Tíminn - 18.05.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 18. maí 1993
í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál á íslandi segir að efnahags-
samdrátturinn muni halda áfram:
Draga verði meira
úr þorskveiðum
i skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál eru íslensk stjómvöld
gagnrýnd fyrir aö fara ekki aö tillögum fiskifræöinga varðandi
veiöar á þorski. Skýrsluhöfundar telja samverkandi áhrif umhverf-
isþátta og ofveiði valdi því aö allt eins megi reikna meö aö áfram
veröi óhjákvæmilegt að draga úr sókn í þorskstofninn.
í skýrslunni segir að ef frá eru tald-
ar ákvarðanir stjómvalda um veiðar
úr þorskstofninum sé efnahagssam-
drátturinn sem herjað hefur á ís-
lendinga að mestu utan áhrifasviðs
stjómvalda. Flest bendi til að sam-
drátturinn í efnahagslífinu haldi
áfram á þessu ári vegna minni
þorskafla og nauðsynlegs aðhalds að
innlendri eftirspum. Þá dragi at-
vinnuleysið úr tekjum heimilanna.
Tálið er líklegt að fjárfestingar fari
ekki að aukast á ný fyrr en í fyrsta
lagi á næsta ári. A næsta ári séu
einnig ýmis merki um jákvæða þró-
un á útflutningsmörkuðum okkar.
Sérfræðingar OECD vara eindregið
við að gengi krónunnar verði fellt
því með því sé verið að fórna mikil-
vægum markmiðum um stöðug-
leika í verðlagsmálum. í skýrslunni
segir að gmndvallarvandi íslensks
sjávarútvegs sé ekki að finna í rangri
gengisskráningu. Hann megi fyrst
og fremst rekja til of mikillar af-
kastagetu í greininni. Um gengis-
fellingu nú segir í skýrslunni að hún
kynni einungis „að hægja á óhjá-
kvæmilegri hagræðingu sem sjávar-
útvegurinn stendur frammi fyrir.“
í skýrslunni segir að búast megi við
að áfram dragi úr tekjum ríkissjóðs
vegna samdráttar í þjóðfélaginu.
Mikilvægt sé að stjómvöld fórni ekki
festu í ríkisfjármálum fyrir frið á
vinnumarkaði. -EÓ
^kka rafveitna
1 AS1 -1993
SAMBAND ÍSLENSKRA RAFVEITNA er 50 ára um þessar mundlr.
Jón Slgurflsson Iðnaðarráðherra fluttl ávarp á aðalfundl sambandslns,
sem settur var f gær. Þar sagðist Jón telja að næsta stig f nýtlngu orkulinda
landslns fælist f útflutningi á orku samhliða aukinni stóriðju. Jón benti á aö
sökum takmarkaörar reynslu og tfmafreks undlrbúningsstarfs geti útflutn-
ingur á raforku f gegnum sæstreng varta orflifl aö veruleika á allra næstu
árum. GS/Tfmamynd Ami Bjama
Pétur Thorsteinsson, lögfræðingur utanríkisráðuneytisins, segir að EES-samningurinn
geti tekið gildi þó að búvörulögum verði ekki breytt:
„Æskilegt að búvöru-
lögunum verði breytt“
Pétur Thorsteinsson, lögfræöingur utanríkisráöuneytisins,
segir æskilegt aö breyta búvörulögunum til samræmis við EES-
samninginn til þess að eyða réttaróvissu. Hann segir hins veg-
ar ekki víst að það sé nauðsynlegt. Þaö sé venjan aö þegar lög
stangast á viö milliríkjasamninga þá reyni dómstólar aö túlka
lögin í samræmi við milliríkjasamninginn. Pétur segir aö EES-
samningurínn geti tekið gildi þrátt fyrír að búvörulögunum hafi
ekki verið breytt Hins vegar geti orðiö erfitt að framkvæma bú-
vörukafla samningsins veröi lögunum ekki breytt.
Pétur var spurður hvort að það
væri skilningur utanríkisráðu-
neytisins að búvörulögin hafi veik-
ari réttarlega stöðu en EES-samn-
ingurinn þegar hann hefúr tekið
gildi. Hann sagði að um það sé viss
óvissa, en sagði jafhfiramt: „Þegar
lög stangast á við milliríkjasamn-
ing þá reynir dómstóllinn alltaf að
túlka lögin í samræmi við milli-
ríkjasamninginn."
