Tíminn - 18.05.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 18. maí 1993 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU . Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Evrópa óvissu og breytinga Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fjalla um sögu Evrópu á tuttugustu öldinni er líklegt að þeir álíti þrjá atburði afdrifaríkasta í sögu álfunnar. Það eru að sjálf- sögðu tvær heimsstyrjaldir, sem voru háðar í Evrópu, og ný skipting álfunnar í lok þeirra styrjalda. Ekki síður munu verða afdrifarík þau tímamót þegar sú skipting álfunnar, sem upp var tekin í lok seinni heimsstyrjaldar, hrundi með járntjaldinu, sem Berlínarmúrinn var tal- andi tákn fyrir. Afleiðingar þeirra breytinga eru langt í frá komnar í ljós ennþá. í Evrópu eru nú átök milli þjóðernishyggju, sem er mjög sterk, og alþjóðahyggju, sem birtist í bandalögum á borð við Evrópubandalagið. Sem dæmi um hvað þjóð- ernishyggjan er sterk er það að sérhvert ríki, sem laut miðstýringu kommúnismans í Sovétríkjunum í sjö ára- tugi, reis upp undir merkjum hennar þegar hann hrundi. Talsmenn alþjóðahyggjunnar og samræmingarinnar á vegum EB halda því hins vegar fram að eina leiðin til þess að lifa af sé að þjóðirnar vinni sem nánast saman. Maastricht- samkomulagið er afurð þessarar skipulags- hyggju. I dag fara fram í Danmörku kosningar um afstöðu Dana til Maastricht. Þessar kosningar eru eins og hinar fyrri afar mikilvægar, og geta haft mikil áhrif á framvindu mála í Evrópu. Samþykki Danir, fara aðildarviðræður Norðurlandaþjóða á fulla ferð, en felli þeir, fara þær við- ræður væntanlega í uppnám og biðstöðu og EES-samn- ingurinn sömuleiðis. Þjóðir Suður-Evrópu, með Spán- verja í broddi fylkingar, munu þá verða mjög tregar að greiða fyrir slíkum viðræðum eða staðfesta EES-samn- inginn. Fyrir okkur íslendinga er ástæða til að fylgjast grannt með úrslitunum í Danmörku. í raun er sama á hvorn veginn fer; það getur komið að því að við þurfum að leita eftir tvíhliða viðræðum á grundvelli þeirrar stefnu- mörkunar, sem Alþingi samþykkti nú í vor og samstaða tókst um á grundvelli tillögu Steingríms Hermannsson- ar og Halldórs Ásgrímssonar. Evrópubandalagið er ekki eina deigla breytinganna í Evrópu. Nato stendur á örlagaríkum tímamótum og leitar nú hlutverks í breyttu umhverfi. Nýjar þjóðir, sem áður tilheyrðu austurblokkinni, leita nú aðildar að Nato og telja sínum öryggismálum best fyrir komið þannig. Forustumenn Nato munu hins vegar trúlega vilja skipu- leggja bandalagið frekar miðað við staðbundin átök og nýjar aðstæður, áður en fleiri þjóðir fá aðild að því. Óvissa í stjórnmálum í Rússlandi og þeim ríkjum, sem fyrrum mynduðu Sovétríkin, eykur enn á það óvissu- ástand sem er í öryggismálum Evrópu. Hikandi við- brögð hinna stóru bandalaga við átökunum á Balkan- skaga sýna í raun að skipulag öryggismála í álfunni hangir nokkuð í lausu lofti um þessar mundir. Vestur- Evrópubandalagið er enn einn þátturinn í þessari mynd, sem er að mótast og ekki er séð fyrir endann á. Evrópa er því nú um stundir svæði óvissu og mikilla breytinga í samskiptum þjóða. Atkvæðagreiðsla Dana í dag er einn af þeim þáttum sem geta haft mikil áhrif á framtíð Evrópu, hvaða augum sem menn líta þá mið- stýringu sem Maastricht-samkomulagið hefur í för með sér. Áugfýsing er um það í dagblöðun- um í dag að starf seðiabankastjóra sé iaust til umsóknar frá 1. júií. Ekki er tilgreint sérstakiegahvaða menntun umsækjandi þarf að hafa, en óskað eftir því að upplýsingar um mtnnt