Tíminn - 05.06.1993, Side 1

Tíminn - 05.06.1993, Side 1
Laugardagur 5. júní 1993 104. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Fjöldi fólksbíla staðið í stað síðustu árin en innflutningur á bensíni samt aukist um 11%, eða 800 milljónir króna á aðeins tveim árum: Ætla landsmenn að reyna að keyra sig út úr kreppunni? Innflutningur á bensíni hefur á aðeins tveimur árum aukist um 14 þúsund tonn (11%) þótt fjöldi fólksbíla hafi nánast staðið í stað á sama tfma. Sú eina og einfalda skýring virðist á þessu að menn hafl allt (einu farið að keyra bílana sína mun meira en áður. Sala á bensíni á hvem bíl var nánast óbreytt allan níunda áratuginn, þ.e. bensínsala óx bara í beinu hlutfalli við fiölgun fólksbfla en ekki umfram það. Innflutningurinn jafngilti þá tæplega einu tonni (um 1.340 lítr- um) á hvem fólksbfl að jafnaði á ári. Síðustu 2-3 ár hefur bensínsalan aft- ur á móti verið að aukast jafnt og þétt og komst upp í tæp 1,2 tonn (1.575 lítra) á hvem fólksbfl í fyrra. Aukningin samsvarar rúmlega 15 þús. króna viðbótareyðslu á hvem fólksbfl á ári m.v. núgildandi verð á bensíni — öfugt við það sem ætla mætti á tímum samdráttar og at- vinnuleysis. „Ég hef í raun enga haldbæra skýr- ingu á þessari aukningu," sagði Runólfur Ólafsson framkvæmda- stjóri FÍB. „Reyndar leituðum við skýringa á þessu hjá olíufélögunum þegar við sáum söluaukninguna á síðasta ári. Þau höfðu engar gildar skýringar heldur, nema hvað þeir töldu hugsanlegt að meira hefði ver- ið flutt inn af bflum með stórar vél- ar. Við sjáum hins vegar ekki að það sé svo mikill munur þar á. Ég þori heldur ekki að fullyrða hvort annað hefur aukist að marki, td. hvort notkun vélsleða, skemmtibáta og annarra tómstundatækja hefur auk- ist að marki. En allt getur þetta haft áhrif," sagði Runólfur. „Það er heldur engin launung, að þegar við fómm að hnjóta um þess- ar hækkandi innflutningstölur á bensíni datt okkur í hug að athuga vort þessi mengunarvarnarbúnaður hefði áhrif, þ.e. hvort við værum að horfa upp á það að aukið viðnám í hvarfakútunum kæmi fram í aukn- um innflutningi á eldsneyti. En það er ekki hægt að staðfesta neitt um það,“ sagði Runólfur. „Ég kann nú ekki skýringu á þessu, nema þá að menn séu bara famir að keyra svona miklu meira," sagði Ól- afur Pálsson, verkfræðingur hjá Orkustofnun, aðspurður um ástæðu stóraukins bensíninnflutnings. Hann sagði a.m.k. Ijóst að skýringin fælist ekki í birgðaaukningu hjá ol- íufélögunum. Varðandi mengunar- búnaðinn bendir Ólafur á að enn sé ekki komið svo mikið af hvarfakút- um að þeir gætu haft nokkur afger- andi áhrif. Til að átta sig betur á breytingunni er fróðlegt að líta á tölur Hagstof- unnar um fjölda fólksbfla annars vegar og innflutning á bensíni hins vegar um nokkurt skeið: FóOobíUK Betuín þús.t. 1980 85.900 ... 86.600 1981 90.300 ... 93.600 1982 94.700 ... 97.700 1983 96.000 ... 93.700 1984 ....100.200 ... 94.200 1985 ...103.000 ... 91.700 1986 ,...112.300 ... 116.800 1987 .... 1988 .... 120.100 ... 125.200 ... 118.500 122.900 1989 .... 127.300 ... 127.200 1990 119.700.... 127.200 1991 .... 20.900 ... 132.000 1992 .... 120.100 ... 