Tíminn - 29.04.1993, Síða 4

Tíminn - 29.04.1993, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 29. apríl 1993 Tíminn MÁLSVARI FBJÁLSLYHPIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldslmar: Askrift og dreifing 686300, ritsfjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aðvörun sem taka verður mjög alvarlega Sigurður Sigurðarson, rannsóknarlæknir í hús- dýrasjúkdómum að Keldum, ritar grein hér í blað- ið í gær, þar sem hann setur fram mjög alvarlega aðvörun til stjórnvalda varðandi staðfestingu og meðhöndlun á EES-samningnum. Aðvörun Sig- urðar varðar reglur EB um varnir gegn smitsjúk- dómum í búfé, en reglur EB um þessi mál eru miklu frjálsari og lítilvægari en íslendingar eiga að venjast. Sigurður, sem er sérfræðingur á þessu sviði, bendir á að bæði Norðmenn og Svíar hafi óskað eftir, en ekki fengið, að verjast sérstaklega með takmörkunum fjölmörgum smitsjúkdómum í búfé. Væntanlega telst viðleitni til að halda búfé hreinu af smitsjúkdómum til tæknilegra við- skiptahindrana í huga skriffinna EB, enda er það reynsla Dana í málinu, en Dönum hefur gengið brösuglega að eiga við báknið í Brussel í þessum efnum. íslendingar þekkja það af biturri reynslu að bú- fjársjúkdómar eru ekkert gamanmál. Hins vegar hefur það tekist með árvekni og markvissri stefnu að halda frá landinu ýmsum þeim sjúkdómum sem herjað hafa í Evrópu, þannig að íslenskt búfé er hvort tveggja í senn sæmilega heilbrigt og við- kvæmt fyrir nýjum pestum vegna einangrunar sinnar. Viðvörun Sigurðar er því gífurlega mikil- vægt framlag varðandi EES- málið. Segja má að hér sé tæknilegt atriði á ferðinni, sem varðar inn- flutning á lifandi dýrum og hráu kjöti, fyrst og fremst. Engu að síður er þetta mál þannig vaxið að það getur orðið stórpólitískt á augabragði, ef ekki er brugðist skjótt við og reynt að fá sérstöðu ís- lands á þessu sviði viðurkennda til fulls. Reyklaus dagur í dag, 29. apríl, er haldinn reyklaus dagur á ís- landi í níunda sinn. Sem betur fer fækkar þeim alltaf, sem játast hafa undir þrældóm tóbaksnotk- unarinnar og reyklaus dagur hefur í fjölmörgum tilfellum orðið það tilefni sem reykingamenn þurftu til að brjótast undan okinu. Allar reykingar eru í sjálfu sér slæmar, en þó er sérstaklega blóðugt að horfa upp á unglinga og jafnvel börn ánetjast tóbakinu. Á undanförnum ár- um hefur markviss fræðsla og áróður í þjóðfélag- inu haft mikil jákvæð áhrif einmitt í þessum hópi. Því miður virðist það þó vera þannig að um leið og aðeins er slakað á áróðrinum aukast reykingar um leið. Því er sérstaklega mikilvægt, ekki síst vegna unga fólksins, að haldið sé uppi stöðugri og mál- efnalegri umræðu um skaðsemi reykinga og þar til bærum aðilum útvegað fé til að standa straum af forvarnastarfi á þessu sviði. Af því fjármagni verður góð ávöxtun fyrir þjóðfélagið í heild, þegar reiknaður verður út sparnaðurinn í heilbrigðis- kerfinu vegna færri sjúkdóma af völdum reyking- anna. fiaLfcamir nmai missa miláö af at- er höraniö, en S sanu ttma á þad (dirty old men?), sem festtr urlnn gsetí reynst krötum kostnaö- vaeru í fortðrinni. AHt er þetta til- arsamur reMqunautur. Því er edii- Enda hefur það kmnið —------------ggg . : : : ....—. ástarstjömu rauna að tó hdltekkóaa ííllst á a6 för aö tala upphátt um friöarbanda- blaösins og annarra krata ætía aö bMslns kom ftam f sföustu viku. Ragnari í statónn. Ulafur se$st hér Helgisögur af fómíysi Sú tískubylgja að hátekjumenn og bitlingahákar lækka laun sín ríður nú yfir. Það fólk æpir nú á torgum að það vilji ganga á undan með góðu fordæmi og afsala sér hluta tekna sinna tíl að sýna atvinnu- lausum armingjum og láglaunalýð samstöðu og samúð. Það er líka vink til þeirra, sem eru að biðja um kjarabaetur sér til handa, að halda sig á mottunni og þiggja með þökkum það sem að þeim er rétt Þau boð gengu yfir landsbyggðina frá Vestmannaeyjum fyrir