Tíminn - 04.06.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn
Föstudagur 4. júnf 1993
Forsætisráðherra gefur Norðmönnum langt nef og segir íslendinga hafa lítinn hag af því að hefja veiðar á hrefnu að nýju:
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra segir að engin breyting hafi
orðið á stefnu rikisstjómarinnar í hvalamálinu eftir ríkisstjómarfund í
vikunni. Ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um að við
hefðum mjög takmarkaðan þjóöhagslegan ávinning af því að hefja
hvalveiðar að nýju hafa vakið mikla athygli og hefur Timinn heimildir
fyrir þvi að ummæli hafi vakið litla hrifningu i Noregi, ekki sist i Ijósi
þess að forsætisráðherra Noregs kom í heimsókn hingað tii lands i
síðustu viku einmitt til þess aö leita eftir stuðningi íslendinga við þá
stefnu Norömanna að hefja hrefnuveiðar að nýju.
Davíð Oddsson tók hvalamálið
fyrir á síðasta ríkisstjómarfundi og
eftir fundinn lýsti hann því yfir í
sjónvarpsviðtali að við yrðum að
fara okkur hægt f þessu máli. Þjóð-
hagslega hefðum við lítinn hag af
jjví að hefja hvalveiðar að nýju m.a.
vegna þess að við hefðum engan
markað fyrir hvalkjöt.
Þessi yfirlýsing mun hafa komið
Þorsteini Pálssyni f opna skjöldu.
Orð Davíðs koma á óvart í ljósi
þess að forsætisráðherra Noregs
kom hingað f síðustu viku til að
leita eftir samstöðu með íslending-
um í hvalamálinu. Norðmenn hafa
sem kunnugt er tekið ákvörðun
um að hefja hrefnuveiðar að nýju
og hafa með því vakið reiði margra
stórþjóða.
Þorsteinn sagði í samtali við Tím-
ann að stefna íslensku ríkisstjórn-
arinnar í hvalamálinu væri
óbreytt. Stefnt væri að því að hefja
hvalveiðar eins fljótt og verða mí
„Til að geta hafið hvalveiðar þurf-
um við að geta fullnægt tveimur
skilyrðum. Annars vegar að sýna
fram á það vísindalega að það sé
óhætt að veiða tilteknar tegundir.
Það höfum við gert. Hitt skilyrðið
er að sýna fram á samráð í viðeig-
andi alþjóðasamtökum og það
verkefni eigum við enn óleyst
Samráðið er líka ein af forsendun-
um fyrir því að það sé hægt að eiga
viðskipti með þessar afurðir. Við
höfum verið og munum halda
áfram að reyna leysa þetta mál inn-
an NAMCO. Enn sem komið er hef-
ur sá flötur ekki fundist, en haldið
verður áfram að vinna að þvf verk-
efni,“ sagði Þorsteinn.
Konráð Eggertsson hrefnuveiði-
maður sagðist vera mjög undrandi
á yfirlýsingum forsætisráðherra.
„Það virðist vera að Davíð sé að
reyna að eyðileggja það sem Þor-
steinn er að reyna að gera í hvala-
málinu. Þessar yfirlýsingar Davíðs
eru aðeins til þess fallnar að
skemma. Mér finnst þetta alveg
forkastanlegt," sagði Konráð.
Hann sagði þessar yfirlýsingar
vekja upp spumingar um hvaða
steftiu ríkisstjómin hafi í hvala-
málinu.
Konráð sagði það rangt hjá Davíð
að við hefðum engan markað fyrir
hvalaafurðir. Næðist samstaða inn-
an NAMCO þá væri fátt sem benti
til annars cn að auðvelt yrði að
selja hvalkjöt til Japans. Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að
ekkert hefði reynt á markað fyrir
hvalaafurðir í nokkur ár þar sem
ekkert hafi verið veitt af hval, en
flest bendi til að auðvelt ætti að
vera að selja hval til Japans verði
hvalveiðar hafnar að nýiu.
f byrjun júlí verður haldinn fund-
ur á vegum NAMCO, samtök um
nýtingu sjávarspendýra á Norður-
Atlantshafi, í Reykjavík þar sem
fjallað verður um skipulag og starf-
semi samtakanna í framtíðinni.
