Tíminn - 01.07.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júlí 1993
Tfminn 3
íbúðaverð í Reykjavík ekki verið hærra í áratug en árið 1992:
Er íbúðaverð á íslandi ónæmt
fyrir atvinnuleysi og kreppu?
Raunverð íbúða ( Reykjavík á fyrsta ársflórðungi 1993 var nálægt
hámarki. Þótt þúsundir landsmanna missl vinnuna, enn fleirí missi
aukavinnuna, kaupið lækki og kaupmátturínn því meira þá heldur
(búöaveröiö samt áfram að hækka eins og ekkert hafi í skoríst
Virðist sem fasteignamarkaður lúti hér öðrum lögmálum en (öðr-
um löndum. Samkvæmt útreikningum Fasteignamatsins hækkaði
fermetraverð íbúða í Reykjavík um 0,5% milli flórða ársfjórðungs
1992 og fyrsta flórðungs þessa árs og hafði þá samtals hækkað
um 2,5% frá 1. ársfjórðungi 1992, umfram lánskjaravísitölu. Þá
haföi raunverð hækkað um samtals rúmlega 5% frá 1. ársfjórðungi
1990.
Á Akureyri varð verðhækkun á
íbúðum í fyiTa ennþá meiri en í
Reykjavík, eða um 7% umfram
hækkun lánskjaravísitölu og svipaðar
fréttir voru af fasteignaverði á Suður-
nesjum árið 1992. Samdráttur á fast-
eignamarkaði virðist einungis koma
fram f því að seldum eignum virðist
hafa farið fækkandi milli ára. En það
virðist samt ekki hafa valdið verð-
lækkunum.
í fréttabréfi FMR segir að nokkur
óvissa hafi ríkt á fasteignamarkaðin-
um í upphafí ársins, sem bágbomu
efnahagsástandi og óvissu um kjara-
samninga hafi verið kennt um. Við
talningu kaupsamninga úr 1. árs-
fjórðungi, sem FMR höfðu borist fyr-
ir mitt ár, síðustu þrjú árin hefur
komið í Ijós að þeim hefur farið fækk-
andi, úr um 570 árið 1991, niður í
470 í fyrra og áfram niður í um 430 á
fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta þýðir
fjórðungs fækkun á tveimur árum.
Samanlagt verðmæti þessara samn-
inga, reiknað til raunvirðis, hefur
sömuleiðis lækkað úr 4,1 fyrir tveim-
ur árum í um rúmlega þijá milljarða
í fyrra og á fyrsta ársfjórðungi í ár.
Fasteignaverð hefur undanfarið ár
rokkað minna en það hefur oftast
gert Nafnverð á fermetra í íbúðum í
fjölbýlishúsum í Reykjavík var um
79.900 krónur að meðaltali á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Reiknað til
núvirðis var það um 71.000 kr. á fer-
metra.
Verulegur verðmunur kemur fram
eftir stærð íbúða. Fyrstu mánuði
þessa árs var hver fermetri í 2ja og 3ja
herbergja íbúðum seldur á um
85.400 og 83.100 kr. að nafnverði. En
Þróun fermetraverðs í fjölbýlishúsum í Reykjavík
á föstu verðlagi fyrsta ársfjórðungs 1993
Fastelgnamatið sýnir hér ársfjórðungslega þróun söluverðs á fermetra fjöl-
býtlshúsafbúða I Reykjavlk frá 1984, reiknað tll verölags 1993. Efri Ifnan
sýnir nafnverð en sú neðrl svokallað núvlrðl, sem samsvarar staögrelðslu-
verði. Meö þv( aö draga hella Ifnu mllli verðs á 1. fjóröungi hvers árs er auð-
veldara aö átta sig á þróúninni. Þá kemur I Ijós aö eftir aö verölö náöl há-
marki vorið 1988 fór það hægt og sfgandi aö þokast nlður á viö, allt fram
undir 4. ársfjórðung 1990. En þá komu einmitt húsbréfln inn I fastelgna-
lánakerfið f öllu sínu veldl. Segja má að síðan hafl verðlð nær stöðugt þok-
ast upp á viö, hvað sem liður fjöldaatvinnuleysi og kreppu.
fermetri í 4ra og fimm herbergja eða
stærri mun ódýrar, eða á 74.700 og
72.000 kr. Sjá má að þessi hlutföll
hafa verið svipuð síðustu þrjú árin.
