Tíminn - 18.05.1993, Qupperneq 9
Þriöjudagur 18. maí 1993
Tíminn 13
■ DAGBÓK
Námstefna um gæðastjómun
Á morgun, miðvikudaginn 19. maí, kl.
8.15 til 12.15 mun Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands og Staðlaráð fs-
lands standa sameiginlega að námstefnu
um stöðu og framtíð gæðastjómunar í
ljósi.ISO-9000 staðlanna.
Námstefnan er ætluð stjómendum og
sérfræðingum úr fyrirtækjum og stofn-
unum sem hafa þekkingu eða reynslu af
gæðastjómun. Flutt verða sjö stutt er-
indi um eftirtalin efni: Framtíðarsýn um
ISO 9000. ISO 9000 og tengsl við opin-
berar kröfur. ISO 9000 og altæk gæða-
stjómun. Hafa íslensk fyrirtæki hag af
vottun? Framtíðarsýn fyrirtækja.
Fyrirlesarar verða þau Guðrún Rögn-
valdardóttir, Staðlaráði fslands, Ársæll
Þorsteinsson, Löggildingastofúnni, Guð-
rún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræð-
ingur, Guðjón Jónsson, Iðntæknistofn-
un, Davfð Lúðvíksson, Félagi íslenskra
iðnrekenda, Kjartan J. Kárason, Vottun
hf. og Sigrún Pálsdóttir, íslenska jám-
blendifélaginu. Námstefnustjóri verður
Pétur K. Maack prófessor. Þátttökugjald
er 4.800 krónur. Nánari upplýsingar fást
á skrifstofú Endurmenntunarstofnunar,
í símum 694923, -24 og -25.
Myndlistarsýning á Götugrillinu
í Borgarkringlunni
Þessa dagana stendur yfir sýning á verk-
um Péturs Gauts Svavarssonar myndlist-
armanns.
Pétur er fæddur 1966. Hann stundaði
nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur
1986-1987, Myndlista- og handíðaskóla
íslands, málaradeild, 1987-1991, og
Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn,
leikmyndadeild, 1991-1992.
Sýning Péturs stendur til 15. júní og er
opin á auglýstum opnunartíma verslana
Borgarkringlunnar. Allar myndimar eru
til sölu.
Kirkjudagur aldraöra
á uppstigningardag
Á ári aldraðra 1982 var uppstigningar-
dagur valinn kirkjudagur aldraðra í land-
inu í samráði við Ellimálanefnd þjóð-
kirkjunnar, en hún vinnur að eflingu
kirkjustarfs aldraðra á vegum þjóðkirkj-
unnar. Aldraðir hafa á þessum degi tekið
virkan þátt í guðsþjónustum, flutt ræður
og lesið texta. Kórar aldraðra syngja víða
við guðsþjónustur. Margir söfnuðir
bjóða m.a. að aka fólki til og frá kirkju og
bjóða í kirkjukaffi þennan dag.
Kirkjustarf aldraðra fer vaxandi í land-
inu, einkum í þéttbýli. Kirkjan býður í
vaxandi mæli öldruðum upp á biblíu-
lestra, fyrirbænir og fræðslu, svo og þátt-
töku í guðsþjónustum. Margir aldraðir
búa við þannig aðstæður að þeir geta
ekki komið til kirkju sinnar og þiggja því
margir boð kirkjunnar um heimsókna-
þjónustu.
TOgangur kirkjudags aldraðra er fyrst
og fremst að beina athygli fólks að
kirkjustarfi aldraðra og efla þátttöku
aldraðra í kirkjustarfi. Það er von að-
standenda kirkjudagsins að sem flestir
aldraðir komi í kirkjuna sína á þessum
degi og njóti helgi í Guðshúsi.
Áskirkja
Stjóm safnaðarfélags Áskirkju býður
eldri borgurum í sókninni í kaffisamsæti
á degi aldraðra á uppstigningardag í
safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón-
ustu.
