Tíminn - 05.06.1993, Side 5

Tíminn - 05.06.1993, Side 5
Laugardagur 5. júnf 1993 Tíminn 5 Uppgj öf forsætisráðherra Jón Helgason skrifar Alvarlegt ástand og horfur í efnahags- málum fsiensku þjóðarinnar mun ekki fara framhjá neinum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um sumar orsak- ir vandans og ekki síður hvemig bregðast skuli við. Gmndvallaratriðið í stefnu núver- andi ríkisstjómar var að skipta sér ekki af atvinnuvegunum, þeir ættu að sjá um sig sjálfir. Við þetta hefur reyndar ekki verið staðið og stundum til óbætanlegs tjóns fyrir atvinnulífíð. Þar er efst á blaði vaxtasprengingin mikla, sem ríkisstjómin setti af stað í upphafí valdaferils síns. Sú stjómarat- höfn á tvímælalaust stóran þátt í þeirri stöðu sjávarútvegsins að hann hefur a.m.k. um nokkurt skeið verið að tapa 100 milljónum í hverri viku sem líður. Þessi staðreynd, sem byggð er á niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar og hagsmunasamtaka greinarinnar, kemur síðan fram í rekstrarerfiðleik- um og gjaldþroti fyrirtækja eða eins og forystumenn í sjávarútvegi segja, að fjölmörg fyrirtæki séu nú á mörk- um lífs og dauða. Þessi alvarlega staða er augljós af- leiðing af þeim rekstrarskilyrðum, sem ríkisstjómin og þingmenn stjómarflokkanna hafa búið atvinnu- vegunum undcinfarin ár. Og það er þessi staða, sem margfaldar þá erfið- leika sem sjávarútvegurinn og þjóðin í heild stendur frammi fyrir vegna hrunsins á þorskstofninum. Kokhreysti kemur í koll Hversu traustvekjandi em svo við- brögð ríkisstjómarinnar um getu hennar til að leiða þjóðina í gegnum þessar þrengingar? Því miður gáfu yf- irlýsingar ráðherranna í fjölmiðlum í síðustu viku ekki fögur fyrirheit. Það fór ekki á milli mála hvemig hlakkaði í Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráð- herra, þegar hann sagði að nú hefði verið samþykkt tillaga sín um útdeil- ingar aflaheimilda, sem hann lagði fram fyrir tæpu ári. Þá hafði Davíð Oddsson hafnað henni algjörlega, af því að hann lofaði Jóni Baldvin Hanni- balssyni því úti í Viðey að fara ekki þá leið. En nú verða þeir Viðeyjarbræður að éta þetta ofan í sig í sambandi við kjarasamninga. Þessa storkun Þor- steins þoldu þeir félagar ekki, enda stóð heldur ekki á viðbrögðum þeirra við þessari kokhreysti hcins. Morguninn eftir hittust Davíð og Jón Baldvin í Stjómarráðshúsinu við Lækjartorg. Komu þeir sér saman um leið til að ná sér niðri á Þorsteini fyrir ósvífni hans. Létu þeir birta við sig viðtal hvor í sínu lagi í fjölmiðlum um kvöldið. Davíð hefur ítrekað lýst yfir því áliti undanfarna mánuði, að ekki megi draga þorskafla mikið saman, en Þorsteini gefið í skyn að nauðsynlegt sé að beygja sig fyrir staðreyndum og taka mið af tillögum fiskifræðinga. Og þegar niðurskurðartillögur fiskifræð- inganna höfðu verið birtar, fannst þeim fóstbræðrum komið gullið tæki- færi til að láta Þorstein sitja í súpunni. Því voru þeir Davíð og Jón Baldvin sammála í svörum sínum um það, að Þorsteinn kæmist ekki upp með það að gera aðeins tillögur um niðurskurð þorskafla, heldur yrði hann einnig að benda á úrræði fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið í heild til að mæta því áfalli. Þeir stilltu sjávarútvegsráð- herra þannig upp við vegg og heimt- uðu af honum einum heildarlausn á öllum vanda. Engum duldist af orða- fari þeirra og fasi, að nú voru þeir sannfærðir um að kauði sæti í súp- unni, en þeir ætluðu að vera „stikk- frí“. „í góðsemi vegur þar hver annan“ Það hljóta margir að hafa hrokkið við eftir þessi fjölmiðlaviðtöl forsætis- og utanríkisráðherra, þar sem þeir opin- beruðu svo hreinskilnislega ástandið á „Glæsivöll- um“ rflds- stjórnarinnar. í framhaldi af því vakna m a r g a r spumingar. Hvemig fer fyrir þjóð, þar r t ism&mismm&mis&mmœissmessmmsmi sem forystu- menn stjóm- arflokka virðast fyrst og fremst hugsa um að nota áföll, sem þjóðfélagið verður fyrir, til að koma höggi á sam- ráðherra sinn, í stað þess að snúa bök- um saman til bjargar? Er