Tíminn - 18.05.1993, Síða 1

Tíminn - 18.05.1993, Síða 1
Þriðjudagur 18. maí 1993 91. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Sumri fagnað með grásleppu: Fleira fiskur en soðin ýsa Það lætur nærrí að á hverju árí sé hent allt að 5 þúsund tonnum af grásleppu, af þeim 6800 tonnum sem veidd eru að meðaltali á hverrí vertíð. Aðeins hrognin hafa veríð nýtt til að framleiða 12 þúsund tunnur af söltuðum grálsleppuhrognum sem síðan eru fullunnin sem kavíar. Áður fyrr var öll grásleppan nýtt en á seinni tímum hefur það aðeins veríð hængurínn, rauðmaginn, sem átt hefur greiða leið á matardiska almennings. Til að nýta hrognkelsi betur en ver- ið hefur og einnig til að vekja at- hygli fólks á því að hrognkelsi er ágætis matfiskur og fleira sé fiskur en soðin ýsa, hófst í gær svokölluð grásleppuvika í verslunum Hag- kaups og á veitingastöðunum Þrem- ur frökkum, Við tjömina, Hótel Stykkishólmi og Fiðlaranum á Ak- ureyri. Grásleppuvikan stendur fram til n.k. sunnudags, 23. maí og þann tíma munu veitingastaðimir hafa á boðstólum ýmsa gómsæta rétti úr grásleppu og í verslunum Hagkaups verður grásleppa til sölu auk þess sem þar fer fram kynning á grá- sleppuréttum. Á veitingastaðnum Þremur frökk- um í gær bauð Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður m.a. upp á hun- angsgljáða grásleppu, grásleppu- piparsteik, flök úr súrsætri sósu, Yfirdýralæknir segir bannað að flytja inn hrá- an kalkún til landsins: Sótt á um innflutn- ing á kalkún Viðskiptaskrífstofa utanríkis- ráðuneytisins telur að hægt sé á grundvelli EES-samningsins að heimila innfiutning á kalkún til landsins á þeim tímum þegar innlend framleiðsla uppfyllir ekki eftirspum. Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir segir að í nýjum lögum um dýrasjúk- dóma og vamir gegn þeim, standi að óheimilt sé að flytja inn hráar og lítt saltaðar slátur- afurðir, unnar og óunnar. Brynjólfur segir aiveg skýrt að lögin banni innflutning á hrá- um kalkún. Innflutningur á soðnum kalkún sé hins vegar ekki bannaður. Eftirspum efdr kalkún hefur aukist mikið á allra síðustu ár- um, einkum í kringum stórhá- tíðir. Um síðustu páska var t.d. ekki hægt að anna eftirspum eftir kalkún. Þetta er enn eitt dæmið um hvemig erlend mat- armenning hefur numið hér land. Brynjólfur Sandholt sagði afar óæskilegt ef einhver ágrein- ingur væri í stjómkerfinu um túlkun laga sem varða sjúk- dómavamir. Sitt embætti standi fast á því að banna innflutning á allri hrávöru, enda sé það í sam- ræmi við skýr lagaákvæði þar um. -EÓ grillaða grásleppu með ferskum jurtum og hvítlaukssósu, smjör- steikta grásleppu með karrý og dijon sinnepssósu, engifersoðna grá- sleppu og að sjálfsögðu einnig signa. Það þarf auðvitað ekki að fara mörg- um orðum um ágæti þessara rétta því allir brögðust þeir eins og hinn besti herramannsmatur. Fyrir utan veitingastaðina standa að þessu átaki Landssamband smá- bátaeigenda, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Aflanýtingar- nefnd. -grii Það verða eflaust fáir ef þá nokkrír sviknir af því að bragða á þeim gómsætu grásleppuréttum sem helstu matreiðslumenn landsins bjóða upp á þessa vikuna. Meðal þeirra er Úlfar Eysteinsson mat- reiðslumeistarí á Þremur frökkum. Tfmamymi Ami Bjama OECD gefur íslenskri heilbrigðisþjónustu háa einkunn en bendir á að útgjöld vegna hennar hafi á síðustu árum hækkað meira en í