Reiknað er með að á fúndinum
skýrist hvort samstaða næst innan
NAMCO um nýtingu hrefriu. Kon-
ráð Eggertsson segist ekki vera í
nokkrum vafa að yfirlýsingar for-
sætisráðherra spilli fyrir því að
samstaða náist innan NAMCO.
Þorsteinn var spurður hvort hann
útilokaði að veiðar á hrefnu gætu
hafist í sumar. Hann svaraði því
ekki beint en sagði einungis að
unnið væri að þessu máli af krafti
af hálfu íslenskra stjómvalda.
Engu sé hægt að svara um tíma-
setningar í málinu á þessu stigi.
Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, segir
að Hafró taki ekki nægjanlegt tillit til náttúrulegra
þátta sem hafi mikil áhrif á ástand fiskstofna. Vest-
fjarðatogarar:
25*40 tonn af
þorski eftir sól*
arhringinn
„Þeir voru nú að reka sig í þorskinn í vikubyrjun og þaö fengu þrír
togarar ágætisafla, Framnesið, Páll Pálsson og Stefnir. Þeir fengu
allir 25 tonn og uppf 35-40 tonn eftir sólarhringinn. Það kom þama
smá neisti,“ segir hin landsþekkta aflakló, Ásgeir Guöbjartsson á
Guöbjörgu ÍS.
Hann býst við að skerðingin í þorsk-
inum verði eitthvað um 15% og heim-
ilt verði að veiða um 175 þúsund tonn
á næsta fiskveiðiári. Ásgeir segir að
leikmenn eins og hann sem hafa stað-
ið í þessu í áratugi, hafi séð hvemig
þetta hefur sveiflast upp og niður.
Hann segir að náttúran hafi mikið að
segja um ástand fiskstofnana og telur
að þáttur hennar sé um 50%-60% af
heildardæminu. Hins vegar finnst
honum að sérfræðingamir hjá Hafró
taki lítið sem ekkert tillit til hinna
náttúrulega þátta.
Ráöstefna Skýrslutæknifé-
lagsins:
Fjarskipti kruf-
in til mergjar
„Fjarskipti - grunnur framtíðarinnar"
er heiti ráðstefnunnar sem Skýrslu-
tæknifélagið heldur 8. júní nk.
Leitast verður við að varpa Ijósi á þær
breytingar sem fara fram í Evrópu um
þessar mundir í fjarskiptum. Einnig
verður áhersla lögð á að sýna fram á
notkunargildi og þýðingu staðla.
Forstjóra Fjarskiptastaðlastoínunar
Evrópu, dr. Karl Heinz Rosenbrock,
hefur verið boðið á ráðstefnuna og
heldur hann erindi. Auk hans koma
þau Ragnhildur Helgadóttir frá Sam-
göngumálaráðuneytinu og Cuðmund-
ur Olafsson Fj ar ski ptaefti rl itinu
-GKG.
„Það getur þess vegna verið komið
nóg af fiski héma eftir tvær vikur.
Þetta gerir ekki boð á undan sér held-
ur kemur bara á einni nóttu."
Ásgeir sagðist hafa vonað að þetta
gæti kannski hangið í 200 þúsund
tonnum. En það verði sjálfsagt aldrei
og alveg svakalegt fyrir Vestfirðinga
sem hafa ekkert annað en þorskinn og
eitthvað í úthafsrækju. Hann segir að
það sé ekki nema eitt orð yfir þetta:
Þeir ætla að ganga að Vestfjörðum
dauðum með þessum látum enda
nokkuð ljóst að húsin muni ekki fá
nægjanlegt hráefhi til vinnslu, ef fer
sem horfir. Hvað innflutning á hráefni
til vinnslunnar varðar þá sé það alltaf
spuming um hráefnisverðið og gæði
þess fisks sem keyptur hefur verið eins
og t.d. Rússafiskinn, sem hefur verið
misjafn að gæðum.