141.100 Á fyrri hluta níunda áratugarins var sala á bensíni tæplega tonn að með- altali á hvem fólksbfl. Og það hlut- fall breyttist nær ekkert með þeirri miklu flölgun fólksbfla sem átti sér stað á ámnum 1986-1989. Það er fyrst núna síðustu þrjú árin sem bensínsala á hvern bfl hefúr verið að aukast jafnt og þétt. Mest varð þessi aukning á síðasta ári, rúmlega níu þúsund tonn, eða um 115 lítrar að jafnaði á hvem skráðan fólksbfl í landinu. Sú viðbót samsvarar kring- um 7.500 viðbótarkostnaði í bensíni á hvem fólksbfl að meðaltali á þessu síðasta og mesta samdráttarári. Spuming hvort landsmenn ætli að reyna að keyra sig úr úr kreppu og atvinnuleysi? - HEI Heimsókn forseta Portúgals: Gróðursett í Vinaskógi og gengið um Almannagjá Dr. Mário Soares, forseti Portúgals, kom ásamt eiginkonu til íslands í gær og snæddu þau hádegisverð í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Síðar um daginn hitti forsetinn landa sína sem búsettir em hér á landi. í dag skoðar dr. Soares Almannagjá ásamt frú Vigdísi og ætla Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú hans, Ástríður Thorarensen, að taka á móti þeim. Svo mun forsetinn taka þátt í hefðbundinni gróður- setningu í Vinaskógi. Eftir hádegisverð í Perlunni verður haldið til Vestmannaeyja þar sern Bragi Ólafsson bæjarstjóri og frú taka á móti hinum tignu gestum. Á morgun skoðar forsetinn Lista- safn íslands og flýgur aftur til síns heima um kvöldið ásamt fylgdarliði. -GKG. Mário Soares, forsetl Portúgals, kona hans, Maria Barroso Soares, og frú Vigdís Finnbogadóttir hampa hór fríðarkyndli á Bessastöðum. Timamynd Ámi Bjama Viðurkenning Siglinga- málstofnunar til skipa og áhafna á sjómannadag- inn veitt fimmta sinni: Sjö skip fá viðurkenningu Siglingamálastofnun veitir nú í fimmta sinn sérstaka viður- kenningu áhöfnum og eigend- um þeirra skipa sem hafa um langan tíma sýnt fyrirmyndar umgengni um skip sitt og ör- yggisbúnað þess. Áhafnir og eigendur hafa löngu afsannað þá gömlu kenningu „að ekki fiskist á hreinlætið." Hér fer það saman að góð umgengni um skip og búnað á einnig við um meðferð afla og veiðarfæra, sem leiðir til aukins aflaverðmætis. Siglingamálastofnun er betur þekkt fyrir aðfinnslur en að hrósa því sem vel er gert. Það er þó fyrst og fremst tilgangur eft- irlitsins að hafa jákvæð áhrif á öryggismál sjómanna með því að sjá til þess að reglum sé fram- fýlgt og tryggja með því lág- marks öryggi. Með því að vekja athygli á því sem vel er gert er stofnunin að hvetja útgerðar- menn og sjómenn til að hafa þessi mál jafnan í sem bestu horfi. Þar sem öryggismál hafa jafhan verið eitt af helstu um- ræðuefnum á hátíðisdegi sjó- manna, telur stofnunin við hæfi að veita þessa viðurkenningu á sjómannadaginn, sem einnig á að vera hvatning til allra sjó- manna og eigenda skipa og um leið áminning um að góðri um- gengni og reglusemi fylgir ævin- lega aukið öryggi á öllum svið- um. Aukinn skilningur er for- senda fyrir auknu öryggi og fækkun slysa á sjó. Vandinn við að veita slíka viður- kenningu er hins vegar sá að erf- itt er að velja þegar margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Skip sem hljóta viðurkenningu árið 1993 eru: JÓN BALDVINSSON RE-208 SÆRÚN GK-120 SVEINBJÖRN JAKOBSSON SH-010 BENSIBA-046 SLÉTTBAKUR EA-304 HOFFELL SU-080 SIGHVATUR BJARNASON VE-081 Hinum megin á hnettinum Helgarviðtal við Jóhann Pál Ámason, prófessor í Ástralíu. Blaðsíður 6-7 Landbúnaður á íslandi 28 síðna aukablað um land- búnað fylgir Tímanum í dag. Meðal eftiis er viðtal við Ingvar Helgason. JmJU *s # N0RSKA FISKILÍNAN # UoJUJL-J Skútuvogi 13 • 104 Reykjavík • Sími 91-689030 • Jón Eggertsson • Símar 985-23885 & 92-12775

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.