nágrannalöndunum: Heilbrigðisþjónustan er mjög góð og ekki dýr Útgjöld til heilbrigðismála á íslandi jukust um 4% á árí að raungildi á síðasta áratug. Þetta er því næst helmingi meiri aukning en að meðaltali í OECD ríkjunum, en heilbrígðisútgjöld á fslandi eru nú um 8,5% af landsframleiðsíu. Að áliti sérfræðinga OECD veitir ís- lenska heilbrígðiskerfið þjónustu sem er yfir meðallagi að gæðum með tilkostnað sem er einungis rétt umfram meðaltal annarra OECD ríkja. Árangur í heilbrígðismálum á íslandi er langt umfram það sem geríst og gengur hjá fiestum öðrum þjóðum. í skýrslunni er bent á að hátt verðlag á þjónustu á lyfjum sé ein meginorsök hárra heilbrigðisút- gjalda og af þeim sökum þurfi að huga sérstaklega að orsökum hárrar verðlagningar og að leiðum til lækkunar. Mælt er með aukinni samkeppni í sölu og dreifingu lyfja og að núverandi lyfjaverðlagskerfi verði lagt niður og tekin verði upp frjáls verðlagning. Bent er á þá leið að hvetja þá sem þjónustuna veita til að keppa að aukinni markaðs- hlutdeild, ýmist með samkeppni um verð eða gæði. Þá mætti skoða þá leið að taka upp afkastahvetj- andi launakerfi fyrir heilbrigðis- stéttir. f heilbrigðisráðuneytinu var ný- lega gerð könnun á lyfjakostnaði á Norðurlöndunum. Tekin voru 16 algengustu lyf hér á landi og verð þeirra borið saman við sömu lyf á hinum Norðurlöndunum. Verð lyfjanna reyndist vera 11% hærra hér en í Noregi, 26% hærra hér en í Danmörku og 63% hærra hér á landi en í Svíþjóð. í skýrslu OECD er lýst áhyggjum yfir stöðugt meiri útgjöldum til al- mannatrygginga. Þar séu fjármál lífeyrissjóðanna alvarlegasta vandamálið. Mælt er með því að Iífeyrissjóðir verði sameinaðir í stærri einingar, iðgjöld sjóðanna verði hækkuð og lífeyrisgreiðslur lækkaðar. Sérstaklega er hvatt til þess að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og bankamanna verði endurskoðuð. í skýrslunni er Vcikin athygli á því að Atvinnuleysistryggingasjóður muni tæmast ef ekki dregur úr at- vinnuleysi. Þar sem bætur úr sjóðnum séu ekki sérlega háar er mælt með að leitað verði eftir sparnaði með því að stytta bóta- tímann, auka greiðslur í sjóðinn og losa hann undan útgjöldum sem ekki tengjast atvinnuleysis- bótum. -EÓ Dramatísk skólaslit í Vopnaíjarðarskóla. Skólastjórinn: rosir ut Við Skólaslit í Vopnafjarðarskóla fyrir skömmu afhenti skóia- stjórinn, Guðbrandur Stigur Ágústsson, kennurum og 11 út- skrrftarnemendum rauöar róslr að skilnaði og gekk sfðan hálf- grátandi út. „Það er búið að segja mér upp, og taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna iausa til umsóknar. Þetta var annar veturinn minn sem skólastjóri hérna,“ segir Guð- brandur Stígur, „Það er eittogannað," sagði hann aðspurður um ástæðu uppsagnar- innar en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Samskiptaörðugleikar," sagði Sigrföur Bragadóttir, formaður skólanefndar. „Leiðindamál sem hefúr átt sér langan aðdraganda,'1 sagði hún en vildi ekki tjá sig frek- ar um málið. „Mér er náttúrulega mjög þungt niðri fyrir út af þessu máli, en ég vill ekkert segja um þetta núna. Það er margt í þessu máli sem er gífurlega óeðlilegt af hendi skóla- nefndar og annarrahéma. Ég er að láta kanna mína stöðu og þegar ég er búinn að fá úrslit úr því þá ætla ég að gera hreint fyrir mínum dyr- um,“ segir Guöbrandur Stígur Ag- ústsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.