Tíminn - 18.05.1993, Síða 5

Tíminn - 18.05.1993, Síða 5
Þriðjudagur 18. maí 1993 Tíminn 5 Þorsteinn Antonsson: Atvinnuleysi Vinnuhjú íslenskra bænda fyrr á tíð hlutu að launum nauðsynlegan fatn- að, fæði og húsaskjól og varla neitt umfram það. Ferða- og hjúskapar- frelsi þeirra var mjög takmarfcað og þau hlutu að vinna þegar til var ætl- ast hvenær sem það var dags eða nætur. Staða vinnuhjúanna var í flestu líkust húsdýranna. Kalla má að vinnuhjúaþrælkun hafi tekið við af þrælahaldi sem gert hafði forréttindastétt mögulegt að verja tíma sínum eins og henni lysti. Skilyrðin ti! þess að eitthvað yrði úr voru þó jafnframt þau að hægt væri að hafa eignir af öðrum með aðferðum sem núorðið eru bann- aðar með Iögum og milliríkja- samningum. Hérlendis sem annars staðar jók iðnbyltingin á mikilvægi þeirra sem lökust kjör höfðu að því marki að þeir hlutu almenn mann- réttindi og þar með rétt til sæmi- legra launa. Stefnan hefur hvar- vetna verið að vélar tækju við af mönnum við að vinna flest nauð- synjaverk og helst öll. Vinna er ekki markmið í sjálfri sér, heldur afrakstur vinnunnar, og því minna sem menn leggja á sig til að ná þeim markmiðum þeim mun betra. Verkalýðurinn leysti þræl- ana af hólmi, en auðvitað var fróm ósk hinna lægst settu sem annarra að fá allt fyrir ekkert. Á síðustu árum hefur sjálfvirkni og gervigreind þar til gerðs tækja- búnaðar komist áleiðis með að leysa verkalýðinn af hólmi og þar með dregur úr eftirspum eftir launamönnum til verka. Atvinnu- leysi verður að almennu vanda- máli. Ljóst er að efnahagskerfið er jafn háð eftirspum eftir hverskon- ar vamingi og verið hefur og að ekkert samband er milli dvínandi þarfar fyrir lifandi starfskraft og þarfarinnar fyrir að hverskonar vamingur og þjónusta séu seljan- leg. Atvinnulausir hafa ekki minni þörf en aðrir fyrir markaðssettan vaming og ef eitthvað er þá meiri, þar sem tómstundum fjölgar sem hver og einn vildi geta varið með sem fjölbreytilegustum hætti. Skortur á fjármunum, sem leiðir af atvinnuleysinu, kemur einn í veg fyrir að sá auralausi eyði og spenni eins og hver annar. Til þessara staðreynda verður að líta er finna skal borgaralegum lífsháttum rétt- an farveg og þess jafnframt að aðr- ar leiðir til þess að finna „hinum óþörfu" önnur verkefni en markað- arins hafa reynst hrapallega illa þegar fram í sótti. Úrræði Þjóð- verja t.d. við atvinnuleysi og stöðn- un í efnahagslífi sínu á fjórða tug aldarinnar var styrjaldarekstur. Og einnig má minna á að hægt er að virkja óvirkan verkalýð til hug- sjónabaráttu sem ekki beinlínis áhrærir óskir um efnalega lífsfyll- ingu frá degi til dags, aðferð sem Austurevrópubúar súpa nú seyðið af. Vinna er ekki mannréttindi. Launaða vinnu leiðir aðeins af því að einhver sem ræður yfir fjár- magni er tilbúinn til að greiða öðr- um manni fyrir þjónustu hans. Launagreiðandinn verður að sjá eigin hag betur borgið með ráðn- ingunni, hvað sem hagsmunum launamannsins Iíður. Vinna er ekki fremur markmið í sjálfri sér en þrældómur eða beiting véla, held- ur er allt þetta undirselt því mark- miði sem er allra manna, að fá sem mest fyrir sem minnst. Að þessu leyti eru óskir forréttindastétta fyrri alda, Grikkja og Rómverja, svo að einhverjar þjóðir séu nefnd- ar, hinar sömu og manna á líðandi stund. Væntingarnar