Tíminn - 04.06.1993, Side 4

Tíminn - 04.06.1993, Side 4
4 Tfminn Föstudagur 4. júní 1993 Tírninn MÁLSVARl FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Slml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritsflóm, fréttasflórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tækriideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentímetri Póstfax: 68-76-91 Tillögur á borðið Forsætisráðherra hefur nú spilað því út að taka beri upp samráð við stjórnarandstöðu um úrræði í sjávarútvegsmálum sem miðuð séu við þær horfur um heildarafla á þorski sem nú eru. Þessa stefnu- breytingu ber einkennilega að og ber vott um sér- kennilegar vinnuaðferðir. Stjórnarandstaðan frétti af henni í gegnum fjölmiðla, áður en nokkuð var rætt við forystumenn hennar. Horfur eru mjög alvarlegar í sjávarútvegsmálum og það veitir ekki af að reyna að skapa sem víðtæk- asta samstöðu í þjóðfélaginu um aðgerðir. Ekki er ástandið síður slæmt vegna þess að það hefur ekki verið tekið á málum atvinnugreinarinnar með sannfærandi hætti og öllum aðgerðum til hagræð- ingar slegið á frest. Nú vill forsætisráðherra heyra hugmyndir stjórn- arandstöðunnar. Stjórnarflokkarnir tóku að sér að stjórna fyrir tveimur árum og hafa til þess meiri- hlutaumboð. Þess vegna ber þeim að leggja spilin á borðið og vinna tillögur til þess að mæta vandanum í efnahagsmálum sem leiðir af aflasamdrættinum. Það er beinlínis hlutverk þess ráðuneytis sem fer með efnahagsmál að hafa forustu þar um. Slíkt vald er ekki hægt að framselja út og suður. Því ráðu- neyti ber einnig skylda til, þegar slíkar tillögur liggja fyrir, að fá sem mesta samstöðu um málið. Þá kemur til kasta stjórnarandstöðunnar að taka á því máli í samræmi við þann vanda sem við blasir. Sé forsætisráðherra hins vegar að þreifa fyrir sér um myndun þjóðstjórnar til þess að bregðast við vandamálunum er best að það komi fram strax. Þá er það stjórnarandstöðunnar að taka afstöðu til þess. Eins og nú stendur er allt óljóst um það hvað forusta ríkisstjórnarinnar er að fara. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er ekki mik- illar forustu frá ríkisstjórninnni að vænta. Hingað til hafa sjávarútvegsmálin verið leiksoppur innan- flokksátaka í Sjálfstæðisflokknum. Forustunni hef- ur ekki tekist að sætta afar mismunandi sjónarmið til sjávarútvegsmálanna innan flokksins. Þessi höf- uðatvinnuvegur þjóðarinnar hefur verið eitrað peð í umræðunni innan ríkisstjórnarflokkanna. Sú hugsun hlýtur því að koma upp fyrst, hvort nokkuð samráð geti komið viti í þesssi mál. Það kemur ljóslega fram þessa dagana að það sem vant- ar er ný ríkisstjórn með öfluga forustu. Slík gerist auðvitað ekki án kosninga. Tíminn hefur miklar efasemdir um að verkstjórn sé með þeim hætti í þessari ríkisstjórn að samráð við stjórnarandstöðuna verði nokkuð meira en nafnið tómt. Verkstjórnin hefur verið með þeim hætti hingað til að það er borin von að hún batni nokkuð. Hitt er svo skylda stjórnarandstöðunnar að taka á málum með fullri ábyrgð og verkefni hennar næstu daga er að komast að því hvað forsætisráðherra sé að meina og í hvers umboði hann tali. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráöhena Noregs, var hér í opinberri heimsókn á dögunum og raeddi dia við íslensk stjómvöld um nauðsyná samstöðu veiðiþjóða í hvalamálum, en Norðmenn hafa ákveðið að heQa hrefhuveiðar í atvinnuskyni nú í sumar. Þessi ákvörðun Norðmann- anna byggist sem kunnugt er á þeirri meginreglu að strandrfki hafi rétt til að nýta auðlindir sjávar, sé það gert innan skynsamlegra marka. Hvalavinir af ýmsum tegundum hala hótað Norðmönnum öllu ilhi vegna hrefriuveiðanna, en þar sem um grundvaUaratriði er að ræða, hefur norska ríldsstjómin hvergi hvikað og gert lítið úr hótunum um viðskiptaleg skemmdarverk á norsk- um útflutningi. Gro Hariem Brundt- land hefur lagtsig í