Þá vekur athygli hve áhvflandi lán
hafa hækkað hratt á fáum árum. Það
þýðir að seljendur íbúða eiga stöðugt
minni og minni hlut í eignum sínum.
Fyrir þremur til fjórum árum voru
áhvflandi lán einungis kringum 18%
af heildarsöluverði íbúða í Reykjavík,
þannig að seljendur hafa að meðaltali
um 82% söluverðsins. Þetta hlutfall
fór upp í rúmlega 85% á síðasta árs-
flórðungi 1990.
Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafði
eignarhluti seljenda minnkað niður í
73% að meðaltali. Áhvflandi skuldir
(lán yfirtekin af kaupanda) voru þá
komnar í 27% söluverðsins.
Langstærstur hluti þessara yfirteknu
lána eru frá Byggingarsjóði ríkisins.
Það gerðist líka á 1. fjórðungi þessa
árs að íbúðakaupendur fengu að jafn-
aði hærri lán úr „gamla kerfinu"
heldur en húsbréfakerfinu. Áhvflandi
lán Byggingarsjóðs ríkisins námu þá
að meðaltali 24,4% af heildarverði
allra seldra fjölbýlishúsaíbúða f
Reykjavík, en frumbréf húsbréfa
námu hins vegar 21,3% kaupverðs-
ins. - HEI
Um þessar mundlr er sótt hart fram gegn trillukörium, enda sjá marglr of-
sjónum yflr krókaleyfi þelrra ð sama tíma og aðrir eru bundlr á klafa kvót-
ans. Það skyldl þó aldrel vera tllviljun að á sama tfma og allt kapp er lagt á
að afnema krókaveiðileyfiö sé þaö nánast staöhæft að smábátaflotinn
stundi veiðar á undlrmálsflski. Tfmamynd Aml Bjama
Smábátasjómenn æfir vegna orða um að þorskafli þeirra sé allt
að 80% smáfiskur. Veiðieftirlitið:
Menn eru ákaf-
lega misjafnir
„Menn eru ákaflega misjafnir hvað þetta varðar og eins hvað við-
kemur kunnugleika á viðkomandi veiðisvæðum. Meðal smábáta-
sjómanna eru margir sómakærír menn sem sleppa undirmálsfisk-
inum aftur í sjóinn og svo aðrír sem gera það ekki og því afar erfitt
að alhæfa mikið um allan flotann," segir Þórður Árelíusson hjá
Virtust engar
spekúlasjónir
Vsk. á
Tímann
í dag, 1. júlí, taka gildi ákvæði um
að 14% virðisaukaskattur skuli
leggjast á lesmál. Þetta þýðir að
áskrifendur Tímans þurfa að greiða
168 krónur f virðisaukaskatt auk
óbreytts 1200 króna áskriftargjalds.
Heildarkostnaður áskrifenda hækk-
ar því um þessar 168 kr. og verður
1.368 kr. á mánuði. Á sama hátt
leggst 14% vsk. á 110 króna lausa-
söluverð blaðsins og þarf því að
greiða 125 kr. fyrir hvert blað.
Inga Torfadóttlr lelrilstarkona.
T(mamynd:Áml Bjama
Inga Torfadóttir leirlistarkona
opnar sýningu:
Ævintýra-
heimur í leir
Inga Torfadóttir leiriistarkona opn-
ar sína fyrstu einkasýningu f List-
munahúsinu á fostudaginn og hef-
ur sýningln yfirskriftina Ævintýra-
heimur í leir.