breytast ekki, heldur skilyrðin til að verða við þeim. Þetta sjónarmið hefur borg- arastéttin sett á oddinn. Gervigreind tölva og hverskonar hugbúnaðar er ekki keppinautur almennings um vinnu og starfs- skilyrði, þótt svo kunni að sýnast þeim sem missir atvinnu sína vegna tæknivæðingar á vinnustað hans. Það sem mestu skiptir er að verðmætasköpun, sem af tækni- væðingunni leiðir, skapi skilyrði til aukinnar fjölbreytni í þjóðfélaginu. Og þar með þá að um einhverskon- ar dreifingu ábatans sé að ræða. Mistök frjálshyggjunnar liggja í því að gera ráð fyrir fullu frelsi ein- staklingsins til athafna og auðsöfn- unar. Hvorugt leiðir til örvunar markaðsaflanna, nema svo tak- markað að ekki aflar nema ákveðn- um hópi manna vinnuskilyrða og hinum þá ekki viðurværis. Ásælni í efnaleg gæði er afleiðing hóplyndis fremur en menn taki slfkt upp hjá sjálfúm sér án fyrirmyndar. Það er stemmningsatriði að versla mikið, eins og þeir t.d. vita sem sjá um tónlistina í Kringlunni. Slíkri mið- stýringu verður að koma á til að ferlið hugvit, framleiðsla, atvinnu- tækifæri, þar með kaupgeta og blómleg viðskipti geti runnið fram ósleitilega. Fái á hinn bóginn frjálshyggjan ein að ráða ferðinni, verður at- vinnuleysi óhjákvæmilega fylgi- fiskur hennar. Þeir sem búa við bestan kost finna ekki hjá sér sér- staka hvöt til að höfða til atvinnu- lausra, heldur verður sá hópur ut- angarðs í efnahagskerfi samfélags- ins. Við svo búið halda atvinnu- lausir áfram að vera styrkþegar hins opinbera, að mestu án vonar um vinnu. Ekki er fremur við hæfi að Ieggja frjálshyggjuna eina til grundvallar ríkisbúskapnum en yfirleitt að gera mönnum að skyldu að lifa eins og skepnur eða ganga um naktir, þótt hvort tveggja sé kannski mest í samræmi við uppruna þeirra og eðli. Um fram það að svara frum- þörfum mannsins starfar mann- Iegt hugvit að uppfyllingu óska og drauma og mannlegt hugvit. er af- leiðing menningar fremur en nokkurs annars. Af þessum ástæð- um verður að leggja menningu til grundvallar samspili samfélags og einstaklings. Því fylgir að nokkur miðstýring markaðsaflanna er allt- af æskileg, ef hin opinbera stefna er að vinna gegn stöðnun markað- arins, draga úr líkum á atvinnu- leysi og auka fjölbreytni á markað- inum. Atvinnumarkaðurinn getur mett- ast og hefur gert það, en auðvitað þá aðeins að um takmarkaðan áhuga á framleiðslu og viðskiptum sé að ræða, Hvatning til endumýj- unar og nýsköpunar verður til þess að einhverjir brjótast inn á ný svið og hefja framleiðslu á nýjum vöm- tegundum, sem þá kallar á vinnu- afl. Það er því einkum hugvit sem brýna þarf og ryðja braut á tíð þeg- ar atvinnuleysi hefur leitt af tækni- væðingu atvinnuveganna. Sfst að gera frjálshyggju og einkaframtak að einhverskonar trúarsetningu, eins og menn hafa freistast til að gera hérlendis og víðar. Þar í liggur að framfylgja verður hagstæðri lánastarfsemi til framleiðslunýj- unga. Um menntunarskilyrði gild- ir að þau em aldrei mikilvægari en á tímum þegar dregið hefur úr fjármagnsskriði í samfélaginu svo að hætta er á stöðnun. Hinn atvinnulausi hefir ótak- markaðan tíma fyrir sjálfan sig, hvað sem skertri sjálfsvirðingu og opinberri framfærslu Iíður. Rétt eins og stórefnamaður, sem allt getur leyft sér, getur hann brotið heilann um það sem hann helst