un og fyrri störf séu iátnar fylgja um- sókninni. Ríkisútvarpið greindi frá því í há- deginu í gær að staða seðiabanka- stjóra væri nú í fyrsfa sinn augíýst Jón Sigurðsson ur bankaráðsins að þetta sé gert í samræmi við anda frumvarps um Seðiabanka sem liggurfyrir AJþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem Garri hefur hcyrtað stjórasýslustofnanir fari eft- ir anda frumvatpa tii laga, þóft al- gengt sé og eðiilegt að fariðsé eftir anda gildandi laga ef greinargóð ákvteði eru ekki fyrir hendi um ein siðbótin sem ríkisstjómarflokk- hvemig máismeðferð skuii vera. amir hafa knúið fram í mannaráön- Þetta sýnir hins vegar svo ekki verð- ingarmálum hins opinbera. Ekki ur um viilst að alger óþarfi er fyrir Alþingi að starfa eins iengi og raun ber ýftni við að afgreiða frumvörp. Slfkt er greinilega óþarfi. Ifyrst Seðiabankinn getur starfað eftir ósamþykktum frumvörpunum ein- um saman, þá er öðrum ekki vor- Eins og hver airnar Mtt þetta flæki málin nokkuð, fúli- yrðir formaður bankaráðs, sem ætlar að beita faglegu mati við ráðninguna, að bankamálaráðherrann verði með- höndiaður eins og hver artnar um- sækjandi. í ljósi þess geta aliir verið giaðir yfirþvíað það verður ekki pói- itísk klfkustarfeemi sem ræður ferð- inni þegar ráðíð verður í bankastjóra- stöðuna. Eini gailinn við þetta mál er að þeg- ar er búið að ráða í stöðuna og auglýs- ingín í gær kom því nokkrum mán- uðum of seint Þessu greindi raunar ríkisútvarpið frá ifka í frétt sinni af málinu í gær. Sá sem búið er að ráða f stöðuna er einmitt bankamálaráð- herrann sem formaður bankaráðs ætlar að meðhöndla á „faglegum for- sendum" eins og hvem annan um- sækjanda þegar umsókn hans berst bankaráðinu. Það ætti að verða auð- velt fyrir bankaráðsfbrmanninn því þegar meirihiutí bankaráðs tók stöð- una frá fyrir ráðherra sinn var búið að fara yfir sviðið og ganga úr skugga um það með „faglegu mati“ að enginn ai- þýðuflokksmaður væri hæfari tii einasta skal þess nú gætt að hinir einu og sönnu lista- og fagmenn kvikmyndanna njóti sín í toppstöð- kunn að gera það líka. um, td. hjá Sjónvarpinu, heldur skal starfans, en einmitt ráðherrann. Þeg- líka tryggt að réttu hæfiieikamenn- ar svo tiikynntverður formlega að nú- F»tílí»öf mnf 'rn'r njlrt' s'n 1 bankakerfinu. Það er verandi bankamálaráðherra hafí verið raglíigl Híal raunarnokkuðheppilegtilviijunfyr- valinn seðlabankastjóri mun það eng- En það sem er þó sérstaklega gleði- ir ríkisstjómina hversu oft faglcg um koma á óvart I íins vegar geta all- legt við þessa auglýsingu á banka- sjónarmið í mannaráðningum falla ir huggað sig við að hann var ráðínn stjórastöðu f Seðlabankanum er það vel að flokkslínum, en það er önnur tii bankans á faglegum forsendum eft- að með henni gefst tækifæri til að saga. ir að staðan hafði verið auglýst opin- ráða í stöðuna á faglegum gmnd- Raunar er það ekki bankaráðið berIegafbIöðum.Þámunumennum velli. Það kom líka fram hjá Ágústi sjálft, sem endaniega ræður í starf land alit hrópa: „Halelúja" og fagna Einarssyni, formanni bankaráðsins, bankastjóra heldur er það banka- því að tími pólitískra embættaveit- að hin „fogiegu sjónarmið“ hefðu málaraðherra.Sámaðurer ídagJón inga er loksins Íiðinn og tími faglegra orðið ofan á þegar ákveðið var að Sigurðsson, en samkvæmt fréttum ákvarðana komínn. Síðan munu augiýsastööunaístaðþessaðútdeila ríkisútvarpsins vill svo til að Jón menn krefjast þess að næsti banka- henni beint til einhverra flokksgæð- mun vera einn þeirra fjölmörgu sem stjóri verði