Tíminn - 18.05.1993, Síða 7

Tíminn - 18.05.1993, Síða 7
Þriðjudagur 18. maí 1993 Tíminn 11 Indriði G. Þorsteinsson: Pósturinn er kominn Minnismerki eru reist af ýmsum ástæðum. Yfirieitt eru þau reist yfir einstaklinga, sem ákveðnir hópar eða heil þjóðfélög virða meira en aðra menn. Minnismeriri eru því alltaf að stórum hluta til orðin vegna rækt- arsemi. Vitnisburður um slíka ræktarsemi hefur í dag verið afhjúpaður hér að Stað í Hrútafirði. Þetta fallega og táknræna minnismerki er sett yfir þá menn á íslandi, sem þóttu hvað mestar hetjur f augum almennings í tæpa eina og hálfa öld, og voru undanfarar bifreiðastjóra og síð- an flugmanna nútímans. Þeir höfðu atvinnu af því að ferðast. Hestar þeirra eiga líka hlut í þessum minnisvarða. Þeirra saga hefúr verið rituð eins og saga þeirra manna, sem stýrðu þeim á vegum jafnt og óvegum, eins í sólskini sem í iðulausum hríð- um. Ferðalög íslendinga urðu smám saman heldur fátækleg að þjóð- veldisöld liðinni og féllu mjög niður á miðöldum. Að sama skapi óx sú trú landsmanna að illftert væri um óbyggðir lands- ins vegna útilegumanna og trölla. Fór enginn svo í langt ferðalag að hann bæði ekki Guð fyrir sér vel og rækilega og þakk- aði honum innilega fyrir sig að ferð lokinni. Samt héldu höfð- ingjar uppi ferðum til Alþingis. Skálholtsbiskup vísiteraði á Austurlandi, en virðist hafa verið vandratað um óbyggðir, eins og vísa fylgdarmannsins bendir til, rituð í moldarflag við jaðar Ódáðahrauns: Biskups hefég beðið með raun 3g bitið lítinn kost. ður en ég lagði á Ódáðahraun át ég þurran ost. Upphaf ferðalaga á seinni tím- um má í rauninni rekja til þeirr- ar samþykktar ríkisstjómar kon- ungs Danmerkur og íslands að hafnar skyldu póstferðir á fs- landi. Ritaði stjórnin bréf til stift- amtmannsins á Bessastöðum 25. júní 1774 um að komið yrði á sérstöku skipulagi póstsendinga innanlands og á milli Bessastaða og Kaupmannahafnar. Sýslu- menn voru spurðir ráða og leist misjafnlega á póstburðinn vegna kostnaðar. Eftir nokkrar vanga- veltur hófust fyrstu póstferðir hérlendis um Vestfirði í febrúar 1782; árið eftir um Norðurland, en 1784 um Suðurland. Árið eftir hófust svo póstferðir um Vestur- land. Fyrsti íslenski pósturinn hét Ari Guðmundsson, sem fór gangandi frá Reykjanesi við Djúp að Haga á Barðaströnd og var sex daga á leiðinni. Með póstferðunum hófust einn- ig auknar mannaferðir, því fólk hylltist til að verða samferða póstinum í áætlunarferðum hans. Var einkum um að ræða ferðir fólks um erfiða vegi, þar sem gott þótti að njóta leiðsagn- ar póstsins, svo sem yfir hættu- leg vötn og lítt merkta fjallvegi. Þar sem áður hafði verið treyst á fyrirbænir og almættið, var nú treyst á póstinn, sem brátt fékk sérstakt heiti sem dregið var af langferðum hans, og nefndist landpóstur. TYú á útilegumenn og tröll fór dvínandi. Óttinn vék fyrir þeirri vissu að mönnum í opinberri þjónustu væru allir vegir færir. Ferðafólk trúði á landpóstana. Til póstferðanna völdust ein- beittir menn og oft hraustmenni að auki. Margar hetjusögur eru til af landpóstum og langflestar á þann veg, að pósturinn sigraði náttúruöflin með staðfestu sinni og karlmennsku langt umfram það sem venjulegt gat talist Helgi Valtýsson, rithöfundur og skáld, skrifaði sögu landpóstanna í þremur bindum. Þar er víða getið afreka þeirra, eins og eðli- legt getur talist. Og hestum þeirra er ekki gleymt heldur, en margir þeirra sýndu atferli og skapstyrk við erfiðar aðstæður, sem var næstum mannlegur. Því er það, að á þessu minnismerki um landpóstana er hestinum ekki gleymt. Lágmynd utan á minnismerkinu er af manni og hestum. Bæði sýslumannssetrið Melar hér vesturundan og Staður voru póstmiðstöðvar hvor á eftir ann- arri. Á Melum