Þótt talsvert hafi verið minna um
þorsk á miðunum en oft áður telur Ás-
geir að það sé ekki hægt að vera sífellt
að bera saman aflatölur og vitna í afla-
skýrslur á milli ára þar sem sjaldan
eða aldrei hefur verið meira um frið-
unaraðgerðir s.s. lokun svæða og hólfa
fyrir veiðum togara í lengri tíma.
,J4enn eru reknir úr einu svæðinu í
annað og nánast eins og flóttamenn.
Togaramir voru bara að hífa upp með
6-7 tonn í holi þegar skall á friðun á
svæðinu fyrir suðvesturlandinu um
páskana. Það eru friðuð hólf hér síðan
í mars í vetur og annað hólfið er 35
mflur á lengdina. Síðan er annað frið-
að hólf út af Hala, en það er þó
minna.“ -grb
KVENFÓLKI verður núvon bráðar gert kleift að plssa standandl því Innflutnlngur er að heflast á She-lnal-salem-
unum. Þau hafa gert garðlnn frægan f Bandarikjunum enda hentug fyiir fatlaöa, sjúka og aldraöa. Salemln taka
mlnna pláss og þykja jafnframt hrelnlegri en þessl sem við höfum átt að venjast hingað til. -GKG.
Viðræður við BSRB, KÍ,
BHMR og SÍB eftir helgi
BSRB, BHMR, Kennarasamband
íslands og Samband íslenskra
bankamanna hafa fengið þau skila-
boð frá ríkisstjóminnni að hún sé
tilbúin að ræða við fulltrúa þessara
fjögurra samtaka um atvinnumál,
kjör og réttindi félagsmanna þeirra
n.k. mánudag, klukkan 14.
Forystumenn þessara samtaka rit-
uðu forsætisráðherra bréf þann 27.
maí sl. þar sem þau óskuðu eftir
fúndi og viðræðum við ríkisstjóm
vegna yfirlýsinga hennar og skuld-
bindinga í tengslum við kjarasamn-
inga ASÍ og atvinnurekenda. Sam-
tökin óskuðu sérstaklega eftir að
ræða atvinnumál, kjör og réttindi
félagsmanna sinna í Ijósi aðildar rík-
isins að kjarasamningi á almennum
vinnumarkaði. Hins vegar er enn
ósamið við kennara, bankamenn,
aðildarfélög BSRB og BHMR. Opin-
berum starfsmönnum hefur fram til
þess aðeins verið boðið upp á ASÍ-
pakkann en bankamir höfnuðu til-
boði bankamanna um óbreyttan
samning til tveggja ára að því til-
skyldu að ekki yrði gripið til fjölda-
uppsagna á samningstímanum.
Eins og fram hefur komið þá hafa
félagsmenn þessara samtaka fulla
ástæðu til að óttast um atvinnuör-
yggi sitt í kjölfar milljarða skuld-
bindinga ríkissjóðs vegna kjara-
samninga á almennum vinnumark-
aði og yfirlýsinga einstakra ráðherra
um nauðsyn á enn frekari niður-
skurði í opinbera geiranum, svo ekki
sé minnst á uppsagnirnar í Lands-
banka íslands.
Sú niðurskurðarvinna mun þegar
vera hafin í hinum ýmsum ráðu-
neytum og stofnunum ríkisins, enda
stefnir fjárlagahalli ríkissjóðs í áður
óþekktar stærðir, eða um 17 millj-
arða. f menntamálaráðuneytinu
mun vera stefnt að allt að 800 millj-
ón króna niðurskurði í grunn- og
framhaldsskólum svo nokkuð sé
nefnt. -grh
Samtök funda
Alþjóðleg samtök herrafataversl-
anaeigenda halda árlegan fund sinn
hér á landi í fyrsta skipti.
Fundurinn hefst í Perlunni í dag og
stendur þangað til á morgun.
-GKG.