Tíminn - 29.04.1993, Page 9

Tíminn - 29.04.1993, Page 9
Fimmtudagur 29. apríl 1993 Tíminn 9 Féiag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Brídskeppni kl. 13. Pétur Þorsteinsson lögfræðingur er til viðtals alla þríðjudaga. Panta þarf viðtal á skrifstofu félagsins, s. 28812. 90 ára afmæli Olga Sigurbjörg Jónsdóttír frá Gýgjar- hóli f Skagafirði, nú til heimilis að Kvistahlíð 7, Sauðárkróki, verður 90 ára þann 2. maí n.k. Hún tekur á móti gest- um á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17 í Félagsheimilinu Melsgili í Staðarhreppi. ábyrgðarstöðum í finnsku leikhúsi og verið leiklistarkennari f mörg ár. Með henni í för eru Esa Kyllönen, hljóð- og ljósahönnuður, og Sari Salmela, leik- mynda- og búningahönnuður. „Opiö hús“ og hátíöaifcaffi í MÍR1. maí Hátíðarkaffi verður að venju á boðstól- um f „opnu húsi“ MÍR að Vatnsstíg 10 nk. laugardag 1. maí, á alþjóðlegum bar- áttu- og hátíðisdegi verkalýðsins. Húsið verður opnað kl. 14 og síðan opið til kl. 18. Ríkulegt hlaðborð verður í kaffistof- unni, hlutavelta í anddyri og kvikmyndir sýndar í bíósal — teiknimyndasyrpur. Þá verða og til sýnis og sölu f húsinu verk eftir listakonuna Alexöndru Kjuregej, en hún er ættuð frá Jakútíu í Austur-Síber- íu og hefur í hyggju að efna til sýningar á myndsaumsverkum sínum þar eystra sfðar í sumar. Leiðbeiningastöö heimilanna Kvenfélagasamband íslands rekur Leið- beiningastöð heimilanna þar sem gefnar eru upplýsingar um gæðakannanir á heimilistækjum og ýmsum þeim áhöld- um er nota þarf við heimilishald. Enn- fremur eru geftiar upplýsingar um þrif, þvotta, hreinsun efna og allt sem lýtur að manneldi og matargerð. Leiðbeiningastöðin er til húsa í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og er opin alla daga frá kl. 09-17. Nemendaleikhúsið sýnir Pelíkanann eftir Strindberg Þann 1. maí frumsýnir Nemendaleik- húsið f Lindarbæ leikrítið Pelíkanann eftir August Strindberg. Leikrítið er hið fjórða f röð kammerleikríta Stríndbergs og var frumsýnt í nóvember 1907 í In- tima Teatem í Stokkhólmi. Leikrítið fjallar í grófúm dráttum um samband móður, sonar, dóttur og tengdasonar fjölskyldunnar. Nafn leik- rítsins, Pelfkaninn, er táknrænt fyrir það samband sem það fjallar um. Þjóðsagan segir að þegar pelfkaninn eigi ekki til mat handa ungunum sfnum, höggvi hann f brjóst sér allt til hjartans, svo ungamir megi nærast á hjartablóði hans. En eins og ein persónan f verkinu segir „Böm em ekki þakklát að eðlis- fari...“ og „tengdamæður sjaldnast vel séðar“. Þá er óvíst að hjartablóð móður- innar verði bömum hennar efst f huga þegar að uppgjörínu við hana kemur. Ekki síst ef grunur Ieikur á að hún standi í ástarsambandi við tengdasoninn. Enda er barátta bama gegn foreldrum oft hat- römm þegar þau reyna að slíta sig burt frá þeim. Það má því segja að verkið fjalli um sí- gildar tilfinningar (enda verldð sjálft sf- gilt), samskiptamynstur sem fylgt hefúr mannkyninu frá upphafi og ekkert bend- ir til að sé á undanhaldi. Leikstjórí er Kaisa Korhonen, en hún hefúr verið í hópi virtustu Ieikstjóra Norðurlanda f hátt á annan áratug, auk þess sem hún hefúr gegnt ýmsum Fræðslufundur um bamaliðagigt Gigtarfélag íslands heldur fræðslufund um bamaliðagigt í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 f A-sal Hótel Sögu; gengið inn að norðanverðu. Fundurinn er einkum hugsaður fyrir ungt fólk með gigt og að- standendur þeirra, sem og bama. Erindi flytja Helgi Jónsson gigtlæknir og Jón Kristinsson bamalæknir. Fyrirspumir og umræður verða leyfðar á efdr erind- unum. Allir veikomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis. Mögulegt verður að kaupa heita drykki. Þessi fræðslufundur er sá þriðji