nokkru að framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem hann rekur með tapi, sýni þá óskaplegu fómarlund að lækka laun sín um 15%. Til þessarar fómarlundar er vitnað og í fram- hjáhlaupi er því komið á framfæri að þetta ætti láglaunafólkið að gera líka til að bjarga fyrirtækjun- um og tryggja þar með atvinnu sína. Er ekki annað um það að segja en að í grundvallaratriðum er hugsunin rökrétt í þessa helgisögn vantar aðeins eitt atriði og er hér með lýst eftir því. Hvað hafði framkvæmdastjórinn f laun áður en hann lækkaði kaup sitt um 15%? Hve mikil er fóm hans í peningum? Prósentumar skipta svo sáralitlu í þessu sam- bandi. í hvaða launataxta lækkaði mað- urinn? Hefur hann 100 þús. kr á mánuði, 250 þús., 450 þús., 700 þús. kr.? Hvað sparar fyrirtæki hans á því að hann lækkar kaupið sitt um 15%? Góða fordæmið Alþýðublaðið skýrði frá því í gær að bitlingaliðið á Sauðárkróki yrði að gera sér að góðu 10% launa- lækkun fyrir störf í þágu bæjarfé- lagsins. „Bæjarfúlltrúar á Sauðár- króki hafa ákveðið að sýna gott fordæmi í spamaði á rekstri bæj- arins og hyggjast lækka greiðslur til fulltrúa sem sæti eiga í stjóm- um og nefndum á vegum bæjar- ins." Stærsta atriðið í tiliögunum er lækkun nefndarlauna og munar mest um þau. Samkvæmt frásögn er þama um að ræða spamað um 700-800 þúsund krónur á ári. Þetta þýðir að bæjarsjóður Sauð- árkróks greiðir 7-8 milljónir kr. á ári fyrir nefndastörf. íbúar á Sauðárkróki em 2.600. Einnig á að spara á öðmm svið- um, svo sem að afnema ótilgreind- ar hlunnindagreiðslur til starfs- manna bæjarins og hækka leigu á húsnæði bæjarins til þeirra og til kennara um 25%. Þama verða prósentumar að duga, en þær segja nákvæmlega ekkert um upp- hæðimar sem á að spara, fremur en hjá framkvæmdastjóranum í Eyjum. Hver hlunnindin em, önn- ur en að fá inni í bæjaríbúðum, er ekki fréttaefni. Skatttekjumar Bitlingagreiðslur á Sauðárkróki em áreiðanlega síst meiri en ann- ars staðar, en sparnaðaráformin, sem nú er skýrt frá, gefa ofurlitia innsýn í þann fjármálaheim, sem hvarvetna er við lýði í þjóðfélag- inu. Fólk, sem tekur að sér að sitja í nefndum í sveitarfélaginu sínu og væntanlega í þágu þess, þarf að fá stórar fúlgur fyrir viðvikið. Hvað skyldu útsvarsgreiðslur margra heimila á Sauðárkróki fara í það eitt að greiða fyrir nefridaset- ur? íslandsbanki er að gera einhverj- ar hagræðingarkúnstir í sinni stjóm. Bankastjórum er fækkað en framkvæmdastjórum fjölgað, og em stjómendur nú fleiri en þeir vom fyrir hagræðingu. Hins vegar em launagreiðslur til fram- kvæmdastjóranna þær sömu og til bankastjóra áður. Þetta er kölluð hagræðing í fréttunum, en varast að minnast á að kaupgreiðslur til núverandi bankastjómar em meiri en fyrir hagræðinguna, og auðvit- að enn síður hve miklar þær em. Þegar vinnulýðurinn er að fá kauphækkun upp á svo sem 1.7%, þykir það drjúg kjarabót Aftur á móti þykir það fáheyrð ósvífni ef atvinnustétt með Ld. 80 þús. kr. mánaðarlaun nefnir 10% kauphækkun. Það mundi ríða fyr- irtækjum að fullu að borga svo- leiðis fólki 88 þús. En ef forstjóri lækkar sín laun niður í t.d. 450 þús., er honum hampað sem fögm fordæmi og stólpa atvinnulífsins. Að þiggja bitlinga og hlunnindi er fremur talið til fórna en tekjuauka þeirra sem njóta. Það er svo tíma- frekt og lýjandi að láta kjósa sig í nefnd, miklar fórnir em færðar ef greiðsla fyrir það er lækkuð um smáræði, og fréttist landshoma á milli þegar fyrir kemur. Hrikalegur launamunur og létt- vægar fómir sérgæðinga taka á sig ýmsar myndir, þegar seint og um sfðir er farið að ræða þessi mál op- inskátt. En umræðan er rétt að byrja og verða þeir, sem skammta sjálfum sér kaup og bitlingalaun, að gera miklu, miklu betur en að afsala sér einhverju smáræði, ef þeir ætla í alvöm að halda í eitt- hvað af forréttindum sínum í framtíðinni. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.