Tíminn - 18.05.1993, Blaðsíða 8
12 Tfminn
Þriðjudagur 18. maí 1993
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þríðjudaga kl. 20.30.
Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið.
FmrnóhnmfUögbi
Kópavogur—
Framsóknarvist
Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 fimmtudagana 13. mal, 20. mal og
27. mal kl. 20.30.
Kaffiveitingar og göð verölaun.
Fneyja, féiag framsóknarkvenna
Framsóknarkonur—Vorferð
Félag framsðknarkvenna I Reykjavlk fer I vorferð á uppstigningardag 20. mal.
Fariö frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30.
Bláfjöllin — Bláa lónið og margt þar á milli.
Tilkynnið þátttöku til Kristrúnar s. 11746 eða Sigríöar s. 813876. Takið með ykk-
ur gesti.
Stjómki
Vestfirðingar
„Átaktil
endurreisnar(<
SWngrimur
Alþingismennimir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þóröarson munu
kynna tillögur Framsóknarflokksins I efnahags- og atvinnumálum á almennum
stjómmálafundi I stjómsýsluhúsinu á Isafiröi þriðjudaginn 25. mal kl. 20.30.
Allir velkomnir
KjörxtæmissambantlframsóknarTnanna & Vestjórðum
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 17. mal verður skrifstofa Framsóknarflokksins i Hafnarstræti 20, III hæð, op-
in ffá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags.
Verið velkomin
FramsóknarHokkuhnn
Ótafur
BLAÐBERA VANTAR
HAFNARSTRÆTI • TRYGGVAGATA
AUSTURSTRÆTI - AÐALSTRÆTI
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum
í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur
dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar.
Aðilar í ferðaþjónustu og hálendisferðum,
sveitarfélög og verktakar
Til sölu er um 60 m2 hús, sem byggt er upp í þrem flutnings-
einingum. Tilvaliö til flutnings á erfiöa staöi. Húsiö skiptist í
eldhús, sal, herbergi, WC og anddyri.
Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 91-641929.
Nýbúfræðlngar fyrir framan Hóladómklrkju.
Timamynd Guttormur
Bændaskólinn á Hólum:
Fyrsti stúdent-
inn útskrifaður
síðan 1802
Frá Guttormi Óskarssyni, Tfmanum, Sauðárkróki.
Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitiö föstudaginn 7.
maí við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju að viðstöddu miklu
fjölmenni. Sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólastiftis, flutti
hugvekju, kirkjukór Hóladómkirkju og nágrennis söng við und-
irleik Sólveigar S. Einarsdóttur og Gerður Bolladóttir söng við
undirleik Rögnvaldar Valbergssonar.
í ítarlegri ræðu skólastjórans,
Jóns Bjamasonar, kom m.a. fram
að 53 nemendur stunduðu nám
við Hólaskóla s.l. vetur og 25 nýir
búfræðingar brautskráðust frá
skólanum eftir tveggja vetra nám.
Þar af vom þrír erlendir nemend-
ur. Brautskráður var nú stúdent
frá Hólaskóla Þorlákur Magnús
Sigurbjömsson ffá Langhúsum í
Fljótum, en hann er sá fyrsti sem
hlýtur stúdentspróf frá skólanum
síðan 1802. Hæstu einkunn á bú-
fræðiprófi hlaut Kristín Láms-
dóttir frá Kirkjubæjarklaustri.
Skólinn var fullsetinn í vetur,
sem og undanfarin ár. Inntöku-
skilyrði í skólann hafa verið hert
vemlega að undanfömu. Skulu
nemendur nú hafa lokið a.m.k.
tveggja ára framhaldsskólanámi
og numið þar hinar ýmsu gmnn-
greinar. Vægi gmnngreina á
námsskrá Hólaskóla hefur því
minnkað, en áherslumar færst
meira að sérgreinum búfræði-
námsins. Námsskrá skólans er í
stöðugri endurskoðun og kapp-
kostað er að hún fylgi grannt
breyttum forsendum í almennu
framhaldsnámi. Þeir umsækjend-
ur, sem eiga mikla starfsreynslu að
baki, eiga meiri möguleika á skóla-
vist, þó svo að nokkuð skorti á
bóklegan undirbúning.