var bréfhirðing og póstafgreiðsla frá 1873 til 1879. Þá var afgreiðslan flutt yfir að Stað, og þar var hún til húsa í sjötíu og tvö ár, eða til ársins 1951, löngu eftir að bílar voru komnir til sögunnar. Staður var um árabil langstærsta póstmið- stöð í sveit á íslandi. Á tímum landpóstanna stefndu sex þeirra hingað fimmtánda hvers mánað- ar árið um kring, og varð aldrei brugðið frá þeirri áætlun hvemig sem viðraði og á hverju sem gekk um ferðalögin. Menn og hestar skiluðu sér að Stað samkvæmt áætlun. Hingað komu landpóstar af Suðurlandi, frá Akureyri, Stykkishólmi, Króksfjarðamesi, af Ströndum og frá Núpsdals- tungu. Við getum ímyndað okkur þann mánaðarlega mannfagnað, sem varð á Stað þegar landpóstamir vom komnir. Þama bám kemp- urnar saman bækur sínar og sögðu frá ferðum sínum. Strandapóstur var kominn norð- an úr Árneshreppi yfir fjallaskörð og um þungfærar heiðar. Norð- anpósturinn hafði sundhleypt hestum sínum yfir foraðsvötn Ávarp flutt við afhjúpun minnisvarða að Stað i Hrútafirði 13. maí s.L eins og Blöndu og Héraðsvötn og sunnanpóstur hafði glímt við Hvítá í Borgarfirði. Þeir vom glaðir og reifir, landpóstamir, í næturstað eftir erfiðar leiðir. Þeir höfðu gætt póstsins vel og seinni tíma menn hafa á tilfinningunni að þeir hefðu látið lífið fyrir póst- inn, hefðu þeir þurft að velja á milli. Þá em til frásagnir af því, að enginn landpóstur gat lagst til hvílu að kvöldi, hvað sem hann var þreyttur, öðm vísi en ganga fyrst úr skugga um að hestar hans hefðu fengið besta fóður. Á Stað var byggt sérstakt hús yfir pósthestana á melnum, þar sem veitingaskálinn stendur núna. Þeim var gefin taða. Landpóst- arnir gátu því lagst rólegir til svefns eftir erfiðan dag. Landpóstamir urðu þekktir menn fyrir dugnað sinn og skyldurækni. Á þeirra dögum var orðið landpóstur tignarheiti og aftan við nöfn þessara manna bættist orðið póstur, sem fylgdi þeim ævilangt síðan. Þessi tfðar- andi og þessir menn em horfnir af sjónarsviðinu, en eftir stendur þetta minnismerki um þá alla. Stjóm Póst- og símamálastofn- unarinnar ákvað að láta gera þennan fallega varða yfir þá menn, sem í hugum okkar vörp- uðu rómantískum og hetjuleg- um blæ yfir erfitt tímabil í sögu póstflutninga í landinu. Nú flytja bílar og flugvélar boðin milli manna, svo og síminn og faxið, sem er komið í stað bréfa, fyrir utan þau skilaboð sem em per- sónulegust alls og eiga að fara leynt. Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, á þakkir skildar fyrir að hrinda gerð minnisvarð- ans í framkvæmd. Við emm mál- kunnugir, enda áttum við báðir heima á Akureyri á unglingsár- um. Það var byggð þeirra norð- anpóstanna Sumarliða Guð- mundssonar og sona hans Sigur- jóns og Sigurðar. Sumarliði var landpóstur í þrjátíu ár. Fyrst frá ísafirði til Stykkishólms og Reykjavíkur í tíu ár, en í tuttugu ár frá Akureyri til Reykjavíkur í fyrstu, en síðan frá Stað til Akur- eyrar eftir að póstleiðinni var skipt um Stað í norðan- og sunn- anpóst árið 1885. Sumarliði and- aðist að Kjarna við Akureyri 1902. Þar kvaddi ein mesta kempan í flokki landpóstanna. Fmmkvæði að gerð minnis- varðans áttu þeir Staðar-bræður Eiríkur og Magnús Gíslasynir. Þeir báðu mig að koma málinu áleiðis við póst- og símamála- stjóra, sem ég gerði með mikilli ánægju. Ólafur Tómasson tók er- indinu vel. Hugmynd Staðar- bræðra hefur nú borið þann ár- angur, sem hér stendur. Þeir fengu listamanninn Grím Mar- inó Steindórsson til að gera drög að listaverkinu. Það er þrír og hálfur metri á hæð með þremur bæjarburstum efst, en landpósti á hesti með töskuhest í taumi á hlið. Póstur og sími samdi við tvö fyrirtæki um smíði verksins, vélsmiðjuna Orra og steinsmiðj- una S. Helgason. Þessi gjörð ber vott um