ekki með pólitíska fortíð inga.Hérergreinilegaáferðinnienn hyggjastsækjaumstöðuna. heldur ,fogiega“. Garri Skrípi, skrípi, skrípi, skrípis Pálmi Jónsson alþingismaður hefur tekið að sér að skilgreina stjómmálamanninn Jón Baldvin. Samkvæmt Pálma, sem beitir fyrir sig þjóðlegum fróðleik í skilgreiningum, er Jón Baldvin „skrípi“ og pólitísk hamskipti hans skrípisleg. Ástæða þess að Pálmi velur Jóni þessa nafngift eru nýlegar flug- eldasýningar Jóns Baldvins varð- andi landbúnaðarstefinu ríkis- stjómarinnar. Jón Baldvin var sem kunnugt er ekki tilbúinn til mikilla samninga undir lok Al- þingins um innflutning land- búnaðarafurða og hver ætti að ákveða jöfnunargjöld sem hugs- anlegur landbúnaðarinnflutn- ingur þyrfti að bera. Rimman var orðin svo hörð milli Jóns og ým- issa bændavina í Sjálfstæðis- flokknum að hótanirnar ganga nú á víxl og engum hefði dottið f hug að hér fæm samstarfsaðilar um stjórn landsmálanna. Jón og kalkúnamir Jón Baldvin vill geinilega ekki láta bændavinina eiga neitt inni hjá sér og skyndilega detta af himni ofan fyrirmæli í utanríkis- ráðuneytinu um að kanna verði innflutning á kalkúnum, enda standi hvergi skrifað að innflutn- ingur á kalkúnum sé bannaður. Hefur heldur aukist blóðþrýst- ingurinn hjá bændavinum við þetta, enda hótun um innflutn- ing á hráu kjöti óvenju ódulbúin hótun við sjúkdómavamir í land- inu og landbúnaðinn í heild sinni. Morgunblaðið gerði um helgina góða grein fyrir fundi í Lauga- borg í Eyjafirði þar sem Halldór Blöndal og Pálmi Jónsson ræddu við kjósendur. Meðal annars hef- ur Mogginn gagnmerkar yfirlýs- ingar eftir Pálma og sýna e.t.v. betur en margt annað hinn upp- Jón Baldvln byggilega samstarfsanda sem ríkir á stjórnarheimilinu: Hvik þú hvergi, Halldór! „Við sjálfstæðismenn tökum ekki ábyrgð á þessum yfirlýsing- um utanríkisráðherra og mun- um ekki taka upp merki Jóns Vitt og breitt Baldvins í þessu máli,“ sagði Pálmi og bætti við að þeir myndu segja líkt og Hrafn rauði í Brjánsbardaga: Ber þú sjálfur fjanda þinn. Sagði Pálmi sjálfstæðismenn ekki mundu fara hamskiptum í hinum þýðingarmestu málum og leggja til að búvörulögin yrðu afgreidd hið fyrsta á haustþing- inu „og ef utanríkisráðherra kýs að haga málum svo mun ég ekki hirða um hvort hann situr leng- ur eða skemur í sínu embætti," sagði fjárbóndinn Pálmi, sem m.a. kvaðst hafa komið á fund- inn til að lýsa yfir stuðningi við landbúnaðarráðherra í þessu máli og bað hann hvika hvergi í málflutningi sínum.“ Augljóst er af þessari frásögn Pálml Jónsson Morgunblaðsins að mörgum sjálfstæðismanninum er heitt í hamsi og ekki kæmi á óvart í allri þessari hamskipta- og skrípaumræðu þótt í hópi bændavina íhaldsins fengi Jón Baldvin á sig viðurnefnið „Húsa- víkur - Jón Baldvin". Slíkt gæti svo sem þótt við hæfi eftir dygg- an stuðning Jóns Baldvins í um- ræðum á alþingi við Hrafri (rauða?) Gunnlaugsson og hans hirðmenn alla. Stjóraarmyndunar- viðræður? Hitt er svo annað mál að með þessu áframhaldi hlýtur það að teljast kraftaverk ef ríkisstjórnin lafir til hausts. Varia munu vær- ingamar minnka úr því sem komið er, enda ólíklegt að Jón Baldvin láti sér nægja að vígbú- ast kalkúnum. Miklu líklegra er að deilan magnist enn frekar og óformlegar stjórnarmyndunar- viðræður fari að hefjast meðal þingmanna strax upp úr miðju sumri. Þá mun reyna á hvort menn eru almennt þeirrar skoð- unar að Jón Baldvin sé í raun sá Húsavíkur - Jón Baldvin sem sjálfstæðismenn telja hann vera. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.