Listahátíö í Hafnarfirði:
Rage against the Machine
Bandarfska rokkhljómsveitin Rage
agalnst the Machine kemur á Listahátíð
í Hafnarfirði og leikur á tónleikum í
Kaplakrika þann 12. júní n.k. Tónleik-
amir hefjast með leik hafnfirsku hljóm-
sveitarinnar Jet Black Joe, sem „hitar
upp“ fyrir Rage against the Machine.
Rage against the Machine er ein alvin-
sælasta hljómsveitin á íslandi um þessar
mundir og hefúr verið í efsta sæti ís-
lenska breiðskífulistans undanfamar
vikur.
Leiöbeiningastöö heimilanna
Kvenfélagasamband íslands rekur Leið-
beiningastöð heimilanna þar sem gefnar
eru upplýsingar um gæðakannanir á
heimilistækjum og ýmsum þeim áhöld-
um er nota þarf við heimilishald. Enn-
fremur em gefnar upplýsingar um þrif,
þvotta, hreinsun efna og allt sem lýtur að
manneldi og matargerð.
Leiðbeiningastöðin er til húsa í
Kvennaheimilinu Hallveigarstaðir og er
opin alla daga frá kl. 09-17.
Amold Postl sýnir í Geröubergi
Austurríski myndlistarmaðurinn Amold
Postl opnaði um helgina sjöundu einka-
sýningu sína í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Málverk Amolds Postl eru
eftirgerðir fomra helgimynda; frum-
myndin er endurgerð í silkiþrykk og sfð-
an er hið eiginlega málverk málað ofan f
það þannig að útkoman verður alveg nýtt
verk. Sýningunni lýkur 29. maí. Hún er
opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22,
föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-
16. Lokað á sunnudögum.
Tvær sýningar í Nýlistasafninu
Nú um helgina var opnuð safnsýning í
Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á verkum
eftir þá Ingvar Ellert Oskarsson, Svein
Einarsson og Óskar M.B. Jónsson. Á sýn-
ingunni eru teikningar og litkrítarmynd-
ir, verk unnin úr plasthúðuðu blikki, út-
skurðarverk og myndir úr sandsteini.
Á sama tíma var opnuð sýning á verkum
Þóm Sigurðardóttur. Á sýningunni eru
teikningar og skúlptúr unnin á síðast-
liðnum tveimur ámm. Þrívíðu verkin
em unnin úr steinsteypu, leir, pappír,
gifsi o.fl.
Báðar sýningamar em opnar daglega
frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn
30. maí.
Ný Úrvalsbók:
Hetja
Frjáls Fjölmiðlun hefur gefið út nýja
pappírskilju í bókaflokknum Úrvalsbæk-
ur. Nefnist hún nHe«a“ eftir Leonore
Fischer, byggð á kvikmyndahandriti Da-
vids Webb Peoples. Samnefnd kvikmynd
er nú sýnd í Stjömubíó. Aðalhlutverkin
leika Dustin Hoffman, Andy Garcia og
Geena Davis, en leikstjóri er Stephen
Frears.
Þetta er sagan af því hvemig ósköp
venjulegur hrakfallabálkur og heldur
ómerkilegur pappír flækist óviljandi inn
í spennandi atburðarás og verður hetja,
gjörsamlega óviljandi. Bókin er, fyrir ut-
an að vera spennandi í sjálfú sér, ágeng
ádeila á fjölmiðla, með þann boðskap að
sá heimur sem fjölmiðlamir sýni okkur
geti verið tilbúinn gerviheimur. Við rétt-
ar kringumstæður geti fjölmiðlar gert
lítilmenni að mikilmenni, án þess raun-
vemlega að nokkuð sé á bak við bað.
Góóar veislur
enda vel!