Brasilía
Að minnsta kosti 111 fangar vom
drepnir og 35 aðrir særðir í októ-
ber 1992, þegar herlögregla gerði
áhlaup á Álmu 9 í Casa de De-
ten^ao fangelsinu í Sao Paulo, til
að stilla til friðar. Um 20 lögreglu-
menn særðust. Næstu daga heim-
sótti hópur Amnestymanna fang-
elsið fjómm sinnum. í hópnum
var réttarlæknir. Hópurinn ræddi
við fanga og skoðaði þá, og talaði
við stjórnvöld, mannréttindasam-
tök og ættingja.
Ýmislegt bendir til þess að flestir
hinna látnu hafi verið drepnir í
klefum sínum eftir að þeir gáfust
upp. Byssuskot höfðu lent á veggj-
um niður við gólf og í rúmhæð, og
styður þetta vitnisburð þeirra sem
lifðu af. Þeir segja að félagar þeirra
hafi verið drepnir liggjandi eða
sitjandi með hendur yfir höfði.
Þetta var ennfremur staðfest við
kmfningu. Hermt var að margir
hinna særðu hefðu verið fluttir
burt undir því yfirskini að útvega
þeim læknishjálp, en þeir hefðu
þess í stað verið teknir af lífi án
dóms og laga. Nokkrir reyndu að
fela sig innan um líkin, en lög-
reglumenn em sagðir hafa stungið
byssustingjum sínum í þau til að
finna menn á lífi. Hermt er að þeir,
sem gáfu frá sér lífsmark, hafi ver-
ið skotnir. Nokkmm föngum var
sfðan skipað að safna líkunum
saman í fangaklefunum. Vitni seg-
ir að margir þessara fanga hafi síð-
an verið teknir af lífi.
Lögreglan segir að fangar hafi
skotið á sig, en fangar sem komust
lífs af segja að fangar hafi ekki haft
skotvopn, og uppþotin í Álmu 9
hafi ekki verið útbreidd og að
komast hefði mátt að samkomu-
lagi við uppreisnarmenn.
Ráðherra almannaöryggis á þess-
um tíma, sem bar ábyrgð á fang-
elsum Sao Paulo og lögreglu borg-
arinnar, sagði: „Við aðstæður eins
og þarna vom, hefur lögreglan íyr-
/í
r ÁKALL OMHJÁLP é
irmæli um að skjóta til að drepa.
Það er ekkert óeðlilegt við að hún
noti vélbyssur, því þegar allt kem-
ur til alls, þá var líf lögreglumann-
anna í hættu".
Herlögreglan og aðrar opinberar
stofnanir rannsökuðu fjöldamorð-
in, en samkvæmt lögum Brasilíu
má aðeins sérstakur herdómstóll
dæma f málum herlögreglu-
manna. Enginn herlögreglumað-
ur hefur verið ákærður eða dæmd-
ur fyrir sams konar brot í fangels-
um Sao Paulo.
Vinsamlega sendið bréf á ís-
lensku, portúgölsku eða ensku og
biðjið um að skipuð verði sjálfstæð
rannsóknarnefnd, sem hafi vald til
að ákveða hvort mannréttindabrot
hafi verið framin, og að láta þá
sem bám ábyrgð á morðunum,
svara til saka fyrir dómstólum, Ld.
á þessa leið:
„Your Excellency,
In October 1992 at least 111 pri-
soners were killed and 35 others
wounded after military police
stormed block 9 of the Casa de De-
ten^ao in Sao Paulo, to quell a
disturbance. Around 20 police off-
icers were wounded. An Amnesty
Intemational fact-finding team,
including a forensic doctor, found
considerable evidence that most of
the dead were killed in their cells
after surrendering. I appeal to you
for a fuil and independent inquiry,
with powers to ascertain responsi-
bility for human rights violations,
and for those found responsible to
be brought to justice.
í október 1992 vom að minnsta
kosti 111 fangar drepnir og 35 aðr-
ir særðir, eftir árás herlögreglu á
álmu númer 9 í Casa de Detengao
fangelsinu í Sao Paulo í því skyni
að bæla niður óeirðir. Um 20 lög-
reglumenn særðust. Rannsóknar-
nefnd Amnesty International, sem
kom á staðinn ásamt réttarlækni,
komst að þeirri niðurstöðu að
vemleg líkindi væm á að flestir
hinna látnu hefðu verið drepnir í
klefum sínum eftir að hafa gefist
upp. Ég fer fram á að nákvæm og
hlutlaus rannsókn fari fram á at-
burðinum, með valdi til að tryggja
ábyrgð á mannréttindabrotum, og
að hinir ábyrgu verði leiddir fýrir
dómstóla.
Skrifið til:
President Itamar Franco
Palacio do Planalto
Brasilia D.F.
BrazU