Tíminn - 05.06.1993, Qupperneq 20

Tíminn - 05.06.1993, Qupperneq 20
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13 - SlMI 73655 iel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum ft%varahlutir Hamarshófða 1 TVÖFALDUR1. vinningur LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ1993 Rekstur Sambands íslenskra samvinnufélaga skilaði 1.372 milljóna tapi í fyrra. Ástæðan er m.a. hrika- leg staða Miklagarðs: Skuldir SÍS lækka um 12 milljarða á þremur árum Samband íslenskra samvinnufélaga var rekið með halla upp á 1.372 milljónir á síðasta ári samanboríð víð 367 milljóna tap áríö 1991. Tæplega helmingur af tapi Sambandsins skýríst af miklu tapi dótt- urfyrírtækja þess. Skuldir Sambandsins voru 436 milljónir um síö- ustu áramót sem er einungis 9% af skuldum þess elns og þær voru „Þýskur málsháttur segir að neyðin fæði af sér dygðina og víst er um það að á þeim erfiða tíma sem nú gengur yfir erum við að læra ýmis sannindi sem gagnast munu í starfsemi fram- tíðarinnar. Það er bjargföst skoðun mín að þegar linnir þeirri orrahríð sem nú gengur yfir muni upp rísa í landinu öflugra og betra samvinnu- starf,“ sagði Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambandsins, í lok ræðu sinnar á aðalfundi Sambands- ins sem fram fór í gær. í skýrslu Sigurðar kom fram að á sex ára tímabili, 1983-1989, jukust skuldir Sambandsins um 5.393 millj- ónir eða um 900 milljónir á ári. Á tímabilinu jukust eignir um 993 milljónir en eigið fé rýmaði um 4.400 milljónir. Á sex ámm rýmaði eigin- fjárprósentan úr 46,7% í árslok 1983 í 13,7% í árslok 1989. Sigurður sagði þessar tölur sýna vel að tímabært hefði verið að grípa til aðgerða til að vama frekari skuldasöfnun og síðan lækka skuldir. Það hefði gengið eftir. Árið 1990 lækkuðu skuldir um 6,5 milljarða, um 1,4 milljarða árið 1991 og um 4,4 milljarða árið 1992. Skuld- ir Sambandsins hafa því lækkað um 12,3 milljarða á þremur ámm. Þær tölur sem lesa má í ársreikningi Sambandsins fyrir síðasta ár em flestar miklu lægri en fyrir árin þar á undan. Tölumar skipta nú flestar tugum eða hundmðum milljóna, en ekki milljörðum eins og áður var. Eignir Sambandsins árið 1987 vom 17 milljarðar, en vom 595 milljónir um síðustu áramót. Skuldimar námu 11,6 milljörðum árið 1987, en em nú 436 milljónir. Eigið fé Sambandsins nam 5,5 milljörðum árið 1987 en nam 159 milljónum um síðustu ára- mót. Árið 1987 námu tekjur Sam- bandsins 33,4 milljörðum, en tekj- umar vom aðeins 173 milljónir í fyrra. Gjöldin árið 1987 námu 33,5 milljörðum, en 880 milljónum í fyrra. Skýringin á þessum umbreytingum er auðvitað sú að fyrirtækjum Sam- bandsins hefur verið breytt í hlutafé- lög og þau flest hafa síðan veríð seld eða yfirtekin. Sambandið á þó enn nokkur fyrirtæki og eignir. Þau fyrir- tæki sem Sambandið á em flest rekin með tapi. Sambandið tapaði á síðasta ári 669 milljónir á Dráttarvélum hf, íslenskum skinnaiðnaði hf, Mikla- garði hf, Jötni hf, og Prentsmiðjunni Eddu. Mest er tapið af Miklagarði og Jötni. Einungis Goði