Eftireinn -e/ aki neinn
ll
UWIFERÐAR
RÁÐ
Tökum að
okkur að
slágarða
Kantklippum
og
fjarlægjum
heyið
Komum
skoðum'og,
gerum
verðtilboð
Upplýsingar
í síma
41224
eftir kl. 18
Vanirmenn - Geymið auglýsinguna
Cheryl Landon þekkti pabba sinn í 30 ár, en hún var sjö ára þegar móðir hennar Lynn giftist Michael Landon
1961. Síðar fæddist Michael yngri, sem rak kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með pabba slnum. Hann fékk ekki einu
sinni að halda áfram að stjórna því eftir dauða Michaels eldri, og pabbanum kærleiksrlka láðist að setja upp
menntunarsjóð fyrir son hans, sem fæddist rétt eftir að afi hans dó.
Erfðaskrá Micha-
els Landon veldur
sárindum
Nú eru liðin næstum tvö ár síð-
an leikarinn Michael Landon dó
úr krabbameini og tími til kom-
inn að hulunni sé aðeins lyft af
sárindum sem síðasta erfðaskrá
Michaels, tekin á myndband á
banabeði, hefur valdið mörgum
í fjölskyldunni.
Michael, sem líklega átti sitt
frægasta og vinsælasta hlutverk
sem pabbinn góði í Húsinu á
sléttunni, vildi gjama að ímynd
hans í hugum aðdáenda væri
tengd kærleika. Og kærleikur er
orð sem oft kemur úr munni
elstu dóttur hans, Cheryl, þegar
hún talar óljóst um „allt órétt-
lætið“ sem hún vilji að „þeir“
komi í veg fyrir að endurtaki
sig.
Michael átti fleiri en eitt
hjónaband að baki og börnin
voru sjö, sum ættleidd. Hann
var giftur Cindy, móður tveggja
yngstu barnanna þegar hann dó.
Og þegar erfðaskráin á mynd-
bandinu var tekin gild, en hún
var gerð þegar pabbi hennar var
„varnarlaus, sjúkur, þjáður og
undir áhrifum lyfja“, að því er
Cheryl segir, kom í ljós að eldri
böm Michaels fengu innan við
eina milljón dollara hvert, og
þar af var um helmingur settur í
sjóð sem þau fengju ekki
greiddan úr árlegan lífeyri fyrr
en eftir fertugL Cindy og bömin
hennar tvö fengu afganginn af
100 milljón dollara arfinum.
En mest segir Cheryl sér hafa
sámað alls kyns misskilningur,
sem átt hafi sér stað á síðustu
vikunum sem pabbi hennar
lifði. Börnunum hefði verið sagt
að þau mættu bara heimsækja
hann um helgar; nú hafi hún
vitneskju um það að hann hafi
legið einn og yfirgefinn í rúmi
sínu og starað upp í loftið lang-
tímum saman, þegar þau hefðu
gjama viljað vera við rúmstokk-
inn hjá honum.
En það er þetta með kærleik-
ann. Cheryl lýsir því þegar fiöl-
skyldan sameinaðist við dánar-
beðinn síðustu helgina sem Mi-
chael Landon lifði. Þá bað hann
Cheryl Landon er reyndar stjúp-
dóttir Michaeis, ættleidd, og hún
vill ekki segja hreint út að hún sé
óánægð með það sem fellur I henn-
ar hlut. En hún er ósátt viö hlut
bróður slns, Michaels.
Cindy Landon var þriðja kona Mi-
chaels og stærstur hluti 100 milljón
dollaranna, sem hann lét eftir sig,
fellur til hennar og barnanna þeirra
tveggja.
þau að spyrja, ef það væri eitt-
hvað sem þau vildu vita. Cheryl
spurði: „Pabbi, er eitthvað sem
þú vilt að við gerum?“ Pabbi
hennar svaraði: „Sýnið hvert
öðru kærleika."
Cheryl hefur skrifað bókina „I
Promised My Dad“ (Ég hét
pabba því) og vill ekki kveða
fastar að orði um „óréttlætið“ í
blaðaviðtali. En það kemur ljóst
fram að henni finnst eldri böm
Michaels Landon hafa borið
skarðan hlut frá borði.