Pétur sagði að það væru engin
fordæmi fyrir því að fslenskir
dómstólar hafi komist að þeirri
niðurstöðu að milliríkjasamning-
ar hafi sterkari réttarlega stöðu en
landslög. Hann benti þó á að
Hæstiréttur hafi breytt túlkunum
sínum á lögum eftir að mannrétt-
indadómstólinn í Strassborg felldi
úrskurð um að íslendingar brytu
mannréttindasáttmálann.
,Af því þetta er vafamál þá er
mjög æskilegt að breyta búvöru-
lögunum til að eyða allri réttaró-
vissu. Það er hins vegar ekki hægt
að fullyrða að það sé nauðsynlegt
því að við vitum ekki hvemig dóm-
stólar taka á því,“ sagði Pétur.
Pétur sagðist telja að EES- samn-
ingurinn geti tekið gildi þó að bú-
vörulögunum hafi ekki verið
breytt. Hins vegar geti orðið erfitt
að framkvæma samninginn að því
er lítur að búvörum. Halldór Blön-
dal landbúnaðarráðherra hefur
haldið því fram að samningurinn
geti ekki tekið gildi nema að bú-
vörulögunum verði breytt
EES-samningurinn fjallar að
mjög litlu leyti um landbúnaðar-
mál. Hann gerir þó ráð fyrir að
heimilað verði að flytja inn nokkr-
ar tegundir af blómum, grænmeti
(gúrkur, tómatar og salathausa) og
svo jógúrt Pétur sagðist telja að
ekki þurfi að breyta búvömlögum
til að leyfa innflutning á blómum
og grænmeti. Ráðherra geti leyft
innflutninginn á grundvelli gild-
andi búvörulaga. Hins vegar banni
búvörulögin innflutning á jógúrt.
Um þetta atriði séu lögin í ósam-
ræmi við EES-samninginn. Pétur
tók fram að það kunni að vera að
lögfræðingar landbúnaðarráðu-
neytisins túlki þetta atriði á annan
hátt og eðlilegt sé að þeirra túlk-
anir ráði í þessu máli þar sem bú-
vörulögin heyri undir landbúnað-
arráðuneytið. Pétur sagði að þetta
mál allt sé flókið og það liggi ekki í
augum uppi hvernig eigi að fram-
kvæma lög og samninga sem það
varðar. Hann nefndi sem dæmi að
í tollalögum segi að fjármálaráð-
herra sé heimilt að láta ákvæði í
milliríkjasáttmálum koma til
framkvæmda. Hann sagði hugsan-
legt að fjármálaráðherra geti með
vísun í tollalög heimilað innflutn-
ing á búvörum í samræmi við
EES-samninginn og raunar einnig
í samræmi við GATT-samkomu-
lagið þegar og ef það næst. Pétur
sagði að þetta og fleiri atriði þurfi
lögfræðingar að skoða í sumar.
-EÓ
Fiskifélagið:
Þorskafli með
minnsta móti
Þorskafli fiskiskipaflotans í
aprfl sl. var með minnsta móti
eða 18.580 tonn. Þar af var
þorskafli togara 4.696 tonn,
báta 11.196 tonn og smábáta
2.688 tonn.
í sama mánuði 1992 nam
heildarþorskaflinn alls 27.395
tonnum sem skiptist þannig að
afli togara var 8.285 tonn, báta
16.535 tonn og smábáta 2.575
tonn.
Þetta kemur m.a. fram í
bráðabirgðayfirliti Fiskifélags
íslands um aflabrögðin í ný-
liðnum mánuði.
Það sem af er fiskveiðiárinu
nemur heildaraflinn alls
1.172.766 tonnum, en hann
var 1.110.068 tonn í sömu
mánuðum 1991-1992 og
793.924 tonn 1990-1991. -grfi
í fýrra var kosið í Danmörku um Maastricht-, en í dag um Edinborgarsamkomulag:
Danir greiða atkvæði um
framtíð Evrópubandalags
í dag greiða Danir atkvæði um Ma-
astrichtsamkomulagið með viðbót
sem kennd hefur verið við Edinborg.