líma við að út- skýra fyrir umheirninurn að hrefriu- veiðamar séu ekki viðskiptaleg spuming, heldur sé þetta spuming um algjör grundvallarréttíndi, neftú- lega að þjóðum sé heimil skynsam- leg nýtíng náttúruauðlinda. Sam- kvæmt þessum rökum er hvalavin- um heimsins synjað um þá ósk sína að geta ráðið umræðugrundveliin- um um hvalveiðamar. Hvalavinir vilja vitaskuld beina máiinu f þann farveg að það snúist sem mest um hvort mótmælaiðnaðurinn getur valdið hvalveiðiþjóð meiri skaða en sem nemur ávinningnum afveiðun- um. Þannig geta þessi samtök kallað eftir stuðningi og framlögum frá al- memiingi, á þeirri forsendu að mót- mælaaðgerðimar skapi raunhæfon möguleikaáað stöðvahvaJveiðamar Davlð Oddsson ogOroH. BrumWand lensku ríkisstjómarinnar í hvala- málinu sé byggð á sömu forsendum og stefria Norðmanna og er það í samræmi við stefnu fsfendinga í þessum eftium á undanfömum ár- um. MLa. af þeim sökum töldu norskir fiölmiðlar það farsælan leik hafi lýst því yfir, að hvað íslendinga varöaði, væru hrefnuveiðar tæplega inni í myndinni, því viðskiptalegur ávinningur af þeim yrði lftill. Það er ekki sfet vegna hugsanlegra refsiað- gerða og viðskiptaþvingana, sem við- skjptavinir okkar gætu orðið fýrir, sem forsætisráðherrann telur hreftiuveiðamar ófýsilegar og tæp- lega koma til greina. ífvalavinir um alla Evrópu hafa nú fagnað þessum ummælum Davíðs Oddssonar og munu óspart nota það til að fýlkja fólki gegn hrefriuveiðum Norð- manna, með því að benda á að fs- iendingar hafi hætt váð hrefnuveiðar fyrir tilstilli mótmælaiðnaðarins og því þurfi sem aldrei fýrr að knýja Norðmenn til svipaðrar uppgjafar. Og Brundtiand Ný hvalveiðistefna? Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra heftir lýst því yfir að stefriafs- hjá Brundtland að fera einmitt í heimsókn til fsiands eftir að hún hafði tilkynnt um hreftiukvóta Norð- nrunna,' það væri eitt af faum lönd- um f heiminum þar sem fullkomin samstaða og stóiningur ríktí á sjón- armiðum Norðmanna í hvalamál- um. Enda vissu menn ekki annað en vel hefði farið á með Brundtland og íslenskum ráðamönnum, en um þessar mundir er einmitt verið að vinnatóþvíað ná samkomuiagi við Norðmenn og fleiri tnnan NAMCO, hinna nýju hvaiveiðisamtaka í Norð- ur-Atlantshafi, um hrefnuveiðanw. Þaðþarfþvífáaað undra þóttNorð- mönnum hafi mörgum hverjum brugðið f brún, þegar ftréttír bárust af því að íslenski forsætisráðherrann Þess vegna er það f rauninni ekki skrýtíð, þó Gro Harlem Brundtland og liðsmönnum hennar þyki það kaldar kveðjur semkoma frá íslandi, ekki sfst í Ijósi þess að norski forsæt- isráðherrann taldi síg hafa verið að efla samstöðuna og treysta vina- böndin með heimsókn sinni á dög* unum. Raunar getur Garri tetóð undirþetta sjónarmið, því yfiriýsing- ar Davíðs Oddssonar f hvalamálinu ósmekklegar, hvemigsemá málin er litið. Því miður er ísienska þjóðin hins vegar að upplifa þá skelfingar- tíma að stjómmálakreppa í ein- hveiju Jbimi Hýst af hverri einustu ákvörðun sem íslenstó forsætisráð- herrann tekur. Norðmenn fengu aö- eins sýnishom af þessum vanda, þegar ísienski forsætisráðherrann ákvað að tjá sig úm hvalamálið. ■ Guri Vaxtarbroddur atvinnulífsins er í ferðamannaþjónustu, segja þeir vísu menn sem þá iðju stunda. Svo mik- inn áróður er búið að reka fýrir þessu og svo lengi, að hótelvæðingin er slík að full nýting fæst ekki einu sinni þá þrjá mánuði sem telja verð- ur að ferðamannatímabilið nái yfir. Níu mánuði ársins er tómahljóðið nær algjört Útreikningamir eru svo snarbrjál- aðir að bankamir eru helstu hótel- haldarar landsins og auka þeir sífellt umsvif sín á því sviði. Þá leikur gmnur á að fjöldi gistirýma til sveita sé orðinn óþarflega mikill, jafnvel svo að í sum þeirra verði aldrei sæng upp reidd. Stórir fólksflutningabfiar, sem ætlaðir em til að keyra skemmtiferðafólk, em fleiri en svo að nokkur