óskar daginn langan og þótt líklega nái ekki lengra en verða honum efni til enn frekari heilabrota. Slík- ur maður er öðmm líklegri til að leita inn á ný svið efnahagslífsins, ef hann á annað borð sér sér færi á því. Aftur á móti em þeir framleið- endur, sem standa nokkurn veginn undir framleiðslu sinni á ótrygg- um tímum í atvinnumálum, manna ólíklegastir til að breyta af- urð sinni eða opna nýjar leiðir. Á tíma frjálshyggju og atvinnuleysis em það bónusverslanir og útsölu- markaðir sem sterkast aðdráttarafl hafa meðal verslana og viðskipta- vina þeirra. Höfundur er rithöfundur. Sigurður Bogi Sœvarsson: Sunnlenskur bátur varð Fjórtán bátar úr bátasafni Þjóð- minjasafnsins urðu eldi að bráð, þegar stærstur hluti bátasafns Þjóðminjasafnsins við Vesturvör í Kópavogi brann í síðasta mánuði. Sfcal hér vikið sérstaklega að ein- um þeirra báta sem þaraa brunnu: áttæringnum Voninni, sem lengi eldi að Útræði var alltaf allnokkurt í Mýr- dal. Róið var frá þremur stöðum: úr Vík, Dyrhólaey og Jökulsárós- um. Útræðið við ósa Jökulsár nefndist Márfuhlið. Alþekkt var að skip, er þaðan var róið, lentu aldr- ei í neinum sjávarháska. Ásgeir Pálsson í Framnesi í Mýrdal, sem bráð réri úr Máríuhliði á báti sínum Lukkusæl á sama tíma og Voninni var róið þaðan, segir í samtali við Jón R. Hjálmarsson í bókinni Svip- ast um á Suðurlandi, sem út kom árið 1973: „En hin gamla trú á Máríuhlið brást ekki. (...) Og það er staðreynd var róið frá Jökulsárósum á Sól- heimasandi. Báturinn Vonin var upphaflega smíðaður árið 1899. Fyrst í stað var báturinn fjórróinn og þá not- aður sem veiðibátur við ádráttar- veiði á Heiðarvatni í Mýrdal. Árið 1906 var bátnum breytt og hann lengdur upp í áttæring. Var þá byrjað að róa bátnum frá Jökulsár- ósum á Sólheimasandi og Erlingur Brynjólfsson, bóndi í Kaldrananesi í Mýrdal, var formaður. Einhveij- um árum síðar lét Erlingur af for- mennsku á Voninni og við tók þá tengdasonur hans, Sigurður Eyj- ólfúr Högnason. Hann hélt sama striki og tengdafaðir hans hafði gert og reri til fiskjar. Sjóróðrum úr Jökulsárósum var síðan hætt laustfyrir 1950. Eftir það var Vonin geymd um árabil í skemmubyggingu í Sól- heimakoti. Árið 1967 var hún flutt í geymslu í Eyjarhelli í Pétursey, en féum árum síðar komst bátur- inn í eigu Þjóðminjasafns íslands og nú er saga hans öll. Menningarverömæti farin forgöröum. Brunarústir bátageymslu Þjóöminjasafns Islands. Báturinn Vonin var um nokkurra ára skeiö geymd l Eyjarhelli I Pétursey. Þessi mynd er tekin áriö 1967, þegar nokkrir vaskir Mýrdælingar komu bátnum þar fyrir. að aldrei hefur farist skip, sem róið hefur úr Máríuhliði, og aldrei hef ég heyrt þess getið að í þeirri verstöð hafi maður meiðst, hvað þá meira.“ Eftir bátabrunann í Kópavogi kom fram í viðtölum við Guðmund Magnússon þjóðminjavörð að skaðinn væri óbætanlegur. Þjóð- minjavörður sagði jaftiframt að ástæða þess að ekki var eldvama- búnaður í bátasafninu hefði verið sú að húsnæðið hefði verið til al- gjörra bráðabirgða. Aftur á móti má velta upp þeirri spumingu hvort það sé haldbær afsökun fyrir því að ganga ekki tryggilega frá menningarverðmæt- um þannig að fikt óvita geti ekki valdið skaða sem eftir á telst vera óbætanlegur. Höfundur er blaðamaöur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.