alveg einstaka ræktar- semi við landpósta um allt land, sem mættust hér einu sinni í mánuði að stærstum hluta. Og minnisvarðinn er staðsettur á ákjósanlegum stað, þar sem langstærsta póstmiðstöð í sveit stóð um langt árabil. Ég vil leyfa mér að þakka Póst- og símamálastofnuninni fyrir það verk sem hún hefur látið vinna hér í minningarskyni um landpóstana. Sérstaklega vil ég þakka Ólafi Tómassyni, póst- og símamálastjóra, fyrir góðar und- irtektir við málið strax í byrjun. Þá vil ég lofa sérstaklega þá Stað- ar-bræður fyrir þeirra hlut að málinu. Þeir hafa sýnt virðingar- verðan og menningarlegan vilja til að gera hér skil þýðingarmikl- um og sögulegum þætti þjóðlífs- ins í samvinnu við Póst- og síma- málastofnunina. Minning land- póstanna mun lifa á meðan þessi varði stendur. Marselis-samlagið Marselis KonsorUet: En studie over forholdet mellem handelskapital og kongemagt 11600-tallets Danmark eftlr John T. Lauridsen, Jysk Selskab for Hlstorie, 266 bls. í ritdómi um bók þessa í Americ- an Historical Review, vol. 95, no. 4, þ.e. október-hefti 1990, sagði: „í samræmi við framvindu mála í Vestur- Evrópu á 17. öld var kon- ungdæminu Danmörku-Noregi umbreytt úr kjörkonungdæmi með takmörkuðu valdsviði, sem tekjur sínar hafði einkum af land- eignum, í ríki með arfgengum ein- valds-konungdómi, sem tekjur hafði einkum af skattheimtu. Kon- ungdæminu var umbreytt úr „lénsríki" í „skattríki". Merkan hlut að þeirri umbreytingu átti þröngur hópur auðugra kaup- manna, sem aðgang átti að evr- ópskum peningamörkuðum. í öndvegi í þeim hópi var Marselis- samlagið. Marselis-fjölskyldan var af hollenskum uppruna, en áhrif meðlima hennar og samstarfs- manna þeirra náðu til mestallrar Evrópu, en gætti einkum í Rúss- landi og Danmörku- Noregi. Um starfsemi þeirra í Rússlandi hefur Erik Arnberger þegar ritað, en hann vék einungis stuttlega að samskiptum samlagsins við dönsku krúnuna. John T. Laurid- sen hefur rannsakað þau sam- skipti." „Frá óförum Danmerkur snemma f 30 ára stríðinu, en einkum eftir að á hausinn fóru atvinnufyrirtæki konungs á þriðja tugi 17. aldar, reiddi Kristján IV og síðan Friðrik III sig á fyrirgreiðslu Gabriels Marselis í Hamborg og samstarfs- manns hans, Alberts Bern, í Kaup- mannahöfn, í viðleitni sinni til að halda utan um fjárreiður konung- dæmisins og til að verða fjárhags- lega óháður aðlinum í undirbún- ingi sínum undir átök við Svíþjóð. Fyrir sakir smiðja sinna í Gluckstadt höfðu Marselis og Bern tögl og hagldir í vopnasmíði kon- ungs 1640-80. Samlagið lagði líka danska flotanum til flest skip hans, en það stóð mjög að skógarhöggi og jarðefnavinnslu í Noregi. Vegna þess að fjárhagur konungdæmis- ins versnaði enn á síðustu stjóm- arárum Kristjáns IV átti hann enn meira undir lánum samlagsins en áður. Áhrifavald samlagsins varð mest um daga sona Gabriels Mars- elis undir lok stríðsins við Karl X Svíakonung, en fé til þess lögðu þeir að mestu leyti fram. Áður höfðu þeir haft forgöngu um um- bætur á stjómkerfi ríkisins og upptöku borgara í (há) embætti, sem svo mikið varð um, eftir að á komst einveldi konungs eftir 1660. Tengdasonur Berns, Poul Klingen- berg, mun hafa átt frumkvæði að Siglingaskólanum 1654.“ „Samlagið hafði lokið hlutverki sínu, þegar einveldi hafði verið á komið og krúnan hafði greitt því skuldir sínar, að miklu leyti í jarð- eignum og ýmsum fríðindum. Eft- ir 1670 sagði lítt til fjölskyldunnar sem lánveitenda... Úr dönskum heimildum einum hefur Lauridsen að mestu leyti unnið. Með tilliti til alþjóðlegra sambanda samlagsins, hefiir hann engan veginn dregið upp heildarmynd, eins og hann viðurkennir. Engu að síður á hann þakkir skildar."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.