högum sjávarútvegsins svo komið sem raun ber vitni, vegna þess að pól- itískur hráskinnaleikur innan ríkis- stjómarinnar hefur komið í veg fyrir skynsamlegar aðgerðir, eins og ákvörðunin um ráðstöfun á afla Hag- ræðingarsjóðs talar svo ským máli um? Hvemig getur sjávarútvegsráðherra hafa unað því að tillögur hans em fót- um troðnar svo lengi, eins og hann undirstrikaði rækilega sjálfur í viðtali sínu, á sama tíma og svo ört hefur ver- ið að fjara undan fyrirtækjunum í sjávarútvegi? Og síðast en ekki síst: Hefur nokkur forsætisráðherra opinberað svo al- gjöra uppgjöf sína og úrræðaleysi, án þess að segja tafarlaust af sér? Fyrir fáum ámm var kveðið: Þegar vit er á þrotum og vöm er í brotum tekur heiftin og handaflið við. Eina sjáanlega skýringin á þessum hvítasunnuaðventuboðskap þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar er sú „að vörn er í brotum“. Þeir sjá að þeir em með ráðsmennsku sinni búnir að koma þjóðfélaginu í slíkar ógöngur að þeir em algjörlega ráðþrota. Og þá er það heiftin, sem tekur við. Það sanna þeir sjálfir strax að lokinni hvíta- sunnuhelgi, þó að vissulega hefði verið æskilegt að þeir hefðu öðl- ast meiri stjómvisku á þeim dögum. En þegar á þriðja degi vikunnar flyt- ur forsætisráðherra nýjan boðskap af ríkisstjómarfundi, þar sem þó var enga afstöðu hægt að taka, því að hann fékk aðeins helming ráðherra til að mæta í upphafi vinnuviku. Sam- kvæmt þessum nýja boðskap virðist umboðið, sem sjávarútvegsráðherra var veitt fyrir helgina, um alræðisvald við tillögugerð í efnahags- og sjávar- útvegsmálum, gert dautt og ómerkt. f staðinn skyldi það fengið tíu manna nefnd, þar sem sitja skuli m.a. fulltrú- ar vinnumarkaðar og stjómarand- stöðuflokka. Sérstaklega undirstrik- aði forsætisráðherra að það væri af- skaplega mikilvægt að fá að vita hvað stjómarandstaðan vildi gera. Jafn- framt afneitaði hcinn því harðlega að Alþingi kæmi saman, því að þessi mál ætti ekki að ræða þar. En sjálfúr valdi hann samt þá leið að byrja að kynna þetta í fjölmiðlum, en fara ekki að hygginna manna hætti og byrja á að kanna með viðtölum við viðkomandi aðila, hvort grundvöllur væri fyrir þessari leið og þá hvemig vænlegast væri að standa að því verki, svo að ár- angur næðist. Það hljóta því aftur að vakna ýmsar spumingar: Eiga fúndir þessarar tíu manna nefndar að fara fram í sjón- varpssal? Hver er ástæðan fyrir þessari kúvendingu? Er það heiftin sem enn ræður og forsætisráðherra telji sig geta náð sér niðri á aðilum vinnu- markaðarins og stjómarandstöðu? Var forsætisráðherra búinn að setja stöðu sína innan ríkisstjómar og flokks í voða með því að fela andstæð- ingi, sjávarútvegsráðherra, slíkt al- ræðisvald? Þurfti hcinn að finna eitt- hvert ráð til að ná því til baka? Er ekki afskaplega gott að fá að vita um úrræði ríkisstjómarinnar? Var hin algjöra uppgjöf forsætisráðherra og úrræðaleysi of augljós? Ráðvillt ríkisstjóm Um eitt þarf þjóðin ekki að spyrja eft- ir atburði síðustu daga: Hún situr uppi með algjörlega ráðvillta ríkis- stjóm. Það er skýrasta dæmið um dómgreindarleysi hennar, ef hún finn- ur það ekki sjálf og viðurkennir það með því að biðjast lausnar. Gerist það ekki á allra næstu dögum, hljóta almennir þingmenn stjómar- flokkanna, sem stutt hafa hana hingað til, sumir með hangandi hendi þó, að verða að fara að endurskoða þá af- stöðu sína. Sjái þeir það ekki sjálfir, verða fyrrverandi kjósendur þeirra, sem bera ábyrgð á setu þeirra á Al- þingi, að leiða þeim það fyrir sjónir. Vilji forsætisráðherra ekki verða við slíkri ósk frá stjómarþingmönnunum, þá verða þeir nógu margir að styðja kröfu stjómarandstæðinga um að Al- þingi komi saman til fundar þegar í stað. Alþingi ber ábyrgð á því að í landinu sé starfhæf ríkisstjóm, sem hafi burði til að sameina þjóðina til átaka við erf- ið viðfangsefni. Það er vonlaust að rík- isstjóm, sem er ráðvillt og sjálfri sér sundurþykk, takist að gera það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.