstaða varð sú að 55% kváðust geta sætt sig við breytingu á nafni en aftur á móti vom 74% á móti því að fækka aðalfundarfull- trúum. —SBS, Selfossi Vortónleikar hjá Árnesingakórnum Árlegir vortónleikar Ámesingakórs- ins í Reykjavík verða haldnir í Lang- holtskirkju í Reykjavík sunnudag- inn 2. maí og heflast kl. 17. Efnisskráin er flölbreytt og verða m.a. flutt lög úr söngleikjum og óperettum. Einsöngvarar með kóm- um verða Helgi Maronsson tenór, Ingvar Kristinsson barítón, Jensína Waage sópran, Guðrún E. Guð- mundsdóttir metsósópran, Jóhann Kristjánsson barítón og Ámi Sig- hvatsson barítón. Sérstakur gestur verður bassasöngvarinn Magnús Torfason. Píanóleikari Ámesingakórsins er Bjami Jónatansson og stjómandi Sigurður Bragason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.