Samkvæmt Edinborgarsamkomuiag-
inu eru Danir fríaðir frá því að taka
þátt í sameiginlegum vörnum Evr-
ópubandalagsins og þeir þurfa hvorki
Auglýsing frá
Seðlabanka Islands
Staða bankastjóra í Seðlabanka íslands er laus frá 1. júlí 1993. Sam-
kvæmt lögum um Seðlabanka íslands skipar ráðherra í stöðu banka-
stjóra að fengnum tillögum bankaráðs.
Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreinda stöðu til
undirbúnings tillögugerðar. í umsókn skal ítarlega greint frá menntun og
starfsferli umsækjanda.
Umsóknir sendist Seðlabanka íslands, Ágúst Einarssyni, formanni
bankaráðs, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní 1993.
Reykjavík, 17. maí 1993.
SEÐLABANKIÍSLANDS,
BANKARÁÐ
að taka þátt í lokaþrepi gjaldmiðils-
samrunans né uppbyggingu Evrópu-
lögreglu.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Gallupstofnunin birti í gær ætla
fimmtíu af hundraði kjósenda að
greiða Maastrichtsamkomulaginu at-
kvæði sitt. 32 prósent ætla að hafna
samkomulaginu en 18 prósent eru
enn óákveðin. Framtíð Maastricht-
samkomulagsins er talin ráðast í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni í Danmörku.
Breska stjómin segist ekki ætla að
leggja það fyrir þingið ef Danir hafni
því á nýjan leik. Þýski stjómarskrár-
dómstóllinn á líka eftir að fjalla um
samkomulagið til að það teljist endan-
lega afgreitt í Þýskalandi.
Danir sem em í forsæti ráðherraráðs
EB fram til júníloka vonuðust til að
geta lokið forystutímabilinu með því
að staðfesta Maastrichtsamkomulagið
sem lög Evrópubandalagsins. Poul
Nyrup Rassmussen forsætisráðherra
Dana sagði í gær að samkomulagið
yrði að lögum 1. janúar 1994, ári
seinna en upphaflega var ætlað.
Andstæðingar þess í Danmörku hafa
haldið því fram að þjóðaratkvæða-
greiðslan í dag sé lögleysa af því að
verið sé að kjósa um sama fyrirbærið í
annað sinn en það er óheimilt sam-
kvæmt dönskum lögum. Þeir vitna í
danska og breska lögspekinga sem
hafa haldið því fram að Edinborgar-
samkomulagið hafi ekkert raunveru-
legt gildi og fríi Dani ekki frá skuld-
bindingum Maastrichtsamkomulags-
ins. Edinborgarsamkomulagið var
ekki fullgilt í aðildarríkjum EB eins og
Maastrichtsamkomulagið heldur létu
leiðtogar ríkjanna nægja að semja um
það sín á miíli.
Danski forsætisráðherrann neitaði
því í gær að Maastrichtsamkomulagið
væri grundvöllurinn að bandaríkjum
Evrópu. Hann sagði að samkomulagið
mundi auðvelda starf bandalagsins.
Efst á verkefnalista þess væri að Ijúka
samningum um aðild Austurríkis, Sví-
þjóðar, Finnlands og Noregs að banda-
laginu, styrkja tengslin við Mið- og
Austur-Evrópu, ljúka við nýtt Gatt-
samkomulag og hefja aðgerðir til að
auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi
innan EB-ríkjanna. Niels Helveg Pet-
ersen, utanríkisráðherra Danmerkur,
fullyrti fyrir helgi að Danir myndu
koma í veg fyrir að leiðtogaráðstefnu
Evrópubandalagsins yrði flýtt. Hún er
á dagskrá árið 1996 og þá á að taka
ákvörðun um það hvort dregið verði
úr vægi „smáþjóða" innan bandalags-
ins. Önnur ríki bandalagsins hafa lýst
áhuga á að flýta ráðstefnunni áður en
samningum við EFTA-ríkin lýkur. Pet-
ersen sagði að Danir væru ekki eina
ríki sem væri andsnúið þessum áform-
um, nú skipti mestu að koma Maast-
richtsamkomulaginu til að virka, slíkt
mætti ekki trufla með einhverju
breytingahjali.