í röð- inni sem félagið stendur fyrir nú á vor- misserinu, en áður hafa verið haldnir fundir um rauða úlfa og vefjagigt og vom þeir mjög vel sóttir, en samtals mættu um 300 manns á þá. Eftir er að halda fundi um beinþynningu þann 6. maí og psoríasisgigt þann 13. maí. Silla sýnir í Gallerí Úmbni í dag, fimmtudag, opnar Silla (Sigur- laug Jóhannesdóttir) einkasýningu f Gallerí Úmbm, Amtmannsstíg 1. Sýn- ingin er 10. einkasýning Sillu og valdi hún þennan sýningarstað vegna þess að þar hélt hún sína fyrstu sýningu, en þá hét það Gallerí Langbrók og var Silla meðlimur þar. f þetta sinn sýnir Silla þrjá skúlptúra úr gleri sem nefnast Skýjaborgir. Sýningin stendur til 19. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. íblaðbera vmaTI HAFNARSTRÆTI • TRYGGVAGATA AUSTURSTRÆTI-AÐALSTRÆTI Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 Listamaöurinn á vinnustofu sinni. Miró í 100 ár JOAN MIRÓ 100 ára 100 ára afmælis spænska Iista- mannsins Joan Mirós, sem fæddist 20. apríl 1893, er minnst með fjölmörgum sýn- ingum á verkum hans og menningaratburðum víða um heimaland hans um þessar mundir — í fæðingarborg hans Barcelona, í Reina Sofia safn- inu í Madrid og við Pilar og Jo- an Miró-stofnunina í Palma, Majorca. í Palma settist lista- maðurinn að, tók sér búsetu og starfaði frá 1956 til dauðadags á jóladag 1983. Maria Doiores, dóttir Mirós, heldur á bók sem faöir hennar mynd- skreytti handa einkadóttur sinni. Joan Miró varð fyrst frægur fyrir málverk sín, en með tíman- um jók hann á fjölbreytnina með þvf að takast á við leir- myndalist og veflist. Heims- frægð hlaut hann fyrir stórkost- leg verk úr leir og er þar fyrst að nefna tvo veggi sem UNESCO fól honum að gera í París. Miró fetaði ekki sömu braut og vinur hans og samtímamaður Pablo Picasso í kvennamálum. Hann var einnar konu maður, eiginkonunnar Pilar, sem fæddi honum hans eina barn, dóttur- ina Maria Dolores, 1931. Maria Dolores hefur tekið mik- inn þátt í undirbúningi aftnælis- hátíðarhaldanna og hefur í til- efrii af þeim nú í fyrsta sinn opn- að dyr rúmgóðrar íbúðar sinnar á háalofti í hjarta Palma á Maj- orca. Þar, á einkaheimili sfnu, sýnir Maria Dolores gersemam- ar sem minna á föður hennar, en stærstan hluta safns síns hef- ur hún fært að gjöf stofnuninni sem ber nafn foreldra hennar. Madonna hjónadjöfull! Tatum O’Neal vill nú skilja við tennisstjömuna John McEnroe og herma sögur að Madonna hafl átt þar hlut að máli. Ekki það að hún hafl komist upp á milli hjón- anna á venjulegan, hefðbundinn hátt, heldur hafl henni tekist að opna augu Tatums fyrir ýmsu sem mætti betur fara og gefið henni hugmyndina að því að yflr- gefa eiginmanninn eftir sex ára hjónaband. .Madonna spurði mig hvort ég væri virkilega hamingjusöm. Ég fékk raunverulegan styrk konu frá henni. Þangað til við töluðum saman hafði ég verið á báðum átt- um. En ég ákvað bara þarna á staðnum og stundinni að ég ætl- aði að fara að vinna aftur,“ segir Tatum, sem á sínum tíma fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Pappírstungl með pabba sínum Ryan O’Neal. Og Madonna sagði fleira sem varð Tatum til umhugsunar. ,Madonna spurði aftur og aftur af hverju John hjálpaði mér ekki heima til helminga," segir hún. Og nú er sagt að Tatum O’Neal fari fram á 500 til 1.000 milljón Tatum O’Neal lét Madonnu hafa áhrif á sig og því fór sem fór meö hjónabandiö meö John McEnroe. ísl. kr. í uppgjör við skilnaðinn. Þau Tatum og John kynntust 1984 og giftust tveim árum seinna. Þau eiga þrjú lítil börn. Hún segist alvön því að vera ein- stæð móðir, þvf hafi hún kynnst þegar tennisstjaman var langdvöl- um að heiman vegna vinnunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.