Inga hefur búið í Winnipeg í Kan-
ada í 15 ár og er ein 11 kvenna sem
reka þar Stoneware Gallery.
Hún notar aðallega leir og postulfn
og vinnur mikið út frá þjóðsögum
og ævintýrum en einnig lífinu við
sjóinn.
Sýningin stendur dagana 2.-18.
júlí.
-GKG.
veiöieftirliti Fiskistofu.
í niðurstöðum athugana sem veiði-
eftirlitið hefur gert á aflasamsetn-
ingu þorsks í afla smábáta kom fram
að víða var mikið um undirmálsfisk,
en afar misjafnt á milli báta á sömu
svæðum. Að mati smábátaeigenda
hefur þetta verið lagt út á þann veg
að smábátaflotinn sé að gera út á
undirmálsfisk, en því mótmæla þeir
kröftuglega.
Arthúr Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda, segir að
það sé fjandi hart að þurfa sitja und-
ir afhæfingum um að smábátaflot-
inn geri nánast út á undirmálsfisk.
Hann bendir á að í athugunum
veiðieftirlitsins hafi verið athugaðar
afli í nokkrum tugum báta af um
1.500 smábátum.
Aftur á móti hefur verið óvenjumik-
ið um smáfisk á veiðislóðum flotans
og til marks um það hefur skyndi-
lokunum verið beitt 99 sinnum það
sem af er árinu.
Þórður Árelíusson segir að það sé
stutt í skyndilokun númer 100 en til
samanburðar var skyndilokunum
beitt í alls 130 skipti allt síðasta ár.
Hann segir að engu að síður hljóti
það að gefa mönnum vonir um að
eitthvað bjartara sé framundan ef
mikið sé um smáfisk á miðunum. En
það er þó háð því að fiskurinn fái að
dafna og vaxa áður enn hann sé
veiddur.
-grh
„Það var eiginlega ótrúlega lítið,
bæði hjá bönkunum og eins það sem
bankamir,keyptu af okkur. Það voru
engar spekúlasjónir að því er virt-
ist,“ sagði Sigurður Öm Einarsson í
deild utanríkisviðskipta í Seðla-
banka, aðspurður um hvort margir
hefðu verið svo forsjálir að kaupa er-
lendan gjaldeyri fyrir gengisfelling-
una um helgina.
Gjaldeyrissölu sl. föstudag sagði
hann hafa verið í kringum 1.400
milljónir króna miðað við 1.000
milljónir flesta daga. í ljósi þess
hvernig búið var að skrifa fyrirfram
um væntanlega gengisfellingu hefði
ekki verið óeðlilegt að fólk hraðaði
sér að nálgast gjaldeyri. - HEI
Sjúkrahús Akraness
Skrifstofumaður
Sjúkrahús Akraness auglýsir stöðu skrifstofumanns
lausa til umsóknar.
í starfi skrifstofumanns felast m.a. merkingar og færslur
bókhalds, útskrift reikninga og önnur almenn skrifstofu-
störf. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða
hliðstæða menntun, þekkingu á bókhaldi og reynslu í
notkun tölva.
Vinnutími erfrá kl. 8.00 til 16.00.
Best væri að umsækjandi gæti hafið störf sem fýrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjórí í síma
93-12311.
Umsóknir sendist tii skrifstofustjóra Sjúkrahúss Akraness
fyrir 8. júlí.
Organisti
Starf organista og kórstjóra Kópavogskirkju er laust til um-
sóknar. Ráðningartími erffá 1. september 1993. Kjörskv.
gildandi kjarasamningi FÍO. Stöðustærð nú 100%, sem
komi til endurmats við breytingu rekstraraðildar safnaða
kirkjunnar.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí 1993.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, tónlistarmenntun
og fýrri störf, skulu sendar til Stefáns M. Gunnarssonar,
Meðalbraut 20, 200 Kópavogi.
Kópavogskirkja