von sé til að skynsamleg nýting fáist til að reka þá. En sem betur fer, er ferðast talsvert um landið og útlendingar koma til að draga að sér tæra Ioftið og horfa á fjöll og vatnsföll, þrátt fyrir að ríkis- sjóður skuli ekki markaðssetja land- ið svo að neinu nemi, að áliti ferða- málafrömuða sem greinilega trúa á miðstýrða ríkisforsjá, sem ein á að geta laðað erlenda ferðamenn til fsa- Iands. En þetta er nú bara einn angi af þeim magnaða kommúnisma sem enn fjötrar hugarfar þjóðar, sem heldur að upphaf og endir allrar at- hafriasemi, andlegrar sem verklegr- ar, sé í ríkissjóði. Rosalegur misskílmngur Að taka á mótí ferðamönnum er- lendis frá og hafa ofan af fýrir þeim, og helst að íá eitthvað fýrir sinn snúð, er álitleg atvinna sem krefst fremur mannþekkingar og smekk- vísi en einhverrar sérfræði og kannski umfram allt að geta sett sig í annarra spor. Mikil íjölgun verður í sumar á komum skemmtiferðaskipa, og koma þau flest til Reykjavíkur. Síð- ari ár hafa þau haft heldur ömurlegt lægi undir komgeymslum í anna- í flötrum samri gámahöfn. Nú hefur Reykjavíkurhöfn bætt um betur og gert myndarlegan hafnar- garð í höfninni við miðbæinn. Þar munu tugir erlendra skemmtiferða- skipa leggjast að í sumar og er að- eins örfórra mínútna gangur þaðan í það sem eitt sinn var hjarta borgar- VíttogbrBÍtt] innar. Nokkrir tugir ölkráa eru þama í seilingsfæri frá viðlegubakkanum, mörg frábær vei tingahús og fleira og fleira sem óþarfi er upp að telja, nema hvað göngutúr við Tjömina á kyirum sumarkvöldum getur orðið dýrmæt minning hverjum ferða- manni sem ratar á þau lífsgæði. Jafnframt því að taka miðbakkann í notkun, sem tugþúsundir manna munu búa við um hríð í sumar, hafa borgaryfirvöld ákveðið að leyfa ro- salegan leiktækjagarð beint framan við skipalægið. Rígbundið hugarfar Svona leiktækjagarður var á svip- uðum slóðum í fyrra. Hann setti svip á bæjarlífið og var vel sóttur. Sum- um þótti samt galli á, að ofboðslega hátt stillt graðhestamúsík glumdi frá síðdegi fram á miðnætti frá skemmtan þessari. Var hlegið dátt að þeim sem kvörtuðu. Þó fékkst lækkað aðeins í þessu, þegar dómarar í nálægu dómshúsi sögðust ekki hafe vinnufrið. Auk þeirra mögnuðu glymskratta, sem fýrirtækið réði yfir, bárust eðlilega sífelld hróp og vein frá ungviðinu í skemmtitækjunum. Svona fýrirbæri eru borgaryfirvöld búin að staðsetja nokkra metra frá skipshliðum fljótandi hótela, sem væntanleg eru að miðbakkanum í Reykjavíkurhöfri. Þeir eru sterkir fjötrar þess hugar- fers, sem heldur að það sé boðlegt fýrir erlent fólk, sem kemur hingað sjóleiðis, að demba því ofen í bresk- an útborgaskemmtigarð með öllum þeim plebbalega djöfulgangi sem til heyrir. Ef þetta er skilningur Reykvíkinga á hvemig á að taka á móti og búa að skemmtiferðafólki, sem kýs að koma hingað, þá er best fýrir slíka rudda að halda túristum frá borginni, í stað þess að plata þá tíl að heim- sækja hana. Tivoli í Kaupmannahöfn er allt, allt, allt annar handleggur en það sem hér um ræðir, ef verið er að gera samanburð, sem raunar á engan rétt á sér. Hafnarstjóm gæti haft vit fýrir borgarstjóm og á vel að vera hægt að koma útborgaskemmtigarðinum fýrir annars staðar en í næsta ná- grenni virðulegustu stjómsýslu- stofnana landsins og á viðlegubakka skemmtiferðaskipa. Nóg er til af gistirými, meira en nóg af farartækjum, og er nú tími til kominn fýrir þá, sem vilja erlenda ferðamenn, að komast að því eftir hveiju þeir em að sækjast með ís- landsferðinni og hegða sér sam- kvæmt því. Það em áreiðanlega ekki breskir útkjálkaskemmtigarðar sem útlend- ingar sækjast eftir á íslandi, ekki heldur pftsur og enn síður MacDon- alds-hamborgarar eða rokk og popp. Hvað skyldu útlendingar vera að gera tíl íslands? Kannski rannsókn- ir með framlagi úr ríkissjóði getí svarað því. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.