hf. skilaði hagn- aði til Sambandsins upp á tæpar 5 milljónir króna á móti þessu mikla tapi. Ekki liggur fyrir endanlegt rekstrar- uppgjör fyrir Miklagarð, en sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri frá því í mars bendir margt til að hallinn á fyrirtækinu á sfðasta ári geti orðið allt að hálfum milljarði. I rekstrar- áætlun fyrirtækisins var gert ráð fyrir að tapið á árinu yrði 76 milljónir og að hagnaður yrði á árinu 1993. í árs- skýrslu Sambandsins segir um þetta. „Hér er því miður á ferðinni sorglegt dæmi um áætlanagerð á villigötum og tæknivædd upplýsingakerfi sem ekki valda hlutverki sínu.“ Táp Sambandsins af reglulegri starf- semi var 173 milljónir í fyrra á móti 197 milljóna tapi árið 1991. Sé tekið tillit til fjármagnsliða var tapið 231 milljón á móti 478 milljónum árið á undan. Sambandið tapaði tæpum 400 milljónum í fyrra á sölu eigna, en þessi liður skilaði fyrirtækinu yfir 950 milljón króna hagnaði árið 1991. Þegar tapið af dótturfyrirtækjunum hefur verið tekið inn í dæmið er heildartap SÍS 1.372 milljónir. Táp Sambandsins af sölu eigna skýr- ist af því að ekki fékkst fullt bókfært verð fyrir þær eignir sem Landsbank- inn yfirtók á árinu. Sigurður Markús- son sagði að tekist hefði að fá yfir 90% af bókfærðu verðmæti þessara eigna og sagði hann að Sambandið gæti vel við unað. Margir hefðu haft uppi stór orð í fjölmiðlum um að þessar eignir væru sumar hverjar allt of hátt metnar í bókhaldi og staða Sambandsins þess vegna mun verri en bókhald gæfi til kynna. Sigurður sagði að þessar raddir hefðu haft rangt fyrir sér. En þó að afkoma Sambandsins hafi versnað á síðasta ári verður ekki það sama sagt um kaupfélögin í landinu. Heildartap kaupfélaganna á síðasta ári varð um 70 milljónir í fyrra sam- anborið við 414 miíljónir árið 1991. Heildarvelta kaupfélaganna á síðasta ári var rúmir 33 milljarðar og minnk- aði hún um 2% borið saman við árið 1991. Eignir kaupfélaganna voru 21,3 milljarðar um síðustu árslok, en voru 24 milljarðar í árslok 1991. Skuldir lækkuðu úr 17,2 milljörðum í 14,5 milljarða. Eiginfjárhlutfall var um síðustu áramót 32%. Félagsmenn kaupfélaganna voru rúmlega 27 þúsund um síðustu ára- mót sem er svipaður fjöldi og í árs- byrjun. Starfsmenn kaupfélaganna voru 2.512 í árslok en voru 2.938 í ársbyrjun. Kaupfélögin ráku 136 verslanir um síðustu áramót og fækkaði þeim um sex á síðasta ári. f skýrslu sem Sigurður Gils Björg- vinsson flutti á aðalfundi Sambands- ins kom fram að kaupfélögin hafa fjárfest fyrir 10,8 milljarða frá árinu 1986. Hann sagði þetta miklar fjár- festingar, en taka yrði tillit til þess að umsvifin væru líka mikil. Hann vakti þó athygli á því að fjárfestingamar hefðu verið meiri en sem næmi af- skriftum. Sigurður Gils vakti einnig athygli á því að arðsemi eiginfjár kaupfélaganna hefði flest undanfarin ár verið minni en sem nemur verð- bólgunni. Það þyrfti því að gera betur í rekstrinum. -EÓ Sigurður Markússon, formaður stjómar SÍS, á aðalfundinum í gær. ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Þrýst á múslima og Króata Alþjóðlegir sáttasemjarar hófu viöræður I Sarajevo f gær til aö þrýsta á múslima og Króata að hætta bardögum sin á milli. Sendimennimir Owen lávaröur og Thorvald Stoltenberg ætluöu aö eyöa „öllum deginum I tilraunir til aö koma á starfhæfum samskiptum Bosnlu- mús- lima og Króata til aö fá þá til hætta aö berjast hvorír viö aöra og fá þá til aö viöurkenna hluta af Vance-Owen áætl- uninni," sagöi Owen viö fréttamenn. IZAGREB hefur Franjo Tudjman, for- seti Króatlu, beðiö um aö liöi S.þ. vetöi komiö fýrir á landamærunum viö Bosniu til aö kveöa niöur grunsemdir um aö hann sé aö reyna aö búta niöur strfös- hrjáöa lýöveldiö Bosnfu i leynimakki viö Serblu. KIEV Úkraína losar sig viö kjarnavopn Leonid Kravtsjúk forseti, staöfesti aö Úkrfna ættaði aö losa sig viö kjamavopn eftir að forsætisráöherra hans fór fram á aö sumum eldflaugum yröi haldiö eftir, a.m.k. um stundarsakir. Kravtsjúk sagöi gesti sfnum, Andrei Kozyrev, utanrikis- ráöherra Rússlands aö stefría Úkralnu um aö staöfesta START-1 samninginn og undirrita samninginn um takmörkun kjamavopna sem kjamorkuvopnalaust rfki, væri óbreytt BONN Þrír handteknir til viðbót- ar Þýska lögreglan hefur handtekiö þtjá snoðinkolla til viöbótar, sem grunaöir eru um aö vera viöriönir ikveikjuárásina I Solingen þegarfimm Tyrkirfórust um helgina, aö þvi öryggisyfirvöld sögöu I gær. DURBAN, Suöur-Afrlku 16 drepnir í Natal A.m.k. 16 manns voru drepnir I nýjustu ofbeldisaögeröunum I hinu eldfima hér- aöi Natal I Suöur- Afrlku, þ.m.t 11 manns sem skotnir voru niöur I þremur árásum á heimili blakkra, aö sögn lög- reglu. PALERMO, Sikiley 23 grunaöir mafíósar handteknir Lögregla tók höndum 23 grunaöa ma- flugangstera I gær viö leit I bænum Corfeone á Sikiley aö sögn talsmanns lögregluliösins. MADRID Tvísýnar kosningar Búist er viö að úrslit I þingkosningunum á Spáni um helgina veröi tvlsýn. Á slö- asta degi kosningabaráttunnar stóöu Sósialistaflokkurinn og Flokkur alþýöu (PP) jafriir. Siöasta skoöanakönnunin, sem birt var á sunnudag, sýndi PP hafa fimm sæta forskot — ekki nóg til aö mynda stjóm án stuönings minnihluta- flokks. MOSKVA Þingið ver Rútskoj Rússneska þingiö, þar sem Ihaldssamir þingmenn eru i meirihluta, bar hönd fyrir höfuö varaforsetanum Alexander Rútskoj, sem er skeleggur andstæöing- ur Bórisar Jeltsin forseta. I gær sam- þykkti þingiö aö fara þess á leit viö stjómlagadómstólinn aö úrskuröa um lögmæti aögeröa Jeltslns til aö auö- mýkja Rútskoj, aö taka af honum bil hans og Iffveröi. GROZNY, Rússlandi 4 drepnir í Chechnya A.m.k. femt var drepiö I rússneska aö- skilnaöarhéraöinu Chechnya þegar óeiröalögregla, holl Dzhokhar Dudayev forseta, réðst aö byggingum á valdi andstæörar fylkingar I höfuöborginni. Mikil spenna hefur veriö I tvo mánuöi á þessu svæöi I Kákasus og miöbæ höf- uðborgarinnar Grozny hefur I raun verið breytt I tvennar vopnaöar búöir. Spenn- an náöi hámarki f þessari aðgerö sér- sveita Dudayevs. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.